Morgunblaðið - 07.01.1986, Síða 37

Morgunblaðið - 07.01.1986, Síða 37
. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1986 37 „Norrænt mannkyn“ varar við blöndun kynstoftia Á FUNDI félagsins Norrænt mannkyn, sem haldinn var í Hlé- garði 3. nóv. voru gerðar eftirfar- andi samþykktir: „Fundurinn lýsir yfir samhug sín- um með baráttu félagsins Lífsvonar fyrir því að dregið verði sem allra mest úr þeirri túlkun fóstureyðinga- laganna frá 1975 sem leyfir fóstur- eyðingar af félagslegum ástæðum. Sú stefna, að beita fóstureyðingum sem nokkurskonar getnaðarvöm, er forkastanleg með öllu. “ Á fundinum var rætt um það hatur og óvild sem hvarvetna magn- ast upp þar sem fólk af ólíkum kynstofnum er þröngvað til að búa saman, og var bent á það hve geig- vænlegar afleiðingar slíks sambýlis verða þegar fram í sækir. Nýlega varð brezka lögreglan að taka upp vopnaburð við skyldustörf vegna sí- felldra óeirða milli kynþátta, og eru þær óeirðir oftast milli hinna lituðu kynþátta innbyrðis. I þessu sambandi varaði fundur- inn við innflutningi vinnuafls af óskyldu þjóðerni, og taldi að slíkt mundi gefa aðra og verri raun en sá takmarkaði innflutningur frá skyldum þjóðum, sem þegar hefur átt sér stað. Fundurinn telur, að með hinum sívaxandi fóstureyðingum, sem leynt og ljóst er hvatt til.'sé réttur þeirra kvenna sem mundu vilja ala upp ís- lenzk börn, fyrir borð borinn. Loks var á fundinum bent á þá hættu á smitleið ónæmistæringar, sem tengist því, að íslenzkar konur láta sæða sig með sæði keyptu frá útlöndum. Með sérstöku tilliti til þess hverskonar menn það eru yfir- leitt sem eru gefendur að slíku sæði, telur fundurinn að stöðva beri þenn- an innflutning þegar í stað, meðan ekki er fullsannað að smithætta á þennan hátt sé útilokuð. Borgarljörður eystrí: Risjótt veður um liátíöar Borgarfírði eystri, l.janúar. FYRSTU merki þess að jólin séu að nálgast eru aðventan og svo auðvit- að koma jólasveinanna. Þann 18. desember voru svo „litlu jólin" í Grunnskóla Borgaríjarðar um leið og jólafríið var gefið í skólunum. Skemmtu nemendur þar með upp- lestri, leikþáttum og söng, undir stjórn kennara sinna. Sama kvöld var svo kveikt á jólatré sem staðsett liafði verið fyrir framan félags- heimilið Fjarðarborg og þar söng nýlega stofiiaður samkór nokkur lög undir stjórn tónmenntakennara skólans, Margrétar Bragadóttur. Við messu á jóladag var svo Kolbrún dóttir Margrétar og Karls Sveinssonar skírð í Bakkagerðiskirkju. Var guðs- þjónustan allvel sótt þrátt fyrir kulda og óhagstætt veður. Þann 30. des. var haldin hin árlega bamasamkoma í félagsheimilinu með kaffiveitingum, dansi kringum jólatré og jólasveinum. Á nýársnótt var svo hinn hefðbundni áramótadansleikur, sem hófst um miðnætti og stóð til morguns. Heimahljómsveitin Bakkus sá um fjörið. Ekki er hægt að segja annað en að jólin hafi farið vel með okkur þrátt fyrir rysjótt veður, kulda allt upp í 15 stig og talsverðan snjó. Undanfarið hefur leiðin til Héraðs verið lokuð en var loks opnuð daginn fyrir gamlársdag. Margir komu hingað heim flugleiðis fyrir hátíð- imar til þess að halda jólin hér með vinum og ættingjum en em nú sem óðast að tínast aftur burtu. í dag er hér stillt veður og frostlaust. Við Borgfirðingar sendum svo lands- mönnum bestu nýárskveðjur með ósk um frið og farsæld á nýju ári. Sverrir Byrjend ur...Lærlingar Sveinar...Meistarar Mímir tekur nú upp nýtt áfangakerfi með það fyrir augum að auövelda nemendum skólans aó meta framfarir sínar við tungumálanámið. Áfangakerfið samanstendur af fjórum stórum áföngum en innan hvers áfanga eru fjögur sjö vikna námskeið sem tengjast innbyrðis. Milli áfanga verða haldin stöðupróf en lítil (progress) próf í lok hvers sjö vikna námskeiðs. Áfangana höfum við skírt gamalkunnum nöfnum: Byrjendur. . . Lærlingar. . .Sveinar. . . Meistarar. Fyrstu námskeiðin hefjast 15. janúar og standa til 4. mars; kennt verður í öllum a) og c) flokkum áfanganna á þessari fyrstu önn ársins 1986. ATHUGIÐ: Ef þiö velkjist í vafa um kunnáttu ykkar í tungumálinu leysa stöðuprófin Próf úr þeim vanda. Semsagt: minnsta mál í heimi! Próf Ví Próf BYRJENDUR 7 vikur i 7 vikur a } b t 28 vikur enska þýska franska spænska ftalska ísl.f.útl. 7 vikur j 7 vikur i i , c i d LÆRLINGAR T 7 vikur | 7 vikur enska þýska franska spænska ítalska ísl.f.útl. t b 7 vikur | 7 vikur d f SVEINAR 7 vikur 7 vikur 7 vikur 1 [b C | 28 vikur. enska eriska þýska þýska franska franska spænska spænska 28 vikur enska d d ska ísl.f.útl. ísl.fútl. ATH! Námskeið f sveina- og meistaraflokkum verða haldin ef næg þátttaka fæst. i R. .1 c f a.m.k. 28tikur enska enska ■4. mars Þið getið notað þá málfræði sem þið hafið lært. Erlendis verðið þið fær um að bjarga ykkur á hótelum, flugvöllum, veitinga- húsum, o.s.frv. Þið getió rætt hversdagslega hluti á einfaldan hátt og gert ykkur skiljanleg. Þið kunnið u.þ.b. 1500 orð. SVEINAR: Þið eigið auðvelt með að tala og bjarga ykkur við flestar að- stæóur. Hvort sem þið eruð að kvarta um hótelið, að ræóa um vinnuna, lýsa þeim kvikmynd- um eða bókum sem ykkur finnst góðar, eða að segja frá reynslu ykkar, þá getið þið það án erfið- leika. Þió getiö rætt um fjölbreytt umræðuefni, meóal annars, vinnu, menningu, heilsu, mat, tómstundaáhugamál og síðast en ekki síst — veðrið. MEISTARAR: Samræður eru ekkert mál. Á þessu stigi eruð þið að reyna að auka orðaforðann og þekkingu ykkar á tungumálinu og blæ- brigóum þess. Kennt er tvisvar í viku, tvær kennslustundir í senn og öll kennslugögn innifalin f nám- skeiðsgjaldi. Síódegis- og kvöld- tímar í öllum áföngum en líka morgun- og dagtímar fyrir byrj- endur og lærlinga. fcdHtaaflHLi ÁNANAUSTUM 15 MÁLASKÓLI RIT ARASKÓLI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.