Morgunblaðið - 07.01.1986, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 07.01.1986, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR1986 25 llekki Umbricht situr aftast á fyrsta farrými, breiðir yfir sig og sefur á iöngum flugleiðum. pa Tyrkir höfðu slitið stjórnmálasam- bandi við Þjóðveija á þessum tíma og Svisslendingar höfðu tekið að sér milligöngu milli landanna. Umbricht fór í gegnum skjöl í þýska sendiráð- inu og fann meðal annars leyniskeyti og upplýsingar frá Cicero, þjóni breska sendiherrans í Tyrklandi, sem sönnuðu að hann var njósnari Þjóð- veija. „Eg brenndi öll þessi skjöl,“ sagði Umbricht. „Éggæti núnagefið út bók, sem yrði örugglega mjög vinsæl, ef ég hefði geymt þau.“ Sag-an af Sókratesi bjargaði honum í svörtustu Afríku Hann starfaði síðar í sendiráðum Sviss í London og Washington. Þar vakti hann athygli yfirmanna Al- þjóðabankans á sér með því að gagnrýna harðlega stefnu bankans í komviðskiptum. „Þetta var 1953 og ég benti á að skýrsla bankans tók ekkert tillit til landa sem urðu undir í heimsstyijöldinni síðari. Bankastjórinn hafði samband við mig og sagðist vera hjartanlega sammála mér, vandinn væri sá að enginn talaði máli þessara þjóða í bankanum. Hann bauð mér starf sem aðstoðarframkvæmdastjóri Austur-Evrópu, Afríku og Austur- Asíu-deildarinnar og ég tók við því starfí. Fjórum árum seinna hringdi forseti Sviss til mín og bað mig um að verða yfirmaður fjármálaráðu- neytisins í Bern. Ég gat auðvitað ekki neitað bón forseta míns eigin lands og fór til Bern.“ Hluti Kongó fékk sjálfstæði frá Belgíu árið 1960. Borgarastyijöld ríkti í landinu. Umbricht var fenginn til að fara þangað og stofna seðla- banka landsins á vegum Sameinuðu þjóðanna. „Það var okkur Evrópubú- um að kenna að Afríkulöndin gátu ekki sinnt sínum málum sem skyldi eftir að þau fengu loks sjálfstæði. Mobuto, núverandi forseti Zaire, var til dæmis aldrei annað en yfirliðþjálfi í belgíska hernum og hefði aldrei komist lengra. Þessar þjóðir fengu ekki tækifæri til að öðlast þekkingu og þjájfun til að sjá sjálfum sér farborða, fyrr en þær hlutu sjálf- stæði. Ástandið í Kongó var mjög slæmt á þessum tíma. Eitt kvöld réðust nokkrir hermenn inn á skrifstofuna til mín og heimtuðu að ég léti þá fá peninga úr hirslum bankans. Ég þvertók fyrir það og þeir ógnuðu mér með byssum. Þeir misþyrmdu og myrtu Isador, bílstjórann minn, og sögðu að ég yrði næstur ef þeir fengju ekki peningana. Ég var þver og ætlaði ekki að láta þessa ofbeldis- hunda ógna mér, benti þeim á að þeir ættu ekki peningana í bankan- um, eins og þeir fullyrtu, heldur þjóð- in öll og mér hefði verið falið að gæta þeirra. Isador lá í blóði sínu við hlið mér og ég vissi að það myndi fara eins fyrir mér. En þá kom eitt- hvað yfir mig og ég ákvað að segja þeim söguna af Sókratesi. Ég sagði þeim að fangar fengju ávallt eina ósk uppfyllta áður en þeir væru teknir af lífí. Mín ósk var að segja þeim söguna af grískum heimspek- ingi sem var tekinn af lífi fyrir tvö þúsund árum en umheimurinn hefði aldrei fyrirgefið ódæðismönnunum. Ég sagði að eins myndi fara fyrir þeim ef þeir dræpu mig, hermenn hinnar ungu þjóðar yrðu vanvirtir í aldaráðir fyrir að drepa saklausan mann og þriggja bama föður. Þeir veltu þessu fyrir sér og ákváðu á endanum að láta mig lausan. Skömmu seinna bað kunningi minn í Sviss mig um að reyna að afla einhverra upplýsinga um systur hans sem var nunna í Kongó og ekkert hafði heyrst frá lengi. Ég vissi hvar hún hafði verið og hélt af stað akandi inn í frumskóginn með áttavita í von um að fínna hana. Ég kom að dvalarstað trúboðanna í skóginum eftir margra tíma akstur og spurði um konuna. Sá er ég talaði við fór eitthvað inn í skóginn og kom svo aftur og spurði hvað ég héti og hvað ég vildi stúlkunni. Hann fór aftur inn í skóginn og hún kom svo í fylgd með honum. Hún féll um háls inér og grét viðstöðulaust í tvær klukkustundir. Ég lofaði henni að ég myndi hjálpa henni heim, en vildi ekki taka hana með mér í bílnum. Enda var það eins gott. Þetta var 19. febrúar 1961 og ég var stöðvað- ur af hermönnum á leiðinni út úr skóginum. Lumumba, fv. forsætis- ráðherra, hafði verið myrtur þennan dag og mikil tortryggni og reiði ríkti í landinu. Stúlkan hefði ekki sloppið eins auðveldlega úr höndum her- mannanna og ég.