Morgunblaðið - 07.01.1986, Page 14
<
14______________ MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 7. JANÚAR1986__
Verðtrygging lána og launa
eftirÁrna
Arnason
Að undanfömu hafa ýmsir haldið
því fi-am, að rétt væri að sömu
reglur giltu um tengingu lána og
launa við verðlagsbreytingar. í fljótu
bragði virðist ekkert við þetta að
athuga. Þegar betur er að gáð,
kemur hins vegar í Ijós, að þörfin í
þessu efni er mjög mismunandi og
skynsemin að baki þessari skoðun
alls ekki sú sem sýnist í fyrstu.
Þegar einstaklingar lána hveijir
öðrum eru þeir í reynd að færa til
útgjöld í tíma. Ef maður lánar öðrum
fé, sem annars hefði farið t.d. til
íbúðarkaupa, er sanngjarnt að hann
skaðist ekki á verðrýrnun pening-
anna - verðbólgunni. í lok lánstí-
mans ætti hann að geta veitt sér
svipað á heildina litið og hann varð
af vegna lánsins og eilítið meira
vegna fórnarinnar sem hann færir,
en fyrir það fær hann greidda vexti.
Verðtrygging launa er hins vegar
af allt öðrum toga. Laun eru greidd
fyrir að skapa verðmæti, en vextir
eru afgjaid fyrir afnot verðmæta.
Þegar verðlag er stöðugt og þess
er vænst, að svo verði áfram, eru
nafnvextir þeir sömu og raunvextir,
þ.e. ekki er tekið tillit til verðbólgu.
Strax og menn taka hins vegar að
kynnast verðbólgunni og vænta
hennar, þá má segja þar sem vextir
ráðast á fijálsum markaði, að vænt-
anlegt verðbólgustig sé lagt við
vextina, t.d. 2% raunvextir og 5%
verðbólga verður að 7,1% nafnvöxt-
um (1.02*1.05=1.071).
Ef verðbóga er lítil og tiltölulega
stöðug eins og í mörgum nágranna-
löndum okkar, er verðtrygging
óþörf. Lántakendur og lánveitendur
treysta sér þá að semja til langs
tíma, þar sem óvissan er að þeirra
mati lítil og lántakandinn ræður við
greiðslubyrðina. Þegar verðbólgan
vex, skekkist greiðslubyrðin og verð-
ur lántakandanum þung í skauti
fyrstu árin.
Tökum dæmi. Greiðslubyrði 4
milljón króna húsnæðisláns með 3%
vöxtum til 40 ára er 220.000 krónur
fyrsta árið. Ef verðbólgan fer í 30%
og nafnvextir þá í 33,9%, hækkar
greiðslubyrðin upp í 1.456.000 kr.
eða um 1.236.000 kr. Flestum mun
reynast þetta óviðráðanleg byrði,
enda eru áhrif verðbólgunnar nánast
þau að breyta greiðslubyrðinni eins
og lánið ætti að greiðast upp á
þremur árum í stað fjörutíu. Lánið
rýmar nánast um á ári og þessa
verðrýrnun ber að greiða á árinu,
þegar verðtrygging lánsins er hluti
af vöxtunum sjálfum.
Ahrif mikillar verðbólgu á
greiðslubyrði Iangtímalána eru þau
sömu á lán til skamms tíma. Tökum
sem dæmi þriggja ára lán að íjárhæð
1 milljón króna. Hraði verðbólgunn-
ar er nú um 37% á ári, sem segir
að væru raunvextir 3%, þá eru nafn-
vextir 41,11%. Afborganir og vextir
af þessu láni, ef greitt er einu sinni
á ári í lok árs eru þannig:
41,ll%vextir 3%vextir +
verðtrygg. (37 %)
1. ár 744.434 497.777
2. ár 607.399 663.171
3. ár 470.366 882.831
Núvirði beggja greiðsluraðanna
er það sama, þ.e. upphæð lánsins.
Greiðslubyrðin er hins vegar allt
önnur. Nánast sú sama annað árið,
en 50% hærri fyrsta árið. Það er
einmitt af þessum sökum, sem verð-
trygging er valin af lántakendum,
jafnvel á skammtímalánum.
Greiðslubyrðin er jafnari og fylgir
verðlagsþróuninni.
