Morgunblaðið - 07.01.1986, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1986
19
Sorg og gleði ríkti í
gær er „gamli, góði
Verzló“ var kvaddur
Gleði, sorg og samhugur
ríkti allt í senn er nemendur,
kennarar og annað starfs-
fólk Verslunarskóla Islands
flutti búferlum úr gamla
skólahúsnæðinu við Grund-
arstíg í nýrisið hús við Ofan-
leiti 1 í hinum svokallaða
nýja miðbæ Reykjavíkur í
gær. Óhætt er að tala um
blendnar tilfínningar að-
standenda skólans er komið
var að kveðjustund „gamla
góða Versló“, sem svo lengi
hefúr gegnt starfí sínu
dyggilega og menntað ófáa
atorkumenn í gegnum tíð-
ina.
Menn voru óneitanlega í hátíðar-
skapi við flutningana í gær. Nem-
endur árdegisbekkja mættu með
léttar skólatöskur sínar í skólahúsið
við Grundarstíg rúmlega átta. Ár-
degis var bifreiðakostur nemenda
og kennara fluttur að Ofanleiti og
þeim lagt sunnan við húsið þar sem
aðalinngangurinn er. Á hádegi
mættu síðdegisbekkirnir einnig í
gamla skólahúsið í síðasta sinn.
Kennarar útskýrðu fyrirkomulag
flutninga, úthlutuðu nýjum kennslu-
stofum og þar næst voru gömlu
skólahúsin kvödd með virktum. Hver
bekkur fór { stofuna sína þar sem
haldnir voru litlir ræðustúfar, nokkr-
ir tóku til við kveðjusöngva og aðrir
vottuðu gömlu húsakynnunum virð-
ingu með mínútu þögn - sitjandi
sáttir í þröngum kennslustofunum.
Þrátt fyrir þrengsli hefur félags-
andinn verið mikill í Verslunarskóla
Islands í gegnum árin og voru
nemendur að velta vöngum yfir því
hvort sá góði „Versló-andi“ væri nú
tilbúinn í að færa sig um set í hina
nýju byggingu.
„Eigum við ekki að koma inn á
kennarastofu og tárast svolítið með
hinum,“ sagði einn kennarinn við
sambræður sína er hímdu úti í vetr-
arkuldanum fyrir framan gömlu
húsin á Grundarstígnum og biðu
þess að gamla skólabjallan hringdi
út úr síðustu kennslustundinni.
Nemendur voru að vonum ánægðir
eins og myndin ber með sér er
hafist var handa við flutningana.
Nú var loksins séð fyrir endann á
þrengslum skólans þó svo að flestir
hefðu áfram viljað vera í mið-
bænum. Ekki er þó á allt kosið.
Reyndar er hlutverki þeirrar skóla-
bjöllu ekki enn lokið þar sem hún
prýðir nú anddyri nýju húsakynn-
anna.
Ekki stóð á skólabjöllunni og því
næst þustu nemendur og kennarar
út úr stofunum með stóla sína og
borð - út í eina fimmtán flutninga-
bíla er lagt höfðu á Laufásveginum.
Eftir hálftíma lagði síðan flutninga-
lestin af stað til nýrra heimkynna.
Klukkuberar fóru fyrstir, þá skóla-
stjóri, skólanefnd, kennarar og
nemendur. Nemendur skólans eru
um 800 talsins og kennarar og annað
starfsfólk um 70. Gangan var fjöl-
menn þó svo að allir hafi ekki tekið
þátt í henni. Fýrst var marseraður
Laufásvegurinn, þá Hringbrautin,
Miklabrautin, Eskihlíð, Hamrahlíð,
Listabraut og sem leið lá í Ofanleitið
undir lögreglufylgd og stöðvuðu
Verslingar umferð víðsvegar en létu
það lítið á sig fá enda langþráðum
áfanga náð. I nýja húsið var komið
kl. 13.30 og sáu nemendur þá einnig
um að afferma bílana og koma
sætum sínum rétt fyrir í viðkomandi
stofum.
