Morgunblaðið - 07.01.1986, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1986
47
Becker
frábær
Tennisstjarnan Boris Bec-
ker frá Vestur-Þýskalandi
sigraði Mats Wilander, 1-6,
6-7 og 6-0, í úrslitaleik á
unglingameistaramóti sem
fram fór í Berlín á sunnudags-
kvöld. Becker sýndi mikla
yfirburði í úrslitaleiknum eins
og tölurnar gefa til kynna.
Boris Becker, sem er númer
sex á listanum yfir bestu tenn-
isleikara heims, var ekki í
nokkrum vandræðum með
Wilander, sem er í þriðja sæti
á listanum. Mótið sem fram
fór í Berlín var opið öllum yngri
en 22 ára. Boris fékk í sigur-
laun 30.000 dollara.
„Ég náði að sýna góðan leik
í dag og þetta er góð æfing
fyrir mótið í New York, sem ég
tek þátt í þessum mánuði. Þar
mun ég sennilega mæta John
McEnroe eða Ivan Lendl og
verður það öllu erfiðara,"
sagði Beckereftir sigurinn.
Noregsmeistararnir
vilja fá Guðjón
„Gott að breyta til,“
segir Guðjón Þórðarson
ALLT bendir til þess að Guðjón
Þórðarson, bakvörðurinn sterki
frá Akranesi, gangi til liðs við
Noregsmeistarana, Rosenborg, á
næstunni. Guðjón hefur hug á að
stunda nám auk þess að leggja
stund á knattspyrnu og hafa for-
ráðamenn Rosenborg þegar haft
samband við hann og munu málin
skýrast í lok vikunnar. Noregur
virðist vera mikið gósenland fyrir
íslenska knattspyrnumenn og er
ekkert lát á brottflutningi þangað.
Guðjón sagði í samtali við Morg-
Enska bikarkeppnin:
Chelsea og Liverpool
mætast í 4. umferð
I GÆR var dregið í fjórðu umferð
ensku bikarkeppninnar í knatt-
spyrnu. Manchester United, nú-
verandi bikarmeistarar, drógust
gegn Sunderland á útivelli, það
er að segja ef þeir vinna Rochdale
á heimavelli sínum. Stórleikur 4.
umferðar verður viðureign
Chelsea og Liverpool.
Manchester United átti að leika
gegn Rochdale á laugardaginn, en
fresta varð þeim leik vegna ísingar
á vellinum. Leikurinn á að fara fram
á morgun, miðvikudag.
Stórleikur 4. umferðar verður
áreiðanlega viðureign Chelsea og
Liverpool. Þessi tvö lið eru í þriðja
og fjórða sæti ensku 1. deildarinn-
ar.
Þessi lið leika saman í 4. um-
ferð:
Sunderland-Man. Utd./Rochdale.
York City-Birmingham/Altrincham.
Manchester City-Watford.
Everton-Nottingham Forest/Blackburn.
Hull/Plymouth-Brighton.
Middlesbrough/Southampton-Wigan.
Sheffield United/Fulham-Gillingham/Derby.
Portsmouth/Aston Villa-Millwall.
Chelsea-Liverpool.
West Ham-lpswich/Bradford City.
Sheffield Wednesday/WBA-Oldham/Orient.
Peterborough-Carlisie/QPR.
Arsenal-Rotherham.
Crystal Palace/Luton-Bristol Rovers.
Huddersfield/Reading-Bury/Barnsley.
Stoke/Notts County-Oxford/Tottenham.
Fjórða umferð fer fram 25. jan-
úar.
unblaðið í gærkvöldi að hann
hygðist fara til Noregs. „Ég hef
lengi haft hug á að breyta til og
ef þessi möguleiki er fyrir hendi,
sleppi ég honum ekki. Ég hef leikið
með Akranesliðinu í 13 ár og unnið
til allra verðlauna sem hægt er. að
vinna og flesta þeirra oftar en einu
sinni og því er gott að breyta til,
þó því fylgi alltaf viss söknuður.
En við eigum mikið af ungum strák-
um á Akranesi til að halda merkinu
á lofti. Það er mikil uppörvun fyrir
mig að Noregsmeistararnir hafi
sett sig í samband við mig og
málin komist á hreint í lok vikunnar
og bíð ég spenntur eftir því,“ sagði
Guðjón Þórðarson.
Guðjón hefur verið lengi í eld-
línunni og er leikreyndasti leikmað-
ur Akraness í dag. Hann hefur
verið einn af lykilmönnum liðsins
í mörg ár. Hann setti í lok síðasta
keppnistímabils nýtt leikjamet,
sem er 366 leikir með meistara-
flokki, auk þess hefur hann leikið
bæði með A-landsliði og unglinga-
landsliði. Guðjón er þrítugur og á
örugglega eftir nokkur góð ár í
viðbót á knattspyrnuvellinum.
Afturelding
vann ÍR
ÞRÍR leikir voru í 2. deiidinni i
handknattleik karla um helgina.
Afturelding vann ÍR með 23
mörkum gegn 16, HK og Ármann
gerðu jafntefli, 23:23, og Hauk-
arnir unnu Gróttuna með 27
mörkum gegn 19.
, Essen sterkari í
Islendingaslagnum
- Alfreð og Atli skoruðu þrjú mörk hvor
Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fréttamanni Morgunblaðsins Vestur-Þýskalandi.
SLAGURINN um vestur-þýska
meistaratitilinn í handknattleik
ætlar að verða á milli tveggja liða,
Þrjú
hjá
met
KR
TVÖ unglingamet og eitt sveina-
met voru sett á innanfélagsmóti
KR-inga í KR-húsinu á sunnudag-
inn. Mikill uppgangur er í frjálsum
íþróttum í röðum KR-inga og voru
fjölmargir keppendur.
