Morgunblaðið - 08.12.1985, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985
Einar
í Betel
HÉR fer á eftir kafli úr bók Einars J. Gíslasonar forstöðumanns Hvítasunnu-
safnaðarins. Bókin heitir „Einar íBetel“ og bókarkaflinn „íþróttir ogþjóðhátíð“.
Sífelldur vatns-
skortur var í Eyj-
um og fólk þurfti
að gæta sín með
vatnsnotkun.
Brunnarnir voru
hreinsaðir reglu-
lega og með ýmsu móti. Sá vísi
maður, Matthias Finnbogason frá
Litlu-Hólum, kenndi mönnum ein-
földustu brunnhreinsun sem um
gat. Það var einfaldlega að strá
sementi yfir vatnsflötinn og láta
það botnfalla. Þá dró sementið öll
óhreinindi með sér. Þegar lítið var
í brunninum var auðvelt að
hreinsa upp botnfallið og skrúbba
veggina. Brunnarnir voru misjafn-
iega stórir, við sum hús rúmuðu
þeir allt að fimmtíu tonnum af
vatni. Ef vatn þraut, sá Bifreiða-
stöðin um að aka vatni í húsin
gegn vægu gjaldi.
I Miðhúsatúni var byggð sund-
laug og réði þar ríkjum Friðrik
Jesson sund- og íþróttakennari.
Sveinn Sigurhansson var kyndari
og kynti með kolum. Man ég að
svo stíft var sundlaugin sótt, að
maður lét sér ekki nægja að fara
sjaldnar en þrisvar á dag ef mögu-
legt var.
Það var einmitt í búningsklefa
sundlaugarinnar að ég sá fyrst
Albert Guðmundsson, síðar fót-
boltastjörnu og ráðherra. Ég kom
inn í klefa einn þungbúinn júní-
morgun og sá þar þennan ókunna
strák. Man ég að mér þótti hann
magur og eins og varnarlaus.
Spurði ég hann að heiti og kvaðst
hann heita Albert, en kallaður
Alli. Hann hafði þá nýlega misst
föður sinn Guðmund gullsmið og
fór til föðursystur sinnar, Gíslínu,
og manns hennar, Magnúsar Þórð-
arsonar. Þau áttu stóran hóp
barna, en létu sig ekki muna um
eitt í viðbót. Síðar var Albert hjá
Hannesi Jónssyni lóðs og Margréti
konu hans í Miðhúsum. Albert var
fjögur sumur í Eyjum og lærði að
meta kosti þeirra. Hann varð
snemma mjög leikinn og fær í
knattspyrnunni.
Valsmönnum að koma til Eyja.
Valsliðið var þá ósigrandi í
Reykjavík, svo þetta mátti teljast
bjartsýni af okkur. Við í Eyjum
tókum á móti Valsmönnum og
komum þeim fyrir á heimilum,
sem tengdust íþróttahreyfingunni.
Liðsmenn Vals voru: Ingólfur
Steinsson, Jónas Sigurðsson,
Hörður Þorgilsson, Sveinn Helga-
son, Árni Kjartansson, Gunnar
Ólafsson, Agnar Sturluson, Guð-
brandur Jakobsson, Ólafur ólafs-
son, Albert Guðmundsson, ólafur
Jakobsson, Gísli Guðmundsson,
Helgi Þorvaldsson, Erlendur Sig-
urðsson.
Þegar við vorum fimmtán ára
varð hann íslandsmeistari með
þriðja flokki Vals. Ég var þá stadd-
ur í Reykjavík, sem varmaður með
öðrum flokki KV (Knattspyrnufé-
lags Vestmannaeyja). Við sáum
úrsiitaleikinn í þriðja flokki og
varð það til þess að við buðum
Einar J. Gíslason
Sumir þessara drengja eru
horfnir úr tölu lifenda, aðrir hafa
náð langt í lífinu. Má þar fremstan
telja Albert Guðmundsson. Með í
þessari ferð var bróðir hans Gísli.
Einnig voru þeir bræður ólafur
og Gunnar Ólafssynir, svo og
Guðbrandur og ólafur Jakobssyn-
ir. Þeir voru í náinni frændsemi
við Ólaf ó. Lárusson héraðslækni
í Eyjum og nutu gestrisni hans.
