Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986 Ný hundruða íbúða byggð í Vesturbæ Byrjað á 120 íbúðum við Grandaveg í vor Skipulagsnefnd Reykjavíkur- granda. Á þvi svæði er einnig borgar hefur samþykkt bygg- athafnasvæði BÚR og þar er ingu 120 íbúða við Grandaveg Reykjavíkurborg að undirbúa á milli Meistaravalla og Eiðs- skipulag fyrir 200 íbúðir. Biðjast afsökunar vegna auglýsingar — „Birt án vitundar og vilja banka- stjórnar“ segir Halldór Guðbjarnar- son, bankastjóri Útvegsbankans ÚTVEGSBANKINN samþykkti á skyndifundi í samstarfsnefnd við- skiptabankanna í gær að biðjast afsökunar á auglýsingu bankans, sem birt var i einu dagblaðanna þann sama dag. Boðað var til fundarins að beiðni Búnaðarbankans og varð niðurstaðan sú, að Útvegsbankinn drægi auglýsinguna til baka og bæðist afsökunar á birtingu hennar. Umrædd auglýsing er birt undir yfirskriftinni „Þetta kunnum við að meta“ og er þar vitnað til nýrrar aðferðar Búnaðarbankans við út- reikning vaxta. Gerður er saman- burður á vaxtatilboðum bankanna og síðan segir: „Hin nýja aðferð Búnaðarbankans leiðir yfirburði Öndvegisreiknings í ljós, ekki síður en okkar aðferð. Það kunnum við að meta.“ Halldór Guðbjamarson, banka- stjóri í Útvegsbankanum, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að umrædd auglýsing hefði verið gerð og birt án vitundar og vilja banka- stjómar Útvegsbankans. „Sá aðili, sem hefur með okkar auglýsingar að gera hefur hér, væntanlega í samvinnu við viðkomandi auglýs- ingastofu, stigið einu skrefi of iangt. Hann bar þetta ekki undir bankastjómina og við erum ekki sammála svona aðferðum í auglýs- ingum, að bera saman kjör hinna ýmsu innlánsforma bankanna, sem em hvert með sitt sérkenni og því erfitt að bera saman. Þessi auglýs- ing er því ekki í okkar anda og við munum biðjast afsökunar á sama stað og þessi auglýsing birtist," sagði Halldór. Jón Adolf Guðjónsson, banka- stjóri í Búnaðarbankanum, kvaðst ekki vilja tjá sig nánar um málið, fyrr en afsökunarbeiðni hefði borist frá Útvegsbankanum. Hann stað- festi hins vegar, að til fundarins hefði verið boðað að ósk Búnaðar- bankans og afgreiðsla málsins gengið fljótt og vel fyrir sig, með fullu samþykki fulltrúa Utvegs- bankans, Halldórs Guðbjamarson- ar, bankastjóra. Um 90-íbúðir af þeim 120 sem búið er að samþykkja eru á lóð í eigu Lýsis hf. sem semur við verktaka um byggingu íbúðanna, en 30 íbúðir em á lóð í eigu SÍS og mun Sambandið byggja þær íbúðir sjálft. Hér er því um að ræða á fjórða hundrað íbúða, en samkvæmt upplýsingum Þor- valdar S. Þorvaldssonar for- stöðumanns Borgarskipulags em það ámóta margar íbúðir og þörfin fyrir nýjar íbúðir í Reykja- vík er talin vera á einu ári. íbúðimar 120 era í mörgum byggingum, sú hæsta verður 9 hæðir, en einnig verða íbúðir í raðhúsum og parhúsum. Gunnar Friðbjömsson arkitekt hefur teiknað byggingamar á vegum Borgarskipulagsins, en Þorvald- ur kvað það sérstætt við af- greiðslu málsins í Skipulags- nefnd að málið hefði verið sam- þykkt samhljóða. Ráðgert er að hefja byggingu íbúðanna 120 í vor, en Reykjavíkurborg mun skipuleggja 200 íbúða svæðið til almennrar úthlutunar og gera það byggingarhæft með hliðsjón af öðmm byggingarsvæðum í borginni, sagði Þorvaldur S. Þorvaldsson. Morgunblaðið/Haukur Sveinbjömsson Starfsmenn Rafmagnsveitna ríkisins vinna að viðgerð skammt frá Haga í Nesjum í gær. Staurarnir voru víða meira en tvöfaldir og línur sliguðust undan þunganum, er snjór og ísing hlóðst á þær. Rafmagnið að komast á í Austur-Skaftafellssýslu: Línumar orðnar 15 sm í þvermál vegna ísingar — „Allt fór úr skorðum, menn eru orðnir svo háðir rafmagn- inu,“ segir Karl Bjarnason á Smyrlabjörgnm í Suðursveit í GÆR var unnið af kappi við að gera við þær rafmagnslínur í Austur-Skaftafellssýslu sem gáfu sig í óveðrinu á þriðjudag. Erling Garðar Jónasson rafveitu- stjóri Austurlands sagði f gær að 50-60 sveitabýli hefðu verið rafmagnslaus á þriðjudag en hann vonaðist til að tækist að koma rafmagni á öll býlin í gær. í gær voru sumir búnir að vera rafmagnslausir á þriðja sólar- hring, með tilheyrandi erfiðleik- um. „Við sluppum vel hér og þurfti ekki að handmjólka kýmar á Selja- völlum nema einu sinni," sagði Egill Jónsson bóndi og alþingismað- ur á Seljavöllum í Nesjahreppi þegar hann var spurður um raf- magnsleysið. Hann sagði það misjafnt eftir bæjum hvað raf- Söluverð íbúða á Akureyri 31,6% lægra