“ „Hér hvílir heiðursmaöur" Umbricht ákvað af persónulegum ástæðum að hverfa ekki aftur heim til Sviss eftir ársdvöl í Kongó, heldur gerðist hann yfirmaður svissneska fyrirtækisins Ciba í Bandaríkjunum. Hánn dró sig þó ekki alveg í hlé frá alþjóðamálum. Árið 1968 tók hann sæti í Mekong-ráðinu sem fjallar um efnahagsþróun landanna, sem Mekongáin fellur í gegnum, eða Kambodíu, Laos, Thailands og Víet- nams. Hann hefur verið formaður ráðsins síðan 1972. Árið 1970 var honum boðið sæti í stjóm alþjóða- ráðs Rauða krossins, en það þykir mikil upphefð í Sviss. Hann hefur verið leiðtogi fjölda sendinefnda stofnunarinnar á orustusvæðum og heimsótt stríðsfanga víða. „Það var nokkuð erfitt að fá leyfi til að heimsækja pólitíska fanga í Nicaragua undir lok Somoza-tíma- bilsins," sagði Umbricht. „Ég spurði Somoza hvað hann hefði á móti því að ég heimsækti þá. Hann sagði að það væru engir pólitískir fangar í haldi heldur bara glæpamenn. „Kannski lendið þér einn dag í fang- elsi,“ sagði ég við Somoza. „Þá verðið þér feginn að fá fulltrúa Alþjóðaráðs Rauða krossins í heim- sókn!“ „Ég endurtek, þetta’ era glæpamenn,“ sagði Somoza. „Sandinistarnir segja hið sama um yður. En þér munuð óska þess að það verði farið með yður eins og pólitískan fanga ef þér fallið í hendur þeirra!" Umbricht gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Hann er mjög trúað- ur maður og hefur trú sína að leiðar- Ijósi. Hann lítur á hlutina frá sann- gjörnu og réttvísu sjónarhomi og reynir að finna bestu framkvæman- legu lausnina á hlutunum. „Ég hef mína trú og skoðanir og reyni ekki að breiða yfír það. Þeir sem ég starfa með vita þetta, þeir vita hvar þeir hafa mig og treysta mér þess vegna. Ég er kapítalisti en það kemur ekki í veg fyrir að ég geti gefið ráðleggingar í Víetnam. Fólkið þar þarf á aðstoð að halda og það skiptir mig engu máli, hvort stjórn- völd era kommúnistar eða eitthvað annað. Enda bað Pham Van Dong, forsætisráðherra, mig um að vera um kyrrt þegar ég tók við starfinu í Austur-Afríku. Vandi þriðja heimsins er mikill og því miður hefur stór hluti al- þjóðahjálparstarfsins farið fullkom- lega út um þúfur,“ hélt hann áfram. „Yfír hundrað þúsund sérfræðingar heimsóttu Afríku á síðustu tíu árum. Hefur ástandið batnað? Nei, það er mun verra. Stór hópur sérfræðinga hjá alþjóðastofnunum og öðram hjálparstofnunum er í þessum störf- um, af því að þau era vel borguð og af því að hann fær ekki góð störf heima hjá sér. Fimmtíu þúsund sér- fræðingar hefðu verið meira en nóg. Ég er af gamla skólanum og skil ekki þetta unga fólk. Það þarf tvo daga til að jafna sig eftir flug til Afríku, gleypir vítamíntöflur en er samt þreytt og dasað. Ég borða aldrei neitt á löngum flugleiðum, sit. aftast á fyrsta farrými, breiði yfír mig og sef. Og ég get vel hafíst handa við fundahöld sama dag og ég kem á áfangastað." Umbricht á þijú böm sem hann og kona hans ættleiddu í Bandaríkj- unum. Þau hafa oft óskað þess að hann væri meira heima og stundum óttast um líf hans, ekki alltaf að ástæðulausu. En Umbricht bendir þeim á að þetta sé sitt starf og allir verði að deyja einhvern tímann. „Það er mikilvægt fyrir mig að vinna mitt starf eins vel og ég get. Ég geri aldrei neitt á móti eigin sam- visku og það veit fjölskylda mín. Ég vil að hún geti staðið við gröf mína og hugsað: „Hér hvílir heiðursmað- ur!