Morgunblaðið - 08.12.1985, Side 25

Morgunblaðið - 08.12.1985, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 25 Twain á gamalsaldri. Á> C- /ite- y s' * > »• * **t L* * C' fi- <.,+■■■ /C*^ t „ H sý r / ^C* /<^A /Jxl- /i. <e j/ V X # 'W-**-'-*- j **"**•“/% *•< ^ Y j, t i « ? /&* ' J$e*i / ;*. .i' »*. C- * / / «*** -r ** ,.«r * r J A *+ * /' »»t/ 4Í r •*■ /••“*, ^ y ‘3ST’ ‘ ' j'.. «« Ai ' V *t * **' hrífandi persónuleika sinn að hann varð einn fárra bandarískra rit- höfunda síns tíma, sem höfðu dá- góðar tekjur og urðu heimsfrægir. „Gyllti tíminn“ Eftir útgáfu „Roughing It“ (1872), frásagnarinnar af reynslu hans í Vesturríkjunum, sendi hann frá sér (ásamt Charles Dudley Warner) háðsádeilusöguna „Gylli- öldina“ („The Gilded Age“), sem tímabilið 1865-1900 var nefnt eftir vegna þess hve auðmenn í Banda- ríkjunum bárust mikið á. (Warner, sem var ritgerðasmiður og vinur Twains í Hatford, á lítið í verkinu og honum er eignaður lélegasti hluti þess). Bókin er ekki talin sanngjörn lýsing á pólitískri spillingu þess- ara ára. Um hana hefur einnig verið skrifað að engin bók sé eins viðkunnanleg og hræðileg í senn. Að dómi eins gagnrýnanda, sem taldi Twain hvort tveggja í senn, bezta og versta rithöfund Banda- ríkjamanna, mátti segja það sama um megnið af verkum hans. Væmni er að hans dómi megingall- inn við „The Gilded Age“, en frá- bær endursköpun bandarísks mál- fars aðalkosturinn. Twain hafði áður sýnt snilli sina að þessu leyti í „Jumping Frog“ og „Roughing It“, en umræddur gagnrýnandi taldi að hann hefði hvergi náð eins mikilli fullkomnun Bréfið sem Mark Twain skrifaði um blökkustúdentinn Warner T. McGu- inn (t.v.) í þessari list sinni og í „The Gilded Age“, jafnvel ekki í „Stikilsberja- Finni“ og í „Life on the Miss- issippi", sem kom út 1883. Hann segir hins vegar að hafi alþýðumál frelsað hann hafi menning og saga verið honum fjötur um fót og benti á verk hans um þau efni (aðallega „Connecticut Yankee"). Tilfinningar og kynlíf koma lítið við sögu í bókum Twains. Annar gagnrýnandi segir að í staðinn fjalli hann um peninga og skrifi „nokkurs konar klám um dollar- ann“. Hann taldi „Gilded Age“ „hrikalegustu árásina á lýðræði, sem bandarískar bókmenntir hefðu upp á að bjóða“. Aðrir telja ádeilu Twains í bókinni „ástúðlega og oft þunna“ og segja að hann hafi laðazt að „öllum þrjótum í heiminum, ef þeir hefðu ekki verið skinheilagir i þokkabót". Einum slíkum þrjót er lýst i „The Gilded Age“, en hann hefur það sér til málsbóta að hann er öldungadeildarþingmaður. Þegar blað segir frá innbrotsþjófi, sem hafi eitt sinn setið í fangelsi og eitt sinn setið á þingi sendir þjóf- urinn blaðinu leiðréttingu: „Síðari staðhæfingin er röng og mjög ósanngjörn í minn garð.