en í Reykjavík FASTEIGNAMAT ríkisins hefur gert könnun á sölu- verði íbúðarhúsa á Akureyri og í Keflavik/Njarðvík á fyrri hluta ársins 1985 og borið saman við árið áður og sölu- verð I Reykjavík. f ljós kom að söluverð á Akureyri var til jafnaðar 31,6% lægra en í Reykjavík ef miðað er við fermetersverð en á Suður- nesjum var söluverðið heldur hærra, eða 25,5% lægra en í höf uðborginni. Söluverð á Suðumesjum hækk- aði um 20% fyrri hluta síðasta árs miðað við sama tfmabil árið 1984, sem er 4% umfram verðhækkun- ina á Akureyri og í Reykjavík, þar sem söluverð fasteigna hækkaði um 16% á milli ára. A sama tfma- bili hækkaði byggingarvísitala um 24,7% og lánskjaravísitala um 100% rrr rrr rrr rrr rrr rrr rrr rrr L Mismunur á verði íbúða 74'5% 68,4% r rr r rr rrr rrr rrr rrr rrr rrr rrr rrr rrr rrr REYKJAVIK SUÐURNES AKUREYRI Samkvæmt könnun sem FASTEIGNAMAT RÍKISINS hefur gert á söluveröi ibúóarhúsa i Reykjavik, á Akureyri og í Keflavík/Njarövík á fyrri hluta árs 1985. Morgunblaöiö/GÓI 26%. Meðalsöluverð á fermetra var 22.367 kr. í Reykjavík, 16.665 kr. í Keflavík og Njarðvík og 15.306 krónur á Akureyri. Verðið á Akureyri er því 68,4% af fer- metraverðinu í Reykjavík en á Suðumesjum er sama hlutfall 74,5%. Athuganir Fasteignamats- ins benda til að litlar eða engar breytingar hafí orðið á fasteigna- verði á Akureyri frá því sem var fyrrihluta ársins. Útborgunarhlutfall í fasteigna- viðskiptum var lægst á Suðumesj- um, 63,8%, en 70,6% á Akureyri og 72,6% í Reykjavík. Akureyri og Keflavík/Njarðvík em stærstu markaðssvæðin utan höfuðborg- arsvæðisins og lækkaði útborgun um liðlega tvö prósent á heilu ári, samkvæmt könnun Fasteigna- matsins. magnsleysið hefði varað en sumir hefðu verið rafmagnslausir frá því á þriðjudagsmorgun. Egill sagði að víða væm mikil vandræði vegna rafmagnsleysisins. Sérstaklega væri erfitt með mjaltimar og kæl- ingu mjólkurinnar og væm menn að reyna að bjarga sér með raf- mótomm og öðm slíku, en hann óttaðist að sumir hefðu orðið að hella niður mjólk vegna rafmagns- leysisins. Þá væm dæmi um að fóik hefði yfírgefíð hús sín vegna kulda og farið til nágranna sem hefðu rafmagn. Egill sagði að mikinn austan blota hefði gert á þriðjudaginn og slydduhríð með mikilli veðurhæð en slíkt veðurlag væri mjög sjaldgæft á þessum slóðum. Sagði hann að hálfur annar áratugur væri liðinn síðan svipað veður hefði komið þar. Karl Bjamason bóndi á Smyrla- björgum í Suðursveit sagði í gær- morgun að þar hefði rafmagnið komið aftur á miðvikudag en dottið út aftur í gærmorgun. Hann sagði að rafmagnsleysið setti allt úr skorðum því menn væm orðnir svo háðir rafmagninu. Ekki væri hægt að nota mjaltavélar og kýmar orðn- ar óvanar handmjólkun, þá væm sumir háðir vatnsdælum og víða kuldi í húsum. Karl sagði að þetta rafmagnsleysi væri það langvinn- asta síðan rafmagnið kom í sveitina. Hann sagði að mikið fannfergi væri í Suðursveit og kæmust menn lítið sem ekkert vegna ófærðar. Erling Garðar áætlaði að 50-60 býli hefðu verið rafmagnslaus þegar mest var og sum væm búin að vera rafmagnslaus í á þriðja sólarhring. Vonaðist hann til að viðgerð lyki í gær. Til aðstoðar vinnuflokki RARIK á Höfn komu vinnuflokkar að sunnan og austan og unnu 20 menn frá RARIK við viðgerðna í gær. Að auki komu bændur til aðstoðar, þannig að um 30 menn unnu við viðgerðir og við að beija ísingu af línum. Erling Garðar sagði í gær að komið væri gott vinnuveð- ur og gengi verkið allvel. Vegna ísingarinnar væm línumar orðnar 15 sm í þvermál og einn glemngur sem erfítt væri að ná af. Áætlaði hann að ísinn á línunum væri um 10 tonn á milli staurasamstæða og þegar mikill vindur kæmi þvert á línumar eins og gerst hefði á þriðju- dag væru ógnarkraftar að verki. Lætur af embætti utanríkis- ráðherra Á RÍKISRÁÐSFUNDI að Bessa- stöðum í dag kl. 11 árdegis, lætur Geir Hallgrimsson utanríkisráð- herra af ráðherraembætti og við tekur Matthías Á. Mathiesen. Að sögn Guðmundar Benedikts- sonar ráðuneytisstjóra í forsætis- ráðuneytinu lætur Geir Hallgríms- son af embætti samkvæmt bréfí frá þingflokki Sjálfstæðismanna til Steingrims Hermannssonar forsæt- isráðherra frá 8. desember sl. I bréfinu er honum tilkjmnt um breytta skipan á ráðuneytum Sjálf- stæðisflokksins í ríkisstjóm, sem meðal annars feli í sér að Matthías Á. Mathiesen taki við embætti utanríkisráðherra í janúarmánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.