Morgunblaðið - 08.12.1985, Page 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUD AGUR 8. DESEMBER1985
Afmæliskveðja:
Helga Jónsdóttir
frá Blönduósi
Kvenskörungar heitir kafli í
kennslubók eftir Jónas Jónsson
frá Hriflu. Þar er lýsing á fornum
kvenhetjum. Á öllum tímum ís-
landssögunnar hafa verið uppi
konur, sem með réttu má nefna
því nafni.
Ein slík á níutíu ára afmæli í
dag, það er Helga Jónsdóttir frá
Gunnfríðarstöðum í Húnaþingi.
Móðir hennar var Anna Einars-
dóttir Andréssonar er kenndur var
við Bólu svo sem Hjálmar forðum.
Hann var skáldmæltur vel og tal-
inn göldróttur en svo var oft um
þá, sem voru öðrum fremri að
andlegu atgervi. Út af honum
hefur komið margt af skáldmæltu
fólki. Faðir Helgu var Jón Hró-
bjartsson bóndi og smiður. Þau
Anna og Jón bjuggu á Gunnfríðar-
stöðum beggja megin aldamóta.
Ung að árum fór Helga til Sauð-
árkróks í hjúkrunarnáms og var
um skeið hjúkrunarkona hjá Jón-
asi Kristjánssyni héraðslækni er
síðar varð brautryðjandi Náttúru-
lækningahælisins í Hveragerði.
Stundum getur hið broslega skeð
jafnvel á sjúkrahúsum. Eftirfar-
andi atvik sagði Helga mér úr sínu
hjúkrunarstarfi á Króknum.
Karl einn úr Húnaþingi var
kominn upp á skurðarborðið, Jónas
læknir búinn að margþvo sér um
hendur og svæfingu lokið. Hann
hinkraði við um stund og raulaði
lagstúf fyrir munni sér — Upp á
himins bláum boga — gengur síð-
an að borðinu og hyggst hefja
aðgerðina. En þá rís kall úr rotinu
og skyrpir á hendur læknisins svo
hreinlætisaðgerðin og svæfingin
mátti hefjast að nýju.
Á Sauðárkróki kynntust þau
Helga og Steingrímur Davíðsson
er síðar varð þekktur maður.
Þeirra kunningsskapur leiddi til
þess, að þau gengu í hjónaband
árið 1919 og stóð það í sextíu og
tvö ár eða þar til Steingrímur
andaðist 9. október árið 1981.
Búskap sinn hófu þau á Gunn-
fríðarstöðum og stundaði Stein-
grímur þar kennslu að vetrinum.
Eftir skamman búskap fluttu þau
hjón til Blönduóss, þar sem Stein-
grímur gerðist skólastjóri um ára-
tugaskeið. Einnig varð hann fljót-
lega verkstjóri hjá Vegagerð ríkis-
ins og síðar oddviti Blönduóss-
hrepps ásamt mörgum fleiri trún-
aðarstörfum, sem honum voru
falin.
Börn þeirra urðu 14 talsins, 12
þeirrá eru á lífi en tvö dóu ung.
Öll eru þau systkin myndarfólk,
sem gegna margvíslegum störfum
í þjóðfélaginu.
Oft hefur vinnudagurinn verið
langur hjá Helgu, því margs hefur
búið þurft við. Því hefur reynt
mjög á dugnað og útsjónarsemi
hennar en hvort tveggja átti hún
í ríkum mæli. Steingrímur var
tíðum fjarverandi vegna vinnu
sinnar og hvíldi þá umsjón heimil-
isins mikið á herðum Helgu. Einn-
ig þurftu margir að finna hús-
bóndann út af ýmsum trúnaðar-
störfum, sem hann hafði á hendi.
Auk þess áttu þau hjón marga vini
og kunningja og var því oft margt
um manninn í þeirra húsi enda
bæði gestrisin svo af bar.
Ég kom oft á heimili þeirra
hjóna, bæði á Blönduósi og í
Reykjavík, mér til mikillar
ánægju. Þar skorti aldrei umræðu-
efni, bæði var þar rætt í léttum
tón svo og um landsins gagn og
nauðsynjar. Stjórnmál bar þar æði
oft á góma. Helga tók drjúgan þátt
í þeim umræðum og þar hafði hún
sínar ákveðnu skoðanir á hlutun-
um eins og hennar er vandi.
Frambjóðendur til Alþingis,
sem voru í hennar stjórnmála-
flokki, lögðu mikið upp úr stuðn-
ingi hennar um kosningar, en þetta
var í þann tíma, sem A-Húna-
vatnssýsla var einmenningskjör-
dæmi. Frambjóðendur voru þá
persónur út af fyrir sig, en ekki
eins og nú, að hópur manna öðlast
þingsæti löngu fyrir kosningar,
gegnum prófkjör, sem framkvæmd
eru með allskonar hundakúnstum.
Eins og fram hefur komið átti
Helga ekki langt að sækja skáld-
skapargáfu sína. Mun ég nú láta
fljóta með í greinarkorni þessu
sýnishorn af kveðskap hennar.
Sýnir binda sigurhrós
silfurlindir streyma
fjallatindarárogós
Esjumyndirgeyma.
Tilefni vísu þessarar var, að þau
hjónin tóku sér far með Esju
hringferð um landið og kölluðu
brúðkaupsferð þótt síðbúin væri.
Einhvern tíma, þegar landsýn var
sérlega fögur, bað skipstjórinn,
Tryggvi Blöndal, þau um að kveða
sína vísuna hvort, er síðan yrði
skráð í skipsbókina. Helst áttu þær
að vera hringhendar en það var
nú einmitt uppáhaldsbragarháttur
Helgu.
