Morgunblaðið - 21.12.1985, Síða 26

Morgunblaðið - 21.12.1985, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 5kíóa- kynning Halldór Matthíasson leiðbeinir viðskiptavinum okkar um val á skíðabúnaði í versluninni í dag M kl. 14—18 AA FI5CHER TYROLIA DÁCHSTEIN . .. ■ ' —.. adidas TOPPmerkin í íkíðavörum öftíðd CfaUfandöyoupi ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FALKINN 105 REYKJAVÍK SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI 91-84670 Nýi álsamningurinn: Auknar skattatekjur íslenska ríkisins — eftir Gunnar G. Schram Samningurinn um breytingar á skattgreiðslum álbrsðslunnar i Straumsvík mun væntanlega hljóta samþykki Alþingis fyrir jólaleyn. Það er þess vegna tímabært að þeirri spurningu sé svarað hver hagurinn sé af þessum samningi fyrir íslenska ríkið. Þrjár mikilvægar breytingar í stuttu máli má segja að hags- bæturnar, sem hinn nýi samningur hefur í för með sér, séu þríþættar. í fyrsta lagi eru gerðar skatt- stofnsbreytingar til hækkunar og mun því álbræðslan þurfa að greiða mun hærri skatta af fram- leiðslu sinni í ríkissjóð en hingað til hefur verið. í öðru lagi hefur verið tekið upp fast viðmiðunarverð á aðföngum verksmiðjunnar, súráli og raf- skautum, sem á að geta útilokað deilur í framtíðinni, þ.e. hækkun í hafi. Og í þriðja lagi hefur nú verið sett inn í samninginn ákvæði sem heimilar ríkisstjórninni að krefj- ast endurskoðunar á samningnum á fimm ára fresti. Það er mjög þýðingarmikið ákvæði, sem ekki var áður að finna í samningnum. Nýr skattstofn veldur auknum skattgreiðslum Lítum fyrst á hin nýju ákvæði um hækkun á skattgreiðslum ÍSAL. Að kröfu íslensku samn- inganefndarinnar féllust fulltrúar Alusuisse á breyttar reglur um afskriftir og vexti. Þær breytingar hafa það í för með sér að skattstofn ÍSAL hækkar að mun frá því sem áður var. Af því leiðir að skattar álbræðslunnar munu hækka í framtíðinni. Stefán Svavarsson löggiltur endurskoðandi hefur reiknað út hver hækkun skattstofns ál- bræðslunnar hefði verið síðustu fimm árin miðað við hinar nýju skattareglur, sem nú hefur verið samiðum. Hækkun skattstofns ÍSAL 1985 6.514 millj. dollarar 1984 8.767 — — 1983 13.818 — — 1982 12.952 — — 1981 6.081 — — 1980 10.596 — — Þá hefur einnig verið reiknað út af hálfu samningarnefndarinnar og lagt fram við umræður málsins á Alþingi hvaða áhrif þessar breyt- ingar á skattstofni ÍSAL hefðu haft á skattgreiðslur álbræðslunn- ar árin 1980—1984. Niðurstaðan er sú að ef hinar nýju skattareglur, sem nú hefur verið samið um, hefðu þá verið í gildi myndu skattgreiðslur ÍSAL hafa verið 38,4 % hærri en raun var á samkvæmt þeim skattareglum, sem til þessa hafa gilt. Sú upphæð nemur 3,3 milljónum dollara eða um 135 milljónum króna án vaxta. Af þessu sést glöggt hve hinar nýju skatta- og afskriftareglur eru miklum mun hagstæðari fyrir ís- lenska ríkið en þær reglur sem hingað til hafa gilt. Rétt er að undirstrika að hér er ekki um neina spádóma að ræða, heldur er þessi útreikningur byggður á raun- verulegri afkomu ÍSAL síðustu fimm árin. Liggur því ljóst fyrir hve auknar skatttekjur hinn nýi skattstofn, sem nú hefur verið samið um, myndi hafa gefið ríkis- sjóði. Hærri skattar á næstu árum Þessar nýju skattareglur munu einnig leiða til þess að skatt- greiðslur ÍSAL munu verða mun hærri í framtíðinni en þær hefðu orðið undir hinu eldra fyrirkomu- Gunnar G. Schram. „Þar kemur í Ijós aö hinn nýi skattasamning- ur gefur verulega aukn- ar skattatekjur í aöra hönd strax og álverðið verður 60 cent á pund miðað við fyrirliggjandi áætlanir um hagnað. Reiknað er með að á næstu árum muni verðið leika á bilinu 65—90 cent á pund, en að und- anförnu hefur álverðið verið nokkru lægra.