Morgunblaðið - 07.01.1986, Side 33

Morgunblaðið - 07.01.1986, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1986 33 Mmning: Hrólfur Péturs- son, ísafirði Á fögru júlíkvöldi fyrir tveimur sumrum stóðum við tveir félagar Hrólfs Péturssonar á þeim stað, Skeiði við Dvergastein í Álftafirði, þar sem hann sleit fyrstu barns- skónum, og virtum fyrir okkur fjörð- inn spegilfagran, en yfir okkur gnæfði Kofrinn tiginn og dularfullur. Við þrír skynjuðum nærveru löngu liðins tíma, sem Hrólfur hafði sagt okkur frá á mörgum góðum sam- verustundum þegar við tylltum okkur ogtöluðum um eitthvað annað en veiðar og vinnu. Á þessu fagra kvöldi voru 70 ár liðin frá því hann fæddist að Tröð þar utar í firðinum þ. 15-júlí 1914. Foreldrar Hrólfs voru Pétur Frið- geir Jónsson og Friðgerður Samúels- dóttir. Ættartengsl þeirra voru víða um Vestfirði. Fyrsta heimili þeirra var á Uppsalaeyri við Seyðisfjörð, þar sem Pétur vann við Hvalastöð Norðmanna, þetta mun hafa verið 1887, en tæpum áratug síðar munu Norðmenn hafa horfið þaðan og hætt rekstri hennar. Þau Pétur og Friðgerður fluttust þá fljótlega í Álftafjörð að Skeiði, en þar var þá síldarsöltun sem norskur maður, Emil Rokkstad, rak, sjálfur var hann búsettur á Bjarnalandi í Laugarnes- hverfi þar syðra en hafði sest að fyrir Vestan. Pétur gerðist verkstjóri hjá honum. Var þá vel líflegt við Álftafjörð um þessar mundir þar sem einnig var rekin söltunarstöð á Hallareyri. Þeim hjónum varð 8 barna auðið, en 5 þeirra komust til fullorðinsára, þau voru Guðmunda, Jón, Jónína, Kristján og Hrólfur. Guðmunda var þeirra elst og er hún ein eftirlifandi og býr að Hrafnistu í Reykjavík. Árið 1922 fluttist Hrólfur með foreldrum sínum til Isafjarðar. Byrj- aði hann fljótlega að létta undir með þeim, vann m.a. sem sendill í Björns- búð og síðar eftir fermingu að bera kol hjá föður sínum, en Pétur var verkstjóri hjá Jóni Eldwald kaup- manni og síðar Högna Gunnarssyni, samfellt í 21 ár. Pétur var alla tíð talinn trygglyndur og vinnusamur maður með afbrigðum. Á Isafirði snérist allt um sjóinn. Hrólfur byijaði að beita 15 ára gamall á mótorbátnum Geysi ÍS með Árna Magnússyni skipstjóra, slðar lá leiðin á sjóinn fyrst á samvinnu- bátana og þá á Hugana. Á árunum 1930-1940 var mikið framboð af mönnum í skiprúm hér vestra, reyndu þá formenn að velja úr duglegustu sjómennina. Þetta ól með mönnum ótrúlegt kapp og metnað við vinnu. Þessa eiginleika hafði Hrólfur í ríkum mæli. Árið 1945 giftist Hrólfur Halldóru Ornólfsdóttur Hálfdánssonar. Þau eignuðust tvö böm, Friðgeir og Guðrúnu, sem bæði eru búsett á ísafirði. Hrólfur og Halldóra slitu síðar samvistir. Margir munu minnast Hrólfs á Póstbátnum á fyrstu árunum eftir stríðið þar sem hann var háseti ásamt Bjarna Sól með Halldóri Gunnarssyni skipstjóra og síðar Gísla Júlíussyni. Bryggjur voru þá fáar í Djúpinu og komu bændur fram á árabátum sínum í bátinn. Þurfti þá að rétta á höndum alla sekkjavöru niður í þessa litlu báta við skipshlið. Það var því eins gott að sinar væru seigar í mönnum. Á árunum 1954-1960 vann Hrólfur við írafossvirkjun og síðan Minning: Kolbrún Sigurðar- dóttir, Braut Fædd 25. apríl 1953 Dáinn 23. desember 1985 Okkur setti hljóð þegar harma- fregnin barst og okkur var sagt að Kolla frænka væri dáin, horfín sjón- um okkar. Við fyllumst vonleysi og spyijum: Hvers eiga þau að gjalda börnin tvö og Steini, Magga og Siggi, já, þau öll sem standa nú uppi harmi slegin við fráfall hennar? Hvaða almætti er það sem ræður í þessum heimi og getur verið svona miskunnarlaust? Spumingin stendur, kannski ósanngjöm og lýsandi