Morgunblaðið - 07.01.1986, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR1986
Persaflóastríðið:
Arásír á báða
bóga ágerast
Nicosia, Kýpur/Manama, Bahrain, 6. janúar. AP.
ÍRANSKAR sprengjuflugNélar
vörpuðu í dag sprengjum á
Kulak-herstöðina í norðaustur-
hluta Iraks, að sögn útvarpsins í
Teheran. Allar flugvélarnar sneru
ólaskaðar aftur eftir að hafa vald-
Gengi gjaldmiöla
London, G.Janúar. AP.
BANDARIKJADOLLAR lækk-
aði litillega á gjaldeyrismörkuð-
um í Evrópu í dag en kaupmenn
kváðust enga skýringu hafa þar
á. Að þeirra sögn eru viðskipti
ekki komin í eðlilegt horf að
loknum jólum.
Dollar lækkaði t.a.m. gagnvart
sterlingspundinu. Pundið kostaði
1,4375 dollara í dag miðað við
1,4370 í gær. Gagnvart öðrum
gjaldmiðlum var gengi dollars á
þá leið að fyrir hann fengust
2,4530 v-þýzk mörk (2,4640),
2,06725 svissneskir frankar
(2.0685), 7,5075 franskir frankar
(7,5600), 2,7610 hollenzk gyllini
(2,7785) og 1,40625 Kanadadoll-
arar (1,40225).
Gjaldeyrismarkaður var lokaður
á Italíu í dag, en í London fengust
1.674,50 lírur miðað við 1.681,75
á föstudag.
Gullúnsan hækkaði um 30 sent
í London, í 328 dollara, og 50 sent
í Ziirich þar sem únsan kostaði
einnig 328 dollara í kvöld.
ið miklu tjóni á herstöðinni. Sadd-
am Hussein, forseti Iraks, sagði í
dag að Irakar hefðu áætlanir um
að ríða írönskum efnahag að fúllu
og hótaði að murka liftóruna úr
öllum þeim hersveitum, sem Iran-
ar kynnu að senda til innrásar í
land sitt.
Hussein flutti í dag ræðu í íraska
útvarpið í tilefni þess að íraksher
átti 65 ára afmæli: „Eftir því sem
óvinurinn veikist,. styrkjast írakar.
Arásarmennimir missa sífellt meira
blóð, en vamir okkar færast stöðugt
í aukana jafnhliða trúnni á föður-
landið," sagði Hussein í ræðu sinni.
Irakar sögðu um sprengjuárás
Irana að önnur sprengjuflugvél
þeirra hefði verið skotin niður og
hefði hin flúið samstundis, án þess
að sprengju væri varpað.
Fyrr í dag lýstu írakar yfir því
að herinn hefði hafið mikla árás á
víglínunni við suðurlandamæri íraks
og hrifsað Majnoon-eyjar úr höndum
Irana. Iranar náðu eyjunum á sitt
vald fyrir tveimur árum. íranar hafa
ekki svarað þessari fullyrðingu ír-
aka.
Turgut Ozal, forsætisráðherra
Tyrklands, sem nú er í opinberri
heimsókn í Teheran, sagði í dag að
Tyrkjar ætluðu ekki að taka að sér
að miðla málum milli frana og íraka,
en hann kvaðst vona að stríðinu lyki
sem fyrst.
AP/Símamynd
Fórnarlamb hryðjuverka-
manna borið til grafar
Eitt fómarlamba hryðjuverkamannanna, sem réðust á saklaust fólk á Rómar-
flugvelli, var borið til grafar um áramótin. Var þar um að ræða 11 ára gamla,
bandaríska stúlku, Natasha, en foreldrar hennar, Victor og Daniela Simpson,
ganga á eftir kistunni. Victor Simpson er fréttastjóri AP-fréttastofunnar í Róm
og það voru samstarfsmenn hans, sem báru kistuna.
Jarðsprengjur í S-Afríku:
Stjórnin
ræðir
gagnað-
gerðir
Jóhannesarborg, 6. janúar AP.
RÍKISSTJ ÓRNIN í Suður-
Afríku ræddi um það í dag
hvort og hvar ráðist skuli til
atlögu við skæruliða. Um
helgina sprakk jarðsprengja
undir bifreið við landamærin
og varð hún hvítum manni og
tengdadóttur hans að bana.
Magnus Malan, varnarmálaráð-
herra, sagði sl. sunnudagskvöld,
eftir að jarðsprengjan hafði
sprungið, að ríkisstjórnin ætlaði
ekki að láta þessum grimmdar-
verkum óhegnt. Á sl. þremur vik-
um hafa 13 manns beðið bana
þegar jarðsprengjur hafa sprungið
og kennir stjórnin um skæruliðum
Afríska þjóðarráðsins. Að sögn
stjórnvalda hafa skæruliðar þess
aðsetur í Zambíu, Botswana,
Zimbabwe, Mósambík, Lesotho og
Swazilandi.