Teknir eru nú í notkun 4.700
fermetrar kennsluhúsnæðis, stjórn-
unarálma, nemendaverslun' og hús-
næði fyrir félagslíf nemenda. Al-
mennar kennslustofur verða átján,
fimm sérkennslustofur, níu vinnu-
herbergi kennara, skrifstofa, kenn-
arastofa, skólabúð, skáli, salur,
aðstaða fyrir félagslíf nemenda, og
tvö stigahús af þremur. Vonir standa
til að smíði hússins, að undanteknu
íþróttahúsi og tilheyrandi aðstöðu,
verði lokið fyrir næsta haust.
Ýmis fyrirtæki hafa greitt kostn-
aðarverð kennslustofanna - 500.000.
á hveija stofu. Hver kennslustofa
mun því heita eftir því fyrirtæki og
eru heitin m.a. Eimskip, Hafskip,
Flugleiðir, Hagkaup, Heimilistæki,
Hekla, H. Benediktson, Nathan &
Olsen, O. Johnson & Kaaber, Saltsal-
an, SH, SÍF, VR, Þýsk-íslenska
o.s.frv.
Einn kennaranna hafði það á orði
að eiginlega væri nú tími til kominn
að skipta um klæðaburð þar sem
fínheitin væm slík sem raun ber
vitni. Þorvarður Elíasson, skóla-
stjóri, ávarpaði nemendur sína eftir
flutningana og sagði þá: „Hér emm
við komin eftir langa göngu og aftur
verður ekki snúið úr þessu. Héðan
í frá verður þetta hús hinn eini og
sanni Verslunarskóli Islands."
Hann sagðist ekki hafa miklar
áhyggjur af skólaandanum. Skóla-
bragurinn þyrfti alls ekki að breytast
þrátt fyrir flutningana svo framar-
lega sem nemendur legðust á eitt
um að halda honum innan veggja
nýja skólans. Að máli skólastjórans
loknu, báuð skólanefndin upp á veit-
ingar og sungin var skólasöngurinn
undir stjórn Valdimars Hergeirsson-
ar, yfirkennara. Klukkan 15.00
heyrðist í gömlu skólabjöllunni þar
sem hún var komin á sinn stað í nýja
húsinu. Nemendur höfðu hver og
einn fundið sína vemstaði. Verið var
að hringja inn í fyrstu kennslustund-
ina í hinum nýja Verslunarskóla Is-
lands.
Attunda húsnæðið
frá stofnun skólans
VERSLUNARSKÓLI íslands flytur nú í áttunda húsnæði sitt frá stofh-
un skólans árið 1905. Skólinn hóf starfsemi sina í Vinaminni, Mjóstræti
3, með 47 nemendur. Næsta ár var skólinn í Melsteðshúsi, sem var
milli Lækjartorgs og Hafnarstrætis, og árin 1907-1912 í Smithshúsi
no. 19 við Hafnarstræti. Að Vesturgötu 10 starfaði skólinn frá 1912-
1931 og við Grundarstíg 24 frá 1931 til þessa dags. Skólinn hefur
því áður búið á sjö stöðum.
fyrir bygginguna. Hann sagði: „Þótt
okkur hafi öllum liðið vel við Gmndar-
stíginn og enda þótt við hljótum að
sakna gömlu veggjanna og nálægðar-
innar við miðbæinn, þá var svo komið
að vinnuaðstaða bæði kennara og
nemenda var orðin með öllu óviðun-
andi sökum þrengsla."
