Morgunblaðið - 07.01.1986, Side 31

Morgunblaðið - 07.01.1986, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1986 31 Fjölmenni tók þátt i ráðstefnunni Explo 85. Mornunbiaðið/RAX Beint sjónvarp um gervi- hnött var hátindurinn segir Friðrik Schram framkvæmdastj óri ráðstefhunnar Explo 85 ALÞJÓÐLEG ráðstefha um kristna trú og boðun, Explo 85, var haldin Menntaskólanum við Hamrahlð dagana 27.-31. des- ember sl. Nær öll kristin trúfé- lög á slandi tóku þátt ráðstefti- unni og hafa um 1.200 manns setið hana þegar flest var. Ráð- steftia þessi var nýstárleg að þv leyti að hún fór fram 65 löndum samtmis, fólk af 160 þjóðernum var þátttakendur, samtals um 600.000 manns, og henni var sjónvarpað i gegnum gervihnött til 115 staða víða um heim. Alls gátu um 30 milljónir manna fylgst með þessum sjón- varpssendingum frá ráðstefii- unnii Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Friðrik Schram fram- kvæmdasfjóra Explo 85 og var hann spurður hver tilgangur ráðstefiiunnar hafi verið og hvernig undirbúningi hennar hafi verið háttað. „Tilgangur ráðstefnunnar var að þjálfa almennt safnaðarfólk til að taka virkari þátt starfi safnaða sinna og vinna að útbreiðslu krist- innar trúar,“ sagði Friðrik. „Hug- myndina að þessari alþjóðlegu ráð- stefnu átti Campus Crusade for Christ, sem er kristin hreyfing há- skólastúdenta Bandarkjunum. Hreyfing þessi sem er fjármögnuð með gjöfum frá almenningi hefur um 16.000 starfsmenn vðsvegar heiminum. Hreyfingin er tengslum við Billy Graham. sland kom inn myndina þegar starfsmaður hreyf- ingarinnar, Rainer Harnisch, kom hingað til lands byijun árs og ræddi við biskup slands herra Pétur Sigur- geirsson. Hann fékk strax áhuga á þessu máli og fól Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga að annast málið undir forystu Kristjáns Búasonar dósents. Skipaði hún undirbúnings- nefnd úr ýmsum kirkjufélögum sem svo skipaði fimm manna fram- kvæmdanefnd. Ég var sðan ráðinn framkvæmdastjóri og fékk til liðs við mig margt fólk úr ýmsum söfn- uðum. Þetta fólk skipti með sér verkum við undirbúninginn og var öll vinna við hann vel skipulögð. Undirbúningur hófst fyrir alvöru í september. Ég tel það mikla gleði- frétt að fólki úr öllum trúfélögum hér á landi tókst að vinna svona vel saman.“ - Hvernig var ráðstefnan kynnt hér á landi? „Fjárskortur kom veg fyrir að hægt væri að auglýsa ráðstefnuna sem skyldi. Þegar undirbúningur hófst var ekkert fjármagn fyrir hendi af hálfu okkar Islendinga og reynt var að spara öllu svo ekki stæðum við uppi með tap. Þess vegna var ltið hægt að auglýsa. Reynt var að Ráðsteftiunni var sjónvarpað beint tii 115 staða víða um heim. Þessum skermi var komið upp við Menntaskólann við Ilamrahlíð til að taka á móti gervihnattarsendingunum. kynna ráðstefnuna þeim söfnuðum sem tóku þátt henni. Gert var kynningarmyndband sem sýnt var vða og einnig var sagt frá ráðstefn- unni blaðagreinum. En vegna þessa fjárskorts beindist kynningin frekar til þeirra sem þegar taka nokkurn þátt safnaðarstarfi. Öllum var þó ftjáls þátttaka. Til að standa straum af kostnaðinum var innheimtur aðgangseyrir kr. 