Morgunblaðið - 08.12.1985, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985
Nikulás Sigfússon yfírlæknir í tilefni doktorsritgerðar um háþiýsting meðal miðaldra karla:
Miklar framfarir
í meðferð háþrýstings
NIKULAS Sigfússon yfirlæknir
Rannsóknarstöðvar Hjarta-
verndar ver doktorsritgerð við
Háskóla Islands nk. laugardag,
14. desember. Efni ritgerðarinn-
ar er „háþrýstingur meðal mið-
aldra karla“ og byggir hún á
hóprannsóknum Hjartaverndar
á körlum búsettum á Reykjavík-
ursvæðinu á aldrinum 34-61 árs
í upphafi rannsóknarinnar 1967.
Niöurstöður hennar sýna, að
verulegur árangur hefur náðst í
meðferð háþrýstings með endur-
teknum heilsufarsskoöunum. í
tilefni af doktorsritgerð Niku-
lásar ræddi blaðamaður við
hann nýverið á skrifstofu hans
í rannsóknastöð Hjartaverndar.
H
áþrýstingur -
hækkaður
blóðþrýst-
ingur - er að
sögn Niku-
lásar alvar-
legur sjúk-
dómur, sem leiðir smám saman
til skemmda í æðakerfi líkamans,
fyrst og fremst í hjarta- og heila-
æðum. Kransæðasjúkdómar eru
um fjórðungi algengari meðal
þeirra sem hafa háan blóðþrýst-
ing en lágan og nærri alltaf er
hann undanfari slags, heilablæð-
ingar eða blóðtappa í heila. Auk
þess tengist háþrýstingur ýms-
um öðrum æðasjúkdómum, svo
sem æðakölkun í fótum og
skemmdum í nýrnaæðum. Há-
þrýstingur er sennilega algeng-
asti sjúkdómurinn í hjarta- og
æðakerfi manna. Rannsóknir
hvarvetna í heiminum hafa sýnt,
að 10-20% fullorðins fólks geng-
ur með þennan sjúkdóm.
Háþrýstingur var skilgreindur
þannig af Alþjóðaheilbrigðis-
stofnuninni: efri mörk jöfn eða
hærri en 160 mm Hg og/eða neðri
mörk jöfn eða hærri en 95 mm
Hg við tvær mælingar og/eða
yfirstandandi meðferð vegna há-
þrýstings. Auk háþrýstings er
hækkuð blóðfita og sígarettu-
reykingar helstu áhættuþættir
hjarta- og æðasjúkdóma.
Orsakir að mestu óþekktar
Orsakir háþrýstings eru að
mestu óþekktar en engu að síður
hafa á síðustu áratugum orðið
miklar framfarir i meðferð hans
með tilkomu áhrifaríkra lyfja,
sem nærri undantekningalaust
gera kleift að lækka blóðþrýsting
í eðlilegt horf. Nikulás segir, að
þó lyf lækni ekki háþrýsting þá
sé nú ljóst, að slík meðferð geti
komið í veg fyrir eða dregið úr
tíðni helstu fylgikvilla háþrýst-
ings á sama hátt og lyfjameðferð
getur dregið úr fylgikvillum
sykursýki, þó svo ekki sé unnt
að lækna hana. Lyf við háþrýst-
ingi komu fyrst á markaðinn upp
úr 1950, og hafa lyfin orðið betri
með hverju árinu sem líður. Áður
var eina meðferðin sú að gefa
saltlaust fæði og gaf það nokkurn
árangur.
Háþrýstingur mun
algengari hjá körlum
Um algengi háþrýstings hér-
lendis og um meðferð hans hefur
til skamms tíma lítið verið vitað,
en haustið 1967 hófst á vegum
Hjartaverndar umfangsmikil
hóprannsókn á höfuðborgar-
svæðinu. Megintilgangur þeirrar
rannsóknar, sem enn stendur
yfir, er í fyrsta lagi að finna
byrjunarstig hjarta- og æðasjúk-
dóma og ýmissa annarra sjúk-
Nikuiás Sigfússon yfirlæknir Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar.