Þorvarður sagði að það hefði verið
skemmtilegt fyrir sig að hafa mátt
taka þátt í framkvæmdunum að vissu
leyti. „Ég hef fengið tækifæri til að
taka þátt í nýstárlegri og vel hepp-
naðri fjáröflun, bæði með almennri
fjársöfnun og verðbréfasölu og ég
færi þeim mönnum sem ég hef verið
svo lánsamur að starfa með, sérstak-
ar þakkir fyrir ánægjulegt og árang-
ursríkt samstarf, jafnt giimlum félög-
um úr stjórn Verslunarráðsins sem
nýjum samherjum í þeim fjármála-
stofnunum sem hér eiga hlut að
máli. Ég get ekki látið hjá líða að
minnast hér á störf fjáröflunarnefnd-
ar Verslunarráðs íslands og öflugan
stuðning stjórnar ráðsins og félags-
manna þess. Þar hafa margir unnið
frábær störf. Ég verð jafnframt að
biðja afsökunnar á að hafa ekki getað
sinnt störfum mínum fyrir fjáröflun-
arnefndina með þeim hætti sem ég
hefði viljað nú síðustu mánuðina,
vegna anna við að eyða peningun-
um,“ sagði Þorvarður.
Kauþ hússins við Grundarstíg var
stórt átak á sínum tíma og það
nægði fyrir allt að 100 nemendur. í
dag eru í því og húsunum við Þing-
holtsstræti og Hellusund tæplega
800 nemendur og 70 kennarar og
starfsfólk. Byggingarsaga nýja
hússins hófst er skólanefndin ákvað
að gera átak í húsnæðismálum skól-
ans í tilefni af 75 ára afmæli skól-
ans, en þrengsli höfðu lengi staðið
í vegi fyrir þróun hans. Skólinn hefur
löngum verið tvísetinn en nú opnast
nýir möguleikar þar sem almennri
kennslu hinna hefðbundnu bekkja
lýkur kl. 15.00 á daginn.
Þoivarður Elíasson, skólastjóri,
sagði að ráðgert væri að reka full-
orðinskennslu í skólanum. „Núver-
andi starfsnám verður eflt og lögð
verður aukin áhersla á að bjóða
fyrirtækjum upp á margvísleg nám-
skeið fyrir starfsfólk sitt. Til gi'eina
kemur að reka innan verslunarskól-
ans ýmsa sérskóla eða námskeið
fyrir fyrirtæki sem hafa þörf fyrir
vel þjálfað og menntað skrifstofu-
og verslunarfólk. Tryggingarfélög,
ferðaskrifstofur, bankar, stórmark-
aðir og sérverslanir ættu að geta
fengið fræðsluþjónustu auk þess sem
ákjósanlegt er að koma upp í skólan-
um sérmenntun í tölvufræðum,
stjórnun, sölumennsku, útflutningi
oginnflutningi.“
Texti: Jóhanna Ingvarsdóttir.
Myndir: Árni Sæberg.
■ : _______■:.r^
Bladburóarfólk
óskast!
Austurbær
Ingólfsstræti
Bergstaöastræti
Leifsgata
Barónsstígur
Hverfisgata 63—120
Vonarstræti
Kirkjustræti
Grettisgata 64—98
Vitastígur 11 —17
Þingholtsstræti
Vesturbær
Hagamelur 14—40
Grafarvogur
Fannarfold
Kópavogur
Ásbraut
Skerjafjörður
Gnitanes
Úthverfi
Blesugróf
Nökkvavogur
lambamerki
ELTEX lambamerkin eru gerö úr þunnri álplötu, með
bognum járnpinna, sem stungið er í eyrað og lokað.
ELTEX merkin fástáletruð (2X4 stafir) með tölustöfum
og/eða bókstöfum.
Við höfum selt þessi merki við góðan orðstýr í mörg
undanfarin ár, og verðum með á lager merkjaraöir
1—1000. FÁST ÍLIT
Ef óskað er eftir sérstimpluðum merkjum, vinsamlega
leggið inn pantanir á varahlutalager okkar sem fyrst, og
ekki seinna en 15. janúar n.k.
BUNADARDEILD
ÁRMÚLA3 REVKJAVI'K StMI 38900