Morgunblaðið - 07.01.1986, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1986
23
Hefiir Kasparov
afiráðið að tefla
ekki við Karpov?
Moskvu, 6. janúar. AP.
HAFT er eftir heimildum, að
Garri Kasparov, heimsmeistari í
skák, hafi ákveðið að neita að
endurtaka einvígið við Karpov,
fyrrum heimsmeistara.
Heimildamennirnir, sem ekki vilja
láta nafns síns getið, segja að Kasp-
arov hafi skýrt frá þessari ákvörðun
sinni í ræðu, sem hann flutti í
íþróttaklúbbi sl. laugardag, og stað-
fest hana þegar á hann var gengið
á eftir. Virtist Kasparov vera viss
um, að FIDE, Alþjóðaskáksamband-
ið, myndi ekki svipta hann titlinum
þótt hann hætti við.
Campomanes, forseti FIDE, hafði
gefið Kasparov frest til dagsins í
dag, mánudags, til að fallast á nýtt
einvígi í febrúar nk. og átti hann
England:
Lögregluforingi
ölvaður við akstur
Poole, 6. janúar. AP.
YFIRMAÐUR umferðardeildar
lögreglunnar í Dorset á suðvest-
urhluta Englands missti ökuskír-
teini sitt til tveggja ára í dag eftir
að hann játaði á sig ölvun við
akstur.
Bert Sheldon, lögregluforingi,
viðurkenndi að hafa verið ölvaður
þegar hann lenti í árekstri 25. ágúst
1985, nákvæmlega ári eftir að kona
hans yfirgaf hann.
Samkvæmt blóðprufu var áfengis-
magn í blóði Sheldons flórum sinnum
meira en leyfilegt er. Hann var
dæmdur til 28 daga fangelsisvistar
og missti próf sitt til tveggja ára.
jafnframt að velja um hvort viður-
eignin færi fram í London eða Len-
ingrad. Karpov hefur þegar valið
Leningrad fyrir sína parta.
Þegar haft var samband við
Kasparov í síma og hann spurður
hvort hann hefði ákveðið sig, svaraði
hann: „Ég vel hvoruga borgina, ég
ætla mér ekkert að gera." Inntur
nánar eftir þessu sagðist Kasparov
mundu láta til sín heyra eftir að
fresturinn væri útrunninn. „Ég hef
þegar sagt, að ég tel þetta nýja
einvígi vera ólöglegt," sagði hann.
Garri Kasparov
AP/Símamynd
STARFSMAÐUR Sequoyah-kjarnorkustöðvarinnar athugar með
geislamæli hvort geislun hafi orðið í bifreið, sem stóð við verksmiðjuna
er birgðatankur sprakk með þeim afleiðingum að eiturgas lak út.
Einn maður beið bana og tugir þurftu að leita læknishjálpar.
Eiturský yfir
kjamorkuveri
Wcbbers Falls, Oklahoma, 6. janúar.
Birgðageymir Sequoyah-kjarn-
orkustöðvarinnar rifnaði á laug-
ardag með þeim afleiðingum að
hann lak 14,5 tonnum af geisla-
virku úraníumgasi. Einn maður
beið bana og tugir manna, sem
önduðu að sér eiturgufuin, voru
lagðir inn á sjúkrahús.
Komið hefur í ljós að tankurinn
var ofhlaðinn, yfirfullur, þegar hann
rifnaði. Starfsmenn voru að reyna
að minnka í tanknum er hann brast.
Einn starfsmanna orkuversins lézt
en hann stóð hlésmegin tanksins og
baðaðist í gasgufum er bresturinn
varð. Við lekann myndaðist eiturský,
sem náði allt að 29 km frá verk-
smiðjunni.
AP/Símamynd
SKÆRULIÐAR M-19-hreyfingarinnar er hafa staðið fyrir mörgum hryðjuverkum í Kólombíu auk árásar-
innar á dómshúsið í Bogata. Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum árum þegar þeir tóku í gíslingu sendi-
ráðsmenn af ýmsu þjóðerni. Gísl skæruliðans er þáverandi sendiherra Mexíkó í Bogota, Ricardo Galan.
Skæruliðar í Kólombíu
með vopn frá sandinistum
Bogota, Managua, 6. janúar. AP.
RÍKISSTJÓRNIN í KÓIombíu
skýrði frá því á laugardag, að
skæruliðarnir, sem réðust í nóv-
ember sl. á dómshúsið í Bogota,
hefðu notað riffla komna frá
sandinistum í Nicaragua. Sandin-
istastjórnin neitar þessu hins
vegar harðlega.
