Morgunblaðið - 07.01.1986, Side 5
m
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1986
5
Tónleikar
áDalvflk
Dalvík, 30. desember.
MILLI jóla og nýárs hélt Samkór
Dalvíkur tvenna tónleika ásamt
unglinga- og barnakór frá Tón-
listarskólanum á Dalvík. Flutt
voru jólalög frá ýmsum löndum
undir stjórn Colin P. Virr við
undirleik Tracy Anne Wheeler.
Samkór Dalvíkur hefur starfað
undanfarin ár og er það orðið árvisst
að kórinn heldur jólatónleika. Þar
sem hann flytur fjölbreytta söngdag-
skrá. Þá hefur kórinn um hver jól
sungið á götum úti undir logandi
kyndlum. Stjómandi kórsins er Colin
P. Virr en hann er jafnframt skóla-
stjóri tónlistarskólans á Dalvík. A
jólatónleikum samkórsins nú komu
fram bamaskór og unglingaskór frá
Tónlistarskólanum og sungu börnin
með samkómum auk þess em þau
fluttu nokkur lög úr hinum vinsæla
sjónvarpsþætti „Á framabraut". Þá
léku þau Colin Virr og Tracy Wheel-
er tvö lög á píanó og flautu.
Egilsstaðir:
Friðsæl áramót
Egilsstöðum, 2. jauúar.
ÁRAMÓTIN voru friðsæl á Héraði. Veður var gott, stillilogn og heið-
skírt en frost. Efnt var til tveggja áramótabrenna sitt hvoru megin
Lagarfljótsbrúar - önnur var á Þverklettum á Egilsstöðum og hin í
Fellabæ.
Á miðnætti hófst áramótadans-
leikur í Valaskjálf og stóð hann til
kl. 5 í morgun. Að sögn Ulfars Jóns-
sonar, lögregluvarðstjóra, sóttu um
400-500 manns dansleikinn - sem
fór vel fram þrátt fyrir talsverða
ölvun. Að sögn Ulfars skapar það
oft umtalsverð vandkvæði fyrir lög-
gæslumenn hér um slóðir á fjölda-
samkomum sem þessari að engin
fangageymsla fyrirfinnst nú á Hér-
aði og verður því að flytja ölmóða
óróaseggi niður á Eskifjörð til
geymslu. Slíkir flutningar eru afar
kostnaðarsamir - auk þess sem frá-
tafír lögreglubifreiðar og löggæslu-
manna veikja óneitanlega löggæsl-
una heima fyrir í þær tvær klukku-
stundir sem flutningamir taka. Það
kemur sér því einkar vel að Héraðs-
búar eru stilltir menn að jafnaði og
seinþreyttir til vandræða hvort held-
ur er á nýársnótt eða í annan tíma.
Að vísu kvað lögregluvarðstjóri líkur
á því að Héraðsbúar fengju sínar
fangageymslur með vorinu - þar
sem nú væri í athugun að gera nú-
verandi húsnæði Skattstofu Austur-
lands að lögreglustöð er skattstofan
flytur í nýtt húsnæði.
Fáir hafa verið á ferli hér á Egils-
stöðum í dag, nýársdag, en nokkrir
hafa þó notað góða veðrið til útivem,
einkum skíða- og hestamenn.
Ólafúr
Töluverð gróska er um þessar
mundir í tónlistarlífí á Dalvík og
hafa aldrei verið jafnmargir nemend-
ur í Tónlistarskólanum og nú. Við
skólann starfa 3 kennarar, en auk
colins eru það þau Tracy Anne
Wheeler og Gunnar Randversson.
Þessi mikla gróska í tónlistarlífi á
Dalvík birtist ekki síst um jól. Auk
Mikið flogið
til Siglufjarðar
Siglufirdi 6. janúar.
UMFERÐ um flugvöllinn hér í
Siglufírði hefúr farið mjög vax-
andi og er til dæmis orðin meiri
en um flugvöllinn á Sauðárkróki.
Vegna þessa sýnist mönnum nú
ástæða til að völlurinn verði lýst-
ur eins og gert er ráð fyrir í
reglugerð um lýsingu flugvalla.
Alls fóru 4.960 farþegar um völl-
inn á síðasta ári og voru lendingar
1.555. I reglugerð um lýsingu og
búnað á flugvöllum er ákvæði um
það, að lýsa skuli flugvelli, sem stát-
að geta af slíkri umferð og þó mun
minni væri.
Fréttaritari
•-----. ♦ «—---
SL bjóða lág fkrgjöld
í Bandaríkjunum:
Samkór Dalvíkur og barnakór tónlistarskólans syngja á götum úti nú
fyrirjól.
þess að Samkór Dalvíkur efndi til
tónleika þá stóð Tónlistarskólinn
fyrir myndarlegum nemendatónleik-
um 15. desember og var gerður afar
góður rómur að og greinilegt að
unga fólkið er í mikilli framför á
tónlistarbrautinni.
Fréttaritarar.
Afrakstur af
starfi fargjalda-
sérfræðinga
segir Auður Bjömsdóttir
„ÞAÐ ER og hefúr alltaf verið
markmið okkar að leita leiða til
að lækka fargjöld. Hjá okkur
starfa margir færir fargjaldasér-
færðingar og þetta verð okkar
innanlands í Bandarikjunum er
árangur af þeirra starfi," sagði
Auður Björnsdóttir hjá Sam-
vinnuferðum-Landsýn að væri
skýringin á hinu lága fargjaldi
sem ferðaskrifstofan býður nú
innanlands í Bandaríkjunum.
I boði er flug til New York og
þaðan áfram til Dallas, New Orleans
og aftur til Keflavíkur fyrir 19.950
krónur. Auður sagði að þetta lága
verð væri fyrst og fremst vegna
góðra samninga sem náðst hefðu
um ferðir innanlands í Bandaríkjun-
um. Hún sagði lækkunina í Banda-
ríkjunum vera milli 60 og70%, miðað
við lægstu fargjöld sem Islendingum
hafa staðið til boða þar. Lægsta
Apex-fargjald til New York og aftur
til baka er í kringum 17.000 krónur.
Auður sagði að það væri mikil
vinna að leita uppi hagstæð fargjöld.
„Það eru ýmis fargjöld innanlands
í Bandaríkjunum sem eru ekki skráð
í venjulegum fargjaldaskrám og það
þarf mikla vinnu og góð sambönd
til að finna þau,“ sagði hún.
SUZUKI FOX
RUMGOÐUR OG STERKB YGGÐUR JEPPI,
ÞRAUTREYNDUR VIÐ ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR.
SUZUKI FOX ER SPARNEYTNASTIJEPPINN Á MARKAÐNUM.
í SÍÐUSTU SPARAKSTURSKEPPNI B.I.K.R.
EYDDISUZUKI FOX 413 AÐEINS 6.4 Itr. Á HUNDRAÐIÐ.
VERÐ FRÁ KR. 406.000.
FOX 410 PICKUP
(gengi 5/1 '86)
VERIÐ HAGSYN, AKIÐ Á SUZUKI
SPARNEYTNUSTU BÍLUM SEM SELDIR ERU Á ÍSLANDI.
é- *,,„-r \
rT'^~rf"J&- K Wi * ‘íák
vÉsíTl-*.': ‘
SVEINN EGILSSON HF.
Skeifunni 17. Sími 685100.
SUZUKI
F’AV
.