Af þessum sökum, og að ósk lán-
takenda, hefur verðtrygging lána
verið skilin frá vöxtunum. Þá er
miðað við tiltekna vísitölu og vextir
eru því hvort tveggja í senn raun-
vextir og nafnvextir. Lántakandinn
getur þannig á ný staðið undir
greiðslubyrði 40 ára láns, þar sem
uppbótum vegna verðrýrnunar,
verðbótum lánsins, er dreift á láns-
tímann með vísitölunni.
Samningur um lán er yfirleitt
langtímasamningur í samanburði við
starfssamning, þar sem uppsagnar-
frestur er oft ekki lengri en ein vika.
Starfið er heldur alls ekki tryggt og
þar með ekki afrakstur þess, launin.
Geta fyrirtækis til þess að greiða
góð laun ræðst ekki nema að tak-
mörkuðu leyti af þjóðartekjum eins
og iðulega er haldið fram, heldur
fyrst og fremst af því, hversu vel
fyrirtækinu tekst að selja vörur sínar
eða þjónustu. Árangurinn er þá ekki
síst undir því kominn, að starfsmenn
skili góðu dagsverki.
Vinnumarkaðurinn verður éinnig
fyrir margs konar áhrifum. Ný
tækni, ný tíska, eða samdráttur í
tekjum viðskiptavina, svo að dæmi
séu nefnd, geta skipt sköpum hjá
fyrirtæki. Vinnustaður sem áður
sóttist eftir vinnuafli þarf nú e.t.v.
að segja upp fólki. Verðtrygging
launa er því í reynd rangnefni, enda
verða laun aldrei tryggari en starfið,
sem þau eru greidd fyrir.
Vísitölubinding launa er ekki til-
komin, svo að hægt sé að semja til
lengri tíma líkt og verðtrygging lána
auðveldar lán til langs tíma. Þegar
vísitölubinding launa var og hét, var
samið til skamms tíma, enda sýnir
reynslan, að verkalýðshreyfingin vill
ekki semja til langs tíma, þótt vinnu-
veitendur þrýsti á um slíka samn-
inga. Verkalýðshreyfingin vill vera
óbundin. Ef vel aflast vill hún vera
í stakk búin að semja sem fyrst um
launabreytingar, áður en eftirspurn
eftir vinnuafli með tilheyrandi launa-
Árni Árnason
„ V erðtry g-g'ing’in á að
tryggja, svo framarlega
sem lántakandi stendur
í skilum, að menn fái
raungildi peningaeign-
ar sinnar til baka, af-
hendi þeir hana til láns
til lengri eða skemmri
tíma. Vísitölubinding
launa hefiir hins vegar
enga gagnlega verkan
sem ekki næst betur
firam með öðru móti.
skriði, hefur rænt frá þeim tækifær-
inu til að semja um raunverulegar
kjarbætur.
Vísitölubinding launa stuðlar því
miður einungis að því að samningar
séu gerðir af hugsunarleysi og
ábyrgðarleysi. Þegar þjóðarbúið
verður fyrir ytri áföllum, t.d. vegna
olíuverðhækkana 1973-1974 og
aftur 1979 varð vísitölubinding
launa til þess að koma af stað skriðu
kauphækkana og verðlagshækkana,
sem enn sér ekki fyrir endann á.
Hið sama hefur oft gerst, þegar
óbeinir skattar eru lagðir á til að
kosta framlög til ýmissa velferðar-
mála. Það veldur kauphækkun til
allra, sem átti í reynd að vera fram-
lag til þeirra betur stæðu til þeirra
verr settu.
Þegar samið er til eins skamms
tíma og hér tíðkast, má með sæmi-
legri nákvæmni áætla verðlags-
hækkanir framundan og semja um
það að hve miklu leyti kaup skuli
hækka af þeim sökum. Til öryggis
má svo semja um „rauð strik“ eins
og tíðkast hefur, þ.e. fari verðlag
yfir ákveðin mörk, þá komi samning-
urinn til endurskoðunar. Þar með
gefst tækifæri til að meta eðli orð-
inna verðlagshækkana og að hve
miklu leyti sé rétt að taka tillit til
þeirra í launum, hafi vinnumarkað-
urinn ekki gert það þegar í formi
launaskriðs.
Af framansögðu ætti að vera ljóst,
að mismunandi nauðsyn liggur að
baki verðtryggingu lána og vísitölu-
bindingu launa. Verðtrygging á að
tryggja, svo framarlega sem lántak-
andi stendur í skilum, að menn fái
raungildi peningaeignar sinnar til
baka, afhendi þeir hana til láns til
lengri eða skemmri tíma. Vísitölu-
binding launa hefur hins vegar enga
gagnlega verkan sem ekki næst
betur fram með öðru móti. Þvert á
móti getur vísitölubinding óraun-
hæfra kjarasamninga haldið gang-
andi vítahring víxlhækkana kaup-
lags og verðlags, sem endar með
ósköpum eins og okkur ætti enn að
vera í fersku minni.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Verzlunarráðs Islands.
