Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 Stórstjörnur Vestur-Þjóðverja mæta íslendingum í kvöld ¦ í liöinu eru margir af snjöllustu handknattleiksmönnum ÍSLENDINGAR og Vestur-Þjóð- verjar leika fyrsta landsleikinn í handknattleik, af þremur, í kvöld { Laugardalshöll. Vestur-Þjóðverj- arnir komu til landsins í gær- • > kvöldi. ViA náoum tali af Jóhanni Inga Gunnarssyni, þjálfara Kiel, í Vestur-Þýskalandi til að forvitn- ast hjá honum um vestur-þýska landsliðið. Jóhann Ingi þekkir mjög vel til undirbúnings lands- liosins, þar sem hann hefur verið þiálfari hjá Kiel í 4 ár og eínnig þjálfaöi hann íslenska landsliöið fyrir nokkrum árum. Viö gefum Jóhanni Inga orðið: „Vestur-Þjóðverjar eru komnir lengra en íslendingar í undirbún- ingi sínum fyrir heimsmeistara- keppnina. Ég tel, aö „Super-Cup" keppnin, sem fór fram í Þýskalandi fyrir tveimur vikum, hafi komið sér ^-. mjög vel fyrir þá. Þessir leikir við - islendinga eru mjög mikilvasgir fyrir Vestur-Þjóöverja, sálfræöi- lega og ef vel gengur þá er liöiö á réttri leiö í undirbúningi sínum. Góöír möguleikar Möguleikar islendinga gegn Vestur-Þjóöverjum eru góðir, sér- staklega þar sem allir okkar bestu leikmenn eru meö. íslensku strák- arnir hafa leikiö meira og minna saman í mörg ár og þekkja vel til hvors annars, þó liöiö hafi ekki fengið nægilega góöan undirbún- ing fyrir þessa leiki. Þaö sem kemur til meö aö skipta mestu máli er hvernig varnarleikur og markvarsla íslenska liösins gengur. Sóknarleikurinn á aö geta veriö góöur. Raunhæft væri aö ætla að Vestur-Þjóðverjar ynnu tvo leiki og íslendingar einn, allt um- fram það væri frábær árangur hjá íslenskaliöinu. Vestur-Þjóöverjar eru í hópi allra sterkustu handknattleiksþjóöa heims, liöiö varö númer þrjú í „Super-Cup" keppninni og þaö segir sína sögu um styrkleika þeirra. Því í þessari keppni tóku Js*' þátt allar sterkustu þjóðir heims í handknattleik, að Pólverjum und- anskildum. Liöiö vann þá Tékka, 20—14, Sovétmenn, sem eru heimsmeistarar, 23—16 og er þaö stærsta tap Sovétmanna í mörg ár. Þeir unnu síöan Rúmena í úr- slitaleik um þriðja sætiö, 21 — 19. Markmiö Vestur-Þjóöverja í heimsmeistarakeppninni er aö veröa meöal sex bestu þjóöa heims og ef vei gengur, komast á verölaunapall og tryggja öruggt sæti á Ólympíuleikunum 1988 og þar á liöiö síöan endalega aö blómstra. Thiel vítabani Varnarleikur Vestur-Þjóðverja og markvarslan er mjög góö og í markinu stendur Andreas Thiel, sem er talinn besti markvörður heims í dag. Hann ver um 20 skot í leik og þá oft úr dauöafærum. Leikir í kvöld Einn leikur verður í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í kvöld íbk og Valur leika í Keflavík og hefst leikurinn klukkan 20. Á sama tíma leika Breiðablik og Grinda- vík í 1. deild karla í körfu og fer sá leikur fram í Digranesi. Morgunblaöiö/Bjarnl • Jochen Fraatz er einn besti hornamaour heims í dag. Hér skorar hann í landsleik gegn Dönum. Hann býr yfir mikilli tækni og er skotfastur mjög. Hann er einn besti vítamarkvöröur heims, oft ver hann 4—5 vítaköst íleik, algjör vítabani. Þeir munu örugglega leika, 3—2—1 vörn gegn Islendingum, því þeir vita af stórskyttum íslenska liösins. Lommer, félagi Alfreös Gíslasonar hjá Essen, leikur senni- lega fyrir framan í vörninni og reynir aö trufla og koma vel út á móti íslensku skyttunum. Hann leikur síöan í hægra horninu ísókn- inni. Leikaöferö íslenska liösins, eins og Bogdan leggur hana upp, ætti að heppnast vel gegn Vestur- Þjóðverjunum. Mikil hlaup inn í vörnina án bolta og svo komi annar línumaöur og útispilari sem hleypa inn á línuna, þessi aöferö er erfiö- ust fyrir svona vörn. Stórstjörnur Þaö má segja aö þaö sé valinn maður í hverju rúmi hjá Vestur- Þjóöverjunum og hvergi veikur hlekkur í liöinu. Stjörnur liösins eru tvímælalaust, markvörðurinn, Andreas Thiel, eins og áöur er lýst, hornamaöurinn, Jochen Fraatz frá Essen, hann er án efa einn besti hornamaöurinn í heiminum í dag. Hann er 22 ára og er einn marka- hæsti leikmaöur Bundesligunnar, hann hefur alla eiginleika góös handknattleiksmanns, getur brot- ist í gegn maöur á móti manni, mjög skotharöur, ef hann kemst inn í horninu er hann með ýmsa