Morgunblaðið - 08.12.1985, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 08.12.1985, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 39 nöfn þeirra eru við kennd. “En allir voru þeir eins vísir til að taka börn þau er hrinu mjög, eða voru á annan hátt óstýrilát," segir Jón Árnason í þjóðsögum sínum. Þá ályktun að jólasveinarnir hafi verið níu talsins draga menn m.a. af þessari þulu sem til er í nokkrum gerðum: Jólasveinar einn og átta ofan komu af fjöllunum. í fyrra kvöld, þá fór ég að hátta, þeir fundu hann Jón á Völlunum. Andrés stóð þar utan gátta, þeir ætluðu að færa hann tröllunum. Bn hann beiddist af þeim sátta, óhýrustu köllunum, ogþávarhringt öllumjólabjöllunum. Tveir hópar jólasveina Þegar Jón Árnason fór að safna þjóðsögum um miðja síðustu öld, komu í ljós tveir hópar af jóla- sveinum. í fyrstu útgáfu af þjóð- sagnasafni hans birtust nöfn þrettán jólasveina úr öðrum hópn- um. Þessi nöfn eru þau sem fest hafa í sessi. Þau eru hér nefnd í þeirri röð sem jólasveinarnir eru sagðir koma til byggða: Stekkjar- staur, Giljagaur, Stúfur, Þvöru- sleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Faldafeykir, Skyrgámur, Bjúgna- krækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir. Hundrað árum seinna var svo prentaður hinn helmingur safns- ins og sáust þá nöfn hinna jóla- sveinanna í fyrsta skipti á bók. Það voru töluvert fleiri nöfn: Tífill eða Tífall, Tútur, Baggi, Lútur, Rauður, Redda, Steingrímur, Sledda, Lækjaræsir, Bjálminn sjálfur, Bjálmans barnið, Litli- pungur, Örvadrumbur, Hnútur, Bjálfinn, Bjálfans barnið, Bita- hængir, Froðusleikir, Syrjusleikir. Árni Björnsson segir að áþekk nafnaromsa hafi fundist í sænskri nafnaþulu og auk fyrrgreindra nafna hafi fleiri jólasveinanöfn komið fram í dagsljósið. Breytt útlit jólasveinanna Eins og fyrr segir var farið að efast um að jólasveinarnir væru synir Grýlu og þeir voru ekki taldir mannætur þegar komið var fram á 19. öldina. Einnig breyttust hugmyndir manna um útlit jóla- sveinanna eftir því sem tíminn leið. Fyrst voru þeir taldir einna líkastir tröllum, en síðar var farið að líta á þá í mannsmynd og voru þeir þá álitnir luralegir og ljótir. Myndir Tryggva Magnússonar sem birtust með jólasveinakvæði Jó- hannesar úr Kötlum árið 1932 endurspegla þessar hugmyndir og hafa án efa átt þátt í að festa þá ímynd í sessi um nokkurt skeið. Þar eru jólasveinarnir þrettán talsins, allir þeir sem nefndir voru í þjóðsögum Jóns Árnasonar að undanskildum Faldafeyki, en í hans stað var Hurðaskellir. í jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum er þeim lýst hverjum og einum í þeirri röð sem þeir áttu að koma til byggða: Stekkjarstaur kom fyrstur stinnureinsogtré. Hann laumaðist í fjárhúsin oglékábóndansfé. Giijagaurvar annar, með gráa hausinn sinn. Hann skreið ofan úr gili og skaust í fjósið inn. Árni Björnsson segir að um miðja þessa öld hafi orðið „eins konar þjóðarsátt um jólasveinana" og tengir það við útkomu jóla- sveinakvæðis Jóhannesar úr Kötl- um með teikningum Tryggva Magnússonar. Útvarpið er einnig talið eiga sinn þatt í því að við- halda ímynd jólasveinanna úr þjóðsögunum. Fljótlega eftir að það tók til starfa varð heimsókn jólasveinsins eitt aðaltilhlökkun- arefni barnanna í jólabarnatím- unum. Þessi jólasveinn var þó allt öðru vísi klæddur en jólasveinarnir voru áður, hann var í rauðri síðri hempu eins og alþjóðlegi jóla- sveinninn, bústinn og rjóður í vöngum. Jólasveinninn var ekki lengur hrekkjóttur eða illkvittinn. Hann var góðlegur en frekar utan gátta, bjó upp til fjalla og hafði ekki sett sig inn í öra þróun í tækni og var hissa á erlinum og hraðan- um í borginni. Þetta eru þeir jóla- sveinar sem börnin þekkja í dag, þeir eru vinir barnanna, færa þeim gjafir, syngja fyrir þau og segja þeim sögur. Árni Björnsson segist telja að þarna eigi kaupmanna- stéttin án efa mikinn hlut að máli með því að nota hinn alþjóðlega jólasvein í auglýsingum og öðru slíku. „Á sama tíma færðust jólatrés- skemmtanir einnig mikið í aukana