Morgunblaðið - 08.12.1985, Síða 79
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. DESEMBER1985
79
aíðari ár og haldið að þar biði sín
l>etri tíð. Borgaryfirvöld hafa ekki
haft undan að útvega þessu fólki
kak yfir höfuðið og þótt ötullega
sé unnið þenst borgin út á meiri
hfaða en svo að við verði ráðið.
Annað sem ég hafði ekki búist
v>ð var mengunin. Borgin liggur
að vísu uppi á sléttunni, en fjöll á
Þrjár hliðar, svo að mengunin nær
el{ki að komast upp úr skýjunum
liggur eins og farg yfir borginni.
0l>ugnanlegt fannst mér það.
Á leiðinni í rútunni til Ankara
hafði heilnæmt fjallaloft, þegar
>>PP á hásléttuna kom, verið kær-
k°min breyting frá menguðu lofti
ístanbul. Leiðin er falleg og einatt
stórbrotin og litbrigðin í hömrum,
klettaveggjum og þéttum skógum
{>reint ótrúleg. Og lítil þorp og
b®ir með stuttu millibili. Eg hafði
verið að skrifa niður hjá mér
b*jarnöfnin til að geta áttað mig
á hvaða leið við hefðum farið. Mér
bótti Tyrkir ekki ýkja hugmynda-
r*kir J nafngiftum framan af, en
hegar ég var búin að skrifa sam-
vizkusamlega niður hjá mér eftir
aö hafa farið í gegnum þrjá bæi,
fð þeir hétu Sehir Mercezi, rann
°ks upp fyrir mér það greindar-
‘ega ljós að þessi orð væru ekki
Frá miðborg Ankara. Á miðri mynd enn eitt minnismerki um Ataturk.
heitin á bæjunum, heldur þýddu
hreinlega miðbær.
Samferðamenn mínir í rútunni
voru hinir elskulegustu í viðmóti.
Enginn þeirra talaði stakt orð í
ensku og þar sem kunnátta mín í
tyrknesku er svo sem nánast engin
voru samræður kostulegar. Ég tók
það ráð að svara þeim á íslensku
og fór vel á með okkur. Þegar
stoppað var til að fá sér hressingu,
brást ekki að tebolla væri skellt á
borðið hjá mér og ekki við það
komandi að ég borgaði. Stundum
komu þeir með epli, hnetur eða
rúsínur á leiðinni og ég hafði nóg
að gera að innbyrða allt þetta
ágæta sælgæti. Tyrkir eru enda
afar miklir höfðingjar og gestrisni
þeirra áreiðanlega lítil takmörk
sett.
Víða var fólk úti á ökrum að
vinna, eftir því sem sunnar dró
urðu verkfæri frumstæðari, uxi
með tréplóg var mjög algeng sjón
þar sem var verið að vinna á ökr-
sjá ekki ólíkt búsúkí en aðeins með
tveimur strengjum. Annað er
zurma, blásturshljóðfæri og davul
er ásláttarhljóðfæri. Textinn
skiptir miklu máli í lögunum, er
mér sagt, mikið er sungið um ást-
ina og angurværðina, söknuðinn
og tregann. En einnig ástina til
föðurlandsins og því lýst að allt
vilji menn gera til að vinna ætt-
landi sínu það gagn sem þeir mega.
ímynd Tyrkja hefur í bland
verið neikvæð út á við. Að mínu
viti er það óverðskuldað, því að
þrátt fyrir heita skapsmuni og
langrækni þegar sóma ættar og
fjölskyldu er misboðið, eru þeir
metnaðarfullir fyrir hönd lands
og þjóðar. Gestrisni þeirra verður
ekki til neins jafnað og hjálpsemi
og hlýr hugur sem birtist í ýmsum
myndum — stundum ekki stór-
brotnum, en mjögeftirminnilegum
— hlýtur að vekja gleði gesta og
gangandi í þessu fallega landi.
Jóhanna Kristjónsdóttir
- þaö er deginum Ijósara
Láttu Ijós þitt skína
GENERAL ELECTRIC COMPANY í BRETLANDI, einn stærsti
framleiðandi Ijósa og Ijósabúnaöar í heiminum, hefur lýst leiðina
allt frá því aö rafljósið var fundið upp. Framleiðsla GEC veitir
birtu yfir líf fólks um vfða veröld. Þar á meðal eru EXTRALITE
HEIMILISPERURNAR MEÐ TVÍVÖFÐUM GLÓÐARPRÆÐI,
SEM GEFUR MEIRI BIRTU. AUK PESS STERKAR OG END-
INGARGÓÐAR
EXTRALITE HEIMILISPERURNAR FRÁ GEC eru til í öllum
stærðum. 25W í bleikum pökkum, 40W í fjólubláum, 60W í
grænum, 75W í rauðum og 100W í bláum pökkum.
EXTRALITE PERURNAR FRÁ GEC
eru sérhannaöar til heimilisnota.
SEGULL HF.
Eyjaslóð 7, Reykjavík