“ Hann hefur verið að draga úr störfum sínum undanfarið, hefur hætt I stjórnum nokkurra fyrirtækja og hyggst fara að taka það rólegar. „Ég hef verið beðinn um að taka að mér starf í sambandi við efna- hagsþróun landanna sem Níl fellur í gegnum. Kona mín er á móti að ég geri það,“ sagði hann, en við vissum bæði að það eitt myndi ekki koma í veg fyrir að hann tækist á við nýtt verkefni. „Nú veistu alltof mikið um mig,“ sagði hann, og keypti handa mér miða í sporvagninn. Hann gaf sér tíma til að bíða eftir vagninum með mér en svo skálmaði hann á skrif- stofuna til að lesa yfir prófarkir að fræðilegri bók sem hann er með í smíðum ofan á allt annað. - ab. John A. Speight tónskáld. Páll P. Pálsson hljóm- sveitarstjóri. Joseph Ognibene einleikari. Sinfóníuhljómsveit íslands: Fyrstutón- leikar ársins Það eru heimamenn sem eru í sviðsljósinu á tónleikum Sinfóníuhljom- sveitar Islands í Háskólabiói fimmtudaginn 9. janúar kl. 20.30. Stjórn- andi er Páll P. Pálsson, einleikari Joseph Ognibene, horn, og frumflutt verður verk eftir John A. Speight. Fyrsta verkið á efnisskránni er Sinfónía eftir John A. Speight, sem samin er á tímabilinu júní 1983 til júlí 1984. Að sögn tónskáldsins er verkið í þremur þáttum og er hug- myndin fengin frá altaristöflu, þar sem myndirnar beggja megin við aðalmynd byggjast á samtengdu efni. John fékk styrk frá Tónskálda- sjóði Ríkisútvarpsins til að semja verkið. Annað verkið á efnisskránni er Homkonsert nr. 1 í Es-dúr eftir Richard Strauss sem hann samdi 19 ára gamall fyrir föður sinn, en hann var fyrsti hornleikari í Hirðhljóm- sveitinni í Munchen. Strauss samdi tvo homkonserta um ævina, hinn síðari er hann var 78 ára gamall. Joseph Ognibene leikur einleik í verkinu. Síðasta verkið er Furur Rómar- borgar eftir Ottorino Respighi. Verk- ið er í íjórum þáttum, sem bera nöfnin Fururnar í Villa Borghese (með leik bamanna), Furumar við katakombumar (með Gregoríanskan m. söng munkanna), Furumar í Gianic- olo (með söng næturgalans) og Furarnar á Via Appia (með sigurm- ars hersveita á leið til Capitol- hæðarinnar). Miðar á tónleikana fást í Bóka- búðum Sigfúsar Eymundssonar og Lárasar Blöndal og í ístóni. (Fréttatilkynning.) Vestmannaeyjar: íbúðir fyrir aldraða afhentar fyrir jólin Vestmannaeyjum, 28. desember. SKÖMMU fyrir jól voru afhentar 6 íbúöir í öðrum áfanga í byggingu íbúða fyrir aldraöa í Vestmannaeyj- um. Húsiö er staösett í námunda viö Iiraunbúðir, dvalarheimili aldraöra, viö hlið sainskonar húss er reist var 1981. í því húsi eru einnig 6 íbúöir. Framkvæmdir við byggingu hússins hófust í byrjun þessa árs og hafa þannig gengið hratt og vel fyrir sig, en nokkrar tafir urðu á því að þær hæfust frá því fyrsta skóflustungan var tekin 3. júlí 1984. Gylfi Guðjónsson arkitekt sá um allar teikningar að þessu húsi en hann teiknaði einnig fyrra hús- ið. Verktakar voru tveir, Trésmíða- verkstæði Erlendar Péturssonar og Hamar sf. í húsinu eru sem fyrr segir 6 íbúðir, 4 stórar hjóna- íbúðir og 2 einstaklingsíbúðir. Sameiginleg setustofa er fyrir íbú- ana og lagði bæjarsjóður tii hús- gögn í hana. íbúðirnar eru hinar vönduðustu og frágangur á öllu hinn besti. Það kom fram í máli Sigurðar Jónssonar forseta bæjarstjórnar þegar hann afhenti íbúunum lykl- ana að íbúðúm þeirra, aö bæjar- stjórnin hefur ákveðið að byggja næsta áfanga með 12 íbúðum. Er ætlunin að þær framkvæmdir hefjist í árið 1986 og þeim verði lokið í apríl 1987. í bygginganefnd íbúða fyrir aldraða eiga sæti Gísli G. Guðlaugsson, Þorbjörn Pálsson ogSigurður Jónsson. —hkj. -------♦ Þórdís Þorvalds- dóttir borgar- bókavörður í Reykjavík Á fundi borgarráðs 27/12 var lagt fram bréf stjórnar borgarbókasafns frá 16. sama mánaðar þar sem mælt var með því að Þórdís Þor- varldsdóttir yrði ráðin borgarbóka- vörður. Var það samþykkt í borgar- ráði. Þórdís hefur sl. ár gegnt starfi borgarbókavarðar, síðan Elva Björk Gunnarsdóttir hætti, en var áður yfír bókasafni Norræna hússins og gegndi þá störfum forstöðumanns hússins í fjarvera þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.