Morgunblaðið - 07.01.1986, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANUAR 1986
45
Morgunblaðið/Bjarni
• Heyrðu Friðrik minn, hvað ert þú eiginlega að gera í markinu? gæti Jakob Sigurðsson Valsmaður
verið að hugsa þar sem hann svífur inn í vítateig KR-inga í gær. Friðrik Guðmundsson, (ekki markmaður)
stendur í markinu við öllu búinn.
KR-ingar voru Vals-
mönnum Iftil hindrun
KR-INGAR voru Valsmönnum Iftil
hindrun er liðin mættust í 1. deild-
inni í handbolta á sunnudag.
Framan af börðust KR-ingar þó
vel, ákveðnir í að styrkja stöðu
sína í deildinni þar sem þeir eru
í mikilli fallhættu, en tókst ekki
að halda lengi í við Valsmenn,
sem skoruðu 31 mark gegn 22
mörkum KR-inga. Eru Valsmenn
því enn stigahæstir í deildinni,
ásamt Víkingum.
Jafnræði var með liðunum fyrstu
20 mínúturnar, en þá var staðan
10-10. Með góðum endaspretti í
fyrri hálfleik náðu Valsmenn hins
vegar 4 marka forskoti fyrir léikhlé,
16-12, og úrslit leiksins réðust á
fyrstu mínútum seinni hálfleiks er
Valsmenn náðu 7 marka forystu,
21-14. Réð góður varnarleikur
Valsmanna því að þeir náðu þess-
ari forystu, KR-ingar skoruðu t.d.
ekki nema tvö mörk fyrstu 12 mín-
útureftir hlé.
Yfirburðir Valsmanna voru miklir
í leiknum og munurinn undir lokin
orðinn 10 mörk. Miklu meiri ógnun
var í spili þeirra og talsvert spilað
upp á hornamennina Valdimar og
Jakob, sem ásasmt Ellert mark-
verði voru beztu menn Vals. Sókn-
arleikur KR-inga miðaðist fyrst og
fremst við að leika inná miðjuna,
þar sem vörn Vals var þétt fyrir.
Það bar m.a. til tíðinda í leiknum
að markvörður Vals, Ellert Vig-
fússon, skoraði eitt mark. Það
gerðist er KR-ingar voru í óða önn
að mótmæla dómum dómara, sem
dæmt höfðu ruðning á KR-ing í
sókn.
Mörk KR: Jóhannes Stefáns 8 (3v), Stefán
Arnars 5, Friörik Þorbjörns 4, Björn Péturs
2, Haukur Geirmunds 1, Páll Björns 1 og-Páll
Ólafs 1.
Mörk Vals: Valdimar Gríms 8, Júlíus Jónas-
son 8 (5v), Jakob Sigurös 8 (1v), Þorbjörn Jens
5, Þorbjörn Guömunds 1, Ellert Vigfússon 1.
23 marka
sigur sTzt
of stór
FÁTT annað er hægt að segja um
leik Þróttar og Stjörnunnar í 1.
deild handboltans á sunnudag en
það hafi verið leikur kattarins að
músinni, enda þótt það hugtak
hafi reyndar brenglast nú á dög-
um Tomma og Jenna. Yfirburðir
Stjörnunnar voru gífurlega miklir
og lauk leiknum með 39 mörkum
gegn 16. í hálfleik var staðan
23-6 fyrir Stjörnuna.
Leikur Stjörnunnar var mjög
góður í fyrri hálfleik, spilið lipurt
og breidd vallarins notuð vel.
Broddurvar jafnan ísóknarleiknum
og mörkin skoruð jafnt með lang-
skotum fyrir miðju, úr hornum, af
línu, með gegnumbrotum, eða úr
hraðaupphlaupum.
Þróttarar eygðu aldrei neina von
um að hanga í Stjörnunni og ein-
kenndist leikur liösins af því; var
bitlaus. Flumbrugangur af hálfu
leikmanna Stjörnunnar í öndverð- *■
um seinni hálfleik, þegar hver
sóknin af annarri mistókst, gerði
tap Þróttara minna en það ella
hefði getað orðið.
Um gang leiksins er það að
segja að jafnt var eftir tvær mínút-
ur, 2-2, en síðan sagði Stjarnan
skilið við Þrótt og jókst munurinn
jafnt og þétt, var 17 mörk í hálfleik
og 23 í lokin. Gylfi Birgisson var
atkvæðamikill hjá Stjörnunni, en
liðið var annars mjög jafnt.
Mörk Þróttar: KonráÖ Jónsson 8, Brynjar
Einarsson 4 og Nikulás Jónsson 4.
Mörk Stjörnunnar: Gylfi Birgisson 13,
Hannes Leifsson 8 (3v), Sigurjón Guömunds-
son 6, Hermundur Sigmundsson 5 (2v),
Magnús Teitsson 4 og Skúli Gunnsteinsson 3.
- ágás
Víkingssigur
VÍKINGAR unnu FH-inga í 1. með níu mörk og Þorgils Óttar
deildinni t handknattleik er liðin
mættust á laugardag í Hafnarfirð-
inum. Víkingar skoruðu 26 mörk
gegn 21 marki heimamanna og
hefði munurinn allt eins getað
orðið meiri þvf Víkingar voru mun
sterkari í þessum leik og áttu
FH-ingar í raun aldrei möguleika
íleiknum.
Jafnræði var með liðunum fram-
an af en síðan sigu Víkingar fram
úr. Staðan í leikhléi var 9:14 og
var það mesti munurinn á liðunum
í fyrri hálfleik.
