Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ,SUNNUDAGUR8. DESEMBER 1985
19
Islenzka skipafélagið:
Fyrir lá, að félagið gæti aflað
200 milljóna króna í hlutafé
— en rekstrarhorfur voru of ótryggar
MORGUNBLAÐINU barst eftirfar-
andi fréttatilkynning frá íslenzka
skipafélaginu eftir aö félagið hafði
rift kaupsamningi, sem það gerði
18. nóv. sl. við Hafskip hf. um kaup
á fjórum skipum félagsins og ýms-
um öðrum eignum Hafskips hf.
„Var kaupum þessum rift,“ segir
í fréttatilkynningunni, „þar sem
fyrir lá sameiginleg yfirlýsing Út-
vegsbankans og íslenzka, sem fól
það í sér, að þessir aðilar mundu
ekki semja sín á milli um greiðslu
á 15 milljóna bandaríkjadollara
skuld Hafskips hf. við bankann og
til þess í framhaldi af því að greiða
fyrir sölu til annars aðila á hluta
þeirra eigna, sera gert var ráð fyrir,
að fslenzka keypti af Hafskip hf.
Riftun kaupsamningsins leiðir
af sér, að íslenzka er hætt þeim
fslandssiglingum, sem það tók við
af Hafskip hf.
Á því tímabili, sem íslenzka
hafði rekstur fslandssiglinganna
með höndum, átti félagið ágæta
samvinnu við bankastjórn Útvegs-
banka fslands. Bankastjórnin og
fslenzka litu á það sem sameigin-
legt verkefni sitt að bjarga þeim
verðmætum sem bjargað yrði eftir
að ljóst var, að Hafskip hf. var að
þrotum komið, sem og að varna
frekara tjóni en óhjákvæmilegt
yrði. Stofnun íslenzka var upp-
haflega hugsuð sem liður í þessari
björgunaraðgerð í samvinnu við
bankann, og líta stjórnendur ís-
lenzka svo á, að með þessari aðgerð
hafi tekizt að varna svo miklu tjóni
sem frekast var kostur, þó að því
miður reyndist ekki unnt að bjarga
fyrri fslandssiglingum Hafskips
hf. sem sjálfstæðri rekstrarein-
ingu. Gagnstætt því sem hugsað
var í upphafi samkvæmt framan-
greindu þróuðust mál svo, að rétt
þótti að kanna þann möguleika,
að íslenzka tæki við rekstri ís-
landssiglinganna til frambúðar.
þessi hugmynd var könnuð til hlít-
ar með opnum huga bæði af Út-
vegsbankanum og stjórnendum
íslenzka. Fyrir lá, að íslenzka
gæti aflað 200 millj. kr. í hlutafé,
en þrátt fyrir það þótti stjórnend-
um Útvegsbankans og fslenzka
rekstrarhorfur of ótryggar til þess
að ráðlegt væri talið að fara þessa
leið. Olli þessi niðurstaða stjórn-
endum fslenzka að sjálfsögðu
vonbrigðum, og fundu þeir, að hún
olli stjórnendum bankans ekki
siður vonbrigðum.
Þó fyrri Islandssiglingum Haf-
skips hf. verði nú hætt sem sjálf-
stæðum rekstri með þeirri ákvörð-
un, að íslenzka haldi þeim ekki
áfram, er þar á engan hátt við
stjórnendur Útvegsbanka íslands
að sakast. Á rekstrartímabili fs-
lenzka hafa þeir gert allt sem í
þeirra valdi hefur staðið til að
greiða götu rekstrarins, staðið í
nánu og drengilegu trúnaðarsam-
bandi við stjórnendur íslenzka og
hafa fullkomlega staðið við sam-
komulag um veitingu nauðsyn-
legra rekstrarlána og aldrei synjað
nokkurri rekstrarlánsbeiðni gagn-
stætt því, sem fram hefur verið
haldið í nokkrum fjölmiðlum síð-
ustu daga. Stjórnendur fslenzka
telja sérstaka ástæðu til þess nú
að þakka bankastjórn Útvegs-
banka fslands hina nánu og ágætu
samvinnu, sem verið hefur við þá
að undanförnu í erfiðu verkefni
og við erfiðar aðstæður. Okkur
þykir einnig ástæða til að hvetja
til málefnalegri og víðtækari
umræðu um vanda Útvegsbanka
íslands, og raunar fleiri íslenskra
banka og fyrirtækja heldur en
þeirrar, sem hæst hefur heyrzt,
að undanförnu.