Morgunblaðid/Júlíus
Ilok rannsóknar er þó enn meira
en helmingur sjúklinga með
dulinn háþrýsting
eða ekkinægilega vel meðhöndlaðan
dóma, algengi þeirra og tíðni svo
og orsakir svo unnt verði að beita
gagnráðstöfunum. í öðru lagi að
meta fjárhagslegan og heilsu-
farslegan árangur hóprann-
sókna. Háþrýstingur var síðan
eitt aðalviðfangsefni hóprann-
sóknarinnar sem einn mikilvæg-
asti áhættuþáttur hjarta- og
æðasjúkdóma. Ritgerð Nikulásar
fjallar um þann þátt niðurstaðn-
anna sem varðar háþrýsting hjá
miðaldra íslenskum körlum.
Aðspurður af hverju hann hefði
kosið þennan aldur og karla
fremur en konur sagði hann, að
háþrýstingur væri mun algeng-
ari hjá körlum en konum á aldr-
inum frá 30 ára til 50 ára, en
aftur á móti algengari hjá konum
á aldrinum 50-60 ára. Sú stað-
reynd að körlum er hættara við
hjartasjúkdómum hvers konar
og fyrr á lífsleiðinni en konum
væri ástæða þess að unnið hefði
verið úr niðurstöðum karlarann-
sókna fyrst.
Tilgangur þess þáttar rann-
sóknanna, sem ritgerð Nikulásar
fjallar um er: að kanna algengi
og nýgengi háþrýstings; að
kanna hve stór hluti háþrýst-
ingssjúklinga vissi um sjúk-
dóminn; að kanna hvernig með-
ferð væri háttað - og að kanna
hvaða áhrif endurteknar heilsu-
farsskoðanir ásamt vísun há-
þrýstingssjúklinga til heimilis-
eða heilsugæslulækna hefði á
meðferð háþrýstings.
Aðeins 24% vissu um
sjúkdóm sinn í upp-
hafi rannsóknar
Þátttakendur í rannsókninni
voru 10.741 karlar búsettir á
höfuðborgarsvæðinu á aldrinum
34-61 árs í upphafi rannsóknar-
innar 1967. Þátttakendunum var
skipt niður í rannsóknarhóp
tæplega 3.000 karla sem skoðað-
ur var fjórum sinnum, í fyrsta
sinn 1967-68, í annað sinn 1970-
71, í þriðja sinn 1974-76 og í
fjórða sinn 1979-81. Til saman-
burðar við þennan hóp sem
gekkst undir reglubundnar
heilsufarsskoðanir var boðið í 2.,
3. og 4. áfanga sambærilegum
hópum karla sem ekki höfðu áður
verið skoðaðir.
Helstu niðurstöður urðu þess-
ar, að sögn Nikulásar: 1. Algengi
háþrýstings fer vaxandi með
aldri, lægst meðal yngstu karl-
anna um 5% en hæst meðal
þeirra elstu um 35%.
2. Nýgengi, þ.e. hundraðshluti
þeirra sem fá sjúkdóminn á ári
hverju, var einnig háð aldri, 2%
meðal þeirra yngstu en um 5%
meðal þeirra elstu.
3. Við upphaf rannsóknarinnar
1967 voru aðeins 24% háþrýst-
ingssjúklinga sem vissu um sjúk-
dóminn en í lok rannsóknarinnar
hafði þessi tala aukist í 68% í
rannsóknarhópnum en í 63% í
viðmiðunarhóp.
4. f upphafi rannsóknar voru
aðeins 16% háþrýstingssjúklinga
í rannsóknarhóp í meðferð vegna
sjúkdómsins en 12 árum síðar í
lok hennar 64%, eða 94% þeirra
sem vissu að þeir höfðu háþrýst-
ing. í viðmiðunarhóp var sam-
svarandi tala í lok rannsóknar
55%.
