Morgunblaðið - 21.12.1985, Page 2

Morgunblaðið - 21.12.1985, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 Hæstiréttur: Myndbandsspól- ur eftirtökur og máli vfsað frá H/ESTIRÉTTUR hcTur vísað frá máli, þar sem deilt var um 240 mynd- bandsspólur og krafist skaðabóta fyrir meintar vanefndir á samningi um kaup á þeim. I Ijós kom að spólurnar voru eftirtökur en ekki frumgerðir. I'ar sem stefnda tókst ekki að sanna að hann hefði haft heimild frá eigend- um höfundarréttar að frumgerðum kvikmyndanna til að ráðstafa mynd- bandsspólunum og selja var málinu visað frá og héraðsdómur ómerktur. Málavextir eru þeir, að í tengsl- um við sölu myndbandaleigu í Keflavík í apríl 1982 var gerður samningur um afhendingu 240 til- tekinna myndbandsspóla fyrir árs- lok sama ár og voru þær í vörslu þriðja aðila. Til staðfestingar skil- vísri afhendingu, lét seljandi af hendi tryggingarvíxil að upphæð liðlega 127 þúsund krónur og var kaupendum heimilt að krefjast greiðslu hans ef spólurnar yrðu ekki afhentar fyrir árslok. Á tilskildum tíma var kaupend- um tilkynnt, að spólurnar væru tilbúnar til afhendingar gegn framsali víxilsins. Deilur risu upp og neituðu kaupendur að taka við spólununum, þar sem þeir töldu þær ekki í samræmi við samning. í framhaldi af því var víxillinn settur í innheimtu. Seljandi taldi sig hafa staðið við samning í hvívetna og á sér brotið og höfðaði skaðabótamál á hendur kaupendunum og krafðist greiðsiu tæplega 230 þúsund króna í skaða- bætur. f undirrétti var fallist á kröfur seljanda og honum dæmdar tæplega 230 þúsund krónur i skaðabætur auk vaxta. Dómurinn var ómerktur í Hæstarétti og málinu vísað frá héraðsdómi ex officio og hvor aðili um sig dæmdur til að bera kostnað af málinu. Dóm Hæstaréttar kváðu upp Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Skaftason og Magnús Thoroddsen. Uppboði á Má frestað í gær — skipið stendur nánast í skilum við Fiskveiða- sjóð sem hefur fallið frá kröfu um uppboðið FISKVEIÐASJÖÐUR hefur nú falL ió frá kröfu sinni um uppboð á tog- aranum Má frá Olafsvík og var síó- ara uppboð á skipinu, sem vera átti í gær, frestað um tvo mánuði með samkomulagi málsaðilja. Togarinn stendur nú nánast í skilum við Fisk- veiðasjóð og vonast heimamenn til að halda skipinu. Togarinn Már var á fyrra upp- boði 15. október síðastliðinn sleg- Gamall maður fyrir bifreið á Kleppsvegi FULLORÐINN maður slasaðist al- varlega, þegar hann varð fyrir bifreið á Kleppsvegi laust fyrir klukkan tíu á fimmtudagsmorguninn. Maðurinn, sem er 79 ára gamall, fótbrotnaði illa og hlaut höfuð- áverka. Hann var á merktri gang- braut á leið yfir Kleppsveginn þegar hann varð fyrir bifreið, sem ekið var í vesturátt. Gamli maðurinn var fluttur í slysadeild Borgarspítalans til að- gerðar. inn ríkisábyrgöasjóði á 110 millj- ónir króna. Fiskveiðasjóður bauð þá 106 milljónir i skipið og Lands- bankinn 107. Þá námu skuldir skipsins við Fiskveiðasjóð 105 milljónum á fyrsta veðrétti, 73 milljónum við ríkisábyrgðasjóð á öðrum veðrétti og 80 milljónum við Landsbankann með sjálfs- skuldaábyrgð hluthafa. Skipið hefur siglt með afla sinn síðan i haust og sett tvö sölumet. Með þessu hefur fengizt mun meira fyrir aflann en ella og með þeim hætti verið unnt að lagfæra skuldastöðuna verulega. Samkvæmt heimildum Morgun- blaösins voru í gær mættir ein- hverjir aðilar, sem hugðust bjóða i skipið og virðist víða áhugi á skipakaupum um þessar mundir samanber fjölda tilboða í skipin Helga S og Kolbeinsey. mak* MOROUNBLAOS I HS JóUlesbók Morgunblsðsins verður borin út á sunnudag og mánudag. Mikil aukning greiðslukorta: Vetrarsólstöður VETRARSÓLSTÖÐUR eru í dag og stystur sólar- gangur á árinu. Nú tekur daginn að lengja á ný og brátt er svartasU skammdegið að baki. Senn gengur jólahátíðin í garð og vetrardrunga. MorKunblaðiö/OI.K.M. þá gleyma flestir myrkri og Nú rætt um sameiningu NT og Aiþýðublaðsins NT aftur alfarið í höndum Framsóknarflokksins