Morgunblaðið - 08.12.1985, Síða 80

Morgunblaðið - 08.12.1985, Síða 80
HLEKKURIHBMSKHUU SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1985 munk) triilofunarhringa litmvndalistann fffl) (gjull Sc á?tlfur| Laugavegi 35 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Firmaskrá: Rás 1, Rás J2, Rás 3... í SÍÐASTA tölublaði Lögbirtinga- blaðsins birtust tilkynningar til firmaskrár Reykjavíkur um að Örn Johnson reki í Reykjavík einkafyrir- tæki undir nöfnunum Rás 1, Rás 2, Rás 3, Rás 4 o.s.frv. upp í Rás 10 og einnig Rás 12. Tilgangur þessara félaga er sagður rekstur útvarps- og sjónvarpsstöðva. Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið, að það orkaði ekki tvímælis að Ríkisútvarpið myndi halda áfram að kynna dagskrá sína undir nófnunum Rás 1 og Rás 2. „Ég fæ ekki séð að svona skráning fái því breytt" sagði hann. „Við hefðum r -aM^etað farið af stað og skráð allan talnaskalann, en mér finnst það út í hött. Það hlýtur að vera Pósts og síma og útvarpsréttarnefndar að ráðstafa þessum rásum. Þetta eru tækniorð og þessir aðilar hljóta að verða að ákveða í fram- tíðinni hver sendir út á hvaða rás. Það er því hvorki Ríkisútvarpsins, né annarra að tryggja sér slíkt með skráningu þessara orða í firmaskrá," sagði Markús örn Antonsson. .Lögbirtingablaðið birti fyrir ^hokkru tilkynningu um að Útvarp Reykjavík sf. óskaðist afmáð úr firmaskrá, en Ríkisútvarpið hafði hafið málsókn á hendur felaginu og krafðist þess að það yrði afmáð úr firmaskránni. Morgu n blaðið/Bj am i Jólasveinarnir koma Jólasveinarnir eru komnir til Reykjavíkur. Klukkan hálffjögur í dag verður á Austurvelli kveikt á Ijósum jólatrésins frá Oslóborg og eftir það koma Askasleikir og félagar fram á þaki Kökuhússins við Austurvöll. Markús Sigurbjömsson skiptaráðandi þrotabús Hafskips: Rannsóknin verður bæði þung og löng MARKÚS Sigurbjömsson sem skipaður hefur verið skiptaráðandi þrotabús Hafskips hf. ásamt Ragn- Skíðabáturinn sem verður í ferðum frá Akureyri í Hrísey og Grímsey næsta sumar. Nýjung í ferðamannaþjónustu frá Akureyri: Skíðabátur í áætlunarferðum til Hríseyjar og Grímseyjar SKÍÐABÁTUR verður í áætlunarferðum á leiðinni Akureyri-Hrísey og Akureyri-Grímsey á sumri komanda. Báturinn tekur 120 farþega í sæti. Það tekur hann 40 mínútur að sigla til Hríseyjar en sigling frá Akureyri í Gríms- ey tekur eina klukkustund og 45 mínútur með skíðabátnum. Báturinn gengur 30 mflur fullhlaðinn. „Við náum í bátinn til Gdynia í Póllandi í maí og hefjum áætlun- arsiglingar skömmu fyrir mánaða- mótin maí-júní,“ sagði Haukur Snorrason, annar eigenda bátsins, samtali við Morgunblaðið. Hauk- ur sagði að fimm ferðir yrðu í viku í Grímsey en á hverjum degi til Hríseyjar og síðan yrði hægt að leigja bátinn í sérstakar ferðir. Áætlun stendur frá 25. maí til 31. ágúst. Að sögn Hauks hefur nú um þriðjungur þess mannfjölda, sem -^arf til að ferðir bátsins standi undir sér, pantað far með honum næsta sumar. „Perðaskrifstofa Akureyrar hefur verið dugleg við að kynna þetta fyrir okkur og bæklingi frá skrifstofunni hefur verið dreift um allan heim. Og það hefur mikið verið spurt um bátinn — sérstaklega að utan.“ Haukur sagði nokkuð langt síð- an þessi hugmynd hefði kviknað. Örn bróðir sinn, sem er meðeig- andi að ferjunni, hefði mikla reynslu af skipum af þessu tagi og hefði m.a. starfað á einum slík- um á siglingaleiðinni Malmö- Kaupmannahöfn — en Örn verður skipstjóri á þessum bát. „Við vor- um lengi búnir að leita að heppi- legum bát en í Vestur-Evrópu fengust þeir ekki keyptir nema fyrir óheyrilega háar upphæðir, og einnig var mjög dýrt að leigja báta þaðan. Það var ekki fyrr en við hófum leit fyrir austan járn- tjald að við fundum það sem við leituðum að. Við gerðum kaup- leigusamning við Pólverjana. Gát- um ekki leigt bátinn nema með pólskri áhöfn og það kom aldrei til greina — því kaupum því bát- inn.“ Báturinn var byggður árið 1979 og hefur verið í siglingum milli pólskra hafna við Eystrasalt. Ekki vildi Haukur gefa upp kaupverð þeirra bræðra á bátnum en sagði sambærilega báta kosta milli 450 til 500 þúsund dollara (um 17,6 til 20,7 milljónir íslenskra króna). „En við vorum mjög heppnir," bætti Haukur við. ari Hall, telur að útilokað sé á þessu stigi að segja til um það hversu langan tíma rannsókn skiptaráðanda muni taka. „í þessu tilviki má ætla að rannsóknin verði venju fremur þung og löng,“ sagði Markús, en hann taldi að ákvörðun um það hvort tilboði Eimskips í eigur Hafskips verður tekið, lægi fljótlega fyrir. „Það hafa verið skipaðir þrír bússtjórar til bráðabirgða, þeir Viðar Már Matthíasson, Jóhann Níelsson og Gestur Jónsson og þeirra hlutverk er að vinna að því að koma eignum í verð,“ sagði Markús. Hann sagði að skiptaráð- endur og bússtjórar myndu nú reyna að gera úttekt á því hverjar eignir eru í þrotabúinu og gera sér grein fyrir því hvaða hlutir væru mest aðkallandi. „Það þarf að taka ákvarðanir um hvert framhald verður á starf- seminni, hvaða fólk þarf að vera áfram í vinnu og þar fram eftir götum," sagði Markús. Markús var spurður hvenær það myndi liggja fyrir, hvort skipta- ráðandi tekur tilboði Eimskips, en það gildir aðeins til 11. desember: „Við erum að fara í það að ræða við Eimskip. Ef þeir eru eins samningsliprir og við, þá hlýtur þetta að taka fljótt af,“ sagði Markús. Markús sagði að það yrði að liggja fyrir hvort tilboði Eim- skips yrði tekið, áður en bússtjórar færu að reyna að koma eigum þrotabúsins í verð, þar sem til- boðið næði til allra áþreifanlegra eigna búsins. Markús var spurður hvað hann teldi að margir starfsmenn Haf- skips myndu starfa hjá þrota- búinu, á meðan búið væri gert upp: „Það er mjög erfitt að segja til um það,“ sagði Markús, „þetta er spurning um það, ef samningar takast við Eimskip, hvort að Eimskip yfirtæki þá einhvern hluta starfseminnar, sem annars ætti að vinnast af þeim. Ég nefni sem dæmi vöruafgreiðslu og þess háttar." Markús sagði að bússtjórar og skiptaráðandi myndu vinna i þessu máli yfir alla helgina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.