Á morgiii nýs árs
eftirErlu
Kristjdnsdóttur
Friðarár er að hefjast. Höfum við
hugleitt á hvern hátt við getum tekið
þátt í því tímabæra verkefni sem
friðarár gefur tilefni til að stöðva
þann ófrið sem alltof lengi hefur
viðgengist á þessari jörð. Eða ætlum
við enn að halda að okkur höndum.
Taka því sem að höndum ber. Leyfa
þessu venjulega sinnuleysi, hugleysi
og ábyrgðarleysi að ráða orðum
okkar og gerðum. Svæfa samvisk-
una, kaupa okkur stundarfrið.
Margir hrista höfuðið, segja að
við hér í þessu litla landi getum litlu
ráðið gangi mála. Það séu stórveldin
sem ráði ferðinni. Best sé fyrir okkur
að segja, gera og vera sem minnst.
Fæst orð beri minnsta ábyrgð. Hlut-
leysi sé besta vörnin o.s.frv. Við
styðjum hjálparstarf og það sé þó
nokkuð.
Vissulega er gott starf unnið af
hjálparstofnun íslensku kirkjunnar,
þar sem fé gefnu af góðum hug er
varið til þess að lina þjáningar,
bjarga mannslífum og styðja fólk til
sjálfsbjargar á ný. En við erum þess
iríeðvituð, að verið er að takast á
við afleiðingar vandans, vaxandi
ofbeldi, sjúkdóma, fátækt, ólæsi,
hungursneyð o.s.frv.
Jörðin okkar er gjöful og við
gætum verið laus við mikil vandræði
ef ljármagn heimsins væri notað á
réttan hátt. En meðan mestum hluta
þess er eytt í hervæðingu og milljónir
svelta, þá heldur ruglið áfram. En
er þá ekkert hægt að gera?
Jú, vissulega. Við Islendingar bú-
um yfír hugviti og þekkingu sem
hejmúrinn þarfnast. Eitt má þar
nefna sem vel er gert: Með starfsemi
Jarðhitaskólans á íslandi er öðrum
þjóðum kennt að nýta auðlindir sínar
og á mörgum öðrum sviðum getum
við gengið á undan og gefíð fordæmi.
Erla Kristjánsdóttir
„Jörðin okkar er gjöful
og viö gætum verið laus
viö mikil vandræði ef
fjármagn heimsins væri
notað á réttan hátt.“
Þótt efnahagsmál okkar íslend-
inga séu nú í erfíðri stöðu, þá eigum
við með góðum vilja og samstöðu
að geta leyst þau. Það sem til þarf
er virkni og fórnfúst starf.
Leiðtoga sem blása lífí í glæðurn-
ar og geta fengið fólk til starfa af
áhuga á málefnum, en ekki einungis
launanna vegna. Fólk sem stuðlar
að jafnrétti, vinnur gegn fátækt,
fordómum og fáfræði. Vil! búa vel
að menningu okkar og listum.
Nýr menntamálaráðherra hefur
farið vel af stað. Verðugt verkefni
er vemdun og efling íslenskrar
tungu. Trúum að áhugi og mikil
virkni verði hjá bömum, foreldrum,
fóstmm og kennurum því samstarf
milli þessara aðila þarf að verða til
þess að verulegur
árangur náist í því, að byggja upp
fijálsa og óttalausa og ábyrga ein-
staklinga, sem þora að tala og hafa
eitthvað að segja.
Sú ákvörðun Sameinuðu þjóðanna
að tengja hvert ár góðu málefni var
góð hugmynd. Hún varð fyrst að
veruleika á ári bamsins 1979. Síð-
asta ár var ár æskunnar og það sem
nú er að hefjast, ár friðar. Hér á
íslandi er það einnig ár bindindis
og heilbrigðis.
Öll þessi viðleitni væri þó til lítils
ef hún varaði aðeins eitt ár í senn,
og hefði ekki áhrif á framtíðina til
hins betra.
Á hvetju ári er valin Ungfrú heim-
ur. Að þessu sinni hreppti hnossið
íslensk stúlka. Stúlkan sem hefur
það útlit og þá framkomu að hún
mun verða íslensku þjóðinni til sóma.
