Morgunblaðið - 08.12.1985, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985
hafi
EIGNIR Sjóvátryggingafélags íslands í Ingólfs-
stræti eru nú til söiu. Um er að ræða húseignirnar
Ingólfsstræti 3, 5 og hálft húsið nr. 7. Eignamiðlun,
fasteignasölu, hefur verið falið að selja eignirnar.
Ingólfsstræti 5 er eitt af stærstu húsunum á
þessu svæði. Það er 6 hæðir og kjallari, samtals
um 1300 m2 að grunnfleti. Öllum húsunum fylgir
eignarlóð og bílastæði.
Sjóvá var með starfsemi sína í Ingólfsstræti
um árabil þar til árið 1974 er félagið fluttist í
núverandi húsnæði á Suðurlandsbraut 4. Síðan
hafa verið í húsunum verslanir, skrifstofur og
íbúðir.
Skipuleg leit að
krabbameini í ristli og
endaþarmi að hefjast
Eignir Sjóvá við Ingólfsstrœti til sölu
SKIPULEG leit að krabbameini í
ristli og endaþarmi er um það bil að
hefjast hér á landi. Leitin fer fram á
vegum Krabameinsfélagsins en hér
er um að ræða þriðja algengasta
krabbameinssjúkdóm hér á landi.
Árlega greinast um sjötíu ný tilfelli
og 35—40 manns deyja af völdum
sjúkdómsins á ári hverju. Tilgangur
leitarinnar er sá að uppgötva sjúk-
dóminn á frumstigi, þ.e. áður en
sjúklingur verður einkennanna var,
en þetta getur aukið batahorfur um
allt að 75% frá því sem nú er.
Við þessa krabbameinsleit mun
Krabbameinsfélagið nota leitar-
kerfi sem gerir ráð fyrir því að
þátttakendur annist sýnatöku sjálf-
ir og komi sýnum síðan í hendur
þeirra sem annast rannsóknina.
Skjalatösku
stolið úr bíl
*
I henni voru tvær
ávísanir að andvirði
320 þúsund krónur
LIÓSBRÚNNI skjalatösku úr leðri
var stolið úr bifreið við Laugalæk 2 á
tímabilinu frá 17.30 til 20 á föstudag.
í töskunni voru tvær ávísanir samtais
að upphæð 320 þúsund krónur; önnur
170 þúsund og hin 150 þúsund krón-
ur. Þá voru ýmiss konar skjöl í tösk-
unni merkt Finnsk-íslenska verslun-
arfélaginu.
Þeir sem kunna að búa yfir upp-
lýsingum um afdrif töskunnar eða
þjófnaðinn eru vinsamlega beðnir
að hafa samband við Rannsóknar-
lögreglu ríkisins.
Sjúkdómurinn greinist þannig að
blóð kemur fram í hægðum.
Fyrsti áfanginn í skipulegri leit
Krabbameinsfélagsins að krabba-
meini í ristli og endaþarmi er frum-
könnun sem ætlað er að 'ljúki eftir
um það bil hálft annað ár. Þátttak-
endur í þessari frumkönnun verða
sex þúsund einstaklingar, karlar og
konur á aldrinum 45—69 ára. Þátt-
takendur eru valdir af handahófi úr
þjóðskránni.
Mánafoss seldur
til Nýju-Kaledóníu
MÁNAFOSS, skip Eimskipafélags
íslands, hefur verið selt til Nýju
Kaledóníu. Hann sigldi í síðasta sinn
frá íslandi um kl. 20.00 í gærkvöldi.
Mánafoss var með fullfermi af áli
sem skipað verður upp í Rotterdam.
Þar tekur skipið annan farm til
Astralíu. Mánafoss verður síðan
afhentur í Singapore í mars 1986.
Mánafoss er systurskip Dettifoss
og Goðafoss. Hann var smíðaður í
Álaborg 1970. Skipstjóri á Mána-
fossi í þessari síðustu ferð frá ís-
landi er Guðmundur Kristjánsson.
