Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 08.12.1985, Blaðsíða 75
75 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985 námi. Hún og systir hennar, Rann- veig, voru saman í bekknum og minnist ég þess, hve þessar tvær stúlkur mótuðu andrúmsloftið í bekknum. Námshæfileikarnir voru með ólíkindum. Hún var jafnvíg á allt og var ótrúlega fljót að átta sig og leysa úr erfiðum verkefnum, á hvaða sviði sem var. Hún var hjálpfús og frábærlega velviljuð og hafði nautn af að hjálpa öðrum. Ég man hvað hún gat hlegið, þegar hún var að útskýra eitthvað, sem henni fannst auðvelt, en lá ekki ljóst fyrir öllum. Hún var alltaf efst í sínum bekk. Það var öllum ljóst, að hér var á ferðinni óvenju- leg kona að gáfum og glæsileik. Eftir gagnfræðapróf á Akureyri skildust leiðir. Hún fór í stærð- fræðideild og þar stóð hún sig líka best af öllum. Hún brautskráðist 13. júní 1938 og hlaut þá fjögurra ára styrk til verkfræðináms í Kaupmannahöfn, eins og áður sagði, sem aðeins afburða náms- menn hlutu. Hún mun hafa gengið að sínu námi með krafti og dugnaði þau erfiðu ár, sem hún átti í Kaupmannahöfn til ársins 1945, er hún útskrifaðist sem verkfræð- ingur. Þegar Rannveig systir hennar dó fór hún til Svíþjóðar og annað- ist börn hennar. Nokkrum árum síðar giftist hún Peter Hallberg. Kristín og Peter eignuðust engin börn. Mynd Kristínar geymist björt og hlý. Hún var ávallt glöð og hress og reiðubúin að miðla gleði og bjartsýni. En eflaust hefur hún átt sínar sorgir og sín vandamál. Ég hafði það á tilfinningunni, að nautn hennar í lífinu væri að gleðja aðra, létta sorgir þeirra og áhyggjur. Hún var eins og sólar- geisli öllum, sem henni kynntust, sannfærð um að aðeins það góða myndi sigra. Kristín átti tvær systur og tvo bræður. Er nú aðeins elsti bróðir- inn á lífi, Gunnar bóndi á Dagverð- areyri. Hin létust öll langt um aldur fram, en minningin um þessi gáfuðu og glæsilegu systkini lifir hjá þeim, sem þeim kynntust. Með söknuði og þakklæti minnist ég Kristínar og þakka forsjóninni, að ég skyldi fá að kynnast henni. I huga mér kemur kafli úr sálu- messu eftir Mozart (258) „Bene- diktus qui venit in nomine dom- ine“, blessaður sé sá, sem kemur í Drottins nafni. Tónarnir eru svo hreinir og fagrir og gefa innri frið. Samúð til eftirlifandi ættingja. Björn Guðbrandsson Á hverjum degi, ár eftir ár, sjáum við í tilkynningum blaða eða heyrum í útvarpi nöfn þeirra, sem kvatt hafa að eilífu, horfið af sviði jarðlífsins. Við lesum tilkynning- arnar eða hlustum á þær með vissri næmi og tilfinningu þó nöfn- in snerti ekki, að öðru leyti, strengi í brjóstum okkar. Einstaklingur, karl eða kona, sem við þekkjum ekki, hefur kvatt. Skuggi saknaðar hverfur jafnharðan og hann bar fyrir. Hér fer þó oft á annan veg. Við horfum sem vegvillt og ráð- þrota á nafn sem við þekkjum og í huganum birtist mynd, sem er okkur kær. Við þekkjum þann, sem horfinn er. Ekkert fær þessu breytt, skilnaðurinn er staðreynd. Bros, hlýtt handtak, þakkir, góðar óskir, allt er þetta að ósi stemmt. Eða er þetta rétt? Minningarnar lifa, löngu liðnir tímar og atvik tengjast í hugskoti okkar einstakl- ingnum, vininum, sem horfinn er. Frétt um lát Kristínar Krist- jánsdóttur, efnaverkfræðings, vakti í mínum huga tilfinningar Sjá bls. 77 RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR DÓRA SÉROGSIGRAR Sjöunda bókin í sagnaflokknum um Dóru og vini hennar. Dóra fæst við danskennslu í Reykjavík en auðugir vinir Kára hafa boðið honum i ævintýralega ferð til Afríku og Austurlanda. Dóra fréttir litið af honum og veit ekki hvert samband þeirra raunverulega er. Hún tekur þátt í lífi unga fólksins og margir óvæntir atburðir gerast. Eins og fyrri bækur þessa höfundar er Dóra sér og sigrar grípandi frá- sögn af lífi ungs fólks og þjóðfélagi á umrótatímum. HMÍft Ný bók um félagana fimm, systkynin þrjú, frænku þeirra og hundinn góða, Tomma. Spennandi og ævintýraleg saga með sömu söguhetjum og í fyrri bókum þessa vinsæla bókaflokks. Höfundurinn, Enid Blyton, hefur meðÆvintýra- bókunum, Dularfullubókunum og sögunum um félagana fimm sannað að hún kann flestum betur að skrifa bækur sem börn og unglingar kunna að meta. ANKE PE VRIES LEYNDARDÓMAR FORTÍÐARINNAR Áður hefur komið út á islensku eftir sama höfund Leyndar- dómar gistihússins sem seldist upp á örskömmum tíma. Leyndardómar fortíðarinnar fjallar um 18 ára gamlan pilt sem tekur að sér að gera upp gamalt hús er staðið hefur autt árum saman. En hann verður þess brátt áskynja að í húsinu hafa gerst dularfullir atburðir og þegar hann reynir að grafast fyrir um þá verður fátt um svör. íbúar þorpsins vita meira en þeir vilja láta uppi og þeir bregðast illa við spurningum Marks. Uóla- kjötiö * & Lambaskrokkar niöursagaö 70 kr./kg Ný lambalæri 70 kr./kg Nýr lambalæri ivyi lamuciic 1205 70 kr./kg Nýr lambabógur 70 kr./kg m Lambaframhryggur 9 00 kr./kg Lambakótilettur ■ kr./kg Lambalærisneiðar 50 A kr./kg Lambagrillsneiöar -°° kr./kg ** Lambagrillkótilettur 60 kr./kg 4 Lambaslög. -°° kr./kg Úrb. ný lambalæri fik 340.“ kr./kg Úrb. ný fyllt lambalæri kr./kg i 345.“ Úrb. nýr lambahryggur ^00 kr./kg BEp, Úrb. nýrfyllturl.hryggur 00 r ._ Urb. nyr frampartur áíái oo 0U kr./kg kr./kg *Úrb. fylltur frampartur 290.00 kr./kg Sambands-hangilæri stór m20 kr./kg f ex Hangilæri frá okkur -°° kr./kg * W Urb. Sambands-hangilæri ®. 490.00 kr./kg A Úrb. hangilæri frá okkur 440-00 kr./kg Sambands-hangiframp. .°° kr./kg Hangiframp. frá okkur "199 - °° kr./kg Úrb. Sambands- gW hangiframp. X. 300.” kr./kg Úrb. hangiframp ^ fráokkur A 355.“ kr./kg London-lamb 00 kr./kg 4 Laugalæk 2. s. 686511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.