Morgunblaðið - 21.12.1985, Side 49

Morgunblaðið - 21.12.1985, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 Mikill jólapóstur en dreifíng gengur vel PÓSTDREIFING hefur gengið mjög vel undanfarna daga að sögn Björns Björnssonar póstmeistara í Reykjavík. Enginn póstur hefur safnast fyrir á pósthúsunum, m.a. vegna þess hve færð á vegum hef- ur verið góð og innanlandsflug gengið vel. Björn sagði að jólapósturinn væri heldur meiri nú en verið hefur undanfarin ár og sem dæmi um gífurlegt magn af bréf- um og bögglum má nefna að á þriðjudag og miðvikudag voru afgreidd samtals 100 tonn af pósti. Póstur frá útlöndum er einnig mjög mikill og er heldur seinni á ferðinni en venjulega. Fastráðið starfsfólk hjá póst- .inurn er 370, en í jólaösinni starfa 120—130 manns að auki við að lesa í sundur póstinn. Einnig hafa 200 skólabörn verið ráðin til þess að hjálpa til við að bera út póst. Unnið er á vöktum frá kl. 6 á morgnana til 21 eða 22 við að lesa í sundur póst, en á böggla- deildinni er unnið allan sólar- hringinn. Jólapóstur verður bor- inn út í dag, laugardag, á Þor- láksmessu og til hádegis á að- fangadag. Tvö fískiskip seldu erlendis TVÖ íslenzk fiskiskip seldu afla sinn í Englandi á fimmtudag og fengu verð í lægri kantinum. Fleiri skip selja ekki í Englandi til ára- móta, en eitt skip selur í Þýzkalandi 30. desember. Karlsefni RE seldi 235 lestir, mest þorsk í Grimsby á fimmtu- dag. Heildarverð var 9.140.900 krónur, meðalverð 38,95. Ýmir hf. seldi 110,2 lestir í Hull. Heildar- verð var 5.015.600 krónur, meðal- verð 45,51. Þann 30. þessa mánaðar selur Dagstjarnan frá Keflavík afla sinn í Cuxhaven í Þýzkalandi. Kaupir ríkið húsnæði Vörumarkaðarins í Ármúla?: Engin ákvörð- un tekin ennþá — segir Magnús Pétursson hagsýslustjóri „ÞAÐ HAFA ekki verið teknar neinar ákvarðanir um kaup á hús- næði Vörumarkaðarins við Ármúla, þaðan af síður að formleg verðtilboð hafi gengið á milli aðila. Áður en til slíks kemur þarf að liggja fyrir samþykki Alþingis á fjárveitingu til slíkra kaupa. Ákvörðun þingsins ætti að liggja fyrir á morgun og því geta menn farið að hugsa málið eft- ir helgina,“ sagði Magnús Péturs- son hagsýslustjóri, aðspurður hvort búið væri að ganga frá samningi milli ríkisins og eigenda Vörumark- aðarins um kaup ríkisins á hluta húsnæðisins undir starfsemi Rann- sóknastofu háskólans í veirufræði. Magnús sagði að undanfarnar vikur hefði farið fram athugun á því hvernig húsnæði Vörumarkað- arins nýttist undir margvíslega starfsemi i heilbrigðiskerfinu og væri þeirri athugun ekki lokið. Enn hefði þó ekkert komið fram sem benti til að húsnæðið hentaði illa. Rannsóknir á sýnum sem Breytingartillögiir Alþýðuflokksins við fjárlagafrumvarpið: Gera ráð fyrir að tekjur og gjöld ríkissjóðs hækki ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur lagt fram breytingartillögur við fjárlaga- frumvarp fyrir 1986 og voru tillögur þeirra kynntar á blaðamannafundi í gær. Samkvæmt þeim reður rektrar- afgangur ríkissjóðs 1200 milljónir króna og crlendar lántökur lækka um 1.674 milljónir króna. Þátt fyrir þetta er gert ráð fyrir