Matthías Bjarnason samgönguráðherra:
Hef ekki hugsað mér að
svifta leiguskip leyfum í
.
JNNLENT
— frumvarp á Alþingi um skráningu skipa
SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur
hefur skorað á Matthías Bjarnason
viðskiptaráðherra að stöðva nú þeg-
ar öll leyfi til leigutöku á erlendum
kaupskipum sem mönnuð eru er-
lendum sjómönnum. Matthías
Bjarnason viðskiptaráðherra var
inntur álits á þessu.
„Eg hef nú ekki hugsað mér að
svipta leiguskip leyfi í hafi“ sagði
Matthías. „Hins vegar liggur fyrir
Alþingi frumvarp um skráningu
Flugvél Air Ar^tic í
fyrsta sinn til Islands
— flutti 30 lestir af ferskum fiski vestur um haf
30 LESTIR af ferskum fiski frá út-
flutningsfyrirtækinu Stefni hf. voni
í lok vikunnar fluttar flugleiðis til
Kanada með vöruflutningavél ís-
lenzka leiguflugfélagsins Air Arctic.
Fiskurinn var síðan fluttur landleið-
ina til Boston í Bandaríkjunum, þar
sem hann var seldur. Þetta var
fyrsta ferðin af þremur, sem fyrir-
hugaðar eru með þessura hætti.
Eiríkur Hjartarson, annar eig-
enda Stefnis, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að ákveðið hefði
verið að fara þessa leið, þar sem
erfitt væri að fá pláss fyrir fiskinn
hjá Flugleiðum. Fyrirhugað væri
að senda fisk tvívegis með þessum
hætti fyrir jól, en að þessu sinni
hefí' megnið af fiskinum verið
ýsa, hitt karfi. Um afkomuna vildi
Eiríkur ekki tjá sig, en fyrirtækið
hefur flutt nokkur hundruð lestir
af ferskum fiski vestur um haf
með flugi síðan það hóf starfsemi
sína á miðju ári. Hann sagði þó,
að afkoman væri sæmileg og út-
flutningurinn gengi þokkalega
með þeim annmörkum, sem væru
á flutningsgetu Flugleiða. Hann
teldi öruggt að meira hefði verið
hægt að selja, hefði flutningsgeta
verið fyrir hendi.
Þetta var í fyrsta sinn, sem
flugvél frá Air Arctic lendir hér
á landi, en hún kom hingað með
vörur fyrir Flugleiðir. „Það er
auðvitað gaman að koma við á
Air Arctic á Keflavíkurflugvelli.
íslandi, en það er algjör undan-
tekning. Ég býst við að það verði
afskaplega sjaldgæft að við lend-
um þar,“ sagði Arngrímur Jó-
hannsson, flugstjóri og annar
eigenda Air Arctic, í samtali við
Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara
Morgunblaðsins í Zurich, fyrir
komuna til íslands.
Arngrímur sagði, að aðeins
hefði verið samið um þessa einu
ferð með fisk frá íslandi til Kan-
ada, en önnur flugfélög hefðu áður
farið einstakar ferðir með fisk
þangað. Starfsmaður Flugleiða í
Morgunblaóið/Einar Falur
Lúxemborg sagði, að Flugleiðir
hefðu ekki getað annað öllum
vöruflutningum til íslands þessa
dagana og þess vegna hefði verið
gripið til þess ráðs að fá Air
Arctic til að taka vörur til lands-
ins. Vélin, sem hingað kom, er af
gerðinni Boeing 707 og notaði Air
Arctic hana í farþegaflutninga í
sumar, en henni var breytt í vðru-
flutningavél í byrjun síðustu viku.
