Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 V Minning: Sigurður H. Jónsson blikksmíðameistari Mánudaginn 9. desember nk. verður lagður til hinstu hvíldar Sigurður Hólmsteinn Jónsson, blikksmiðameistari í Reykjavík. Sigurður fæddist 30. júní 1896 í Flatey á Breiðafirði og lézt 1. desember sl. í Reykjavík. Foreldr- ar hans voru Júlíana Hansdóttir og Jón Sigurðsson, bóndi í Flatey. Systkini Sigurðar voru Halldóra f. 1885, Guðrún f. 1890 og Magnús f. 1903, öll látin. Sigurður kvæntist 17. desember 1921 í kirkjunni í Flatey og var það fyrsta kirkjugifting séra Halldórs Kolbeins, sem þá var nýorðinn prestur í Flatey. Eigin- kona Sigurðar var Sigríður Elísa- bet Guðmundsdóttir f. 28. maí 1898, d. 17. sepember 1976, dóttir Guðmundar Engilbertssonar bónda í Garði, Dýrafirði, og konu hans, Önnu Bjarnadóttur. Þau Sigurður og Sigríður eignuðust fjögur börn, Baldur, blikksmiða- meistari og leigubílstjóri, kvæntur Huldu B. Þorláksdóttur, Magnús, læknir á Selfossi, kvæntur Krist- jönu Karlsdóttur, Ólöfu Helgu, tannlækni í Reykjavík, gift As- mundi Fr. Brekkan, Hólmsteinn, viðskiptafræðingur, kvæntur Guðnýju Pétursdóttur. Barnabörnin eru ellefu: Friðrik, Elísabet, Hólmsteinn, Helga og Hanna, börn Ólafar Helgu og Ás- mundar Brekkan, Sigríður Sif, María Kristín, Sigurður Hólm- steinn og Karl Magnús, börn Magnúsar og Kristjönu, Pétur og Edda Sigríður, börn Hólmsteins ogGuðnýjar. Barnabarnabörnin eru orðin 6 og fæddist það síðasta, telpa, daginn eftir andlát Sigurðar, dótt- ir Hólmsteins Brekkan, blikk- smiðameistara og Salóme Eiríks- dóttur. Æskustöðvar Sigurðar afa míns voru í Flatey á Breiðafirði og unni hann ávallt eyjunni og Breiðafirði mikið og starfaði af kappi í Breið- firðingafélaginu. Var formaður þess um margra ára skeið. Sigurð- ur átti þess kost að heimsækja Flatey í nokkur skipti síðustu ára- tugi og voru það hamingjuferðir. Ég minnist sérstaklega ferðar er var farin 1965 um sumarið og dvalið nokkra daga í Flatey. Fræddi hann mig þá nokkuð um sögu eyjarinnar og blómatíma, skipaútgerð, stórverslun og mikla byggð, dans á bryggjunum og fjöl- breytilegt mannlíf. Ekki skildi ég fullkomlega umfang þess sem hann sagði þá, en þegar rýnt er í íslandssöguna þá koma þessi atriði atvinnusögu fsiands vel í ljós. Brottflutningur fólks úr sveitum til byggðakjarna og dalandi at- vinnulíf á landsbyggðinni. Sigurður afi fór ekki varhluta af þessari þróun og sótti suður nokkru áður en hann gifti sig, bæði til náms og starfs. í fyrstu fór hann ei alla leið suður eins og við hugsum okkur það hugtak í dag, þ.e. til Reykjavíkur, heldur fór hann upp á Hvanneyri til náms í búfræðum, á 27. námstímabili Bændaskólans, tímabilið 1916- 1918. Sitthvað fleira en bein bú- fræði hefur verið kennd þar, því eitt sinn sýndi hann mér sirkil (hringferil) sem hann notaði í teiknikennslustundum og vaknaði þá að hans sögn áhugi hans á hinu teiknaða stærðfræðilega formi, sem síðan átti eftir að þróast í blikksmíðanámi hans og nýtast honum sem prófdómari í blikk- smíði um 30 ára skeið. Fjárráðin voru lítil og varð nám- ið ekki lengra að þessu sinni, en veturinn 1919—1920 var hann óreglulegur nemandi við Sam- vinnuskólann. Hann var starfs- maður Kaupfélags Borgfirðinga veturinn 1920—1922 og minntist oft þeirra tíma og fegurðar Skaga- fjarðar. Þá