Morgunblaðið - 08.12.1985, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985
31
„Aldraðir
í Borgar-
nesi á
margan
hátt vel
• a
settir
Borgarnesi, 6. desember.
NIÐURSTÖÐUR könnunar á hög-
um aldraðra í Borgarnesi sýna að
aldraðir í Borgarnesi eru á margan
hátt vel settir. Ber þar að nefna ná-
lægð og tíð samskipti við ættingja,
vini og nágranna og miðsvæðis legu
dvalarheimilis og heilsugæslustöðv-
ar. Ennfremur kom í Ijós að eldri
borgararnir eru virkir og sinna
margháttaðri tómstundaiðju ásamt
ferðalögum.
Borgarneshreppur hefur sent
frá sér fréttatilkynningu um mál-
ið:
„Borgarneshreppur og Verka-
lýðsfélag Borgarness gengust fyrir
könnun á högum aldraðra í Borg-
arnesi á síðasta ári. Könnunin náði
til Borgnesinga 65 ára og eldri og
var Anna Jónsdóttir félagsráðgjafi
fengin til þess að sjá um hana.
Könnunin náði bæði til þeirra sem
vistast hafa á dvalarheimili og
hinna sem heima búa. Nú liggja
niðurstöður fyrir byggðar á svör-
um nær 93% þeirra sem til var
leitað.
Könnunin var þríþætt:
I fyrsta lagi var spurt um þörf
fyrir sérhannaðar smáíbúðir fyrir
aldraða. Um 80% þeirra sem halda
heimili töldu þörf á hentugum
smáíbúðum en helmingur
heimabúandi bjó í stóru húsnæði
(meira en 100 m2 að stærð) og
margir í íbúð á tveimur hæðum.
Athyglisvert er að 84% þeirra sem
halda heimili búa í eigin húsnæði
og fjórðungur þeirra búa einir.
í öðru lagi var spurt hvað helst
mætti gera til hagsbóta fyrir eldri
borgarana. Auk byggingar smá-
íbúða bentu margir á léttan vinnu-
stað fyrir aldraða, aðganga að
heimahjúkrun og sjúkraþjálfun,
auðveldun starfsloka, betri útivist-
arsvæði ogfleira.
í þriðja lagi var gerð ítarleg
könnun á högum aldraðra í Borg-
arnesi. Langflestir aldraðir Borg-
nesingar eru aðfluttir og þá fyrst
og fremst úr nágrannasveitunum.
Rúmlega helmingurinn hafði
barnaskólamenntun, margir úr
farskóla, og fæstir gengið í fram-
haldsskóla í meira en einn til tvo
► vetur. Aðeins helmingur þeirra
sem halda heimili töldu sig hafa
nægar tekjur til sæmilegrar fram-
r færslu og flestir sögðu lífeyris- og
; tryggingamálin vera brýnustu
hagsmunamál aldraðs fólks. Flest-
ir sem hættir voru launavinnu
sögðu að fjárhagsleg afkoma hefði
við það breyst mjög til hins verra.
Verkalok þeirra sem hættir voru
launavinnu réðust mest af heilsu-
fari en 11% var sagt upp störfum
■ vegnaaldurs.
A grundvelli könnunarinnar hóf
Borgarneshrepur undirbúning að
i byggingu smáíbúða fyrir aldraða
og er þess vænst að fyrstu íbúðirn-
ar verði tilbúnar síðla næsta
sumar."
- TKÞ
VJterkur og
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiöiU!
^tstxxxyj
Málverkauppboð
veröur haldiö mánudaginn 9. desember kl. 20.30 á Hótel Sögu. Myndirnar
veröa til sýnis sunnudaginn 8. desember kl. 14.00—18.00 og mánudaginn
9. desember kl. 14.00—18.00 á Hótel Sögu.
KRISTINN SIGMUNDSSON
slæraftur
ígegn
Á síðasta ári Kom út fyrsta hljómplata
Kristins Sigmundssonar og seldist í
þúsundum eintaka og fengu færri en
vildu.
Á nýju hljómplötunni syngur Kristinn
jólaiög ásamt kór og hljómsveit undir
stjóm Harðar Áskelssonar. Lögin fást
einnig á krómsnældu.
% ,
JONAS
INGIMUNDARSON
pían6ltíkarí
BflCH
BALTflSAKSH GALUPPi
USZT
Ég lít i anda
liðnatíó
Olafur Magmisson
frá Mosfelll syngur
fonas Inginiundarson
teikur með a piano
I
Jónas Inglmundarson
pianoleikarí
er í röð fremstu túlkandi listamanna hérlendis. liann hefur
haldið fjölda tónleika um allt land og komið fram á öllum
liorðurlöndunum í Rússlandl Litháea Bretlandi og
Bandaríkjunum.
„Sá sérstædi syngjandi blær. sem einkennir leikJónasar,
kemst afar uel 01 skita." EM í DV 26/11 /85
Ólalur frá Mosfelli
Gefíð út í tUefni 75 ára aflnæUs Ótafs A þessu ári
— nýjar upptokur, fást eúmig á kmmsnæUu
„Þetta virðist ekki rödd 75 ára gamals manns. þetta er
rödd manns sem er í blóma lífsins og náð hefur að þroska
rödd sína með svo einstæðum hætti að hann stendur á
hátindi ferils síns. Þetta er undravert stórkostiegt ég skil
ekki hvemig þetta er hægt Hér er á ferðinni stórlistamað-
ur. Hlýtt hjarta hans yljar manni með einstæðum hætd."
BOKAUTGAFAN ÖRN 8f ORLYGUR
Sídumúla 11, sími 84866