Morgunblaðið - 21.12.1985, Side 18

Morgunblaðið - 21.12.1985, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 fT)BORGARBLÓMÍÐ VaG7SKlPHOLTi 35 SÍMÍ 3Z2I3 Ljósm. Einar Hannesson 1982. VeiðisUðurinn Hrafnhylur í Alftá, fast neðan við gamla brúarstcðið hjá bænum Brúarlandi. Fjær sést félagsheimilið Lyngbrekka. ÁLFTÁ ÁMÝRUM Einar Hannesson 1982. — eftir Einar Hannesson Álftá er í hópi minni laxveiði- áa í landinu. Eigi að síður hefur hún vakið athygli stangveiði- manna fyrir óvenjulegan stöðug- leika í veiði og aukningu, á meðan flestar laxveiðiár lentu í veiði- lægðinni á seinustu árum, eins og dæmin sanna. Hún hefur þannig komið skemmtilega á óvart. Árlegt meðaltal veiði í Álftá á árunum 1973-79 var 263 stangveiddir laxar, auk sjóbirt- ingsveiðarinnar. Hins vegar hef- ur árlegt meðaltal seinustu fimm árin, 1980-84, verið 336 laxar. Er aukning því um 27%. Á þessu er auðvitað sú skýring, að unnið hefur verið að fiskirækt i Álftá. Þá má einnig nefna í þessu sambandi, að mestur hluti árinn- ar er innan við 70 metra hæð yfir sjó. Þá er Álftá sambland af lindá og dragá. Ós Álftár í sjó er skammt utar en býlið Álftárós, sem er um 18 km vestur frá Borgarnesi. Efstu drög að ánni eru inn á Hraundal í um 30 km frá sjó, en áin sjálf á upptök í jaðri Álftárhrauns, skammt frá býlinu Álftá. Um 6 km frá upptökum fellur í Álftá áin Veitá, sem á efstu drög inn á Hraundal, sem fyrr greinir. Eftir Veitá kemst sjógenginn fiskur um 10 km vegalengd eða nokkru ofar en Hraundalsrétt hjá Syðri-Hraundal. Sjógenginn fiskur kemst því um 30 km leið eftir ánum. Vatnasvið Álftár í sjávarósi er 118 km2. Netaveiði hætt Þegar veiðifélagið var stofnað um ána 1971, hafði lengst af verið stunduð netaveiði í Álftá, eins og í öðrum laxveiðiám í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Horfið var alveg frá netaveiði 1973 og eingöngu veitt eftir það á stöng. Um 40 ára skeið hafði verið stunduð reglulega stangveiði .í efra hluta Álftár, en netaveiði eins og áður segir á neðri hluta hennar. Það var Sigurður Guð- brandsson (1902-1984) mjólkur- bússtjóri í Borgarnesi, en hann var ættaður frá Hrafnkelsstöð- um, sem lengst hafði stundað stangveiði í ánni, því hann byrj- aði að veiða þar sem ungur drengur. En árið 1934 var efri hluti árinnar leigður til fimm ára og þá hefst fyrst reglubundin stangveiði í ánni, sem fyrr segir, enda þótt að Sigurður hafi stund- að þar veiði áður og ýmsir aðrir veiðimenn hafa bleytt færi í ánni. Að fimm árunum liðnum var samningur um stangveiði í ánni framlengdur. Má því segja, að áin hafi verið leigð að hluta til stangveiði frá 1934 og síðar öll frá 1973 og til þessa dags. Hindrun rutt úr vegi Eins og fyrr greinir, var stofn- að veiðifélag um ána 1971 og stóðu aö því jarðir, sem land eiga að öllu svæðinu, enda þótt að við stofnun félagsins hafi ekki verið laxgengt um ána nema að Ker- fossi, sem er í 10 km fjarlægð frá sjávarósi. Þetta var gert í þeim tilgangi að opna laxi leið upp