Morgunblaðið - 23.11.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.11.1985, Blaðsíða 56
E iUROCARO TIL DAGUGRA NOTA fcuglýsinga- er 2 24 80 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Hafskip — íslenska skipafélagið: Skaftá var kyrrsett í höfninni í Antwerpen SKAfTÁ, eitt skipa Hafskips, var kyrrsett í Antwerpen í Belgíu í gaer að kröfu eins lánardrottins Hafskips, Antigun, en þaö fyrirtæki hefur séð um afgreiðslu á skipum Hafskips. Hafnarlögreglan í Antwerpen stað- festi þetta í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Samskonar kyrrsetning vofir yfir Sandá, öðru skipi Hafskips, sem nú siglir undan ströndum Bandaríkjanna, en fer ekki inn til hafnar í New York af ótta forráðamanna Hafskips við kyrrsetningu. Jón Hákon Magnússon, blaðafull- Tálknafjörður: Það drepst talsvert af æðarfugli í olíunni í hópinu TálknafirAi, 22. nóvember. Frá Halli HalUsyni, blm. Morgunblatoins. „ÞAÐ ER Ijóst að það drepst tals- vert af æðarfugli á hópinu. Ég hef þegar haft spurnir af dauða fjög- urra fugla og hef að sjálfsögðu þungar áhyggjur af þessu,“ sagði Jón Guðmundsson æðarbóndi á Sveinseyri við Tálknafjörð þegar hann fór um varplandið á Odda þar sem hann hefur byggt upp dúntekju síðastliðin 20 ár. Megna olíustækju lagði frá sjónum og skammt undan landi voru nokkir æðarfuglar sem höfðu lent í olíu sem barst um Hópið eftir að tuttugu tonn láku í höfnina í Tálknafirði síðdegis á miðvikudag. Að sögn Jóns kemur tjón af völdum þessa óhapps ekki í ljós fyrr en næsta sumar þegar fugl- inn verpir. Undanfarin ár hafa um tvö þúsund pör verpt á Odda og af þeim hafa fengist um 30 kíló af æðardúni á ári hverju. „Ég býst við verulegum afföllum, hélt ég væri á góðri leið með að ná upp nytjavarpi eftir áfallið 1969 þegar þeir misstu 10 tonn í sjóinn þá datt dúntekjan niður næstu fimm árin,“ sagði Jón Guð- mundsson. Iceland Seafood: yinnsla á „vatnasteinbítu ICELAND Seafood Corporation, dótt- urfyrirtæki Sambandsins í Bandaríkj- unum, hefur nú hafið framleiðslu á verksmiðjuréttum úr „catfish“ (vatnasteinbít), ræktuðum í vötnum í Bandaríkjunum. Fiskur þessi hefur að undanförnu rutt sér til rúms á fiskmarkaðnum vestra, en Iceland Seafood er fyrsta stóra verksmiðjan, sem framleiðir sérstaka rétti úr hon- um. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Iceland Seafood, sagði í samtali við Morgunblaðið, að nýlega hefði verið kynnt ný vinnslulína, sem byggðist á vöru unninni úr „vatnasteinbít", sem í raun væri allt annar fiskur en steinbiturinn okkar. Hann væri ræktaður í fiskitjörnum og á síð- asta ári hefði framleiðsla hans numið um 80.000 lestum (175 millj- ónum punda). Þessi fiskur væri aðallega notaður í suðlægari ríkjum og mikið seldur heill og djúpsteikt- ur. Fjöldinn allur af svokölluðum „catfish“, veitingahúsum væri því sprottinn upp þar. Fiskur þessi hefði náð miklum vinsældum meö sérstakri kornmylsnu á takmörkuð- um svæðum, en ekkert fyrirtæki hefði selt þessa vöru um allt landið. Framleiðendur þessa fisks hefðu því leitað eftir því við Iceland Sea- food, að fyrirtækið tæki upp vinnslu og dreifingu á afurðum úr fiskinum og ákveðið hefði verið að gera svo. Þetta væri sérstæð vara og ekki talið að sala hennar hefði áhrif á sölu annarra fiskafurða fyrirtækis- ins. I trúi Hafskips og íslenska skipafé- lagsins, sagði að ástæður þessarar kröfu belgíska fyrirtækisins væru þær að forsvarsmenn þess neituðu I að viðurkenna að Skaftáin væri eitt skipa Islenska skipafélagsins og vildu því láta reyna á það hvort skipið tilheyrði Hafskip eða ís- lenska skipafélaginu. „í raun og veru getum við farið í skaðabótamál við Antigun," sagði Jón Hákon, „en