Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986
um, sérstaklega þeim sem sjálf-
stæðismenn hafa forgöngu um, og
í þriðja lagi geti fréttabréfið nýst
til að koma röksemdum á framfæri
við sjálfstæðismenn í málum sem
eru umdeild í þjóðmálaumræðunni.
Meðal efiiis í fréttabréfinu er
viðtal við Þorstein Pálsson, formann
Sjálfstæðisflokksins, um stjómar-
samstarfíð, þingfréttir og ýmsar
almennar stjómmálafréttir.
INNLENT
Svcitarstjomarkoíin»nf(aj
31. niai eða 14. júm
Í'SSS i !
í * ■* ■'■
si | : j ■
: “PP* •« í
kUupa»ttn i
irrkttnttuBt" j
DAA.COJA nr.O
rMOFIUKMIS.
MKT.UjHKAR
KORUR MAJUM
VOHT 8W.VI
Alþin/I
37. jaaoar
Skaðlegt fyrir ís-
lenska læknisfræði
ef bandarískra
áhrifa hættir að gæta
Hryðjuverkin eru stærsta
vandamálið í fluginu nú
— segir Giinter O. Eser, framkvæmda-
stjóri alþjóðasamtaka flugf élaga
ÁRIÐ 1985 var að mörgu leyti slæmt ár í fluginu. Fjöldi fólks
fórst í flugslysum og margir urðu fórnarlömb hryðjuverkamanna.
Auk þess var fjárhagur flugfélaganna verri en árin á undan“
sagði GUnter O. Eser framkvæmdastjóri IATA, alþjóðasamtaka
flugfélaga, á blaðamannafundi sem hann hélt með Flugleiðamönn-
um á miðvikudaginn.
Gunter O. Eser varð fram-
kvæmdastjóri LATA í byrjun árs
1985, en hann starfaði áður hjá
þýska flugfélaginu Lufthansa í
mörg ár. Hann var hér í stuttri
heimsókn til að ræða við yfírmenn
Flugleiða. Giinter 0. Eser segist
reyna að heimsækja flest aðildar-
félög IATA til að skiptast á skoð-
unum við forystumenn þeirra.
„Mesta vandamál flugfélaga
víða um heim nú eru hryðjuverk,"
sagði framkvæmdastjórinn. „Ég
hef tekið eftir því að fólk er
hræddara við að fljúga nú en áður.
Af þeim sökum hefur orðið veru-
legur samdráttur í bókunum, sem
er vandamál sem mörg flugfélög
eiga nú við að glíma. Margir flug-
vellir hafí nú verið rannsakaðir
með tilliti til öryggis farþega.
Flestir þeirra höfðu öryggistæki
í lagi, en aftur á móti voru þau
ekki alltaf notuð rétt. Þetta þarf
að lagfæra."
Eser sagðist fordæma þau lönd
sem styddu hryðjuverk. Hryðju-
verkamenn væru ekkert annað en
morðingjar. „Því miður verður
sennilega aldrei hægt að koma
algerlega í veg fyrir manntjón
vegna hryðjuverka,“ sagði Eser,
„ekki á meðan til eru menn sem
eru reiðubúnir að fóma lífí sínu
til þess að verða öðru fólki að
bana. Það eina sem við getum
gert er að reyna að fækka hryðju-
verkum."
A fundinum var einnig rætt um
fargjöld á Norður-Atlantshafs-
leiðinni. Giinter 0. Eser sagði að
99 dollara fargjald People Ex-
press milli Evrópu og Bandaríkj-
anna gæti ekki nægt fyrir kosth-
aði og þar af leiðandi gæti það
ekki gengið til lengdar. Hann
sagði að kaupsýslumenn sem ferð-
GQnter O. Eser
uðust mikið vildu frekar borga
hærra fargjald og fá þess í stað
meira öiyggi og betri þjónustu.
Einnig væri þá tryggt að þeir
kæmust á farmiða sfnum með
öðru flugfélagi ef flug tefðist eða
félli niður af einhveijum orsökum.
