Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986 45* f" ■' ■■ ‘i : VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS jUiLMWMmkíMaimVJii Niðrandi að gefa í skyn að mað- urinn sé fyrst og fremst líkami Til Velvakanda. Kveilq'a þessara skrifa eru skrif Kristínar Þorsteinsdóttur, „Óviðeig- andi ummæli", í Velvakanda 19. janúar sl. Ég er hjartanlega sam- mála hennar útlistun á vali Hólm- fríðar sem fegurstu konu heims. Ég er líka sammála henni um uppeldis- legt gildi þess að vera kurteis og prúður. Ég verð hins vegar að segja það, að mér fínnst það síður en svo niðurlægjandi fyrir Hólmfríði að Davíð skuli hafa þá trú, að hún hafi líkama sinn útaf fyrir sig. Ég tel hins vegar að Ómar eigi að biðjast afsökunar á þessari spum- ingu, og ekki síst fyrir að endurtaka hana þegar Davíð hafði fímlega komið sér hjá að svara. Einnig ber að líta á hvemig stóð á þessari niðrandi spumingu. Það verður að hafa f huga að sá veldur miklu sem upphafinu veldur. Mat Kvennaframboðskvenna í Reykja- vík á konum _er svo niðurlægjandi fyrir konur á íslandi, að ég er hissa á því að konur skuli ekki mótmæla. Mér fínnst það móðgun við hvaða persónu sem er, hvort sem um er að ræða karl eða konu, að gefa það í skyn að hún sé fyrst og fremst líkaminn. Þetta er svo mikill dóm- greindarskortur að ég skil hreint ekki í að hans verði vart í jafn- menntuðu þjóðfélagi og okkar. Ég vil segja þetta við þessar baráttuglöðu konur á Kvennalistan- um í Reykjavík: Eftir að hafa hlýtt á málflutning ykkar og lesið skrif ykkar, tel ég það útilokað að þið getið stutt Hólmfríði til þroska. Það besta sem þið getið gert fyrir hana, og allar aðrar konur á Islandi, er að leggja niður þann ofstækismál- flutning sem þið hafið tileinkað ykkur til þessa. Hann spillir ekki aðeins fyrir málstað ykkar, heldur afhjúpar hann einnig slæma greind málflytjenda. Með sama áframhaldi verður útlitið eitthvað í þessa veru: Kaupmenn nota líkama afgreiðslu- kvenna, bankastjórar nota lfkama afgjeiðslukvenna, verkstjórar í fisk- vinnslu og iðnaði nota líkama starfsstúlkna o.s.frv., þar til enginn þyrði að dansa við konu af ótta við að vera ásakaður um að vera að nota líkama hennar. Guðbjörn Jónsson Er vandi að velja? Kæri Velvakandi. Það er erfitt fyrir heilbrigða hugsun að átta sig á þjóðlífinu í dag. Allstaðar talað um atvinnu- ieysi eða yfirvofandi. Fyrirtæki í vandræðum. Fólk í vandræðum með að greiða skuldir og lífsnauðsynjar. En „skemmtanalffið" með blóma og þar fjúka þessar krónur sem eiga að bjarga atvinnurekstrinum. Sveitarfélög heimta atvinnutæki af staurblönkum ríkissjóði. Fleiri virkj- anir og þó er afgangsorka. Erlendar skuldir hafa aldrei verið meiri og vaxtabyrðin skiptir milljörðum. Þó er heimtað að fá fleiri togara inn í landið og auðvitað með erlendum lánum. Þeir vextir sem við í dag greiðum erlendum aðilum myndu nægja fyrir góðu vegakerfi um iandið á einu eða tveim árum. Já, „skemmtanalífið". Hvað skyldu fara miklir fjármunir í það um hverja helgi og hvemig koma hin andlegu verðmæti út úr því? Hvað skyldu margir geispa? Sveitarfélögin