snúningsbolta, sem eru erfiöir fyrir markveröi og í hraöaupphlaupum er hann mjög góöur. Risinn, Erhard Wunderlich, sem er um 2 metrar á hæð er mjög skotfastur og skorar mikiö af mörkum, hann hefur mikla reynslu og er útsjónarsamur, næmt auga fyrir línusendingum. Ruediger Neitzel, leikur fyrir utan og er hann mjög sterkur og stór leikmaöur. Hann skorar mikiö og er ein hættulegasta skyttan í Bundesligunni, hann er einnig sterkur varnarmaöur. Wolfgang Kubitzki, sem kemur frá Essen, er á miöjunni fyrir utan, hann er mikill skotmaöur, stekkur upp af báöum fótum og þaö þarf aö hafa góöar gætur á honum. Michael Roth, sem leikur meö Grosswallstadt, leikur einnig fyrir utan og stjórnar leik liösins. Hann er ekki mikill skotmaöur, en á lúmsk lágskot ígegnum vörnina. Hægra megin er Martin Schwalb frá Grosswallstadt, hann hefur leikiö mjög vel í ár, með góða tækni og er mikill skotmaöur. Einn jafnbesti leikmaöur landsliösins upp á síðkastiö. í hægra horninu leikur svo Joern-Uwe Lommel frá Essen. Góöur og vaxandi leikmaöur. A linunni er Ule Roth, sem er fyrirliði og er jafnframt tvíbura- bróöir Michael Roth, og varla hægt að þekkja þá í sundur. Hávaxinn og góöur línumaöur og einnig er hann góður varnarmaður. Þetta veröa örugglega fjörugir og skemmtilegir leikir og þarna fá áhorfendur tækifæri á aö sjá marga bestu handknattleiksmenn heimsídag." Haukar tóku hlut sinn ekkí á þurru HAUKAR tóku hlut sinn ekki á þurru landi í viöureign viö ÍR-inga í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Hafnarfirði í gær. ÍR-mgar höfðu yfir í hálfleik, 28-25, og seinni hálfleikur var jafn þar til undir lokin að Haukar náðu forskoti, sem dugoi til sigurs, 75-67. Varnarleikur var í fyrirrúmi í fyrri hálfleik. Leikmenn beggja liöa voru mjög hreyfanlegir í vörninni og gáfu mótherjanum engin griö til aö skapa sér skotfæri. Óhittni og óheppni var einnig áberandi. Haukarnir komust strax í 8-2, en IR-ingar jöfnuöu og héldu í við Hauka um stund. ÍR-ingar voru siðan betri síöustu 10 mínúturnar, komust þeir í 20-14 þegar 7 mínút- ur voru eftir og héldu 4-6 stiga forskoti, en þegar fjórar sekúndur voru eftir skoraði Pálmar þriggja stiga körfu og minnkaöi muninn í þrjú stig, 28-25. Einar Bollason, þjálfari Hauk- anna, var óánægöur með sína menn í fyrri hálfleik og hefur lesiö yfir þeim í hléinu, því allt annar bragur var á leik liösins í seinni hálfleik og spil þeirra liöugra. Byrj- uöu Haukar leikinn af krafti, skor- uðu 8 stig á fyrstu mínútunni og náöu 5 stiga forystu, 33-28. Það var ekki fyrr en um miöjan seinni hálfleik aö ÍR-ingar komust á skriö aftur og er HV2 mínúta var eftír höföu þeir minnkaö muninn í eitt stig, 48-47. Þegar 8 mínútur voru eftir munaði enn einu stigi, 54-53, en þá brast einbeitni ÍR-inga og þeir fóru hallokafyrir Haukum, sem komust á þremur mínútum í 62-53. Losnaöi þá meira um Haukana og áttu ÍR-ingar á brattann að sækja. Reyndu Haukarnir aö nota tímann vel og halda fengnum hlut. ÍR-ingarnir undu ekki skörðum hlut, en tóku of seint viö sér. Þeim dugöi lítt aö skora 8 stig á 20 sekúndum á lokamínútunni, því fyrir þá leiftursókn höföu Haukar náð 14 stiga mun, 73-59. Minnk- uöu ÍR-ingar muninn í 73-67, en Haukar áttu siöan síöasta oröiö. Haukar gáfu Karli Guðlaugs, sem skaut KR-inga í kaf á dögun- um, fá tækifæri, en ásamt honum áttu Ragnar Torfa og Björn Stef- fensen, sem var mjög góður i seinni hálfleik og skoraöi þá 16 stig, einna skástan leik ÍR-inga. Hjá Haukum var Pálmar maður dagsins. Hélt hann liöi sínu gang- andi í seinni hálfleik og átti lang- stærstan þátt i þvi aö Haukar fóru meö sigur af hólmi. Henning kom einnig vel frá seinni hálfleiknum. Stig Hauka: Pálmar Sigurösson 29, Henn- ing Henningsson 18, ívar Webster 13, Viöar Vignisson 7, Ivar Asgnmsson 4, Eyþór Arnason 2 og Ólafur Rafnsson 2. Stig ÍR: Ragnar Torfason 20, Björn Steff- ensen 16, Karl Guölaugsson 15, Jóhannes Sveinsson 7, Jón Örn Guömundsson 4, Bragi Reynisson 2, Vignir Hilmarsson 2 og H/örtur Oddsson 1. _— ágás. • Pálmar Sigurðsson var besti leikmaður Hauka í gærkvöldi og skor- aði 29 stig. Hann er einn stigahæstí leí kmaður úrvalsdeildarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.