Gunnlaugur Grettisson setti
glæsilegt unglingamet í þrístökki
án atrennu, hann stökk 10,02
metra. Gamla metið átti Elías
Sveinsson, sem var 9,80 m. í
stangarstökki setti Geir Gunnars-
son unglingamet er hann stökk
4,20 metra og bætti eldra metið
sem Sigurður Magnússon átti um
30 sentimetra, sannarlega góður
árangur.
Þorsteinn Ingi Magnússon setti
síðan sveinamet í stangarstökki,
stökk 3,45 metra, eldra metið var
3,40 m.
Essen og Grosswalldstadt. Bæði
þessi lið unnu sína leiki um helg-
ina. íslendingaliðin, Essen og
Gúnsburg, mættust og skoruðu
þeir Atli og Alfreð sín þrjú mörkin
hvor.
Leikur Essen og Gúnsburg var
jafn framan af og var staðan í
halfleik 9-9. í síðari hálfleik voru
það fyrst og fremst líkamsburðir
leikmanna Essen, sem gerðu út
um leikinn. Liðið er geysilega
sterkt varnarlið og hefur það feng-
ið á sig fæst mörk allra í deildinni.
Lokatölurnar urðu 20-17. Þessi
sigur var mjög mikilvægur fyrir
Essen, sem nú er í öðru sæti,
aðeins tveimur stigum á eftir
Grosswalldstadt. Besti maður liðs-
ins í þessum leik var hornamaöur-
inn snjalli, Fraatz, sem gerði átta
mörk. Jhan var markahæstur í liði
Gunsburg með sex mörk.
Dankersen, sem Páll Ólafson
leikur með, lék við efsta lið deildar-
innar, Grosswalldstadt. Þarvarum
stórsigur Grosswalldstadt að
ræða, 27-13. í hálfleik var staðan
16-4. Páll skoraði tvö mörk fyrir
Dankersen.
Lemgo vann mikilvægan sigur á
Hofweier, 24-22. Staðan í hálfleik
var 11-9. Famen Bruck var besti
leikmaður Lemgo og skoraði átta
mörk. Bauert skoraði flest mörk
Hofweier eða ellefu.
Dortmund vann mjög óvæntan
sigur á Schwabing, 21-17. Mikil
harka var í leiknum og fengu leik-
menn Schwabing að hvíla í alls 14
mínútur og var sá útafrekstur
mest fyrir kjafthátt. Gummersbach
gerði jafntefli við Dusseldorf á
heimavelli, 19-19.
Kiel sigraði Hofweier rétt fyrir
hátiðarnar, 20-14, og er liðið nú í
fjórða sæti deildarinnar og hefur
þokað sér hægt og bítandi upp
stigatöfluna.
Staðan í deildinni er nú þessi:
Grosswallstadt, stig 22
Essen, 20
Schwabing, 17
Kiel, 16
Dusseldorf, 14
Gummersbach, 14
Flensburg, 12
Dortmund, 12
Göppingen, 8
Gúnzburg, 8
Lemgo, 8
Dankersen, 8
Hofweier, 5
Ðerlin, 2
í annarri deild er Hameln með
forystu, Dormagen er í öðru sæti
og Weinne Eickel i í þriðja.
• Guðjón Þórðarson, knattspyrnumaður frá Akranesi, hyggst
spreyta sig í Noregi.
Jón Erling
til Noregs
- ekki endanlega ákveðið með Pétur
JÓN Erling Ragnarsson, knatt-
spyrnumaður úr FH, hefur gengið
til liðs við Viking frá Stavanger í
Noregi. Allt bendir til þess að
Pétur Arnþórsson úr Þrótti gangi
einnig til liðs við félagið, ekki
hefur endanlega verið gengið frá
því.
„Ég hef verið að bíða eftir sím-
tali frá forráðamönnum félagsins.
Það á eftir að ganga frá smávægi-
legum atriðum og ég á ekki von á
að það komi til með að breyta
nokkru. Að öllu jöfnu förum við
báðir út til Noregs 12. janúar,"
sagði Pétur Arnþórsson í samtali
við Morgunblaðið.
Pétur og Jón Erling, sem báðir
eru unglingalandsliðsmenn,
dvöldu í Stavanger í vikutíma fyrir
jólin. Þeim líkaði dvölin þar vel og
svo allar aðstæður einnig. Víkingur
varð í fjórða sæti norsku 1. deildar-
innar í fyrra, en ætlar sér stærri
hluti nú.
Liðið tekur þátt í æfingamóti um
næstu mánaðamót og verða þeir
félagar væntanlega komnir í slag-
inn þá, deildakeppnin í Noregi
hefst síðan 27. apríl.
• Jón Erling Ragnarsson hefur
ákveðið að leika með Viking frá
Stavanger næsta keppnistímabil.
Getraunir:
Einn með tólf
— nældi sér f tæpa milljón
ÞAÐ var aðeins einn sem hafði
12 rétta í síðustu leikviku fs-
lenskra getrauna. Þessi sami aðili
hafði einnig 14 með 11 réttum
og hlaut hann samtals 900.000 í
vinning.
12 réttir gáfu 758.680 kr. og 11
rettir gáfu kr. 9.031.36 raðir komu
fram með 11 réttum. Vinnings-
hafinn, sem vildi ekki láta nafns
síns getið, var með svokallað
„OLIS-kerfi“, sem er upp á 9.000
raðir og kostar 32.000 krónur. Alls
voru seldar 578.044 raðir. Vinn-
ingspotturinn var samtals kr.
1.083.832. Fylkismenn voru sölu-
hæstir, seldu 58.000 raðir.