í síðari hálfleik jókst munurinn
enn og varð mestur átta mörk um
miðjan hálfleikinn, 13:21, en
FH-ingar náðu aðeins að rétta sinn
hlut undir lok leiksins og minnka
muninní 21:26.
Leikur liðanna var ekki upp á
marga fiska enda ekki við því að
búast þar sem þetta var fyrsti leik-
urinn eftir óvenjulangt jólafrí.
Sóknarleikur FH var sérstaklega
slakur í leiknum og gerðu þeir
hverja vitleysuna af annarri sem
Víkingar notfærðu sér síðan og
skoruðu úr hraðaupphlaupum eða
fengu dæmt vítakast.
Páll Björgvinsson var atkvæða-
mikill hjá Víkingum, skoraði einn
tug marka, þar af sjö úr vítaköst-
um, Guðmundur Albertsson var
einnig athvæðamikill en hann
skoraði alls átta mörk. Hjá FH var
Guðjón Árnason markahæstur
gerði fimm.
Mörk FH: Guöjón Árnason 9/4, Þorgils Óttar
Mathiesen 5, Jón Erling Ragnarsson 4, Héðinn
Gilsson 2, Stefán Kristjánsson 1.
Mörk Vfkings: Páll Björgvinsson 10/7, Guö-
mundur Albertsson 8, Steinar Birgisson 4.
Guömundur Guðmundsson 3, Hilmar Sigurg-
íslason 1.
-sus
Morgunblaöiö/Skapti Hallgrimsson
• Logi Már Einarsson reynir að komast í gegnum Framvörnina á laugardaginn. Hann var markahæstur
KA-manna með 6 mörk. Guðmundur Guðmundsson fyigist með til hægri.
Erfíðasti leikurinn i' vetur
„VIÐ erum komnir með T1 stig
og eigum að vera sloppnir. Þetta
var erfiðasti leikur okkar í vetur
- við urðum að fá þessi stig og
það tókst. En það var mikil tauga-
veiklun í leiknum," sagðl Guð-
mundur Guðmundsson, leikmað-
ur KA, eftir að liðið hafði borið
sigurorð af Fram 26:24 í jöfnum
leik í 1. deildinni í handknattleik
á Akureyri á laugardaginn.
Sigur KA var sanngjarn en eins
Staðan
Víkingur
Valur
Stjarnan
FH
KA
Fram
KR
Þróttur
12 10
12 10
12 8
12
12
12
12
12
2 297:231 20
2 289:242 20
2 296:238 18
6 289:281 12
6 249:253 11
8 281:289 8
8 255:287 7
12 239:374 0
og Guðmundur sagði var tauga-
veiklun mikil, í báðum liðum.
Greinilegt að mikið var í húfi, það
lið sem sigraði gat fagnað áfram-
haldandi veru í deildinni. Fram
hefur 8 stig, KR 7 og liðin eiga
eftir innbyrðis viðureign. Þróttur
er á botninum og KA fær Þrótt í
heimsókn í næst síðustu umferð-
inni, annað kvöld.
Varnir Fram og KA voru ekki upp
á marga fiska langtímum saman á
laugardag og markvarslan var ekki
góð. Sérstaklega voru markverðir
Fram slakir en Sigmar Þröstur hjá
KA náði góðum köflum. En tilþrif
í sóknarleik voru góð á köflum og
falleg mörk gerð.
Lið KA er þokkalega sterkt.
Skyttur þess eru ágætlega öflugar
þó laugardagurinn hafi reyndar
ekki verið þeirra besti dagur í
vetur. Jón Kristjánsson, unglinga-
landsliðsmaður, lék nú með að
nýju eftir meiðsli og stóð sig vel.
Geysisterkur leikmaður þar á ferð-
inni - sannarlega maður framtíðar-
innar. Erlingur bróðir hans er
traustur og Guðmundur og Logi
Einarsson léku einnig vel. Logi er
að verða mjög öruggur í horninu
- misnotar varla marktækifæri.
í liði Fram eru góðir einstakling-
ar svo sem Egill, Dagur og Jón Árni
en í heild er liðið ekki nógu sterkt.
Er þó of gott til að falla. Þrír fyrr-
nefndir voru bestu menn liðsins.
Mörk KA: Logi Már Einarsson 6, Guömundur
Guömundsson 5 (2 víti), Jón Krístjánsson 5,
Erlingur Kristjánsson 4, Þorleifur Ananiasson
2, Eríendur Hermannsson 2 (1 víti) og Pétur
Bjarnason 2. Þjálfari KA notaöi aöeins einn
skiptimann í leiknum og er þaö nokkuð undar-
legt aö leikmaöur eins og Sigurður Pálsson
skuli ekki fá tækifæri þegar margar sóknir
klúðrast eins og nú, og oft fyrir mistök sama
leikmanns.
Mörk Fram: Egill Jóhannesson 9 (5 víti), Jón
Ámi Rúnarsson 6, Dagur Jónasson 5, Her-
mann Björnsson 2 og Andrés Magnússon 2.
Góöir dómarar, þegar é heildina er litiö,
voru Stefán Arnaldsson og Aöalsteinn Sigúr-
geirsson. Stefán er ákveðnasti og besti dóm-
ari hérá landi aö mati undirritaðs.
- SH.
Knattspyrnuþjálfari óskast
Færeyska félagiö SÍF, sem leikur í annarri
deild, vill ráöa þjálfara fyrir næsta keppn-
istímabil.
Umsóknir sendist augl.deild Mbl. merktar:
„Þ — 3500“ fyrir 14. janúar.