á efri hluta svæðisins og koma því öllu í ræktun. Enda fór það svo, að Kerfoss var sprengd- ur, eins og það er kallað, þegar hindrun er rutt úr vegi í straum- vatni og ekki gerður fiskvegur. Þetta var framkvæmt 1973 og Veiðistaðurinn Verpi í Álftá á Mýrum. tveimur árum síðar var farvegur Álftár í neðsta hluta svæðisins lagfærður til að auðvelda laxi göngu upp ána. 12 jaröir eiga aöild að ánni Aðild að félaginu eiga eftir- taldar jarðir: Arnarstapi, Álftá, Álftárbakki, Álftárós, Álftár- tunga, Ánastaðir, Brúarland, Hamraendar, Hrafnkelsstaðir, Hundastapi, Syðri-Hraundalur og Þverholt. Helmingur jarð- anna er í Álftaneshreppi og hinn hlutinn í Hraunhreppi. Fyrsti formaður veiðifélagsins var Magnús Guðmundsson, Hunda- stapa, og aðrir í stjórn Brynjúlf- ur Eiríksson, Brúarlandi, og Ingólfur Guöbrandsson, Hrafn- kelsstöðum. Magnús var formað- ur frá 1971 og til 1975, en þá tók við formennsku Brynjúlfur Ei- ríksson, Brúarlandi, en er hann lést varð Páll Þorsteinsson, Álft- ártungu, formaður 1976 og hefur gegnt því starfi síðan. Gönguseiöi af laxi Við ræktun árinnar hafa nær eingöngu verið notuð gönguseiði af laxi, sem t.d. voru höfð í sér- stakri eldisþró og fóðruð um tíma og þannig aðlöguð aðstæðum. Var notaður í þessu skyni um- búnaður aflagðrar heimilisraf- stöðvar í Álftártungu. VeiÖiIeyfasala í höndum félagsins Veiðifélagið leigði um árabil ána út í einu lagi, en fyrir nokkr- um árum tók það sjálft í sínar hendur sölu veiðileyfa. Um 50 veiðistaðir eru í ánni, en mis- gjöfulir, eins og eðlilegt er. Veiði- mannahús er við ána, skammt frá Kerfossi. Auðvelt er að komast að veiðistöðum í Álftá. Tvær stengur hafa verið notaðar þar í sumar að þeim var fjölgað íþrjár. Tekjur og skipting þeirra Tekjur af veiði hafa verið góð- ar og námu jiær 900 þús. kr. á árinu 1984. I arðskrá félagsins kemur fram hlutdeild hverrar jarðar í veiði eða tekjum af henni. Við gerð arðskrár skal taka tillit til landlengdar jarðar að veiðivatni, hrygningar- og uppeldisskilyrða og veiðiaðstöðu, hvort heldur sem er gagnvart neti eða stöng. í lögum er ekki tilgreint hversu háa hundraðs- tölu hvert fyrrgreindra atriða, sem taka skal tillit til, skuii fá við niðurjöfnun arðs. Um slíkt gildir samkomulag aðila eða mat, ef ekki næst samkomulag. Til fróðleiks má geta þess, að í arðskrá Álftár eru 1.000 eining- ar, en jarðir 12 sem fyrr greinir og hver hlutur einstakra jarða frá 8 einingum í 230 einingar. Meðaltal eininga á hverja jörð innan félagsins er því 83 eining- ar. Eru sex jarðanna með 83 einingar eða fleiri. Gert er ráð fyrir að endurskoða megi arðskrá á átta ára fresti. Páll Þorsteinsson formaður í stjórn veiðifélags Álftár eru: Páll Þorsteinsson, Álftártungu, formaður, Guðbrandur Brynj- úlfsson, Brúarlandi og Halldór Gunnarsson, Þverholtum. Heimildir: Orkustofnun, vatnamælingar, Veiðimálstofnun: birt og óbirt cfni. Höíundur er fulltrúi hjá Veiði- miiastofnun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.