eiga í vök að verj- ' ast og sum meira en það. Á sama tíma era heimtaðar áfengisútsölur og vínveitingaleyfi og dómsmála- ráðherra víttur fyrir að hugsa meir um heilsu og andlegt heilbrigði þegna landsins. Hvílíkar andstæður og hver skilur þetta? Er ekki kominn tími til að menn athugi sinn gang áður en það er um seinan? Geri sitt til að þjóðin komist út úr því erlenda skuldafeni sem nú ógnar hagsmunum lands og þjóðar. í stað þess að heimta og reyna á allan hátt að afsaka sig þegar sameiginlegur sjóður lands- manna þarfnast átaka, væri þá ekki gaman að hver legði sitt af mörkum til að fá heiðan himin þjóð- lífsins. Upp úr slarki og eitumautn- um höfum við skömm og skaða, en að gera átök í velferð landsins höfum við gleði. Er nokkur vandi að velja? Við höfum bragðist. Það er allt og sumt. Ognú er tækifærið. Arni Helgason HEILRÆÐ /C'' (jl „Hnífur og skærí ekki barna meðfæri“ Algengustu heimilistækin, sem daglega eru í notkun og með öllu ómissandi, geta sem best verið hinar mestu slysagildrur. Öll umsvif hinna eldri vekja for- vitni og athafnaþrá bamanna. Leyfíð þeim að taka þátt í störfum ykkar og leiðbeinið þeim. Munið ávallt „að hnífur og skæri eru ekki bama meðfæri". Allt of oft hafa böm hlotið djúp sár á eggjámum, sem skilin hafa verið eftir á glámbekk. Munið ávallt að taka hrærivélina eða hakkavélina úr sambandi þurfí að bregða sér frá. Auðveldlega geta litlar hendur festst í þessum heimilistækjum, og hlotið þá áverka, sem ekki verða bættir. Þessir hringdu . . Opnar sorptunnur Óánægð kona hringdi: „Mig langar til að koma á framfæri kvörtun við hreinsunardeild borgar- innar. Svo er mál með vexti að hér í hverfínu standa sorptunnur oft opnar útifyrir húsum tímum saman er sorphréinsun fer fram. Þetta sama _hef ég einnig séð við Klepps- veg. Ástæðan er sú að hópur sorp- hreinsunarmanna fer á undan og tekur tunnumar frá húsunum og skilur þær eftir loklausar út við götuna. Svo kemur bíllinn stundum ekki fyrr en mörgum klukkustund- um síðar. Af þessu stafar mikill sóðaskapur og vil ég fá að vita hvort þetta á að viðgangast til frambúðar." Hvar er postulínskonan? Kristin _ Guðmundsdóttir hringdi: „Á síðasta ári fór ég með postulínsskál í viðgerð hjá konu sem þá fékkst við viðgerðir á postulíns- gripum á Laugavegi 28, og hef ég kvittun fyrir skálinni frá henni. Þegar ég ætlaði að ná í skálina var mér sagt að konan væri hætt að starfa þama og hef ég ekki getað haft upp á henni. Skál þessi er í eigu vinafólks okkar sem býr úti á landi, og þykir mér leiðinlegt að geta ekki skilað henni. Getur ein- hver upplýst hvar hægt er að ná í þessa konu — síminn hjá mér er 1-13-07 og vinnusími 2-85-00.“ MATVÖRUDEILD Þorri fólks kaupir eorramatinn já okkur hvað með að slást í hópinn? Hvalrengi Blóömör Harðfiskur Hrútspungar Lifrarpylsa Hákarl Bringukollar Hangikjöt Síld Sviöasulta Sviö Smjör Svínasulta Saltkjöt Flatkökur Selt á þorrabökkum og í lausri vigt. Heitt í hádeginu: Hangikjöt-sviö-saltkjöt-rófustappa-kartöflumús Borgarnesi sími 93-7200 MATVÖRUDEILD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.