Lið Eyjamanna var þannig skip-
að: Jón Scheving, Einar Torfason,
Einar J. Gíslason, Valtýr Snæ-
björnsson, Gunnar Stefánsson,
Gísli Guðlaugsson, Gunnar
Bjarnason, Halldór ólafsson, Ein-
ar Halldórsson, Ingi Guðmunds-
son, Ástþór Markússon, Árni
Guðjónsson, Anton Grímsson.
Bæði liðin voru góð og á lands-
mælikvarða. Hófust nú leikar og
var keppt tvisvar. Fóru báðir leik-
irnir svo að við Eyjamenn sigruð-
um með tveimur mörkum gegn
engu. Þessi úrslit voru frábær fyrir
okkur, að sigra það liðið sem bæði
átti Reykjavíkur- og íslandsmeist-
aratitilinn.
Leikmönnum var leikurinn hug-
sjón og ánægjuauki. Við skildum
því í mestu vinsemd, eins og vera
ber.
Þegar þetta er skrifað eru allir
leikmenn Eyjaliðsins enn á lífi,
nema Ingi Guðmundsson frá Há-
eyri. Nokkrir Eyjamanna áttu.
eftir að ná langt á sviði íþrótta.
Gunnar Stefánsson varð íslands-
methafi í hlaupi og Einar Hall-
dórsson skipaði landslið íslands í
knattspyrnu.
í Vestmannaeyjum var mjög
mikill íþróttaáhugi. Tvö félög, Þór
og Týr, skiptu bæjarbúum í and-
stæðar fylkingar. Var mikill rígur
og hörð keppni milli félaganna. Út
á við voru liðin sameinuð undir
merki KV og síðar ÍBV. Öll eldri
systkini mín og yngsta systir skip-
uðu sér undir merki Týs. Þór tap-
aði oftast á þessum árum, nema í
1. flokki. Þar höfðu Georg Gíslason
og liðsmenn hans yfirleitt betur.
Ég snerist á sveif með þeim og
gerðist virkur félagi í Þór.
Iþróttirnar gáfu mér marga
góða félaga. Ber þar fyrst að nefna
Ingólf Arnarson, er bjó með móður
sinni á Hvanneyri, og Ágúst Frið-
þjófsson í Laufholti. Sólrún, móðir
Ingólfs, tók okkur félögum hans
afar vel og sýndi vinsemd og
hjartahlýju. Ágúst ólst upp hjá
ömmu sinni og móðurbróður,
Helga Pálssyni í Laufholti. Þar var
til billiardborð og var óspart spil-
að, oft dag eftir dag. Við Ingólfur
vorum í Þór, en Ágúst í Tý. Ágúst
var einstaklega handsterkur og
minnist ég þess ekki að nokkur
hafi lagt hann í sjómanni.
Reynsla mín var sú að á félags-
lífi íþróttanna voru tvær hliðar.
Einu sinni sem oftar vorum við á
æfingu á íþróttavellinum inni í
Botni. Þetta var fallegt mannvirki,
sem ekki fékk að standa lengi legu
sinnar vegna. Einar Sigurðsson
var mikil driffjöður í að útbúa
þennan völl og ruddi brott iðjuleysi
unglinga, sem unnu við þetta.
Nú var fótboltaæfingin búin.
Fórum við nokkrir drengir saman
upp í bæ og þar eð komið var að
þjóðhátíð snerist tal okkar um
hana. Einhver í hópnum sagðist
vita um kró niðri á pöllum, þar sem
öl væri að finna. (Gömlu fisk-
krærnar stóðu á pöllum sem
byggðir voru út fyrir fjöruborð).
Við héldum að þessari umræddu
kró. Einn okkar var slíkur snilling-
ur að með einum öngli opnaði hann
næstum hvaða lás sem var. Tvær
krær voru opnaðar, en þar fannst
ekkert öl. Þegar að þriðju krónni
kom bar heldur vel í veiði. Situr
þar ekki einn af kunnari borgurum
Eyjanna við að eima landa! Kom
mikið fát á okkur alla, við strák-
arnir sekir um innbrot og hann
um bruggun.