Greint var frá ókyrrð og
íkveikjuárásum í nokkrum byggð-
arlögum svartra manna í dag en
ekki er vitað til, að neinn hafi látið
lífið.
VEX ÞER I AUGUM A0
kaupa inn fyrir fyrirtœkið?
• # #
Líttu þá inn til okkar í Griffli. Viö
höfum allt til aö koma skipulagi
á skrifstofuhaldiö, og fyrir utan
eru nœg bílastœöi.
Skrifstofuvörur
Meöal annars höfum viö möppur
í mörgum geröum, milliblöö,
eyöubiöö, Ijósritunarpappír,
diskettur, diskettugeymslur, tölvu-
möppur, bréfabakka, penna,
fallblýanta og öll almenn ritföng.
Tímarit og bœkur
íslensk, ensk, dönsk, þýsk og
amerísk tímarit og vasabrots-
bœkur. Úrval af íslenskumbókum.
Unlbind
Gangiö frá skjölum skrifstofunnar
í Unibind plastkápu. Unibind
kápan er úr níösterku plasti, svo
skjölin varöveitast vel og rifna
ekki úr kápunni.
Unibind — Einfaldur og fallegur
frágangur skjala.
Síðumúla 35 — Sími 36811
Crtstopher Isherwood
látinn á nírœðisaldri
^anhi Mnnicj léolifnrni■ ■ (l iannap A P
RITHOFUNDURINN Cristoph-
er Isherwood lést á laugardag
að heimili sínu í Santa Monica
í Kaliforníu. Hann var 81 árs
gamall og banamein hans var
krabbamein.
Þekktustu verk Isherwoods voru
frásagnir af ástandinu í Berlín undir
heimsstyijöldina síðari, sem gefnar
voru út undir heitinu „The Berlin
Stories" og munu margir þekkja
sögupersónuna Sally Bowles úr bók-
inni „Goodbye to Berlin" og kvik-
myndinni „Cabaret". Þessar sögur
voru að hluta til sjálfsævisögulegar.
„Hann færði mér heim sanninn
um hversu indælt það getur verið
að vera áttræður," sagði gamall
vinur Isherwoods, Armistead Maup-
in, rithöfundur og blaðamaður frá
San Francisco. „Hann var alltaf
reiðbúinn til að veita rithöfúndum
góð ráð og heimili hans var ungum
rithöfundum og listamönnum ætíð
opið.“
Don Bachardy, 33 ára gamall
sambýlismaður Isherwoods, sagði
að Isherwood hefði verið að skrifa
hluta sjálfsævisögu sinnar, sem
honum hefði ekki enst ævi til að
gefa nafn. Fyrir nokkrum árum gaf
Isherwood út bókina „Cristopher and
his Kind“, þar sem hann m.a. segir
opinskár frá tilgangi farar sinnar til
Berlínar á lokaskeiði Weimar-lýð-
veldisins, en í Berlínarbókum sínum.
Þaðan er fræg setningin: „For Cri-
stopher, Berlin meant boys.“
Bachardy sagði að ekki væri ráð-
gert að jarða Isherwood með við-
höfn. „Isherwood var mótfallinn því
og arfleiddi hann læknarannsókna-
stofnun UCLA-háskóla að jarðne-
skum leifum sínum til rannsókna,"
bætti vinur hans við.
Isherwood fæddist í High Lane í
Cheshire á Englandi 1904. Hann
nam í Cambridge og flutti til Banda-
ríkjanna 1939. Isherwood varð
bandarískur ríkisborgari árið 1946.
Áhugamál og hæfileikar Isher-
woods voru af ýmsum toga. Hann
var um skeið ritari strengjakvartetts
tónlistarfélagsins í London og lagði
Cristopher Isherwood
einnig stund á læknisfræði. Isher-
wood var handritahöfundur Metro
Goldwin Mayer og Wamer Brothers
kvikmyndaveranna um tíma og pró-
fessor við ýmsa háskóla í suðurhluta
Kalifomíu, þ. á m. UCLA.
Þekktastur er Isherwood fyrir
„The Berlin Stories", sem gefnar
vom út 1935. Þessar sögur urðu
kveikjan að leikriti John van Druten,
„Ég er myndavél" (I am a Camera)
frá 1952 og síðar söngleiknum
„Cabaret", sem hlaut verðlaun leik-
húsgagnrýnenda í New York 1966-
67. Leikstjórinn Bob Fosse gerði
kvikmynd eftir söngleiknum 1972
með Lizu Minelli og Michael York í
aðalhlutverkum og hlaut myndin
átta óskarsverðlaun.
Isherwood skrifaði nokkur leikrit
ásamt W.H. Auden, þ. á m. leikritið
„On the Frontier" og skrifaði nokkr-
ar bækur í samvinnu við austur-
lenska dulspekinginn Swami Prab-
havananda.
Að sögn Bachardys á Isherwood
enga eftirlifandi ættingja.
i
OMi