starfaði hann hjá Verslun Guðmundar J. Breiðfjörð 1922—1925. Síðan stundaði hann blikksmíði og skrifstofustörf jöfn- um höndum í Reykjavík. Hann stofnaði Blikksmiðju Reykjavíkur ásamt tveimur félögum sínum árið 1929, einn félaginn lézt, en hinn seldi honum sinn hluta í smiðjunni og rak hann fyrirtækið um tæplega fimmtíu ára skeið. Meistararétt- indi í blikksmíði hlaut hann árið 1939. Blikksmiðja Reykjavíkur var alla tíð Sigurðar eitt virtasta fyrir- tæki sinnar greinar í Reykjavík, enda vakti forstjórinn yfir gæðum og framleiðslu fyrirtækisins í einu og öllu og hlaut virðingu og traust viðskiptamanna sinna fyrir. Hann var og mikilsmetinn meðal stéttar- bræðra sinna, var í stjórn blikk- smiðafélagsins og félags blikk- smiðjueigenda. Hann var formað- ur síðastnefndu samtakanna í 30 ár og jafnframt formaður próf- nefndar iðnfræðsluráðs vegna blikksmíða í 30 ár. Hann var mikils metinn félagi í frímúrara- reglunni um 30 ára skeið. Sigríður, kona Sigurðar, var mjög virk í kvenfélagi Hallgrímssafnaðar frá stofnun hans til dauðadags, og tengjast þar einnig afskipti Sig- urðar af þeim söfnuði. Minning- arnar um þau gæðahjón, Sigurð og Sigríði, eru margar, þau höfðu unun af ferðalögum og fóru nokk- uð, eftir getu hverju sinni, m.a. var mikið ævintýri hjá þeim, siglingin með skipsfylli af íslendingum á Baltíku, um Miðjarðarhafið um 1965, en það má teljast með fyrstu skipulögðu hópferðum Islendinga. Þá fóru þau til íslendingabyggða í Kanada og um Norðurlönd. Sig- urður kom og einn vetur í heim- sókn til undirritaðs á Spáni og var það ekki í fyrsta skipti sem hann kom þangað. Sigríður og Sigurður sóttu alla tíð sýningar Þjóðleikhússins og nutu þess mjög. Sigurður átti nokkur áhugamál auk skipulagðr- ar félagastarfsemi, en þau voru helzt að reyna eftir mætti að hjálpa þeim sem minna máttu sín og hlúa að eftir beztu getu. Sigurð- ur var traustur maður og voru þeir ófáir sem heimsóttu hann á skrifstofu hans á annarri hæð í Blikksmiðjunni við Lindargötuna. Sigurður afi hafði alltaf tíma af- lögu til að hlýða á mál þeirra sem til hans leituðu. Þegar ég var yngri hlaut ég ýmis heiðursstörf í smiðj- unni, svo sem að sópa gólfin, stimpla eyðublöð eða að raða reikningum. Komu þá oft ýmsir sem mér fannst kynlegir kvistir í heimsókn á skrifstofuna og var öllum tekið vel og átti vinnan stundum til að gleymast þegar legið var við hlustir á „hasarsögur" gestanna. Blankur smápatti beið þess ávallt í ofvæni að afi færi ofan í skúffu og tæki upp Freyju- súkkulaði og byði og jafnvel að skápurinn yrði opnaður, gullkistan þar sem maltölið var geymt. Dag- urinn leið fljótt í smiðjunni, marg- ir hringdu og afi hafði ávallt tíma til að hlusta. Það kom fyrir að seint var komið í kvöldmat. En áfram varð að halda, oft var unnið frameftir á kvöldin og minnist ég kvölda sem logaði fram yfir miðnætti á skrifstofunni og sátu þeir Sigurður og Ingimundur skrifstofustjóri við útreikninga. Þeir eru fjölmargir starfsmenn- irnir sem hafa fengið blikksmiða- menntun sína hjá Blikksmiðju Reykjavíkur og ófáir sumarstarfs- mennirnir sem hafa átt þar ágætar stundir. Minnist ég nokkurra af gamla kjarnanum, þeirra Harðar, Guðmundar, Ragnars K., Ragnars Þ., Gylfa og Bigga sem unnu mikið og gott starf hjá smiðjunni. Sig- urður var réttsýnn og ágætur stjórnandi