Morgunblaðið - 23.11.1985, Qupperneq 56
E
iUROCARO
TIL DAGUGRA NOTA
fcuglýsinga-
er 2 24 80
LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR.
Hafskip — íslenska skipafélagið:
Skaftá var kyrrsett í
höfninni í Antwerpen
SKAfTÁ, eitt skipa Hafskips, var
kyrrsett í Antwerpen í Belgíu í gaer
að kröfu eins lánardrottins Hafskips,
Antigun, en þaö fyrirtæki hefur séð
um afgreiðslu á skipum Hafskips.
Hafnarlögreglan í Antwerpen stað-
festi þetta í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins í gær. Samskonar
kyrrsetning vofir yfir Sandá, öðru
skipi Hafskips, sem nú siglir undan
ströndum Bandaríkjanna, en fer
ekki inn til hafnar í New York af
ótta forráðamanna Hafskips við
kyrrsetningu.
Jón Hákon Magnússon, blaðafull-
Tálknafjörður:
Það drepst talsvert af
æðarfugli í olíunni í hópinu
TálknafirAi, 22. nóvember. Frá Halli HalUsyni, blm. Morgunblatoins.
„ÞAÐ ER Ijóst að það drepst tals-
vert af æðarfugli á hópinu. Ég hef
þegar haft spurnir af dauða fjög-
urra fugla og hef að sjálfsögðu
þungar áhyggjur af þessu,“ sagði
Jón Guðmundsson æðarbóndi á
Sveinseyri við Tálknafjörð þegar
hann fór um varplandið á Odda
þar sem hann hefur byggt upp
dúntekju síðastliðin 20 ár.
Megna olíustækju lagði frá
sjónum og skammt undan landi
voru nokkir æðarfuglar sem
höfðu lent í olíu sem barst um
Hópið eftir að tuttugu tonn láku
í höfnina í Tálknafirði síðdegis á
miðvikudag.
Að sögn Jóns kemur tjón af
völdum þessa óhapps ekki í ljós
fyrr en næsta sumar þegar fugl-
inn verpir. Undanfarin ár hafa
um tvö þúsund pör verpt á Odda
og af þeim hafa fengist um 30
kíló af æðardúni á ári hverju. „Ég
býst við verulegum afföllum, hélt
ég væri á góðri leið með að ná
upp nytjavarpi eftir áfallið 1969
þegar þeir misstu 10 tonn í sjóinn
þá datt dúntekjan niður næstu
fimm árin,“ sagði Jón Guð-
mundsson.
Iceland Seafood:
yinnsla á „vatnasteinbítu
ICELAND Seafood Corporation, dótt-
urfyrirtæki Sambandsins í Bandaríkj-
unum, hefur nú hafið framleiðslu á
verksmiðjuréttum úr „catfish“
(vatnasteinbít), ræktuðum í vötnum í
Bandaríkjunum. Fiskur þessi hefur
að undanförnu rutt sér til rúms á
fiskmarkaðnum vestra, en Iceland
Seafood er fyrsta stóra verksmiðjan,
sem framleiðir sérstaka rétti úr hon-
um.
Guðjón B. Ólafsson, forstjóri
Iceland Seafood, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að nýlega hefði verið
kynnt ný vinnslulína, sem byggðist
á vöru unninni úr „vatnasteinbít",
sem í raun væri allt annar fiskur
en steinbiturinn okkar. Hann væri
ræktaður í fiskitjörnum og á síð-
asta ári hefði framleiðsla hans
numið um 80.000 lestum (175 millj-
ónum punda). Þessi fiskur væri
aðallega notaður í suðlægari ríkjum
og mikið seldur heill og djúpsteikt-
ur. Fjöldinn allur af svokölluðum
„catfish“, veitingahúsum væri því
sprottinn upp þar. Fiskur þessi
hefði náð miklum vinsældum meö
sérstakri kornmylsnu á takmörkuð-
um svæðum, en ekkert fyrirtæki
hefði selt þessa vöru um allt landið.
Framleiðendur þessa fisks hefðu
því leitað eftir því við Iceland Sea-
food, að fyrirtækið tæki upp vinnslu
og dreifingu á afurðum úr fiskinum
og ákveðið hefði verið að gera svo.
Þetta væri sérstæð vara og ekki
talið að sala hennar hefði áhrif á
sölu annarra fiskafurða fyrirtækis-
ins.
I trúi Hafskips og íslenska skipafé-
lagsins, sagði að ástæður þessarar
kröfu belgíska fyrirtækisins væru
þær að forsvarsmenn þess neituðu
I að viðurkenna að Skaftáin væri
eitt skipa Islenska skipafélagsins
og vildu því láta reyna á það hvort
skipið tilheyrði Hafskip eða ís-
lenska skipafélaginu.
„í raun og veru getum við farið
í skaðabótamál við Antigun," sagði
Jón Hákon, „en við teljum að skip-
ið losni frá Antwerpen strax á
mánudag, þegar það hefur verið
skýrt fyrir lögfræðingi fyrirtækis-
ins hvernig í málum liggur."