People Express er hins vegar ekki
í LATA og gilda því farmiðar
þeirra ekki hjá öðmm flugfélög-
um. Eser sagðist vonast til að
félagið gengi í IATA.
Gúnter O. Eser sagðist óttast
að hækkun á flugvallarskatti hér
á landi gæti haft mjög neikvæð
áhrif á ferðamannaiðnaðinn. Að-
ildarfélög IATA hefðu reynt að
gæta þess að flugfargjöld hækk-
uðu ekki meira en sem svaraði
hækkun verðbólgu. Ef ríkisstjóm-
in hækkar gjöldin mikið og ferðir
hingað verða dýrari fyrir bragðið
sagðist framkvæmdastjórinn
halda að ferðamenn leituðu frekar
á aðrar slóðir.
Afkoma flugfélaganna á Norð-
ur-Atlantshafsleiðinni var mun
verri á síðasta ári en næstu ár á
undan. Aukning í farþegaflutn-
ingum árið 1985 var 8% en flutn-
ingsgeta flugfélaganna jókst hins
vegar um 11%.
Að síðustu sagði Gúnter O.
Eser að mikil samkeppni ríkti að
sjálfsögðu á milli aðildafélaga
LATA, en þrátt fyrir það væri
mikil samvinna þeirra á milli.
„Þessi samtök em algerlega ópóli-
tísk,“ sagði Eser, „og á fundum
LATA sitja helstu keppinautamir
hlið við hlið og skiptast á skoðun-
um. Þessi samvinna kemur síðan
bæði flugfélögunum og farþegun-
um til góða.“
náms fyrir okkur. „Ef við virkilega
viljum, þá tel ég ekki loku fyrir það
skotið að okkur takist að koma í veg
fyrir að íslenskir læknar verði útilok-
aðir frá sérfræðinámi í Bandaríkjun-
um. Læknisfræði þar er á mjög háu
stigi og það væri mjög alvarlegt mál
að missa þennan möguleika," sagði
Kristján Erlendsson læknir að lokum.
— segir Kristján Erlendsson fyrrverandi for-
maður Félags íslenskra lækna í Norður-Ameríku
„VIÐ MEGUM ekki missa af þeim áhrifum sem íslenskir læknar
verða fyrir í Bandarikjunum. Það yrði mjög skaðlegt fyrir islenska
læknisfræði. Einn af aðalkostum íslenskrar læknisfræði er sá að
áhrifin koma svo víða að. Það gerir okkar læknisfræði fjölbreytta
og við getum vinsað það besta úr,“ sagði Kristján Erlendsson lækn-
ir, fyrrverandi formaður Félags íslenskra lækna í Norður-Ameríku
í samtali við Morgunblaðið.
„Um langt árabil hafa erlendir
læknar verið í Bandaríkjunum og
íslenskir læknar hafa einnig sótt
þangað lengi og satt að segja gert
það gott þar í landi,“ sagði Kristján.
„En nú eru að koma upp vandamál
sem fylgja því að bandarískir lækna-
nemar komast ekki inn í bandaríska
háskóla. Þeir hafa því farið í nám
erlendis, fyrst f stað til Evrópu, en
síðar til Mexícó og landa í Karabíska
hafínu. Þessir læknar hafa verið síðri
og Bandaríkjamenn vilja útiloka þá
frá framhaldsþjálfun í bandarískum
skólum. Eina leiðin til þess að útiloka
þá er að útiloka alla sem ekki hafa
bandarísk próf. Við erum sem sagt
fómarlömb þessara kringum-
stæðna.“
Kristján sagðist halda að íslend-
ingar gætu haft áhrif á þessa
ákvörðun. Hann sagði að íslenska
sendiráðið í Washington hefði unnið
vel í málum lækna áður og haft mikil
áhrif, t.d. þegar upp komu vandamál
með vegabréfsáritanir íslenskra
lækna í Bandaríkjunum árið 1980.