við teljum að skip- ið losni frá Antwerpen strax á mánudag, þegar það hefur verið skýrt fyrir lögfræðingi fyrirtækis- ins hvernig í málum liggur." Jón Hákon sagði að íslenska skipafélaginu hefði borist skeyti þar sem greint væri frá því að lögmenn kröfuhafa Hafskips, bæði í Danmörku og Þýskalandi, hefðu þegar hætt við kyrrsetningarað- gerðir, að fengnum skýringum og tekið þær fullgildar. Sagði hann að þar væri átt við félagaskiptin. Sá lögmaður sem fjallaði um mál Skaftá í Antwerpen hefði þegar gert kröfuhöfum grein fyrir mögu- legum skaðabótakröfum íslenska skipafélagsins. Búist væri við að málið myndi leysast þegar búið væri að koma fullnægjandi upplýs- ingum til réttra aðila. Sjá ennfremur á bls. 2 og miðopnu. Leðurblaka flögraði inn um gluggann HEIMILISFÓLK í íbúðarhúsinu Varir í Garðinum fékk óvenjulegan gest í heimsókn í gærkvöldi. Inn um opinn stofugluggann fiögraði kynleg vera, sem húsbóndinn taldi víst við fyrstu sýn að væri sjaldgæfur smáfugl. En þegar dýrið krækti afturfótunum í gardínustöngina og hékk þar makinda- lega var Ijóst gesturinn óboðni var leðurblaka. Húsbóndinn varð ekkert upprifinn við þau tíðindi og taldi öruggast að koma dýrinu fyrir kattarnef. Tók hann baðhandklæði og sló til leður- blökunnar, sem rotaðist þegar og féll á gólfið. Hann fór síðan með dýrið til Júlíusar Baldvinssonar, mein- dýraeyðis á Suðurnesjum. Júlíus setti leðurblökuna í frysti, og bíður hún þess nú að verða send Náttúru- gripastofnun Íslands til athugunar. Júlíus sagðist ekki vita til þess að leðurblaka hafi áður fundist hér á landi og hélt helst að hún hefði fokið til landsins í óveðrinu sem geysaði hér dögunum. En einnig væri til í dæminu að hún hefði komið með skipi. Jón Kjartansson forstjóri látinn Jón Kjartansson, forstjóri Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins, varð bráðkvaddur á heimilí sonar síns í Hamborg á fimmtudaginn. Jón Kjartansson var 68 ára, fæddur 5. júní 1917 á Siglufirði, sonur hjónanna Kjartans Jónsson- ar byggingameistara og Jónínu Tómasdóttur. Hann lauk námi við Samvinnuskólann 1935. Verkstjóri hjá SR á Siglufirði var hann 1935 til 1943 og skrifstofustjóri hjá Þormóði Eyjólfssyni hf. 1943 til 1947. Næstu tvö ár rak hann sölt- unarstöð og útgerð í félagi við Hannes Guðmundsson. Bæjarstjóri Siglufjarðar varð Jón 1949 og gegndi því starfi til 1958, að hann varð forstjóri Áfeng- isverzlunar ríkisins og forstjóri ÁTVR var hann svo til dauðadags. Jón Kjartansson var fyrsti vara- þingmaður Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra 1959-1968 og sat á Alþingi. Hann var umboðsmaður Samvinnu- trygginga, Flugfélags íslands og fleiri aðila 1947-49.1 stjórn Síldar- verksmiðja ríkisins var hann frá 1947, í miðstjórn Framsóknar- flokksins frá 1946 og einnig sat hann í blaðstjórn Tímans og stjórn Blaðaprents hf. Jón átti sæti í bæjarráði Siglu- fjarðar, hafnamefnd, skattanefnd og fleiri nefndum á árunum 1949- 58. Hann var skipaður vararæðis- maöur Finnlands fyrir Norðurland 1953 og síðar aðalræðismaður Finnlands í Reykjavík í 8 ár. Jón Kjartansson var formaður Sigl- firðingafélagsins í Reykjavík 1962-77, formaður Hjálparstofn- unar kirkjunnar 1969-79 og í stjórn Aðstoðar íslands við þróunarlönd- in sat hann frá 1971. Jón átti sæti í fulltrúaráði sjálfseignarstofnunar um rekstur Landakotsspítala frá 1977 og sat í fyrstu stjórn Rótarýklúbbsins Reykjavík-Austurbær. Jón ritaði margt í blöð og tíma- rit; greinar um sveitarstjórnarmál og sjávarútveg og um einstaklinga lífs og liðna. Eftirlifandi kona hans er Þórný Þuríður Tómasdóttir. Þau eignuð- | ust fjögur börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.