og þar komu fram jólasveinar. Þó þeim svipaði kannski ekki svo mjög til gömlu jólasveinanna var alltaf ljóst að um var að ræða einn úr hópi þeirra bræðra, annað hvort níu eða þrettán," segir Símon. Og svo áttu þeir allir sín rammís- lensku nöfn, sem hafði ekki svo lítið að segja þegar áhrifa tók að gæta erlendis frá, bæði frá al- þjóðlega jólasveininum og litla Jólanissanum" frá hinum Norð- urlöndunum. „Jólanissar“ hinna Norðurlandanna „Litli norræni Jólanissinn" hefur upphaflega verið einhvers konar búálfur. Ættir hans má rekja til þess að fyrsti ábúandí hverrar jarðar var heygður í land- areigninni og var því trúað að hann stæði einhvers konar vörð um þá sem eftir lifðu og bjuggu þar. Ýmsir siðir og venjur tengjast þessum „nissum". Þeim var til dæmis færður matur á jólanótt og þeir hefndu sín hressiiega ef ábú- endur ætluðu sér að ganga fram hjá þessum siðum. Nauðsynlegt var að sýna þeim hæfilega virðingu og smám saman þróaðist út frá þessu einhvers konar verndar- hlutverk þessara „nissa“,“ segir Símon. Hann segir að þeir hafi verið skæðir ef eitthvað var gert á hluta þeirra og ýmsar sögur hafi spunnist um þá. Þeir voru hins vegar blíðlyndir ef vel var farið að þeim þó ekki á sama hátt og hinn alþjóðlegi jólasveinn, heil- agur Nikulás. fsland er oft nefnt sem heim- kynni hins alþjóðlega jólasveins, hann er í það minnsta talinn eiga heima á norðurhveli jarðar. „Upp- haflega var það þó ekki svo þvi sögurnar um heilagan Nikulás má rekja til borganna Mýra og Patara í Litlu-Asíu þar sem hann kvað hafa lifað og starfað sem biskup á fjórðu öjd,“ segir Símon. Eftir dauða Nikulásar var hann gerður að dýrlingi katólsku kirkjunnar og frægð hans í Evrópu óx mjög eftir að ítalskir kaupmenn stálu jarð- neskum leifum hans og fluttu þær til Bari á Ítalíu árið 1087. „Hann varð svo einn dáðasti dýrlingur miðalda, talinn einn helsti vernd- ari fátækra og sjómanna. Einnig var hann talinn barnavinur hinn mesti. Nikulásmessa er haldin há- tíðleg víða í Evrópu, en hún er 6. desember. Menn trúa því að á þessum degi birtist hann og um- buni góðu börnunum með gjöfum og hegni þeim vondu. Á táknmynd hans er hann sýndur með gjöf í annarri hendi og hrísvönd í hinni. Rauða jólasveinshempan á rót sína að rekja til biskupsskrúða Niku- lásar." Það voru svo Hoilendingar sem fluttu Sinterklaas, eins og hann var kallaður þar í landi, með sér til Bandaríkjanna á 17. öldinni. Þar var hann kallaður Santa Claus og náði brátt afar miklum vinsæld- um. „Nokkrar breytingar urðu á háttum hans þar. Hann hætti til dæmis að færa börnum gjafir á Nikulásmessu 6. desember, en færði þeim í staðinn gjafir á jólun- um. Þessi jólasveinaímynd breidd- ist svo ört út með aukinni tækni og hraða og dyggum stuðningi kaupmannastéttarinnar", segir Símon. „Hún hefur fengið íslensku jólasveinana til að skipta um föt og þeir hafa mildast þó hin sérís- lensku einkenni, svo sem nöfnin, fjölskyldutengslin og heimkynnin haldist enn.“ Texti: Elísabet Jónasdóttir Ljósmyndir: Árni Sæberg og Júlíus Sigurjónsson MAGNASONIC MVR-220 SSI FRÁDÆR MYND, GÆÐI Verð aðeins kr. 47.405.- Gunnar Ásgeirsson hf. , Suóurlandsbraut 16 Sirm 9135200 0Zs$*~ I í hádeginu hraðréttaborð alla daga nema sunnudaga. Kaffihlaðborð alla daga. Leigjum út 2 veislusali (30—50 manns), 50—100 manns) Húsmæður! Tökum að okkur að baka bæði smákökur og terturviðöll tækifæri. <o Stríð fyrir ströndum ísland í síðari heimssty rj öldinni eftir Þór Whitehead Önnur bókin í ritröð um samskipti íslendinga við stórveldin og hernaðargildi landsins í heimsstyrjöldinni 1939 til 1945. Hér er gerð grein fyrir aðdragand- anum, 1933 til 1939 og verður frásögnin því rækilegri sem nær dregur styrjöldinni. Samkvæmt íslenskri hefð á sagnfræði að vera í senn til fróðleiks og skemmtunar. Það hefur Þór Whitehead, sagnfræð- ingi, tekist í þessari athyglisverðu bók. M,wwnkM« Island I sóan hatmsstfflOM fyrí? strönclum BOK AUÐVTTAÐ ALMENNA BÖKAFELAGID, AUSTURSTRÆTl 18. SlMI 25544
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.