“ Margar fleiri bækur eftir Twain Tom Sawyer segir ad þeir kunni ekki að mála girðinguna og fær þá til að gera það fyrir sig, þar sem hann nennir því ekki sjálfur. komu út á þessum árum, þeirra á meðal ferðabókin „A Tramp Abro- ad“ (1879) og skáldsagan „The Prince and the Pauper". „Tom Sawyer" kom út 1876 og meistara- verk hans, „Stikilsberja-Finnur", 1885. Hann sendi einnig frá sér „Sketches: New and 01d“ 1875. Gjaldþrota Á árunum 1885 til 1900 tók Twain þátt í áhættusömum fyrir- tækjum í gróðaskyni með hörmu- legum afleiðingum og sendi frá sér fátt annað merkilegt en „A Connecticut Yankee“ (1889) og „Pudd’nhead Wilson (1894). Twain lagði of mikið fé í út- gáfufyrirtæki og sjálfvirka setn- ingarvél, steypti sér í miklar skuldir og neyddist til að loka húsi sínu í Hartford 1891 og flytjast ásamt fjölskyldu sinni til Evrópu. Þremur árum síðar varð hann gjaldþrota. Hann gat talað af eigin reynslu þegar hann sagði: „í tvenns konar aðstæðum ætti eng- inn að braska: þegar hann hefur ekki efni á því og ekki heldur þegar hann hefur efni á því.“ Til þess að rétta við fjárhaginn fór hann í fyrirlestraferð um heim- inn og gat greitt skuldir sínar að henni lokinni. Þegar hann kom til Englands úr ferðinni 1896 frétti hann að eftirlætisdóttir sín, Susy, hefði látizt úr heilahimnubólgu og fylltist svo mikilli sorg og örvænt- ingu að minnstu munaði að hann truflaðist. Ein af síðustu bókum hans „The Man That Corrupted Hadleyburg“ (1899), ber vott úm þá miklu svartsýni, sem greip hann. Á árunum eftir fyrirlestraferð- ina efnaðist Twain vel á ný og komst aftur í andlegt jafnvægi. Hann var ákaft hylltur þegar hann sneri aftur til Bandaríkjanna 1900 og naut mikillar hylli þau ár sem hann átti eftir ólifuð. Hann varð frægur fyrir baráttu gegn óréttlæti og heimsveldis- stefnu og vitnað var í fleyg orð hans um hin margvíslegustu mál- efni. Hann taldi að hann hefði náð hátindinum á ferli sínum þegar hann var gerður að heiðursdoktor í bókmenntum við háskólann í Oxford 1907 (ásamt Rudyard Kipl- ing). Kona hans lézt 1904 og næstelzta dóttir hans 1909. Samuel Clemens andaðist 21. apríl 1910 í Redding, Connecticut, þar sem hann hafði reist sveitasetur í ítölskum stíl á hæðarbrún, að miklu leyti fyrir fé, sem hann fékk greitt fyrir sjálfs- ævisögu sína og var birt sem fram- haldssaga. Goðsögn Á 150 ára afmælinu er Twains hvergi eins hlýlega minnzt og í heimabænum Hannibal, Missouri. íbúarnir hafa staðið dyggan vörð um minningu hans og um leið hagnazt vel á tengslum sínum við hann. Stór hluti tekna bæjarbúa, 28 miiljónir punda, stafar af þeim. Veitingastaðir, tjaldstæði, verzl- anir, almenningsvagnar og fljóta- bátur í Hannibal heita eftir Twain og söguhetjum hans. Æskuheimili skáldsins hefur verið vandlega varðveitt. í safni við hliðina eru ýmsir munir hans, m.a. pípur, ritvél, frumútgáfur, hárlokkar og hempa, sem hann klæddist þegar hann var gerður að heiðursdoktor í Oxford. Becky Thatcher, vinkona Tom Sawyers, bjó handan götunnar og svefnherbergl hennar er til sýnis. Hún hét réttu nafni Laura Hawk- ins. Hún lézt 1928 og bæði nöfnin eru letruð á grafstein hennar. I húsinu er nú bókaverzlun, sem ber nafn hennar. Á hverju ári eru drengur og stúlka úr bænum valin til að vera Tom og Becky við hátíðleg tæki- færi og sérstök Tom Saweyrs-vika Stikilsberja-Finnur. Teikning eftir Edward Windsor Kemble úr fyrstu myndskreyttu útgáfu bókarinnar. eykur ferðamannastrauminn til bæjarins. Sá Twain, sem er dýrkaður í heimabæ hans, er hvítklæddi rit- höfundurinn með hvíta yfirskegg- ið, kímniskáldið sem hafði alltaf hnyttiyrði á takteinum og höfund- ur „flakkarasagnanna", þar sem áhyggjulaust líf er vegsamað og laðaðar eru fram minningar um friðsæla, unaðslega og horfna Ameríku - Ameríku smábæja og hlýlegra sveita, áður en land- búnaður komst í kreppu og áður en kaupsýslumenn, fjármálamenn og verkamenn sameinuðust í stór samtök, sem urðu að bákni. Það er með öðrum orðum goðsögnin um Twain, sem er dýrkuð. Þjóð- félagsgagnrýni hans hefur horfið í skugga ljúfsárs söknuðar. Ádeiluskáld Twain er mjög misskilinn rit- höfundur. Eins og Jonathan Swift, höfundur „Gúllívers í Putalandi", er hann kunnastur fyrir eina merka bók, sem er í aðra röndina ævintýra- eða furðusaga fyrir börn. Fólk telur sig þekkja hana, þótt það þekki hana í rauninni ekki. í raun og veru var Twain napur háðfugl, sem gerði sér heldur ömurlegar hugmyndir um mann- kynið. Hann var nánast mann- fjandsamlegur og notaði kímni- gáfu sína fyrir vopn og til varnar gegn heimsku. „Stikilsberja-Finnur" er hörð árás á „siðmenntuð" verðmæti, óráðvendni, sýndarmennsku, græðgi og kaldranalegt kapphlaup um peninga, sem þeim fylgja. Twain unni Ameríku vegna þeirrar vonar og þeirra möguleika, sem nýtt þjóðfélag færði, en varð fyrir vonbrigðum þegar til skjalanna kom: nýtt, stigskipt kerfi byggt á kynþáttastefnu, trúarbrögðum og stéttaskiptingu. Svartsýni Twains jókst við hverja bók sem hann ritaði eftir að „Stikilsberja-Finnur" kom út. Hann fyrirliti áreiðanlega margt I Bandaríkjunum nú á dögum, ef hann væri á lífi, og óvíst er hvort Tom Sawyer kynni vel við sig. Um 6-7 milljónir Bandaríkja- manna undir 13 ára aldri eru „lyklabörn", sem koma heim að tómum húsum. Mörg þeirra eru hrædd og loka sig inni, leika sér að tölvum eða glápa á sjónvarp. Tom og Betsy ársins 1985 mundu líklega ekki kynnast og leika sér líklega ekki saman. Ef nútíma-Tom gerði uppreisn eins og Tom 1885 og skrópaði, væri það fyrsta skrefið á brautinni til eiturlyfja, glæpa og sjálfs- morða, sem færast í vöxt meðal ungs fólks í Bandaríkjunum, þótt líkurnar á þessu færu eftir því hvar hann ætti heima (fjarvistir í Washington eru t.d. 12%). En þrátt fyrir ótta og öryggisleysi komast svo mörg bandarísk börn vel til manns að furðu sætir. Sakaður um kynþáttahatur Fjölskylda Twains átti þræla og því hefur lengi verið haldið fram að kynþáttahatur komi fram í „Stikilsberja-Finni“ og höfundur- inn sé kynþáttahatari, þótt margir fræðimenn, hvítir jafnt sem svart- ir, hafi haldið uppi vörnum fyrir bókina - og bent á að hún sé klass- ískt verk og hvöss og háðsk árás á hleypidóma. Stundum hefur „Stikilsberja- Finnur" verið bannaður vegna þess að talað er um „niggara" í bókinni. Yfir henni hefur verið kvartað allt frá því almenningsbókasafn í Brooklyn bannaði hana 1905 á þeirri forsendu að hún væri „hreint rusl“ og gæfi slæmt for- dæmi vegna ruddalegs orðalags. „Tom Sawyer" var einnig bann- aður þá, en síðan hefur „Stikils- berja-Finnur“ oftar orðið fyrir barðinu á kvörtunum foreldra, kennara og háskólamanna um að í bókinni sé of lítið sé gert úr blökkumönnum. Þessi hópur hefur verið fámenn- ur, en farið stækkandi, og „Stikils- berja-Finnur“ hefur sætt sérstak- lega hörðum árásum á síðari árum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.