Morgunblaðið - 08.12.1985, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985
21
ölafur tók þá við hans hluta jarð-
arinnar og bjó á allri jörðinni til
1953, er Egill sonur hans tók við.
En Egill býr þar nú félagsbúi með
syni sínum Kristni. Þrír ættliðir
eru þar því í heimilinu.
Línubyssa viö mjólk-
urflutninga
Talið berst að þeim miklu beyting-
um sem orðið hafa á búskapar-
háttum síðan Ólafur sat yfir ánum
7 ára gamall. „Búin voru smá,
engar vélar og engar samgöngur
nema á sjó og farnir troðningar á
hestum innansveitar. En fjöl-
menni var á hverju heimili. Hjá
okkur á Hnjóti voru 20 manns og
á Látrum voru fyrir 20-30 árum
70-80 manns. Þetta gerbreyttist
Ólafur Magnússon bóndi á Hnjóti.
þegar frystihúsin komu til sögunn-
ar og allir fóru að leggja þar inn.
Fólkið elti svo auðvitað vinnuna.
Áður fóru menn í vorróðra, lágu
þá við í moldarkofum. Ég réri úr
Kollsvík. Þaðan réru 22 bátar
þegar flest var og fjórir voru á
hverjum báti. Það var stutt á
miðin og róið tvisvar sinnum á
sólarhring. Síðan var aflanum
skipt, hann saltaður og seldur inn
á Patreksfjörð. Þar var fiskurinn
þurrkaður úti á reitum og seldur
úr landi.
Ólafur kvaðst muna vel eftir
erlendu togurunum sem voru alltaf
á ferðinni inn fjörðinn og lágu þar
af sér óveður. Einnig frönsku tví-
og þrímöstruðu skútunum. Og
Fransmönnunum sem þá komu í
land með fötin sín í poka og þvoðu
þau í læknum fyrir neðan bæinn,
en þeir komu aldrei heim. Eldri
menn fóru oft um borð með prjón-
les og fengu öngla, færi og sökkur
í staðinn. „Því allir fóru á sjó og
alltaf var hörgull á þessu," útskýr-
ir Ólafur. „Sama var þegar Færey-
ingarnir voru hér. Þeir voru laus-
ari á þessa hluti. Þetta voru bestu
karlar."
Þetta var erfitt líf en menn
reyndu að bjarga sér. Patreksfirð-
ingar höfðu engar kýr en þorpið
var að stækka, svo bændur í Örl-
ygshöfn sáu fram á að þeir gætu
selt mjólk. Ólafur á Hnjóti var
frumkvöðull þess að þeir stofnuðu
Mjólkurfélag Örlygshafnar 14. maí
1938 og síðan Rauðasandshrepps,
en það varð svo að Mjólkursamlagi
Vestur-Barðastrandarsýslu 1967.
Meðan betta var minna í sniðum
hafði ólafur forustuna og var
gjaldkeri. í upphafi voru það
nokkrir bændur sem tóku sig
saman. Fluttu mjólkina á hestum
að bátnum sem sótti hana. En í
stórsjó, norðaustanátt sem gat
staðið í 3 daga, gat báturinn ekki
lagst að. Það leystu bændur af
ráðsnillt. Þeir fengu línubyssu hjá
Slysavarnafélaginu. ólafur keypti
leyfið til að mega nota hana á 100
krónur. Síðan skutu þeir línu út í
bátinn, sem lá utan við brimgarð-
inn, rétt eins og þegar línu er
skotið við björgunarstörf. Þeir
voru með 20 lítra mjólkurbrúsa,
sem bátverjar drógu svo um borð.
„Þessi byssa var síðan notuð til
að skjóta höfrunga í Grindayík,"
segir ólafur. En byssan er nú í
byggðasafni Egils sonar hans.
Fékk Egill hana í skiptum fyrir
aðra byssu, sem þeir Guðbjartur
Ólafsson og Ásgrímur Björnsson
hjá Slysavarnafélaginu hjálpuðu
honum til að fá til að leysa málið.
Dýralæknir og bókavörður
Mörg málin þurfti að leysa inn-
ansveitar og ólafur átti þar sinn
stóra hlut. Hann var í stjórn
Sparisjóðs Rauðasandshrepps,
sem stofnaður var 1910 og formað-
ur hans í 34 ár. Lestrarfélagið sem
sett var á stofn 1924 var fyrst til
húsa á Hnjóti og var ólafur bóka-
vörðurinn. „Töluvert var lesið af
bókum,“ segir Ólafur. „Bækur og
tímarit, eins og Eimreiðin, voru
keypt frá Patreksfirði, og menn
komu hér við þegar þeir áttu leið
um og fengu sér lesefni. Þá var
ekki búið að bygga hér á Hnjóti,
við vorum i timburkofa, svo rýmið
fyrir bækur var ekki mikið."