um skilnings- leysi á framgang lífsins. Við stöldmm við og blöðum í bók- um til þess að finna eitthvað fallegt sem hefur verið ort og gæti átt við, en lendum í vandræðum, því öll eram við mannanna böm sérstök, sum frekar en önnur og Kolbrún eitt þeirra. Þegar við minnumst Kollu vakna upp endurminningar, já, ótalmargar, flestar bundnar æsku og leik í Fögruhlíð heima hjá foreldram henn- ar, sem eru okkur svo kær og einnig hjá pabba og mömmu á Digranes- veginum, þar sem hún var eins og eitt af okkur systkinunum. Heimsóknir og samverustundir bæði í gleði og sorg síðar á lífsleið- inni, eftir að Kolla og Steini vora komin með fjölskyldu og bömin þeirra yndislegu sem endurspegla hið góða og saklausa sem við trúum á. Lífíð verður að halda áfram, það er lögmál og við mennirnir fáum ekki miklu ráðið þegar staðið er frammi fyrir svo alvarlegum sjúk- dómi sem hér var um að ræða. Við verðum að treysta á að tíminn lækni það sár sem við berum og minningin um Kollu verður ætíð ljós sem lýsir. Það skarð sem hér var höggvið verður ekki fyllt, en við systkinin vottum öllum ástvinum hennar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Heiða og Siggi. SkreytingarGRÓÐRASTÖD1N GARÐSHORN SUÐURHLÍD 35 SÍMI 40500 Mjólkárvirkjun hjá danska verktaka- fyrirtækinu Pil og Son. Þessara ára minntist hann ávallt með gleði. Þar kynntist hann mörgum góðum og skemmtilegum félögum sem honum varð tíðrætt um síðar á æfinni. Þar var á góðum stundum tekið lagið og sungið um ástina, ættjörðina og hafið. Upp úr 1960 lá leiðin aftur til sjós og var hann þá um skeið með Ándrési Finnbogasyni skipstjóra. Síðan lá leiðin aftur til ísafjarðar en þeim stað unni hann alltaf mest og var óspar að láta það í ljós. Var hann þá um nokkurra ára skeið vél- gæslumaður hjá Rafveitu Isaíjarðar og síðar við beitningu á landróðra- bátum. 1970 réðst hann á Þrist ÍS og síðar Engilráð ÍS, báta sem Óskar Jóhannesson og undirritaður áttu saman og vora á. Þar var hann samfellt í 10 ár á sumrin á hand- færaveiðum og öðram veiðum sem til féllu. Enda þótt hann væri tveim- ur áratugum eldri en við skipsfélagar hans, þá gaf hann okkur ekkert eftir hvað úthald og aflabrögð snerti. Ég var þess fullviss að því mundi hann halda á meðan hann stæði á báðum fótum. Enda fór það svo að hann var enn í fullu starfi þegar kallið kom en hann starfaði til hinstu stundar hjá Friðgeiri syni sínum og Braga Magnússyni í Vélsmiðju ísafjarðar. Síðustu árin bjó Hrólfur á Hlíf, dvalarheimili aldraðra á Isafirði og undi hag sínum þar hið besta. Hrólfur var sérstaklega minnugur á samferðamenn sína og mjög vel heima á ættum manna hér við Djúp. Kunni hann frá mörgu að segja sem öðram hafði gleymst. Alltaf verða mér minnisstæðar sumarnæturnar við nyrsta haf eftir góðan afladag þegar lagst var til svefns í lúkarnum og báturinn hreyfðist dúnmjúkt á lognöldunni. Þá sagði Hrólfur okkur Óskari gjarnan sögur á meðan svefn- inn beið átekta, sögur um menn og málefni sem hann hafði upplifað og numið af foreldrum sínum um góð og ill örlög manna, um ástir þeirra og afrek. Mér var það fyrir löngu ljóst að kærir yrðu Hrólfi endurfundir við foreldra sína, þegar að þar kæmi. Nú er stundin runnin upp. Halldór Hermannsson Blómastofa Friöfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öllkvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar viö öll tilefni. Gjafavörur. Stemar Skúla- son - Minning Mánudaginn 25. nóv. síðastliðinn barst mér sú sorglega frétt að minn ástkæri vinur Steinar Skúlason hefði látist af slysförum, aðeins tuttugu og eins árs gamall. Það er ótrúlegt að Steinar