Morgunblaðið - 08.12.1985, Side 54

Morgunblaðið - 08.12.1985, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 Morgunblaðiö birtir hér kafla úr minningum Huldu Á. Stefánsdóttur. Bókin kemur út hjá Erni og Örlygi á næstunni. Á bókarkápu segir: í fyrsta bindi endurminninga sinna segir Hulda Á. Stefánsdóttir frá ætt sinni og uppruna, foreldrum sínum og bernskudögum í Hörgárdal, en breiddin í frásögn hennar tengir sögu og samtíð og bregður Ijósi yfir liðinn tíma, m.a. með gömlum bréfum og óbirtum kveðskap. Inæsta nágrenni Möðruvalla voru nokkur býli, flest heldur lítil. Þykir mér sennilegt, að þau hafi löngum verið hjáleigur frá Möðruvöllum. Þegar ég var að alast þar upp, kynntist ég ýmsu af því fólki, sem þar bjó, aðallega þó jafn- öldrum mínum. Nú skal stuttlega minnst á þessi býli. Spónsgerði. Þar var tvíbýli. Annars vegar bjuggu þar Ólafur Sigurðsson og kona hans, Steinunn Jónsdóttir ásamt fjór- um börnum sínum. Sigríður, elsta barn þeirra, var á aldur við Valtý bróður minn. Hún varð eiginlega fyrsta vinkona mín. Hún giftist Halldóri Olafssyni frá Pálm- holti, og bjuggu þau lengi á Búiandi í Arnarneshreppi. Tryggvi hét sonur þeirra Spónsgerðishjóna. Ekki man ég betur en hann hafi farið til Ameríku, mér er nær að halda Suður-Ameríku. Þar ætla ég, að hann hafi stundað sjómennsku og efnast nokkuð; að minnsta kosti heyrði ég þess getið, að eihver arfur eftir hann hefði fallið í skaut frændfólki hans nyrðra. Þá kom Jón, sem lengi bjó að Ytri-Bakka í Arnarneshreppi. Dóttir hans mun gift Eggert Steinsen verkfræðingi, sem er sonur Steins Steinsens verkfræðings, sem lengi var bæjarstjóri á Akureyri. Fjórða barn Ólafs og Steinunnar var Viggó, sem á ungum aldri fékk lömunarveiki svo heift- arlega, að hann beið þess aldrei bætur, var að mestu lamaður, en stundaði töluvert nám, enda vel gefinn en svo illa farinn að mér skilst, að hann hafi orðið að skrifa á ritvél með fótunum. Hins vegar bjuggu i Spónsgerði Jón Kjartansson og Margrét Stefánsdóttir. Þau áttu tvær dætur, Margréti, hina frábæru saumakonu, og Jónínu, sem gift var Stefáni Marzsyni, og bjuggu þau síðar í Spóns- gerði. Jónína hafði áður verið gift Sveini Jónssyni, bróður Kristínar listmálara, mágkonu minnar, en hann fórst eftir stutt hjónaband í ofviðri, sem gekk yfir árið 1900 og nefnt var „aldamótaveðrið". Þau Jónína og Stefán áttu fjölda barna. Ekki var búskapurinn mikill í Spóns- gerði. Báðar fjölskyldurnar bjuggu í litlum torfbæ, og bústofninn mátti víst varla minni vara. Kýrnar voru ekki nema tvær. Áttu þau ólafur eina og hálfa, en þau Margrét og Jón hálfa. Hef ég aldrei heyrt þess getið, að fjölskylda hafi átt hálfa kú nema í Spónsgerði. Hjá Ólafi voru 30-40 ær og tvö hross, en hjá þeim Jóni voru ærnar víst ekki fleiri en tólf og eitt hross. Sá var þó munurinn, að ólafur lifði ein- göngu á búskap, en hjá Jóni og Margréti var búskapurinn aukaatriði. Margrét stundaði sauma af mikilli elju og alúð, en Jón var vefari og ferðaðist milli bæja á vetrum í sambandi við þá atvinnu sína. Margrét í Spónsgerði var stórmerkileg kona og er mér ákaflega minnisstæð. Hún hafði áður verið í vist á Skipalóni, þar sem bjó hinn frægi smiður Þorsteinn Daníels- son eða Danielsen eins og hann var venju- lega kallaður, frægur húsa- og skipasmiður á sinni tíð. Hún taldi sig hafa lært mikið í vistinni hjá Danielsen. Hann hafði aðra hætti á en almennt voru tíðkaðir í sam- skiptum við vinnufólk. Þótt hann væri allra manna kappsamastur við vinnu, hafði hann ekki þann háttinn á, sem flestir höfðu, að halda fólki til vinnu, meðan nokkur kostur var, heldur setti hann vinnu- konunum fyrir ákveðið verkefni á kvöldi. Þegar þær höfðu skilað áskildum hespu- fjölda að kvöldi, þrem hespum af þræði eða fjórum af ívafi, áttu þær frí. Það gátu þær notað að vild; þó var bannað að „spila eða gantast". Hann hélt að þeim að nota tímann til að læra eitthvað nytsamlegt, t.d. dönsku. Þann kostinn valdi