Þrátt fyrir skepnuhald í sveit-
inni var ekki um dýralækna að
ræða áður fyrr. Með slíkt urðu
menn líka að bjarga sér sjálfir.
Snemma byrjaði ólafur að hjálpa
til ef eitthvað var að skepnum og
hann tók sig til og fór suður til
Ásgeirs Einarssonar dýralæknis
til að kynna sér ýmislegt í því
sambandi. Fór með Ásgeiri í vitj-
anir út um sveitir. „Kvillarnir
komu með fóðurbætinum og álag-
inu á kýrnar til að láta þær auka
framleiðsluna. Vildi koma niður á
burði ef of mikið var á skepnurnar
lagt. Og þá vantaði mikið dýra-
lækni," segir ólafur og bætir við
kíminn: „Svo kom dýralæknir ogég
varð fjarska feginn. En þeim brá
við bændunum. Ég hafði aldrei
tekið neitt fyrir hjálpina, nema
hvað þeir þurftu að sækja mig og
flytja, því ég átti aldrei bíl. Því
var ekki nema eðlilegt að þeim
brygði við kostnaðinn. Þetta var
góður dýralæknir, en bændurnir
voru grimmir við hann.“
Við höldum áfram að ræða þær
miklu breytingar og framfarir sem
orðið hafa þegar við ökum frá
Sauðlauksdalskirkju út í Örlygs-
höfn eftir bílveginum meðfram
sjónum. „Fyrst var reynt að teygja
vegina sem lengst, þótt það væru
varla nema ófullkomnar slóðir og
nú er verið að hækka þá og byggja
upp,“ segir Ólafur. Neðan við
Hnjót eru menn með stórvirkar
vélar að grafa skurði. Ólafur segir
að áður hafi dalurinn allur verið
fjörður, enda hafa komið upp reka-
tré úr mýrunum á dalbotninum.
Síðan hafi foksandurinn frá sjón-
um fyllt fjörðinn og gróðurinn
fylgt á eftir. Landið er forblautt.
Æðarvarpið hafði dregist mjög
saman og nú er verið að reyna að
glæða það með því með því að
þurrka upp. En kollurnar sækja í
ruðningana, má sjá hreiður við
hreiður þar sem hæst er. Voru því
fengnir menn sem verið hafa á
þessum slóðum með gröfur sínar,
Valgeir Vilhelmsson og sonur
hans, Bragi Valgeirsson. Þeir segj-
ast aldrei fyrr hafa verið beðnir
um að þurrka þannig upp fyrir
æðarvarp. „Mjög merkilegt," segja
þeir. En Ólafur Magnússon segir
til skýringar: „Eitthvað verður að
gera til að bæta tekjurnar meðan
svona er ástatt fyrir landbúnaðin-
um í landinu."
Gamli bóndinn á Hnjóti er ekki
alveg sestur í helgan stein þótt 85
ára sé. Hann lætur þó lítið yfir
því: „Ég hefi bara verið að snúast
svolítið við skepnurnar. Og í sumar
sýndi ég gestum minjasafnið.
Tvisvar sinnum í viku komu rútur
úr Reykjavík og stönsuðu hér á
leiðinni út á Látrabjarg. Mér þótti
gaman að því að hitta hópana,
þarna var margt stóralmennilegt
fólk,“ segir ólafur og bætir við í
lok samtalsins: „Lífið hefur farið
mjög vel með mig, ég hefi átt gott
samfylgdarfólk."
Texti og myndir:
Elín Pálmadóttir
GERIMAX
GERIMAX
GERIMAX
BLÁTT
GERIMAX
inniheldur
25% meira
GINSENG
auk dagskammts
af vítamínum
og málmsöltum.
örvar hugsun og eykur orku.
gegn þreytu og streitu.
gerir gott.
Fœst í apótekum.
T0Sh'bt*K\sem\éU\r\?er
undratseK þöer\senn
e\dhúss\or\\n.p dan,
ísssSsssr
sss*-*■
( verö\raKr.590 .
\EP
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTAÐASTRÆTI I0A Sími 16995