1000. Innifalið honum voru ýmis gögn, svo sem kennsluhefti og sönghefti. Einnig voru seldir bolir með merkinu Explo 85 til fjáröflunar." - Hvernig var dagskrá ráðstefn- unnar? „Ráðstefnan hófst með ávarpi biskups íslands föstudaginn 27. desember. A hveijum morgni leiddu leiðtogar eða starfsmenn safnaða bænastundir. Kennsla hófst síðan kl. 10 og stóð í klukkustund. Séra Örn Bárður Jónsson formaður undir- búningsnefndar gaf leiðbeiningar um hvemig menn geta gefið öðrum hlutdeild í trú sinni á kurteislegan hátt og náð árangri. Eftir kennslu- stundirnar var rætt um námsefnið í umræðuhópum eða starfshópum og unnið áfram með þær hugmyndir sem varpað var fram í fyrirlestrun- um. Eftir matarhlé var aftur komið saman á lofgjörðarstundum sem stóðu fram að sjónvarpsútsending- unum sem hófust kl. 15.00. Að vissu leyti voru þessar beinu gervihnattar- sendingar hátindur ráðstefnunnar. Mér fannst stórkostlegt að upplifa þessa nýjung. Stjórnstöð í London samhæfði útsendingarnar. Þar ræddu saman fulltrúar frá ýmsum stöðum i heiminum. Þetta var sér- stök reynsla, að sjá hlutina um leið og þeir gerast viða um heim. Mér finnst þetta algjört undur og nú má segja að allar fjarlægðir séu horfnar. Stutt mynd var tekin á ráðstefnunni Séra Jakob Rolland í ræðustól. i Hamrahlíðarskólanum sem síðan var send út.“ - Hver er árangur ráðstefnu sem þessarar? „Ráðstefnan skilur eftir sig já- kvæðara hugafar milli kristinna samfélaga og safnaða og tilfinningu fyrir bræðralagi milli þeirra. Hún skilur einnig eftir þá reynslu að við getum starfað saman og það er mikilvægt að við höfum tilfinningu fyrir því að þessi fámenna þjóð er þátttakandi i vaxandi starfi krist- innar kirkju um allan heim. Við höfum trú á því að við getum staðið saman og unnið saman. Akveðið hefur verið að halda Explo 90 og þá verður vonandi hægt að undirbúa og kynna ráðstefnuna betur en nú.“ Um „ábyrgð á öryggi“ eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur VEGNA ummæla sem eftir mér eru höfð í Morgunblaðinu í gær þann 5. janúar vil ég taka eftirfarandi fram. I fyrirsögn viðtals við mig kemur fram algjör meiningarleysa en þar stendur: „Ljóst er að íslendingar verða að ábyrgjast öryggi sitt.“ Þessa fyrirsögn mætti e.t.v. með illvilja túlka sem svo að ég sé að mæla með íslenskum her sem „ábyrgðist" öryggi okkar. Því fer víðs fjarri að slíkt hafi verið ætlun mín. Verður orðalagið þó fremur að skrifast á reikning reynsiuleysis míns í blaðaviðtölum en beinna rangfærslna blaðamanns. Ástæða ummælanna er sú að Morgunblaðið leitaði eftir áliti mínu á viðtali við Svavar Gestsson í tíma- ritinu Þjóðlíf en þar talar hann margoft um „það meginatriði að trýggja öryggi landsins“. Tengdust spurningar blaðamannsins því orða- lagi. Þessi orðanotkun er reyndar ætt- uð frá hernámssinnum hér á landi og þeim sem hvað mest hafa barist fyrir veru Islands í Atlantshafs- bandalaginu. Ná áhrif hennar greini- lega langt inn í raðir herstöðvaand- stæðinga. I reynd er þó á engan hátt hægt að taka svona til orða af neinu skynsamlegu viti. Á þeim tímum sem við lifum á - tíma kjarnorkuógnunar - er alls ekki hægt að tryggja öryggi