Hvarsem húnfer.
Þetta ár verður það hennar hlut-
skipti að ferðast um heiminn. Heim-
sækja börn á sjúkrahúsum og safna
fé þeim til styrktar. Þessi stúlka er
gott dæmi um fijálsan einstakling
sem öruggur og óttalaus velur sér
heilbrigð áhugamál svo sem: Böm,
tónlist, líkamsrækt og útivist svo
eitthvað sé nefnt, en hafnar þeim
ónauðsynlegu og hættulegu efnum
sem alltof margir hafa ánetjast
vegna ósjálfstæði og tísku.
Getur þetta kennt okkur eitthvað?
Kemur uppeldi friði við?
Ef svo er þá er Hólmfríður Karls-
dóttir friðarboði sem við getum verið
stolt af.
Henni sendi ég velfarnaðaróskir
og öllum nýárskveðjur með þessum
orðum:
FViðarbarátta
Yfirborðsleg friðarbarátta
ræðst gegn afleiðingum vandans,
en ekki að rótum hans.
Ofbcldiskennd friðarbarátta
leitar að sökudólg,
enbýðurekkisættir.
Hættuleg friðarbarátta
dregur upp dðkka mynd af framtíðinni,
brýtur niður, veldur vonleysi og vantrausti.
Sönn friðarbarátta
þekkist á uppbyggjandi aðgerðum
hún byggir upp einstaklinga,
hún byggir brýr milli einstaklinga,
hún byggir brýr milli þjóða
og er laus við þjóðemislegan hégóma.
Sterkasta vopnið í friðarbarátt-
unni er uppeldið, en hvort það byggir
á lífsreglunni „komdu fram við aðra,
eins og þú vild, að þeir komi fram
við þig“ - á því ræðst framtíðin.
Höfundur er tækniteiknari.
Kökur og sætabrauð:
Innlieimta
vörugjalds
hefet 13.
janúar
INNHEIMTA á vörugjaldi af
kökum og sætabrauði verður
hafin 13. janúar næstkomandi
eftir að hafa verið frestað. Pjár-
málaráðherra sagði að önnur
frestun yrði ekki.
Þorsteinn sagði að ef menn teldu
sig ekki eiga möguleika á þv að
greiða þau gjöld sem þeim ber að
greiða þá „er það einhliða yfírlýsing
af þeirra hálfu“. Hann sagði einnig
þegar hann var spurður um þau
ummæli Jóhannesar Bjömssonar
formanns Landssambands bakara-
meistara að bakarar hefðu ekki
möguleika á að innheimta vörugjald-
ið: „Ef bókhald bakara er svo ófull-
komið að það sé einhveijum erfið-
leikum háð að greina framleiðsluna
sundur, þá er það vandamál sem
þeir verða að leysa."
Þorsteinn benti á að ákvörðun
hefði verið tekin um að innheimta
vörugjald af þessari framleiðslu
bakara, eins og margri annarri fram-
leiðslu þjóðfélaginu og „það er ekki
hægt að flækja þetta mál með ein-
hveijum bókhaldserfiðleikum."
Fæðingum fer fækkandi
BARNSFÆÐINGUM fækkaði
talsvert sl. ár miðað við undan-
farin ár. Reykjavík fæddust 2.474
börn, þar af 40 tvíburar og tvennir
þríburar þannig að fæðingar voru
alls 2.430. Nýburar voru 221 færri
i Reykjavik sl. ár en árið áður.
Tölur liggja ekki enn fyrir um
fjölda fæðinga á landinu öllu, en
gert er ráð fyrir að fæðingum
hafi fækkað í heild um 250 frá
fyrra ári.
Gunnlaugur Snædal yfirlæknir á
fæðingardeild Landspítalans sagði í
samtali við Morgunblaðið að þessar
tölur kæmu engum á óvart. Konum
á bamseignaaldri hefur fækkað, upp
úr 1964 fara árgangarnir minnk-
andi, og nú eru konur í þeim ár-
göngum að komast á bameignarald-
ur. Ef svo fer fram sem horfir
hættir landsmönnum að fjölga innan
fárra ára.
frétt um fyrsta barn ársins í
blaðinu í gær var sagt að 2.093
böm hefðu fæðst árið 1984 á fæð-
ingardeild Landspítalans í Reykja-
vík. Þar er átt við fjölda fæðinga
og að sjálfsögðu árið 1985, en með
fleirburafæðingunum kemst talan
uppí 2.137.