Það tók fslendinga tvo daga að
breyta henni, en Belgar höfðu
boðizt til að vinna verkið á 10
dögum.
skipa sem gerir íslenskum kaup-
skipafélögum kleift að taka erlend
skip á svokallaða kaupleigu og þá
með innlendri áhöfn. Eftir að það
er orðið að lögum er frekar hægt
að beina öllum leyfum þannig að
þessi skip séu mönnuð íslenskum
áhöfnum. Frumvarpið var flutt
seint í fyrra og náði ekki fram að
ganga. Ég vona að frumvarpið
verði afgreitt nú á næstunni enda
held ég að ekki sé ágreiningur um
það,“ sagði Matthías Bjarnason að
lokum.
„Okkar markmið er að manna
okkar skip með íslenskum sjó-
mönnum," sagði Hörður Sigur-
gestsson forstjóri Eimskips. „Hins
vegar teljum við óhjákvæmilegt
að við höfum frelsi til þess að taka
leiguskip til þess að sinna tíma-
bundnum verkefnum. Einnig þeg-
ar um er að ræða að taka skip á
leigu til þess að kynnast því og
ganga úr skugga um hvort það
muni hugsanlega henta okkur til
lengri tíma og þá með íslenskri
áhöfn. Varðandi skip Hafskips
munum við leitast við að finna
verkefni og nýta skipin eftir bestu
getu. Við erum að kanna hug-
myndir um að nýta 1—2 skipanna,
en getum því miður ekki sagt ná-
kvæmlega um það í bili, en þá ber
að huga að því að þessi tími til
febrúarloka er reyndar að mörgu
leyti rýrasti flutningatíminn á ár-
inu.“
Hörður Sigurgestsson sagði að
félagið væri nú með 18—19 skip í
föstum rekstri. Þar af eru fjögur
erlend leiguskip. Aðeins eitt þeirra
er í leigu til iengri tíma og er það
í siglingum á milli meginlands
Evrópu og Bandaríkjanna með
viðkomu á Islandi á báðum leiðum.
Eimskip leigir einnig þrjú erlend
leiguskip til skamms tíma til þess
að sinna tímabundnum verkefnum
m.a. vegna þess að Urriðafoss
strandaði og verður ekki aftur í
siglingum fyrr en 20. desember.
Auk þess er Eimskip með þrjú
erlend skip á þurrleigusamningi
til 1—2 ára og eru þau öll með
íslenskum áhöfnum.
Afnám lánskjaravísitölu á skammtímalánum:
í gildi um leið og
ný Seðlabankalög
ÞORNTEINN Pálsson fjármálaráð-
herra og Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra áttu á föstudag
fund með bankastjórum einkabank-
anna, þar sem þeir kynntu þeim
hugmyndir ríkisstjórnarinnar varð-
andi afnám lánskjaravísitölu af
skammtímalánum og skuldbreyt-
ingu skammtímalána húsbyggjenda
til lengri tíma. Fjármálaráðherra
sagði í gær að ekkert hefði breytt
þeim áformum rikisstjórnarinnar að
þessar hugmyndir yrðu að veru-
leika. Þessir fundir með bankastjór-
unum hefðu fyrst og fremst verið til
þess að kynna þeim tillögurnar og
þeir ættu kost á því í framhaldi
fundanna að koma á framfæri sín-
um athugasemdum.
„Bankastjórarnir tóku tillögum
okkar vel og ég er sannfærður um
að það samstarf sem verið hefur
á milli ráðgjafarþjónustu Hús-
næðisstofnunar og banka og spari-
sjóða verður áfram gott,“ sagði
forsætisráðherra að afloknum
fundinum á föstudag.
Forsætisráðherra sagði að í ljós
hefði komið að hugmyndin um að
leyfa ekki verðtryggingu nema á
lánum sem væru til þriggja ára
eða lengri tíma, þyrfti nánari
skoðunar við. „Það er talað um að
þetta form á lánskjörum taki gildi
með nýjum Seðlabankalögum,"
sagði forsætisráðherra.