Margrét. Hún hafði aðgang að dönskum blöðum og bókum, svo og orðabók Konráðs Gíslason- ar, sem Danielsen átti. Og henni tókst á eigin spýtur að komast svo vel niður í Hulda Á. Stefánsdóttir. sér, var að reykja pípu. Eitt sinn gaf ég henni smávegis af tóbaki og búnt af elspýt- um. Sjaldan hef ég orðið vör við aðra eins hrifningu og þakklætiskennd. Þó að búnt af eldspýtum kostaði ekki nema 10 aura, var slíkt talið hálfgerður munaður. Yfir- leitt notaði fólk hlóðaeldinn til að kveikja eld fremur en kaupa sér eldspýtur. Eins og áður var minnst á stundaði Margrét saumaskap, enda einstakur snill- ingur í þeirri grein. Hún saumaði bæði karlmannsföt, peysuföt og ekki síst vand- aðri barnaföt. Ekki hafði hún lært neitt til saumaskapar, svo að mér væri kunnugt, en hún virtist hafa eins konar sjötta skiln- ingarvitið á sviði saumaskaparins. Hún fékk sent efni til saumanna með óljósum skilaboðum um hæð og vaxtarlag þess, sem í hlut átti. Stundum þekkti hún viðkomandi eða kannaðist við hann, en í mörgum tilfell- um var um að ræða fólk, sem hún hafði aldrei séð. Skilaboðin voru iðulega eitthvað á þessa leið: Meðalmaður á hæð, í þreknara lagi; 12 ára telpa, í hærra lagi, en mjög grönn, eða 9 ára drengur, lítill eftir aldri. En það var almannarómur, að föt, sem Margrét saumaði, færu fólki oftast mjög vel. Þetta er og verður mér jafnan illskilj- anlegt. Þá var hún orðlögð tóvinnukona. Margrét eignaðist eina fyrstu saumavélina, sem kom í sveitina, svo sem eðlilegt mátti Spóngerðisfólk dönsku, að hún gat lesið hana sér að fullu gagni. Annars staðar minnist ég á frú Hjalta- lín, sem var nú sér á parti, svo að ekki sé meira sagt. Hún fór aldrei á nokkurn bæ í sveitinni án þess að vera boðin, nema í Spónsgerði til að hitta Margréti. Það er ekki löng leið þangað frá Möðruvöllum, en að sjálfsögðu fór frúin ríðandi og hafði með sér fylgdarmann. Hún taldi sig eiga nokkra innstæðu hjá Margréti, því að hún sendi henni dönsk blöð eins og til dæmis „Familie Journal" og „Nordiske Mönst- ertidende". Þegar í Spónsgerði kom, sagði frúin venjulega eitthvað á þessa leið: „Eg er svo ógurlega þreytt, Margrét mín. Má ég ekki leggjast í rúmið þitt? Þú ferð svo og hitar kaffi og bakar pönnukökur. Svo segir þú mér söguna úr blaðinu, sem ég lánaði þér síðast." Þessir leiðangrar í Spónsgerði voru oft- ast farnir að kvöldi dags. Þá var orðið dauft á hlóðunum, sem eldað var við. Nú þurfti að taka upp eldinn og skara í glóðirn- ar. Þetta tók langan tíma, og þess verður að geta, að ekki var rýmri efnahagurinn en svo í Spónsgerði, að oft var mjótt á mununum að til væri efni í nokkrar pönnu- kökur. En eftir dúk og disk voru veitingarn- ar fram bornar, og nú hófst sú sagna- skemmtun, sem um var beðið. Margrét tók fram blaðið sér til minnis og hóf síðan frásöguna, en það var alls ekki þýðing, heldur endursögn söguþráðar- Kafli úr minningum Huldu Á. Stefánsdóttur ins með feiknarlegum útúrdúrum, því að Margrét hafði geysilegt ímyndunarafl og hafði auk þess einstaklega góða frásagn- argáfu. Þetta kunni frú Hjaltalín að meta. Eg man eftir því, að hjá Margréti sá ég nokkuð stór bindi af „Familie Journal" sem hún hafði fengið hjá frú Hjaltalín. I einu blaðinu var frásögn af einhverjum merkisatburði í konungsfjölskyldunni, með fjölda mynda, meðal annars voru þar spor- öskjulagaðar myndir af Kristjáni konungi 9. og Lovísu drottningu og blómsveigar utan um. Þegar Margrét tók að útskýra þessar myndir, færðist hún öll í aukana og var sem bergnumin. Það var nú frásögn í lagi. Mjög snyrtilegt var í kringum Margréti, þótt ekki væri íburðurinn. Á hluta af stofu- gólfinu var hvítur gólfdúkur, munstraður, alltaf tandurhreinn. Þá var óvíða sá siður- inn að hafa blóm í glugga, en alltaf var eitthvert blóm í gluggaborunni hennar; ef ekki annað, þá baunablóm. Eini munaðurinn, sem Margrét leyfði teljast. Þetta var heldur lítilfjörlegur grip- ur á okkar mælikvarða, en mikill fengur þótti Margréti