Morgunblaðið - 07.01.1986, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 7. JANÚAR1986
VERZLUNARSKOLIISLANDS FLYTUR í NÝTT HÚSNÆÐI
Áleið
í nýja skólann
Verslunarskólanemar, kenn-
arar og skólanefnd ganga
Eskihlíð á Ieið frá gamla skól-
anum við Grundarstíg 24 að
nýjum skóla við Ofanleiti 1.
Fyrstir fara klukkuberar en
hringt var út úr siðustu
kennslustundinni kl. 12.40 í
gær í gamla skólanum og inn
aftur í fyrstu kennslustund-
ina kl. 15.00 í þeim nýja.
Það gerði lítið til þótt umferð um götur borgarinnar tefðist örlítið Jón R. Björnsson hringjari
vegna flutninganna þar sem langþráður draumur var nú loks að stóð sig í stykkinu.
rætast.
Þorvarður Elíasson skólastjóri VÍ ávarpar nemendur sina og skóla
nefhd í nýja húsinu eftir gönguna miklu í gær.
4. bekkur h í nýju kennslustofúnni sinni sem ber nafnið Hafskip.
Klukkuberarnir Guðni Geir Jónsson og Magnús Bernharðsson kvöddu
gömlu húsin við Grundarstig með klukknahljómi á meðan nemendur báru
út i bílana.
Fluttu inn átta mánuðum
á undan áætlun
NÝTT 7.500 fermetra skólahús-
næði Verslunarskóla íslands að
Ofanleiti 1 var afhent sl. laugar-
dag, en fyrstu skóflustunguna tók
borgarstjóri Reykjavíkur, Davíð
Oddsson, fyrir tveimur árum og
átta mánuðum. Framkvæmdir
hafa farið fram úr áætlun og flyt-
ur nú skólinn átta mánuðum fyrr
en ráð var gert fyrir. Byggingin
kostar 142 milljónir króna.
Ragnar Halldórsson, formaður
Verslunarráðs íslands bauð gesti
velkomna við athöfnina á laugardag-
inn og að því búnu flutti Sverrir
Hermannsson, menntamálaráðherra,
ávarp. Sigurður Gunnarsson, formað-
ur skólanefndar, afhenti Verslunar-
skóla íslands kennsluhúsnæðið til
afnota, rakti sögu skólans í stórum
dráttum auk byggingarsögu nýja
hússins. Hann sagði m.a.: „Bygging
skólahússins hefur verið fjármögnuð
með eigin fé Húsbyggingasjóðs, með
sérstakri fjáröflun, og með lánsfé
frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna í
gegnum Verslunarlánasjóð Verslun-
arbanka Islands. Einnig stendur til
að selja húseignir og lóðir skólans á
Grundarstígssvæðinu hið fyrsta.
Hin sérstaka fjáröflun, sem ég
nefndi hér áðan, var tvíþætt. Annars
vegar skipaði stjóm Verslunarráðs
Islands nefnd til að afla framlaga
meðal meðlima Verslunarráðsins.
Formaður nefndarinnar var Gísli V.
Einarsson. Hins vegar fór fram fjár-
öflun meðal fyrrverandi nemenda
skólans á vegum stjóma Nemenda-
sambands og Stúdentasambands
Verslunarskólans, sem þeir Kristinn
Hallsson og Magnús Gunnarsson
veittu formennsku. Árangur fjáröfl-
unarinnar varð mjög góður, sérstak-
lega hjá félagsmönnum Verslunar-
ráðsins, sem gáfu skólanum allt að
andvirði heillar kennslustofu eða
vinnuherbergis kennara. Alls söfnuð-
ust um 15 milljónir með þessari sér-
stakri fjáröflunarleið, eða um 10%
kostnaðarverðsins," sagði Sigurður.
Þá þakkaði Sigurður Stjórn Lífeyr-
issjóðs Verslunarmanna og Bankar-
áði Verslunarbankans dyggilega
aðstoð. Skólanefndin réð Stanley
Pálsson, verkfræðing, sem bygging-
arstjóra í nóvember 1982 og hefur
hann ásamt þeim Steindóri Guð-
mundssyni, verkfræðingi og Gunnari
Karlssyni, tæknifræðingi, haft yfir-
umsjón með smíði hússins. Sigurður
afhenti síðan Þorvarði Elíassyni,
skólastjóra VÍ, lykil hússins og þakk-
aði Þorvarður stjórn Verslunarráðs
íslands og skólanefnd sérstaklega
Þorvarður Ellasson skólastjóri VÍ
tekur við lykli nýju byggingarinnar
úr hendi Sigurðar Gunnarsson.
formanns skólanefndar sl. laugardag.
..4WHUtf
*&*■■■■■