5. Meðferð háþrýstings varð mun
markvissari á tímabilinu. f upp-
hafi rannsóknarinnar voru að-
eins 6% háþrýstingssjúklinga á
fullnægjandi meðferð, þ.e. með
eðlilegan blóðþrýsting en í lok
hennar 43%. í viðmiðunarhóp
voru 30% á viðunandi meðferð í
lok rannsóknar.
6. Meðalblóðþrýstingur lækkaði
meðal allra þátttakenda í sam-
bærilegum aldursflokkum um 5
mm Hg efri mörk og 3 mm Hg
meðri mörk.
Dulinn háþrýstingur getur
gert mikinn óskunda
Athygli vekur, hversu stór
hluti þeirra sem kom inn til
rannsóknar var ókunnugt um
háþrýsting sinn. Aðspurður
sagði Nikulás að háþrýstingur
gæti verið svo til einkennalaus
árum saman en á meðan gæti
hann gert mikinn óskunda. Því
væri mikilvægt að finna þá sem
ganga með dulinn háþrýsting,
m.a. hefði landlæknir farið fram
á það við lækna, að blóðþrýsting-
ur fólks væri ætíð mældur, er
það kæmi til læknis. Með því
móti telur Nikulás að auðvelt
eigi að vera að finna háþrýst-
ingssjúklinga, því talið sé að
70-80% fólks fari til læknis á ári
hverju. Hann sagði ennfremur,
að vel mætti hugsa sér, að blóð-
þrýstingsmælar, sem nú fengjust
tiltölulega handhægir og ódýrir,
yrðu á hverju heimili í framtíð-
inni eins og hitamælar eru nú.
Sjúkdómseinkenna sem fyrst
yrði vart, - og þá jafnvel eftir
margra ára meðgöngu - sagði
Nikulás helst vera drunga, höf-
uðverk að morgni og almennan
slappleika. Þess bæri að geta að
einkenni þessi gætu einnig átt
við margt annað.
Nikulás var spurður, hvernig
hann mæti niðurstöður rann-
sóknarinnar hvað varðar þann
þátt sem ritgerð hans fjallar um.
Hann svaraði: „Þessar niðurstöð-
ur sýna, að verulegur árangur
hefur náðst í meðferð háþrýst-
ings með endurteknum heilsu-
farsskoðunum. Jafnframt hefur
orðið veruleg framför á þessu
sviði meðal karla almennt á
Reykjavíkursvæðinu. Það er þó
rétt að benda á, að í lok rann-
sóknarinnar voru þó enn meira
en helmingur háþrýstingssjúkl-
inga annaðhvort með dulinn há-
þrýsting eða ekki nægilega vel
meðhöndlaðan. Það er því nauð-
synlegt að halda áfram skipu-
legri leit að fólki með leyndan
háþrýsting og bæta enn frekar
meðferð sumra þeirra sem þekkt-
ireru."
Notum hvert tækifæri til
að fá blóðþrýsting mældan
Nikulás sagði að lokum, að með
tilliti til afleiðinga háþrýstings
og þess, hversu stór hluti þeirra
sem háþrýstingur fyndist hjá
væri ókunnugt um hann, mætti
hvetja fólki til að vera vakandi
og nota þau tækifæri sem biðust
til að fá blóðþrýsting mældan,
sérstaklega eftir að 30 ára aldri
væri náð. Nikulás ver doktorsrit-
gerð sína n.k. laugardag, 14 des-
ember, eins og fyrr segir. Dokt-
orsvörnin fer fram í Háskóla ís-
lands. Andmælendur verða Gör-
an Berglund prófessor í Gauta-
borg og dr. Þorkell Guðbrands-
son yfirlæknir á Akureyri.
Þetta línurit sýnir breytingar á blóðþrýstingsmeAferð meðal karla 47—61
árs, frá árinu 1968 til ársins 1980.
Breyting á „systoIiskum“-blóðþrýstingi (neðri mörkum) meðal karla 47—61
árs. Efi hluti línuritsins sýnir efri mörk blóðþrýstings en neðri hlutinn neðri
mörkin.