sem reyndi alla tíð að viðhalda öryggi hjá sínum mönn- um, öryggi um fasta atvinnu og þá fullnægju sem fylgir því að skapa og vinna fagurt handverk. Sigurður fylgdist vel með útiverk- um fyrirtækisins á meðan hann hafði heilsu til og var iðulega á ferð á hæstu byggingum þar sem var verið að setja rennur eða leggja þök, eða um borð í skipum þar sem viðgerðir voru unnar. Það er mikill missir að Sigurði, en ég held að enginn geti sagt annað en að hann gerði sitt besta eftir fremsta megni og kom þó nokkrum til manns. Sigurður afi er kvaddur með virðingu og þakklæti fyrir allt og allt^ Friðrik Ásmundsson Brekkan ' > raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar bátar — skip [ Framtíðin í okkar höndum Hvöt, félag sjálfstæöiskvenna, og Landssamband sjálfstæöiskvenna Utgerðarmenn Viö óskum eftir að fá vertíðarbáta í viöskipti. Einnig kemur til greina leiga á bát eða togara. Sjólastööin hf., Óseyrarbraut 5-7, sími 651200. Útgerðarmenn - skipstjórar Óskum eftir línubát í viöskipti á komandi vertíö, sem landar á Suöurnesjum eöa í ná- grenni. Leggjum til ef þörf krefur línu, aö- stööu til línubeitingar og útvegum beitu. Erum til viöræöu um aöra fyrirgreiöslu eöa aflauppbót. Allar upplýsingar gefur Þorsteinn Máni í síma 11688. 1 „Kjarnorkuvopnalaus Noröurlönd“ Utanríkismálanefnd Sambands ungra sjálfstæöismanna boöar til fundar þann 9. desember nk. í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Gestir fundarins veröa alþingismennirnir Birgir Isleifur Gunnarsson, Eyjólf- ur Konráö Jónsson og Ölafur G. Einarsson. Þeir munu skýra frá ráöstefnu um kjarnorkuvopnalaus Noröurlönd sem haldin var f Kaupmannahöfn helgina 29.-30. nóvember sl., og svara sióan fyrlr- spurnum. Fundurinn hefst kl. 20.30. Fundarstjóri veröur Siguröur M. Magnússon. Alllr sjálfstæöismenn velkomnir. Utanríkismálane/nd SUS. gefa Aski ifa út bókina: Framtíöin í okkar höndum. riftarsími f Valhöll, 82900, á skrifatofutfma. Hafnarfjörður Akranes Jólafundur Sjálfstæöiskvennafélagiö Bára Akranesi heldur jólafund mánudaginn 9. des. kl. 20.00 í sjálfstæöishúsinu viö Heiöargeröi. Dagskrá: 1. Kvöldveröur. 2. Önnur mál og skemmtiefni. Nýir félagar velkomnir. Þriöjudaginn 10. desember kl. 20.15 heldur Landsmálafélagið Fram almennan fund í sjálfstæöishúsinu aö Strandgötu 29. Fundarefni: 1. Peningamál. Frummælandi er dr. Sig- uröur B. Stefánsson, hagfræöingur hjá Kaupþingi hf. 2. Fyrirspurnir og umræöur. Frummælandi situr tyrir svörum. i upphafi fundar mun Elvar Berg Sigurös- son leika létta píanótónlist. Notum þetta góöa tækifæri til aö fræöast og taka þátt í nauösynlegri umræöu um peningamál. Öllum er heimill aögangur. Landsmála/élagið Fram. Ólafsvík - Ólafsvík Sjálfstæöisfélag Ölafsvikur og nágrennís heldur fund í Hótel Nesi, setustofu, sunnudaginn 8. desember 1985 kl. 16.00. Dagskrá: 1. Bæjarmálín. 2. Bæjarstjórnarkosningarnar. Félagar fjölmenniö. Stjórnm. Stjórnin. Baldur — Kópavogi Aóalfundur mál- fundafélagsins Baldurs Kópavogi veróur haldinn þriöjudaginn 10. desember kl. 20.30 i Hamraborg 1, Kópavogi. Dagskrá: 1. Venjuleg aöal- fundarstörf. 2. Framtíö Foss- vogsdalsins. Framsögumenn: Gunnar G. Björgvinsson. 3. Önnur mál. Schram og Rikharö Stjórnin. Einstaklings/relsi erja/nrétti ireynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.