landsms nokkurs lands. Hvorki Bandaríkja- forseti, Sameinuðu þjóðirnar eða nokkur annar aðili eða stofnun geta tryggt öryggi okkar ef til stríðs kcmur. En þessi orð eru náskyld öðrum sem herstöðvasinnar nota oft. Þeir tala um varnarlið og að með veru í NATO séu öryggishags- munir okkar tryggðir. Hvers virði yrðu slíkar tryggingar ef t.d. Rússar vörpuðu kjarnorkusprengju á Kefla- víkurflugvöll? Hveiju værum við bættari þótt því yrði svarað með árás á einhvetja sovéska borg? Vissulega engu. Þetta hafa herstöðvaandstæðing- ar margoft bent á og ennfremur það að vera bandarísks herliðs á Kefla- víkurflugvelli og sú hernaðarupp- bygging sem þar á sér stað eykur mjög hættuna á því að við verðum skotmark í hugsanlegu kjamorku- stríði. I samræmi við það höfum við þá afstöðu að með því að reka herinn og lýsa yfir hlutleysi landsins mynd- um við minnka líkurnar á kjarnorku- árás og auk þess leggja okkar lóð á vogarskálina til að draga úr víg- búnaðarkapphlaupinu sem ógnar nú öryggi allrajarðarbúa. En að sjálfsögðu er hvorki hægt að tryggja alveg né ábyrgjast öryggi nokkurs lands. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. Reykjavík, 6. jan. 1986, Inglbjörg Haraldsdóttir, formaður Samtaka herstöðva- andstæðinga. Húsavík: Dag’iir opnai’ skrifetofu Húsavík, 6. janúar. DAGUR á Akureyri, sem síðan í haust hefur komið út sem dag- blað, opnaði i gær skrifstofu á Húsavík. Ingibjörg Magnúsdóttir, sem áður starfaði sem fréttaritari DV á Húsavík, var ráðin í fúllt starf hjá Degi þegar blaðið var stækkað og gert að dagblaði. Skrifstofa Dags er á Stóragarði 3, í stóru og vistlegu húsnæði og vel staðsettu í bænum. I sambandi við opnunina var fréttariturum blaða boðið til fagnaðar og kynningar á starfsemi blaðsins og gat fram-1- kvæmdastjóri Dags, Jóhann Karl Sigurðsson, þess að áformað væri að opna skrifstofur víðar á Norður- landi. Fréttaritari Húsavík: Spenningur í mönnum vegna < Kolbeinsejjar Húsavík, 6. janúar. NU HAFA menn hér kvatt frekar hagstætt ár, þegar á heildina er litið, þó að skipst hafi á skin og skúrir. Veðrið nú um jólin og áramót- in var gott og komust menn flestra ferða sinna að vild, en mikið var um aðkomuinenn í bænum eins og vant er. Skíðasnjór var í Skálamel og togbraut í gangi um jólin. Liðið ár var snjólétt, vetrartíðin hagstæð og vor gott, en sumarið var frekar kalt og votviðrasamt og erfið heyskapar- tíð. Heyfengur var þó í meðallagi að magni en gæðin með lélegra móti. Sjávarútvegurinn er sem áður undirstöðuatvinnuvegurinn, þó í þeirri starfsgrein fjölgi ekki. Aftur á móti hefur orðið fjölgun á undan- förnum árum í þjónustugreinum. Landsettur þorskafli var á síðasta ári um 7.000 tonn (7.200 árið 1984) og rækja 1.500 tonn (1.000). Síld- veiði í lagnet var léleg en grásleppu- ^ veiði góð. Togarinn Júlíus Havsteen er nú farinn á rækjuveiðar og menn bíða hér í spenningi eftir hvað verður um Kolbeinsey, því atvinnuhjólin hér fara ekki að snúast eðlilega fyrr en hún kemur aftur, sem flestir vona, eða þá annað atvinnutæki í hennar stað. , - Fréttaritari ... wmmmmmmmmmuuat á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.