að eignast hann. Jón, maður Margrétar, lét ákaflega lítið á sér bera, fannst mér hann alltaf standa í skugga hennar, enda var hún þannig, að það hefði þurft meira en meðalmann til að skyggja á hana. Ekki minnist ég að hafa séð hann inni í stofunni. Þegar hann var heima, var hann víst mest á loftinu. Margrét var há og grönn og bar sig vel. Hún var móeygð, og brá oft fyrir sérstökum glapma í augum hennar. Bráðgreind var hún eins og ég hef áður getið og slíkur snillingur í höndunum, að ekki hef ég þekkt annan meiri, nama ef vera skyldi Margréti dóttur hennar. Þá á ég við Margréti yngri. Fáar mann- eskj ur hafa tengst mér meira en hún. Þegar á ungum aldri réðst hún í vist til foreldra minna, sem þá voru nýflutt að Möðruvöll- um. Þar var hún stofustúlka sem kallað var og annaðist margháttaðan saumaskap og hirðingu fatnaðar, saumaði í rauninni allt, sem sauma þurfti á heimilisfólkið. Hún var sannkallaður listamaður í sinni grein. Þegar við fluttumst til Akureyrar, fluttist hún með okkur, átti heimili í skól- anum og starfaði hjá okkur við heimilis- störf sem fyrr. Saumaði hún áfram allt, sem fjölskyldan þarfnaðist, þótt þá væru færriíheimili. Halldóra Bjarnadóttir gekkst á sínum tíma fyrir saumanámskeiðum á Akureyri, og fékk hún Margréti til að kenna þar, en Leikfélag Reykjavíkur: Frumsýnir „Sex í sama rúmi“ milli jóla og nýárs ÁÐUR EN Leikfélag Reykjavíkur ræðst til atlögu við „Svartfugl" Gunnars Gunnarssonar, sem fer í æfingu um áramót, ætlar það að slá á léttari strengi og frumsýnir milli jóla og nýárs breskan farsa „Sex í sama rúmi“ eftir Ray Cooney og John Chapman í þýðingu Karls Guömundssonar leikara. Leikmynd og búninga gerir Jón Þórisson og leikstjóri er Jón Sigur- björnsson en Jón hefur leikstýrt mörgum af vinsælustu leiksýning- um Leikfélagsins á undanförnum árum, m.a. „Fló á skinni“, „Skjald- hömrum", „Þið munið hann Jör- und“, „Rommí" og „Hassinu henn- ar ömmu“. í fréttatilkynningu frá Leik- félagi Reykjavíkursegirm.a: „Leikritið er dæmigerður mis- skilningsfarsi. Aðalpersónurnar eru tvenn hjón og reka eigin- mennirnir jafnframt saman barnabókaútgáfu, sem gengur fremur illa þar til fræg skáldkona býður þeim útgáfurétt á vinsæl- ustu Sarnabókaröð samtímans. Annar eiginmannanna er fjöllynd- ur mjög í ástarmálum og eiginkona hans ákveður að svara í sömu mynt. Erfiðleikarnir hefjast þegar allir vilja fá sömu íbúðina til af- nota til stefnumóts og ástarleikja og því miður: allir í einu. Eins og vera ber í farsa, hittir fólk að sjálfsögðu ætíð þá persónu, sem það síst má rekast á uns svo er komið að allir eru farnir að villa á sér heimildir og vandræðin virð- ast óleysanleg. Höfundarnir tveir, Cooney og Chapman, þykja í hópi þestu gamanleikjahöfunda samtímans. Þeir hafa skrifað marga gaman- leiki, bæði saman og sitt í hvoru lagi en flestir eiga það sammerkt að hafa náð vinsældum. Iæikrit þeirra hafa verið sýnd víða um heim og sums staðar árum saman í sömu leikhúsunum. Báðir eru þeir leikarar að mennt. Níu leikarar fara með hlutverk í leiknum: Hjónin tvenn leika Valgerður Dan og Þorsteinn Gunn- arsson, Kjartan Ragnarsson og Hanna María Karlsdóttir. Kjartan Bjargmundsson leikur fjöllyndan innanhússarkítekt og Margrét ól- afsdóttir fer með hlutverk barna- bókahöfundarins siðvanda. Lilja Þórisdóttir leikur vinnustúlku frá meginlandinu og fólk sem til er í framhjáhald leika þau Sigurður Karlsson og Rósa Þórsdóttir. Þetta er fyrsta þlutverk Rósu hjá leik- félaginu að loknu námi en hún lauk prófi frá Leiklistarskóla ís- lands í vor. Hún lék í fyrravetur hlutverk Helenu í „Draumi á Jóns- messunótt" í sameiginlegri sýn- ingu Leikfélags Reykjavíkur og Nemendaleikhússins. Frumsýning á „Sex í sama rúrni" verður laugardagskvöldið 28. des- ember. önnur sýnmg verður sunnudagskvöldið 29. desember og síðan verður leikritið sýnt sam- hliða söngleiknum „Land míns föður" eftir áramót.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.