Morgunblaðið - 31.12.1985, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.12.1985, Qupperneq 1
294. tbl. 72. árg. STOFNAÐ1913 80 SÍÐUR B/C ÞRIÐJUDAGUR 31.DESEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Gledilegt nýár! Morgunbladið/Snorri Snorrason Árásimar í Róm og Vín: Palestínumenn óttast hefndarárás ísraela Ætluðu hryðjuverkamennirnir í Vín til ísraels? Kóm, 30. desember. AP. SIMON Peres, torsætisráðherra ísraels, sagði í dag að miðstöð hryðjuverkastarfsemi í heiminum væri í Líbýu undir forystu Moamm- ars Kadafy og sagði að fsraelar myndu berjast gegn hryðjuverka- mönnum um allan heim. Yfirlýsing Peres undirstrikar fyrri hótanir ísraela um að þeir ætluðu að refsa þeim, sem bæru ábyrgð á árásunum á flugvellina í Róm og Vín á föstu- dag. Rannsóknarlögreglan á ftalíu og í Austurríki sagði í gær að hryðjuverkamennirnir, sem gerðu árásirnar, hefðu, ef að líkum lætur, fengið sovésk vopn sín frá sam- starfsmönnum í höfuðborgunum tveimur og áætlað hefði verið að taka gísla í Vín og fljúga með þá til Tel Aviv. „Hryðjuverkamennirnir ætluðu að skapa ringulreið í brottfarar- salnum með því að kasta hand- sprengjum og taka síðan gísla,“ sagði Karl Blecha, innanríkisráð- herra Austurríkis, í dag. „Með því að hóta að aflífa gíslana ætluðu hryðjuverkamennirnir að neyða austurrísk yfirvöld til að hleypa þeim úr landi. Blecha sagði að hryðjuverka- mennirnir tveir, sem í haldi eru í Austurríki, kvæðust tilheyra A1 Asifa, klofningssamtökum úr Frelsissamtökum Palestínu, undir forystu Abus Nidals, eins helsta andstæðings Yassers Arafat. Starfsmaður dórnsmálaráðu- neytisins í Vín, þar sem tveir menn voru myrtir og 45 særðir, sagði að einhver í Austurríki hefði að því er virtist birgt hryðjuverkamenn- ina upp með vopnum. ítalska rannsóknarlögreglan segir að hryðjuverkamennirnir fjórir, sem myrtu tólf manns og særðu rúmlega áttatíu, hafi án efa fengið aðstoð og talið að þar hafi sömu menn áður komið við sögu í hryðjuverkum. Þrír hryðjuverka- mannanna biðu bana í átökum við ítölsk yfirvöld, en einn þeirra náð- ist á lífi og er hann nú í yfir- heyrslum. ítölsk yfirvöld segja að hryðjuverkamennirnir hafi verið að leita hefnda fyrir árás ísraela á höfuðstöðvar Frelsissamtaka Palestínu í Túnis í október, þótt samtök Arafats hafi svarið af sér alla ábyrgð á verknaðinum. „Það er augljóst að miðstöð hryðjuverka í heiminum í dag er Líbýa undir Kadafy og í þeim herstöðvum tíðkast skefjalaust ofbeldi og tilgangurinn helgar meðalið," sagði Simon Peres á póli- tískum fundi í dag. Að sögn vest- ur-þýska dagblaðsins Bild hefur Kadafy ákveðið að greiða Abu Nidal 12,7 milljóna Bandaríkja- dollara í styrk til hryðjuverka ár- lega. ísraelskir hernaðarsérfræðing- ar segja aftur á móti að ekki verði auðhlaupið að því að láta til skarar skríða gegn huldusamtökum Abus Nidals. Líbýska fréttastofan JANA lof- aði á sunnudag morðárásirnar í Róm og Vín og kallaði hetjudáð. Frelsissamtök Palestínu lýstu yfir því í dag að skæruliðar þeirra í Norður- og Suður-Jemen væru í viðbragðsstöðu ef ísraelar skyldu gera árás í hefndarskyni fyrir blóðbaðið í Róm og Vín. Einhugur um örugga framtíð Seattle, 30. desember. AP. Friður og framtíð án ótta við kjarnorkustyrjöld voru þau mál, sem bandarískir og sovéskir borgarar voru einhuga um í sjón- varpsþætti, sem haldinn var samtímis í Leningrad og Seattle og varpað á mitli. „Hvað getur ríkisstjórn yðar gert til að draga úr hættunni á kjarnorkustyrjöld?" spurði einn bandarísku þáttakend- anna og einn Sovétmannanna svaraði að bragði og sagði, að hún hefði lagt til, að tilraunum með kjarnorkuvopn yrði hætt og kjarnorkuvopnum fækkað. „Hvað hefur bandaríska ríkis- stjórnin gert í þágu friðarins?" spurði Sovétmaðurinn og fékk það svar, að hún væri sama sinnis og Sovétstjórnin en að ágreiningurinn stæði hins veg- ar um raunverulegt eftirlit með framkvæmdinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.