að útgjöld ríkisins hækki um tæplega 1.830 milljónir króna. Á móti kemur hækkun tekna ríkis- sjóðs um 2.854 milljónir króna. Það voru Jóns Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins og Sig- hvatur Björgvinsson, varaþing- maður sem kynntu tillögurnar, sem að sögn þeirra miða að því að ríkisbúskapurinn verði halla- laus á næsta ári og að erlendar skuldir dragist saman. Alþýðuflokkurinn leggur til að tekjuskattur verði lækkaður um 740 milljónir króna, tollakerfið einfalædað og tollar lækkaðir, ásamt því sem vörugjald verði lækkað um á fjórða hundrað millj- óna króna. Þá leggja þeir alþýðu- flokksmenn til að undanþágum frá tekjuskatti verði fækkað og hluti þeirra tekna sem koma inn vegna þessa verði notaðar til að laekka söluskattshlutfallið úr 25% í 20% , en eftir standa um 2800 milljónir króna. Þá benda þeir á fækkun skatta, s.s. lestargjald, vitagjald, miðagjald, flugvallar- skatt. Á móti skattalækkunum vill Alþýðuflokkurinn leggja á stór- eignaskatt og við það hækka skatt- ar á félög um 577 milljónir króna, en á einstaklinga um 80 milljónir króna. Til að skera niður útgjöld ríkis- sjóðs vilja þingmenn Alþýðu- flokksins fækka ríkisstofnunum, og má þar nefna Húsameistara ríkisins, Bifreiðaeftirlit ríkisins, Laxeldisstöðina í Kollafirði, ýmis tilraunabú og -stofnanir, og ríkis- reknar matsstofnanir sjávaraf- urða og landbúnaðarafurða. Alþýðuflokkruinn bendir einnig á afnám útflutningsbóta, fjárfest- ingarstyrkja i landbúnaði. Og að Fiskifélag íslands og Búnaðarfé- lag verði fært frá ríkinu til at- vinnuveganna sjálfra. í tillögum Álþýðuflokksins er gert ráð fyrir að niðurgreiðslur fari beint til neytenda í gegnum Tryggingarstofnun ríkisins, sér- staklega til ungs fólks og barn- margra fjölskyldna. Þá er einnig gert ráð fyrir að fjárframlög ríkis- sjóðs til Byggingarsjóðs ríkisins og verkamanna verði auknar um 650 milljónir króna, til lífeyris- mála og sjúkratrygginga um 1.933 milljónir króna. Og að lokum má nefna að lagt er lagt til að Lána- sjóður íslenskra námsmanna verði ekki gert að taka lán heldur komi fjárveiting alfarið frá ríkissjjoði. Mikil sókn innlendra flytjenda á vinsældalista rasar 2: 8 íslenzk lög á list- anum — ekkert í fyrra INNLENDIR flytjendur hafa tekið nánast öll völd í dægurtónlistinni ef miðað er við vinsældalista rásar 2 þessa viku. Af tíu efstu lögum skipa þeir átta sæti, en á sama tíma í fyrra var ekkert íslenskt lag í hópi tíu efstu á vin- sældalista rásar 2. Nú er lagið „Hjáipum þeim“ I efsta sæti vinsældalistans. f fyrra var það „Last Christmas" með hljómsveitinni Wham. Morgunblaðið hafði samband við kæmu aðeins inn í þá útgáfu sem Steinar Berg ísleifsson, forstjóra Steina hf., og spurði hann álits á þessari miklu sókn íslenskra flytj- enda um þessar mundir. Steinar Berg sagði að sér virtist ástæðan vera sú, að mikil gróska hefði verið í íslenskri dægurtónlist að undan- förnu og margir aðilar hefðu ráðist í að gefa út plötu fyrir þessi jól. Hann sagði, að það hefði færst mjög í vöxt að flytjendur sjálfir gæfu út hljómplötur með eigin efni, en stærri hljómplötufyrirtækin