Það skal tekið fram, að íslenzka
hefur fyrir löngu gert bankastjórn
utvegsbankans grein fyrir því, að
það muni ekki gera við það neinar
athugasemdir, þó að bankinn kjósi
að fara þá leið að semja við Eim-
skipafélag íslands hf. eða aðra
aðila um málefni Hafskips hf. (og
íslenzka að svo miklu leyti sem
þar eru tengsl á milli). Það hefur
frá upphafi verið ljóst, að íslenzka
hefur fullan skilning á þeim mikla
vanda, sem bankinn er í í þessu
máli. Er það einlæg von stjórnenda
fslenzka, að sú leið, sem að lokum
verður valin, verði viðunandi fyrir
Útvegsbanka fslands og aðra sem
hagsmuna eiga að gæta.
Að lokum vill fslenzka þakka
starfsmönnum og stjórnendum
Hafskips hf. ágæta samvinnu þann
stutta tíma, sem leiðir fslenzka og
þessara aðila hafa legið saman.
Stjórnendur íslenzka láta í ljós
aðdáun sína á hinum frábæra
starfsanda og baráttuvilja, sem
starfsfólkið hefur sýnt. Þó að það >
hafi því miður ekki tekizt að
bjarga sameiginlegum vinnustað
þess og gera því unnt að starfa
saman á þeim vettvangi, eru
stjórnendur íslenzka sannfærðir
um, að svo hæft og baráttuglatt
starfsfólk getur ekki staðið höllum
fæti á íslenzkum vinnumarkaði.
Megi því öllu vel farnast og vel
takast til um þá starfsemi, sem
Hafskip hf. hóf til þess að hafa
milligöngu um öflun annarra
starfa fyrir það.“
Áttu í vandræðum
með að finna vandaða gjöf?
Ef svo er, ættir þú að líta inn hjá okkur.
Pú getur valið úr vönduðum gjafavörum og búsáhöldum frá WMF
í V-Þýskalandi - sannköUuðum gæðavörum sem standast ströngustu kröfur
þínar um endingu og fallegt útlit.
Monique glerskál fyrir ávexti,
grænmeti o.fl. Falleg og vönduð skál
á ótrúlegu verði:
Aðeins kr. 1.295,-
Hringahaldari úr kristal. Falleg
og skemmtileg nýjung sem gerir svo
sannarlega sitt gagn - loksins eru
hringarnir á vísum stað!
Verð kr. 595,-
Kafflmæliskeið úr gæðastáli - ein-
föld, formfögur og sérlega ódýr.
Verð aðeins kr. 295,-
Kristalskaröflur - sérlega hreinar
og mjúkar línur, falleg hönnun. Til I
ýmsum stærðum og gerðum, allar úr
sléttum kristal.
Verð frá kr. 1.500,-
Mozart kristalskál falleg og stfl —
hrein skál á stofuborðið. Ekta kristall
- og verðið aðeins kr. 1.140,-
Glerskál á fæti. Tilvalin undir salat,
ávexti o.þ.h. Stór og rúmgóð skál
með fallegu lagi.
Verð kr. 1.856,-
Glerkertastjakar 2 stykki. Setja
svip á veisluborðið. Víður glerkraginn
kemur f veg fyrir að vax renni niður
á dúkinn.
Verð kr. 595,-
- Næg bílastæði - Mikið gjafaúrval
- Þægilegra getur það varla verið!
Glæsilegar W. Borðbúnaður
gjafavörur pff og búsahöld
studiohúsiö
AUSTURVERI • SlMI 31555