Steingrímur og Helga gerðu sér
stundum til gamans að ræða
saman í bundnu máli og þannig
urðu til skemmtilegir vísnaþættir.
Sameiginleg áhugamál áttu þau
fleiri en skáldskapinn. Gróður og
gróðurvernd var þeim hugleikin,
þó einkum trjárækt. Skógræktar-
félagi A-Húnavatnssýslu gáfu þau
eignarjörð sína, Gunnfríðarstaði.
Þar má nú sjá uppvaxandi tré.
Dýravinir voru þau bæði. Nátt-
úrufegurð fór eigi fram hjá þeim
og húnvetnskri byggð unnu þau
af alhug.
Eftir að Steingrímur varð van-
heill hjúkraði Helga honum í
heimahúsum af mikili umhyggju
þar til eigi var umflúið að hann
færi til vistar á sjúkrahús.
Helga mín!
Það er mikið gleðiefni fyrir alla
þína vini og kunningja, að þú á
þessum merkisdegi þínum skulir
halda jafnvel og raun ber vitni
þínum líkams- og sálarkröftum.
Þá ósk vil ég bera fram þér til
handa, að ævikvöldið megi verða
bjart og hlýtt, eins og þegar mið-
nætursólin stafar geislum sínum á
Húnaflóa.
Við hjónin sendum þér og öllum
þínum afkomendum innilegar
hamingjuóskir.
Jón Benediktsson, Höfnum.
Helga Dýrleif Jónsdóttir, skóla-
stjórafrú á Blönduósi til margra
ára, er níræð í dag, 8. desember.
Hún fæddist þennan dag á Gunn-
fríðarstöðum á Bakásum í Húna-
vatnssýslu, dóttir hjónanna Jóns
Hróbjartssonar smiðs og bónda og
konu hans Önnu Einarsdóttur, er
þar bjuggu. Helga giftist Stein-
grími Davíðssyni, sem þá var far-
kennari í Vindhælishreppi. Stein-
grímur varð skólastjóri barnaskól-
ans á Blönduósi 1920 og var það
til 1958. Þá fluttu þau hjón suður
og áttu heimili á Hófteigi 18, þar
sem Helga býr ennþá, en Stein-
grimur andaðist 9. október 1981
og hafði þá verið um 3 ár á Sól-
vangi í Hafnarfirði.
Helga og Steingrímur eignuðust
14 börn. Áf þeim komust 12 til
fullorðins ára. Fimm dætur og sjö
drengir. Jafnaldrar minir og yngri.
Kraftmiklir strákar, sem vafalítið
hefir stundum verið erfitt að ráða
við. Enda sagði Helga einu sinni,
er hún kom í heimsókn, við konu
mína, Ja hérna, Þórhildur, þú átt
fimm stráka og allir stólar heilir.
Heimili þeirra Helgu og Stein-
gríms var í Pálmalundi, gömlu og
ailtof þröngu húsnæði fyrir svona
stóra fjölskyldu. Nokkru fyrir stríð
byggðu þau nýtt hús norðan
Blöndu, Svalbarð. Þá stóð það eitt
sér og hátt í kílómeter í næsta hús
þeim megin Blöndu. Nú er svo
komið að húsið er næstum í miðju
bæjarins. Suður af því í hvammi
milli vegar og Blöndu er vísir að
skrúðgarði. Fyrstu trjáplönturnar
voru gróðursettar fyrir nær hálfri
öld og þá í smágirðingu fyrir fram-
an núverandi skólabyggingu. Þeg-
ar skólinn kom voru þær fluttar
niður fyrir veg í þennan hvamm
sem þau helga gáfu nafnið Fagri-
hvammur. Þau hjón báru þennan
garð mjög fyrir brjósti og gáfu fé
til að græða þar upp. En það var
sama reynslan hér eins og á svo
mörgum stöðum að „svarta bylt-
ingin“ var undanfari „grænu bylt-
ingarinnar". Garðar og gróður
tóku ekki vel við sér fyrr en bundið
slitlag kom á göturnar og ryk-
Bókmenntaþættir
eftir Matthías Johannessen
Var Sturla Þórðarson höfundur Njálu?
Matthías Johannessen leiðir hér rök að því.
Fjölmargar aðrar nýstárlegar og snjallar
hugmyndir koma hér í fyrsta skipti fyrir
sjónir lesenda. Þær eiga án efa eftir að ýta
við mörgum og leiða til fjörugra umræðna
og heilsusamlegra deilna.
Bókmenntaþættir eru víðtækt úrval úr
bókmenntaskrifum höfundar. Auk kaflans
um íslenskar fornbókmenntir fjallar
Matthías um skáldverk 10 kunnra höfunda.
Ultima Thule
eftir Helfried Weyer og
Matthías Johannessen
Gullfalleg íslandsbók í máli og myndum.
Tveir listamenn snúa bökum saman: Þýski
Ijósmyndarinn Weyer og Matthías Johann-
essen, skáld.
Litmyndir Wéyers og Ijóð Matthíasar á
íslensku og í þýskri túlkun Jóns Laxdals með
formála eftir Rolf Hádrich mynda eftirminni-
lega heild, þar sem sérkennum íslands er
lýst á listrænan hátt.
MatthU* luhannttMti
BÓKMENStA
ÞÆTTIR
Hdfrfed Weyer • Matlhias Johanrtessen
BOK
AUÐVTI4Ð
Al.MF.NNA BÓKAFÉLAGIÐ, AUSTURSTRÆTI 18, SlMI 25544.