I bréfi, sem Augusto Ramirez
Ocampo, utanríkisráðherra Kólomb-
íu, sendi Miguel d’Escoto, utanríkis-
ráðherra Nicaragua, krefst hann
„fullrar og tafarlausrar skýringar"
á því, að vopnjn skuli hafa komist
í hendur skæruliða í Kólombíu,
M-19-hreyfingarinnar. Bréfið sendi
hann sl. fímmtudag en ekki var sagt
frá því fyrr en á laugardag.
Ocampo segir í bréfinu, að meðal'
vopnanna, sem skæruliðamir notuðu
í árásinni á dómshúsið, hafi verið
tveir belgískir rifflar og sýni númer-
in, að þeir hafi verið meðal vopna
sem Venezúelastjórn sendi sandin-
istum árið 1979. Sandinistar börðust
þá gegn stjóm Somoza og nutu
stuðnings Venezúela. Ocampo spyr
einnig um aðra riffla, sem skærulið-
arnir notuðu, og reynast vera úr
vopnabúri Somoza.
Á fundi í borginni Cartagena í
Kólombíu 2. desember sl. sagði
George Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, að bein tengsl væm
á milli sandinistastjórnarinnar og
M-19-skæruliðahrey fingarinnar.
Skýrði hann ekki mál sitt nánar en
haft var eftir heimildum, að hann
hefði m.a. haft í huga, að öll vopnin,
sem skæmliðamir notuðu við árás-
ina á dómshúsið, hefðu verið komin
frá sandinistum. Auk fyrmefndu
vopnanna er einnig um að ræða
vopn, sem féllu í hendur Víetnömum
og vom síðan send sandinistum.
Ríkisstjórnin í Nicaragua neitaði
því harðlega í gær að hafa sent
skæruliðum í Kólombíu vopn. Kvaðst
d’Escoto ekkert vita hvernig á þess-
um vopnum stæði í Kólombíu.
TIL ÁRÉTTINGAR
SKILAFRESTUR 20. FEBR. NK.
Hugmyndasamkeppni um ný
tækifæri í íslensku atvinnulífi
Samvinnusjóöur íslands hf. efnir til samkeppni
um bestu hugmyndina aö nýjum tækifærum í
íslensku atvinnulífi. Leitað er eftir hugmyndum
að nýjum framleiðsluvörum og/eða þjónustu-
starfsemi, jafnt innan hefðbundinna atvinnu-
greina, sem á nýjum sviðum. Leitað er sérstak-
lega eftir hugmyndum sem leiða kunna til
framleíðslu og sölu til útflutnings, eða sem
Veitt verða þrenn verðlaun
1. verðlaun
2. verðlaun
3. verðlaun
Hugmyndasamkeppnin er öllum opin, fyrirtækjum,
einstaklingum og félagasamtökum.
Samvinnusjóöurinn áskilur sér notkunarrétt aö
verölaunatillögunum sem hann álítur fýsilegar til
áframhaldandi rannsóknar og þróunar í því augna-
miöi aö stuðla að framleiðsiu.
Hugmyndir sem lagöar eru fram skulu merktar
dulnefni höfundar og í lokuöu umslagi meö utaná-
skrift sama dulnefnis skal raunverulegt nafn höf-
undar, heimilisfang og símanúmer, ásamt upplýs-
ingum um menntun og starfsferil, komafram.
skapa gjaldeyristekjur.
Hugmyndirnar og tillögurnar skulu vera hnit-
miöaöar og afmarkaðar. Fylgja skulu þeim ein-
hverjar upplýsingar um hvernig framkvæmd
þeirra geti leitt til framleiöslustarfsemi, hver
kostnaöur yröi viö framkvæmd þeirra, stofn-
og rekstrarkostnaöur og mögulegir markaöir.
fyrir bestu hugmyndirnar.
kr. 200.000
kr. 100.000
kr. 75.000
Samvinnusjóður íslands hf. er fyrirtæki í eigu
samvinnuhreyfingarinnar. Hluthafar eru um 60 tals-
ins. Tilgangur sjóðsins er aö efla og auka fjöl-
breytni atvinnulífs á islandi. Forgangsverkefni
sjóösins er aö fjármagna og stuðla að þróun nýrra
atvinnugreina.
Skilafrestur á tillögum er 20. febmar. Tillögum
skal skilaö til Þórðar Ingva Guðmundssonar, fram-
kvæmdastjóra, Samvinnusjóður íslands, Höföa-
bakka 9, 110 Reykjavík. Sími 686858, en hann
veitir jafnframt allar frekari upplýsingar.
| SAMVINNUSJÓÐUR ÍSLANDS HF.