okkar skyldi kveðja svo ungur, svo „óraun- verulegt" að ég á mjög bágt með að kyngja því, kannski á maður ekki að kyngja því heldur. Ég kynntist Steinari þegar ég var við nám úti í Englandi, ég var svo lánsamur að vera í sama skóla og hann. Það eru fimm ár síðan en mér finnst eins og það hefði verið í gær. Steinari fannst ég hálf skrítinn við fyrstu kynni, en vináttan milli okkar óx og óx með degi hverjum. Steinar var mjög vel gefinn og átti hann mjög gott með að læra. Það var ósjaldan að ég leitaði til Steinars vinar míns og bað hann um hjálp við enskunámið. Steinar var alltaf snyrtilegur til fara, prúður með sinni hæglátu framkomu. Hann vann mikið og var einn duglegasti drengur sem ég hef þekkt. Hann horfði ávallt björtum augum fram á veg framtíðarinnar. Hann bjó yfir ótrúlegri orku dreifði hann henni kringum sig til vina og ástvina. Alltaf var Steinar fyrstur manna til að rétta hjálparhönd þegar eitthvað bjátaði á hjá mér og öðram. Færði lífið á hærra stig með hóflegri spaugsemi og ýmsu fyndnu kryddi sem honum var einum lagið. Steinar var góður drengur og kátur, þannig man ég hann og mun alltaf muna. Hann var vinmargur enda ekki furða, því hann var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann fór. Glottið hans og glampinn í björtu augunum kom mér ætíð í gott skap, hans heiti persónuleiki mun ylja mér um alla ævi. Sumarið 1983 bjó ég á heimili Steinars í nokkra mánuði. Andrúms- loftið hjá þessari elskulegu fjöl- skyldu var mjög gott, allir hjálpuðust að við hin ýmsu störf, þá urðum við Stcinar eins og bræður. Þessi tími í faðmi þessarar íjölskyldu í Kúrlandi 18 var mér mikilvægur og mér finnst ég vera í mikilli þakkarskuld við hana sem seint verður greidd að fullu. Það varð mér gleðifrétt þegar Steinar sagði mér að hann hygðist koma í Fjölbrautaskólann í Breið- holti til að ljúka þar námi sínu. Við voram á sama sviði, „tæknisviði", ég í húsasmíði og hann í rafvirkjun. Þeir voru margir góðir þriðjudagam- ir og fimmtudagamir er við hittumst fyrir utan stofuna okkar tilbúnir til að fara í bókfærslutíma og sprella eitthvað eins og úti í Englandi forð- um. Steinar var vinur í raun, það finn ég svo vel þegar ég lít til baka og skoða sporin. Sporin sem við stigum saman á þessari jörð, er stóðu yfir alltof skamman tíma. En þau marka þó í líf mitt, að vera meira maður. Ljósgeisli augna hans er slokkn- aður. En megi það ljós er Steinar tendraði í bijóstum vina sinna og ástvina verða að gróðursprota fyrir betra mannlífi á þessari jörð, úr þeirri mold, sem allir eru sprottnir úr. Ég kveð hann að sinni. Hvíli hann í friði. Magnús Öm Eyjólfsson + Sambýlismaöur minn GUNNLAUGUR J. GUDMUNDSSON, Stýrimannastíg 11, veröur jarösunginn í Fossvogskirkju miövikudaginn 8. janúar kl. 13.30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Ragna ivarsdóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og sonar, KRISTJÁNS ELLERTS KRISTJÁNSSONAR, Móabarði 30 B, Hafnarfiröi. Jóhanna Kristjánadóttir, börn, tengdabörn og Jóhanna E. Sigurðardóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdaföður, afa og langafa, SIGMUNDAR FRIÐRIKSSONAR fyrrverandi vörubifreiöarstjóra. Sérstakar þakkir til vörubílstjórafélagsins Þróttar. Vilborg Þorvarðardóttir, Ingveldur Sigmundsdóttir, Grótar Sigurösson, Svava Sigmundsd. Andresen, Flemming Andresen, Guörún Sigmundsdóttir, Valdimar K. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Legsteinar Ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiöjan Helluhrauni 14 sími 54034 222 Hafnarfjörður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.