„Við eigum ekki að þurfa að sitja
í súpunni, ef rétt er að málum staðið.
Við höfum möguleika á að bjarga
þessu, en eins og er virðist allt stefna
í það að við lendum í þessu eins og
allir aðrir. En það er staðreynd að
fslenskir læknar þurfa meira á því
að halda að hafa möguleika á sér-
fræðinámi í Bandaríkjunum en marg-
ir aðrir,“ sagði Krislján.
Kristján sagði að Félag íslenskra
lækna í Norður-Ameríku hafí sent
ýmsum frammámönnum í Bandaríkj-
unum bréf þar sem bent er á sérstöðu
íslendinga og mikilvægi framhalds-
Mikil lækkun olíu og bensíns á alþjóðamarkaði:
Olíulækkunin skilar sér á inn-
lendum markaði um miðjan mars
— segir Þórður Ásgeirsson, forstjóri Olís
VERÐ á olíu og bensíni á al-
þjóðamarkaði hefur lækkað stöð-
ugt frá þvi nóvemberlok, þegar
verðið stóð sem hæst. Verð á
gasolíu á Rotterdammarkaði stóð
í 266 bandarikjadölum tonnið 25.
nóvember, en var á þriðjudaginn
komið niður i 180,5 dali. Svartol-
ían hefur lækkað á sama tímabili
úr 172 dölum i 137, og bensin úr
262,5 dölum í 214. Að sögn Þórð-
ar Ásgeirssonar, forstjóra Olis,
kemur þessi lækkun ekki til með
að skila sér í verðlagi innanlands
fyrr en i fyrsta lagi um miðjan
mars, þar sem birgðir eru til i
landinu fram að þeirn tíma, sem
keyptar hafa verið á hærra verði.
„Það er reyndar mín skoðun að
það sé alls ekki svigrúm til að láta
erlendar verðlækkanir koma fram
að fullu í olíu- og bensínverði hér
á iandi á næstu mánuðum," sagði
Þórður. „Það verður að nota það
lag sem nú gefst til að vinna upp
halla á innkaupajöfnunarreikning-
um og leiðrétta álagningu olíufélag-
anna, sem er of lág. Olíuféögin
voru rekin með 200 milljón króna
halla á síðasta ári, og þótt þetta
séu stöndug fyrirtæki geta þau
ekki haldið áfram á slíkri braut öilu
lengur."
Að sögn Þórðar hefur grunnur
þeirrar vísitölu, sem verðákvarðanir
olíu- og bensíns eru miðaðar við,
verið skakkur frá því að álagningin
var skert að hausti til 1984, og auk
þess væri vísitalan að jafnaði hálfs
árs gömul og því ekki réttur mæli-
kvarði á verðlagsþróun. Þetta þyrfti
að lagfæra nú á útmánuðum þegar
svigrúm myndaðist. Eins hefði inn-
kaupajöfunarsjóður gasolíu verið
tölvert neikvæður um áramótin og
þann halla þyrfti að rétta af.
„Annars hefur innkaupajöfunar-
sjóður verið lagður niður frá og
með síðustu áramótum með nýjum
lögum, og það virðist enginn gera
sér grein fyrir því hvemig eigi að
standa að verðákvörðunum nú.
Persónulega sé ég ekki hvemig
hvemig hægt er að komast af án
hans nema með því að gefa verð-
lagningu fíjálsa," sagði Þórður
Ásgeirsson.
Flokksfréttir Sjálfstæðis-
flokksins hefja göngu sína
þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Fyrirhugað er að senda það til
rúmlega 4000 trúnaðarmanna
flokksins vítt og breitt um landið.
í aðfaraorðum 1. tbl. segir, að
tilgangur útgáfunnar sé þríþættur.
í fyrsta lagi að flytja fréttir af
fiokksstarfinu, í öðm lagi að flytja
skilmerkilega frásögn af þingmál-
HAFIN er útgáfa á Flokksfrétt-
um, fréttabréfi miðstjóraar og