Jón Hákon sagði að íslenska
skipafélaginu hefði borist skeyti
þar sem greint væri frá því að
lögmenn kröfuhafa Hafskips, bæði
í Danmörku og Þýskalandi, hefðu
þegar hætt við kyrrsetningarað-
gerðir, að fengnum skýringum og
tekið þær fullgildar. Sagði hann
að þar væri átt við félagaskiptin.
Sá lögmaður sem fjallaði um mál
Skaftá í Antwerpen hefði þegar
gert kröfuhöfum grein fyrir mögu-
legum skaðabótakröfum íslenska
skipafélagsins. Búist væri við að
málið myndi leysast þegar búið
væri að koma fullnægjandi upplýs-
ingum til réttra aðila.
Sjá ennfremur á bls. 2 og
miðopnu.
Leðurblaka
flögraði inn
um gluggann
HEIMILISFÓLK í íbúðarhúsinu Varir
í Garðinum fékk óvenjulegan gest í
heimsókn í gærkvöldi. Inn um opinn
stofugluggann fiögraði kynleg vera,
sem húsbóndinn taldi víst við fyrstu
sýn að væri sjaldgæfur smáfugl. En
þegar dýrið krækti afturfótunum í
gardínustöngina og hékk þar makinda-
lega var Ijóst gesturinn óboðni var
leðurblaka.
Húsbóndinn varð ekkert upprifinn
við þau tíðindi og taldi öruggast að
koma dýrinu fyrir kattarnef. Tók
hann baðhandklæði og sló til leður-
blökunnar, sem rotaðist þegar og féll
á gólfið. Hann fór síðan með dýrið
til Júlíusar Baldvinssonar, mein-
dýraeyðis á Suðurnesjum. Júlíus
setti leðurblökuna í frysti, og bíður
hún þess nú að verða send Náttúru-
gripastofnun Íslands til athugunar.
Júlíus sagðist ekki vita til þess að
leðurblaka hafi áður fundist hér á
landi og hélt helst að hún hefði fokið
til landsins í óveðrinu sem geysaði
hér dögunum. En einnig væri til í
dæminu að hún hefði komið með
skipi.
Jón Kjartansson
forstjóri látinn
Jón Kjartansson, forstjóri Áfengis-
og tóbaksverzlunar ríkisins, varð
bráðkvaddur á heimilí sonar síns í
Hamborg á fimmtudaginn.
Jón Kjartansson var 68 ára,
fæddur 5. júní 1917 á Siglufirði,
sonur hjónanna Kjartans Jónsson-
ar byggingameistara og Jónínu
Tómasdóttur. Hann lauk námi við
Samvinnuskólann 1935. Verkstjóri
hjá SR á Siglufirði var hann 1935
til 1943 og skrifstofustjóri hjá
Þormóði Eyjólfssyni hf. 1943 til
1947. Næstu tvö ár rak hann sölt-
unarstöð og útgerð í félagi við
Hannes Guðmundsson.
Bæjarstjóri Siglufjarðar varð
Jón 1949 og gegndi því starfi til
1958, að hann varð forstjóri Áfeng-
isverzlunar ríkisins og forstjóri
ÁTVR var hann svo til dauðadags.
Jón Kjartansson var fyrsti vara-
þingmaður Framsóknarflokksins í
Norðurlandskjördæmi vestra
1959-1968 og sat á Alþingi. Hann
var umboðsmaður Samvinnu-
trygginga, Flugfélags íslands og
fleiri aðila 1947-49.1 stjórn Síldar-
verksmiðja ríkisins var hann frá
1947, í miðstjórn Framsóknar-
flokksins frá 1946 og einnig sat
hann í blaðstjórn Tímans og stjórn
Blaðaprents hf.
Jón átti sæti í bæjarráði Siglu-
fjarðar, hafnamefnd, skattanefnd
og fleiri nefndum á árunum 1949-
58. Hann var skipaður vararæðis-
maöur Finnlands fyrir Norðurland
1953 og síðar aðalræðismaður
Finnlands í Reykjavík í 8 ár. Jón
Kjartansson var formaður Sigl-
firðingafélagsins í Reykjavík
1962-77, formaður Hjálparstofn-
unar kirkjunnar 1969-79 og í stjórn
Aðstoðar íslands við þróunarlönd-
in sat hann frá 1971.
Jón átti sæti í fulltrúaráði
sjálfseignarstofnunar um rekstur
Landakotsspítala frá 1977 og sat í
fyrstu stjórn Rótarýklúbbsins
Reykjavík-Austurbær.
Jón ritaði margt í blöð og tíma-
rit; greinar um sveitarstjórnarmál
og sjávarútveg og um einstaklinga
lífs og liðna.
Eftirlifandi kona hans er Þórný
Þuríður Tómasdóttir. Þau eignuð-
| ust fjögur börn.