MÖGULEIKINN á samruna Þjóðviljans, NT og Alþýðublaðsins, er ekki lengur fyrir bendi, eftir að andstaða starfsmanna Þjóðviljans við slíkan samruna varð opinber. Er nú til skoðunar hjá forsvarsmönnum Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks bvort samruni þessara blaða, auk samstarfs við Þjóðviljann á sviði prentunar, geti verið fýsilegur kostur. Fundur verður með þessum aðilum föstudaginn milli jóla og nýárs. „Það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að hanga ekki lengi yfir þessu og þær breytingar sem ákveðnar verða, taka gildi frá áramótum sagði Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins í samtali við Morgunblaðið. Steingrímur sagði að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um samstarf við Alþýöuflokkinn, en slíkt samstarf kæmi i sínum huga vel til greina. Hvort NT yrði látinn heita Tíminn frá áramótum sagði hann óráðið en ljóst væri að endur- skipulagt málgagn Framsóknar- flokksins myndi koma út frá þeim tíma. „Það liggur ljóst fyrir að til- raunin til þess að gera NT að stóru, víðlesnu blaði hefur mistekist, og því er þörf á endurskipulagningu. Auk þess hefur Framsóknarflokk- urinn þurft að leggja fram miklu meira fé í rekstur blaðsins, en svar- ar til hlutafjáreignar flokksins, þannig að það liggur nú fyrir að blaðið er að meira eða minna leyti komið á herðar flokksins á nýjan leik,“ sagði Steingrímur. Steingrímur sagði að það lægi ekki ljóst fyrir nú hversu mikið fé flokkurinn hefði þurft að leggja fram, en það væri verulegt. Fram- sóknarflokkurinn hefur þurft að veðsetja húseign sína við Rauðarár- stíg að verulegu leyti, en Steingrím- ur sagði engin áform um það í flokknum að selja húseignina. Helgi Pétursson, ritstjóri NT, og Guðmundur Karlsson, fram- kvæmdastjóri, vörðust allra frétta þegar Morgunblaðið leitaði til þeirra í gær. „Ég vil ekkert segja um það hvað stendur til að gera, en hitt er augljóst að eitthvað verð- ur að gera. Ég tók við starfi ritstjóra fyrir hálfu ári og hef verið að moka flórinn síðan. En það gengur hægt á hauginn, enda hafði sóun á fjár- munum verið slik að skuldirnar voru orðnar illviðráðanlegar," sagði Helgi Pétursson. Heildarupphæð á einni viku nem- ur hundruðum milljóna króna VIÐSKIPTI með greiðslukortum hafa aukist mjög undanfarna daga, frá 18. desember þegar nýtt greiðsiukorta- tímabi) hófst og er talið að upphæð þessara viðskipta þessa vikuna muni nema hundruðum milljóna króna. Þetta kom meðal annars fram í laus- legri könnun sem Morgunblaðið gerði í verslunum í borginni. 1 flestum tilfellum hafði notkun greiðslukorta aukist um allt að helming frá því á miðvikudaginn, 18. desember, og var búist við að það hlutfall myndi enn hækka eftir laugardaginn og Þorláksmessu. í helstu stórverslunum í borginni var áætlað að greiðslukortaviðskiptin síðustu viku fyrir jól myndu nema tugum milljóna á hverjum stað og bar mönnum saman um að í heild myndi upphæðin nema hundruðum milljóna króna. Mikil ásókn hefur verið í ný greiðslukort hjá Visa tsland og Kreditkortum sf. undanfarna daga. Einar S. Einarsson hjá Visa ísland sagði að greiðslukortaþjónustan virkaði mjög örvandi á alla verslun, þannig að jafnvel þótt kaupmenn þyrftu að gefa greiðslufrest í þess- um viðskiptum þá væri ljóst, að þessi þjónusta gerði fólki kleift að versla meira og kaupa vandaðri vöru en ella. Það hefði sýnt sig, að sú væri reynsian af greiðslukortaþjón- ustunni. Guðmundur Karlsson var spurður hvort nafnbreyting væri á döfinni, minnkun blaðsins og uppsögn starfsmanna í tengslum við það. „Málin hafa verið rædd frá ýmsum sjónarhornum, en mér vitanlega hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir í þessa átt,“ svaraði hann. Hann sagði hins vegar að umræður í fjölmiðlum um slæma fjárhagsstöðu NT hefði þegar komið fram í minni áhuga á að auglýsa í blaðinu. Sjá ennfremur hugmynd að samstarfsgrundvelli vinstri blaðanna á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.