Landasuðunni var lokið þetta
kvöldið. Bruggaranum tókst að
uppmála sekt okkar svo að við
Ingi á Háeyri báðum hann inni-
legrar fyrirgefningar. Bruggarinn
var auðvitað dauðskelkaður við að
upp kæmist um lögbrotið. Ekki var
þó liðugt fyrir hann að hreyfa
þessu máli á opinberum vettvangi.
Eins og nærri má geta varð ekki
neitt úr fyrirhugaðri öldrykkju
okkar félaganna. En þetta litla
dæmi sýndi mér neikvæða hlið á
félagsskap iþróttanna. Þar
smeygðist inn ægivald Bakkusar
og lagði margan hraustan og efni-
legan dreng í valinn.
Þjóðhátíðarbrennan
Auk íþróttaiðkana gekk félags-
starfið út á að sjá um þjóðhátíð
annað hvert ár. Ég var kosinn í
brennunefnd þjóðhátíðar 1938. Það
var árinu áður en Sigurður Reim-
arsson, „Siggi Reim“, tók við
embætti brennukóngs. Mikil
hreinsun fór fram á Heimaey
þegar allt óþarfa dót var flutt á
Fjósaklett. Þar var bálkösturinn
reistur. Þegar aflóga dót þraut og
ekki gafst meira til brennunnar,
þá var tekið til við að útvega tunn-
ur og kassa þar sem til náðist. Þær
gátu verið býsna óþægilegar heim-
sóknir mannanna, sem söknuðu
alls konar dóts úr fiskhúsum eða
kjöllurum. Við urðum að láta feng-
inn af hendi þegar eigendur þekktu
merkta hluti. En þetta gat auðvit-
að ekki gengið til lengdar að safna
í brennu og láta hirða jafnóðum
af sér aftur. Ég talaði við aðal-
nefnd þjóðhátíðarinnar og var
Stefán Arnason yfirlögregluþjónn
formaður hennar. Stefán bað okk-
ur að fara að öllu með gát, en hét
því að kærur gegn okkur yrðu
svæfðar. Bað ég Stefán að útvega
geymslu þar sem við gætum geymt
það sem kalla mætti ófrjálst. Svo
höfðum við aðra „opinbera"
geymslu, þar sem við geymdum
það sem fengið var frjálsri hendi.
Þórarinn Guðmundsson á Jaðri
var glöggur formaður. Við tókum
síldartunnu úr kró hans. Hann
saknaði tunnunnar og sótti hana
til okkar. Næsta kvöld var tunnan
hans Tóta aftur tekin og nú sett í
leynigeymsluna ásamt öðru álíka
illa fengnu dóti. Daginn eftir
kemur Þórarinn eins og eldibrand-
ur og krefst þess að fá tunnuna
öðru sinni. Við vorum sakleysið
uppmálað og leiddum hann um
geymsluna og buðum honum að
finna tunnuna, sem ekki fannst.
Eins fór með fimmtíu tunnur sem
tilheyrðu grafskipinu. Böðvar
Ingvarsson hafnarvörður kom og
heimtaði þær, en það fór fyrir
honum eins og Þórarni. Engar
tunnur fundust.
Þegar brennan var hlaðin, slóg-
um við botninn úr tunnunum og
fylltum þær með hefilspæni og
hálmi. Tómas Guðjónsson og Sig-
fús Scheving gáfu ávallt nokkrar
tunnur af olíu og var bleytt í
brennunni með henni. Einnig gaf
Gunnar Ólafsson á Tanganum
vanalega fullan tjörukagga. Við
allan þennan eldivið varð þjóð-
hátíðarbrennan að hinu mesta
báli.
Nú var loks komið að því að
kveikt yrði í brennunni okkar.
Þjóðhátíðarnefnd lagði til þaul-
vanan brennumann, Pálma Ingi-
mundarson frá Götu, og átti hann
að kveikja bálið. Ég þekkti Pálma
vel og aðeins að góðu. Blysin voru
tendruð á miðnætti, veðrið eins og
best verður á kosið. Bálkösturinn
gnæfði upp af Fjósakletti hár og
tignarlegur. öllum tunnunum
hafði verið staflað í tígullegan