dreifingaraðilar. Þetta hefði bæði kosti og galla í för með sér. Kostirn- ir væru auðvitað þeir, að mikið af góðu frumsömdu efni kæmi fram. Gallarnir væru hins vegar þeir, að þetta hefði í för með sér offramboð á hljómplötumarkaðinum, sem sér virtist reyndin ætla að verða nú í ár. Því væri hætta á, að margir einstaklingar, sem með djörfung og áræðni hefðu farið út í plötuútgáfu, færu illa út úr því fjárhagslega. Steinar Berg sagði að lag á vin- innihalda alnæmisveiruna eiga í framtíðinni að fara fram undir stjórn Rannsóknastofu háskólans í veirufræði, og því hefur þótt brýnt að koma húsnæðismálum þeirrar stofnunar í viðunandi horf. En einnig er gert ráð fyrir að fleiri stofnanir verði undir sama þaki ef af kaupunum verður. Er I því sambandi talað um Hollustuvernd ríkisins og rannsóknastofur há- skólans í lyfja- og bakteríufræði. Jarðstrengur að flugstöðinni: Ásverk í Garði með lægsta tilboðið Vogum, 20. desember. í GÆR voru opnuð tilboð frá Hitaveitu Suðurnesja í lögn jarð- strengja að nýju flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða lagningu um 2.500 metrum af háspennu- og símastrengjum, auk jarðvinnu (gröftur, sandur °g fylling). Alls bárust sex tilboð í verk- ið. Lægsta tilboð átti Ásverk í Garði, kr. 1.354 þúsund, sem er 85% af kostnaðaráætlun. Hæsta tilboðið reyndist kr. 2.848 þúsund, sem er 177% miðað við kostnaðaráætlun, en kostnaðaráætlunin er 1.609 þúsund kr. Tvö tilboðanna voru undir áætluninni. — E.G. sældalista rásar 2 væri engin trygg- ing fyrir góðri sölu viðkomandi plötu. Lag á vinsældalista gæti vissulega haft örvandi áhrif á sölu plötunnar en það hefði þó engin úrslitaáhrif og mörg dæmi væru um, að söluhæstu plöturnar næðu aldrei lagi inn á vinsældalista. Vinsældalisti rásar 2 þessa vikuna lítur svona út: 1. (1) Hjálpumþeim falenskahjálparsv. 2. (2) Tóti tölvukarl Laddi 3. (6) Intheheatofthenight Sandra 4. (9) Gaggóvest Eir.Hauks./Gunnar Þ. 5. (12) Tangó Grafík 6. (3) Can’t walk away HerbertGuðm. 7. (4) I’amyourman Wham 8. (5) Into the burning moon Rikshaw 9. (29) Gleði-ogfriöarj. Pálmi Gunnarss. 10. (14) Allur lurkum laminn Bubbi Mort. 28 laga af- mælisplata Steina „MEÐ lögum skal land byggja“, kallast tvær hljómplötur sem Stcinar hf. gefa út í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þessar tvær hljómplötur inni- halda 28 lög sem flutt eru af flest- um vinsælustu söngvurum og hljómsveitum landsins á síðast- liðnum 10 árum. Sýnir þessi plata í rauninni þverskurðinn af ís- lenskri poppsögu síðustu 10 ára. Þegar lögin á þessar plötur voru valin, var sá kostur tekinn að safna saman þeim lögum sem mestra vinsælda hafa notið á þessu tíma- bili. Meðal flytjenda eru Mezzoforte, HLH, Þú og ég, Tívolí, Grýlurnar, Laddi, Egó, Start, Jóhann Helga- son, Brimkló, Dúmbó og Steini, Bubbi Morthens, Þokkabót, Spil- verk þjóðanna, Ljósin í bænum, Randver, Hljómsveit Ingimars Eydal, Baraflokkurinn, Stuðmenn, Diabolus In Musica, Utangarðs- menn, Diddú og Egill, Björgvin Halldórsson og Sumargleðin svo þeir helstu séu nefndir. , (Frétl frá Steinum)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.