“ lagi. Upphæð skattsins mun fara eftir hagnaði og afkomu fyrirtæk- isins og eðlilega fara vaxandi með hækkuðu álverði og auknum hagn- aði. Reiknað hefur verið út hverjar skatttekjurnar verða miðað við mismunandi álverð samkvæmt hinum gamla skattasamningi, sem gilt hefur, og hinum nýja sem nú hefur verið samið um. Er niður- staðan birt í töflu sem þessari grein fylgir. Þar kemur í ljós að hinn nýi skattasamningur gefur verulega auknar skattatekjur í aðra hönd strax og álverðið verður 6 cent á pund miðað við fyrirliggjandi áætlanir um hagnað. Reiknað er með að á næstu árum muni verðið leika á bilinu 65—90 cent á pund, en að undanförnu hefur álverðið verið nokkru lægra. Sé álverðið 65 cent er áætlað að hærri skattar sem nema 1,7 millj. dollara greiðist samkvæmt nýja samningnum en þeim gamla. Fara skattgreiðslurnar síðan stighækk- andi og er munurinn orinn 4,8 millj. dollara þegar álverðið er komið 19 cent. Jafnvel þótt álverð- ið hrapi, fari niður í 4 cent, verða skattgreiðslurnar aldrei lægri en samkvæmt núgildandi samningi. Þessar niðurstöður er að finna í fylgiskjölum með nefndarálitum iðnaðarnefndar neðri deildar. Þær sýna svart á hvítu hver ávinning- urinn er af hinum nýja skatta- samningi. Verulega auknar tekjur munu falla í hlut íslands, með hækkuðu álverði. I TILLÖGUM fjárveitinganefndar að fjárlögum fyrír áríð 1986, sem koma til þriðju umræðu á Alþingi í dag, er meðal annars lagt til að 5,5 milljónum króna verði varíð til að halda öryggismálanámskeið fyrir sjómenn. Sambönd og þing aðila í sjávar- útvegi hafa að undanförnu ítrekað hvatt til slíkrar þjálfunar. Upp- hafleg tillaga um slik námskeið er frá tíu þingmanna nefnd, öryggis- málanefnd sjómanna, sem hefur á Því miður báru menn ekki gæfu til að gera slíkan samning fyrir fimm árum. Þá væru skattgjöld ÍSAL 3,3 milljónum dollara hærri en þau urðu í reynd á þessu tíma- bili. Fast verð á áli, súr- áli og rafskautum Fram til þessa hafa þessi aðföng álbræðslunnar verið reiknuð til skatts á því verði sem gildir í viðskiptum óháðra aðila í heimin- um. Sá mælikvarði hefur leitt til deilna um hækkun í hafi og í ljós komið að torvelt er að sanna hvert hið raunverulega söluverð er. Nú hefur það náðst fram að samið er um fast verð innan þessa ramma á þessum aðföngum ál- bræðslunnar. Með því eru deilur um þessi atriði, líkar þeim sem staðið hafa í fortíðinni, útilokaðar og ekki hægt að lækka tekjur ál- bræðslunnar með því að selja henni aðföng á óeðlilega háu verði. Samkvæmt nýja samningnum er heimsmælikvarðaverð á áli skil- greint samkvæmt birtu heims- markaðsverði bæði austan hafs og vestan og verður allt ál sem ÍSAL selur til Alusuisse verðlagt til skatts samkvæmt því. Það súrál sem ÍSAL kaupir af Alusuisse verður síðan metið til skatts eftir ákveðnu vöruskipta- hlutfalli milli áls og súráls eða 8 á móti 1. Það tryggir að ekki er hægt að selja ISAL súrálið á óeðli- lega háu verði sem áhrif hefur á hagnað bræðslunnar og leiðir til lægri skatta. A sama hátt verður nú kostnað- arverð ÍSAL á rafskautum ákveðið til skatts samkvæmt samnings- bundnu verði milli ÍSAL og Alu- suisse og má það verð aldrei vera hærra en meðalverð það sem Alu- suisse selur rafskaut á til óskyldra aðila. Skal fyrirtæki óháðra lög- giltra endurskoðenda, sem aðgang hefur að bókum Alusuisse og það velur, staðfesta þetta meðalverð gagnvart ríkisstjórn íslands. Við umræður á þingi var því haldið fram að þetta ákvæði væri tilgangslaust þar sem ekki væri að treysta vottorði hins óháða endurskoðendafirma um meðal- verðið. Slíkt er ekki á rökum reist þar sem það vottorð er hluti af skattframtali ÍSAL á hverjum tíma og sætir því endurskoðun islensku rikisstjórnarinnar eins og öll önnur atriði í því framtali. GunnarG. Schram Skattar ÍSÁL samkv. nýja og gamla samningnum Álverð, cent á pund. 5055606570758090 . Skattur samkv. 1.71.7 2.1 3.4 4.7 6.2 7.711.1 ■ýjrnn samningi, millj. dollara Skattur samkv. 1.71.71.71.7 2.6 2.9 4.0 6.3 gomhnn samningi millj. dollara Mismunurá 000.41.72.13.33.74.8 (Heimild: Fylgiskjal með nefndaráliti 1. og 2. minnihluta iðnaðarnefndar neðri deildar Alþingis.) Höfuadur er einn af þingmönnum sjilfstæðisflokks tyrir Reykjanes- kjördæmi. liðlega einu ári sett fram ýmsar tillögur um úrbætur í öryggismál- um sjómanna. Þá verður og í dag lögð fram tillaga um fimm milljón króna fjárveitingu til að halda námskeið fyrir fiskvinnslufólk. Sjávarút- vegsráðuneytið hefur í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins nýver- ið skipulagt slík námskeið til að auka þekkingu og hæfni fisk- vinnslufólks í hinum ýmsu þáttum fiskvinnslunnar. 10,5 millj. kr. í námskeið fyrir fólk í sjávarútvegi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.