Morgunblaðið - 21.12.1985, Page 53

Morgunblaðið - 21.12.1985, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. DESEMBER1985 53 Veggmynd í Indíánasafninn f Albuquerque. Stálfákur við bejardyrnar. mannaborgina Taos er frægasta þorp Pueblo indíánanna. Þeir sem þar búa reyna eftir fremsta megni að hrinda frá sér innrás menning- ar okkar, þeir byggja enn og bæta hús sín með gömlu aðferðinni. Við hvert hús má sjá hina sérstæðu bakarofna þeirra, en þeir eru þannig að ofnkúlan er fyllt af viði og kveikt í og leirveggirnir hitaðir upp. Askan er svo fjarlægð og brauðdeig sett inn og bakast það við góðan hita. Þá eru boðnar fram forláta maískökur með chilehakki eða maísbrauð með hunangi. Fátt betra. Indíánar í New Mexico eru hreyknir af handverkshefð sinni og eru víða söfn og sölustaðir. Indíánasafnið í Albuquerque er einn af þeim stöðum sem menn verða að heimsækja til þess að skilja sögu fylkisins. Teppavefnað- ur og leirkerjasmíði eru ásamt silfursmíðinni helztu listgreinar indíána í New Mexico. Samheldni Pueblo indíána er miklu og þótt ýmsir haldi á vit hinnar nýju menningar þá snúa þeir oftast aftur. Þorpsbúar eru fegnir að fá sína menn heim á ný og geta samþykkt ýmsar nýjungar, eins og viða mátti sjá, til dæmis i formi bifreiða af nýjustu gerð sem stóðu við leirkofadyrnar. Albuquerque er byggð meðfram Rio Grande, árinnar miklu. f borg- inni eru breiðar og miklar götur og greinilegt að verið er að hugsa til framtíðarinnar. Verið er að endurbæta vegina til norðurs, sér- staklega hjá Taos um 100 kíló- metra frá Albuquerque, en i Taos er sem stendur ekki mikill bær og vekur þessi breiði vegur upp spurningar um það hversu lengi hin ósnortnu þorp mega vera þannig. Eins og var nefnt i upphafi greinarinnar þá er mikil uppbygg- ing í hátækniiðnaði, geimtækni- rannsóknir og fleira sem á ör- skömmum tíma á eftir að gera fylkið að enn eftirsóknarverðari áfangastað fyrir unga sem aldna. New Mexico hefur sannarlega upp á margt að bjóða. Víðáttumikil gróðurlendi, skógar, eyðimerkur- sandar, ár, listamannanýlendur og menningarstrauma af ýmsu tagi. Þá má minnast þess að hér á stað sem heitir Jornada del Muerto, eða ferðalag dauðans, var sprengd fyrsta kjarnorkusprengjan árið 1945, timamót í sögu mannkyns. Safn ritgerða um íslenskt mál. „Þaö sýnir menningarstig hverrar þjóöar, hversu annt hún lætur sér um aö varðveita tungu sína.“ HELGI HALFDANARSON LJÓÐHÚS HF Sími 17095,18103. Bókaútgáfa Nú þarftu ekki að leita langt eftir vönduðum snyrtivörum á góðu verði i nýrri snyrtivörubúð í Hagkaup færðu góðar jólagjafir. AGKAUP SKEIFUNNI 15 STENDHAL SOTHYS • NO. 7 • BOURJOIS REVLON PIERRE CARDIN VIDAL SASSOON MYNDIROG TEXTI: FRIÐRIK ÁSMUNDUR BREKKAN Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.