Morgunblaðið - 24.01.1986, Síða 23

Morgunblaðið - 24.01.1986, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986 23 Islensk frímerki 1986 Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Þegar auglýsingaflóð dagblað- anna stóð einna hæst fyrir síðustu jól, sendi Póst- og símamálastofn- unin frá sér tilkynningu um frí- merkjaútgáfur 1986. Þar sem ég hef orðið þess var, að mörgum hefur skotizt yfir þessa tilkynningu, set ég hana hér eins og hún var send út. Þetta er auðvitað bráðabirgðatil- kynning, því að vonandi líður ekki á mjög löngu, þar til lokatilkynning kemur fyrir almenningssjónir. Auðvitað er mjög bagalegt, að þessum málum skuli ekki enn hafa verið komið í það horf hjá póst- stjóminni, að hún hafi allt tilbúið svo snemma, að litprentaður aug- lýsingablöðungur ásamt myndum af hluta af næsta árs frímerkjum liggi fyrir til dreifingar helzt ekki seinna en í byrjun nóvember. En því miður er þessu ekki að heilsa og mun margt valda. En tæplega er það kinnroðalaust, að við skulum alltaf vera eftirbátar allra nágranna okkar í þessum efnum. Tilkynning póststjómarinnar er á þessa leið: Tekin hefur verið ákvörðun um eftirtaldar frímerkjaútgáfur á næsta ári: 1. Frímerki með íslenskum fuglum samtals fjögur verðgildi, 6 kr. Maríuerla, 10 kr. Grafönd, 12 kr. Smyrill og 50 kr. Álka. Út- gáfudagur 19. mars 1986. 2. Evrópufrímerki í tveimur verð- gildum 10 kr. og 12 kr. Þau em að þessu sinni helguð umhverfis- vemd og er myndefni íslensku Evrópufrímerkjanna sótt í Þjóð- garðana að Skaftafelli og í Jök- ulsárgljúfrum. Útgáfudagur er 5. maí 1986. 3. Norðurlandafrímerki í tveimur verðgildum 10 kr. og 12 kr. og er sameiginlegt myndefni þeirra að þessu sinni tengt vinabæja- hreyfíngunni. Myndefni íslensku Norðurlandafrímerlqanna verð- ur frá Seyðisfírði og Stykkis- hólmi. Útgáfudagur 27. maí 1986. 4. Frímerki í tilefni aldarafmælis Landsbanka íslands í tveimur verðgildum 13 kr. og 500 kr. Útgáfudagur 2. júlí 1986. 5. Fjögur frímerki í tilefni tveggja alda afmælis Reykjavíkur. Ut- gáfudagur 18. ágúst 1986. 6. Tvö frímerki í tilefni af því að 80 ár verða liðin frá því síminn kom til landsins og að símakerfi landsins verður allt orðið sjálf- virkt. Útgáfudagur 29. septem- ber 1986. 7. Smáörk (blokk) á Degi frímerk- isins, 9. október 1986. 8. Jólafrímerki í tveimur verðgild- um. Þau teiknar að þessu sinni Björg Þorsteinsdóttir. Útgáfu- dagur 13. nóvember 1986. Nánar verður tilkynnt síðar um útgáfur þessar. Þeir, sem lásu þessa tilkynningu í blöðunum, ráku að vonum augun í það, sem segir frá væntanlegum afinælisfrímerkjum Landsbanka ís- lands í júlí nk., að annað verðgildið verður 13 kr., en hitt 500 kr. Hér hrukku menn óþyrmilega við og trúðu tæplega eigin augum. Fékk ég margar fyrirspumir á fömum vegi um þetta, og var það sízt til- tökumál, þar sem hæsta verðgildi til þessa eftir myntbreyti ngu n a er 100 kr. frímerki frá því í haust, og þótti þá ýmsum jaftivel nóg um. En því miður sígur enn á ógæfuhlið- ina í fjármálum okkar, svo að ekki getur talizt undarlegt, þótt hærri verðgildi sjái smám saman dagsins ljós á frímerkjum íslenzku póst- stjómarinnar. En fimmföldun á hæsta verðgildi á rúmu hálfu ári! Fæstir trúðu, að sú stefna væri nauðsynleg eða skynsamleg, enda sáu þeir, sem við mig ræddu, vem- lega hættu fólgna í henni. Um það var ég þeim vissulega sammála. Nú hefur sem betur fer skipazt svo, að verðgildi þessa frímerkis verður 250 kr., og hygg ég, að mörgum létti við að heyra það. Er það og mjög f líkingu við hæstu verðgildi meðal ýmissa nágranna- þjóða okkar. Danir hafa 50 kr. frí- merki síðan 1. okt. sl., sem er ná- lægt 235 ísl. krónum, og Svíar eiga 50 kr. frímerki frá 1981 eða sem svarar um 280 ísl. krónum. Ekki dreg ég í efa, að oft getur verið hagræði í þvl fyrir póstmenn og verulegur flýtisauki að geta gripið til hærri verðgilda, þegar um dýrar bögglasendingar er að ræða. Þau háu verðgildi, sem áður hafa komið út, hafa einmitt lent á fylgi- bréfum með þess konar sendingum. Póststjómin verður samt einnig að hafa safnarana í huga, og þá getur verið hættulegt að íþyngja þeim svo, að þeir dragi verulega við sig kaup eða jafnvel hætti alveg. Talið er, að um 20% af frímerkja- sölu sé einmitt til þeirra, innlendra og erlendra. Til þess að benda á þá hættu, sem felst í þessari stefnu, má benda á sögu 250 kr. frímerkisins frá 1972 (Herðubreið). Þá gerðist HEROUBREIO ]ÓN STEFÁNSSON-HRAUN'TEIGl-8 VIO HEKUi SLAND 1000 GUNNLAUGUK SCHVVING- 1.ÍNAN ORFGIN ÍSLAND 5000 nokkuð, sem reyndist afdrifaríkt. Hefur frímerkjakaupmaður sent þættinum lýsingu á þeirri þróun, sem fylgdi í kjölfar þessarar útgáfu, en hann er nákunnugur þessum viðskiptum. Þegar þetta frímerki kom út, svaraði það til 5 dollara, og var mjög hátt. Engu að síður keyptu erlendir kaupmenn það, enda gerðu þeir ráð fyrir, að upplag þess væri 200—300 þús., þar sem 100 kr. frímerki frá árinu áður var prentað í 500 þús. eintökum. En þar skjátlaðist þeim hraparlega. Svo fór, sennilega fyrir slysni, að 250 kr. merkið var gefið út í 3 milljónum eintaka, sem var óheyrt upplag hérlendis af svo háu verðgildi. Af- leiðingin varð líka sú, að merkið var mörg ár til sölu og rýmaði stöðugt í verði vegna verðbólgu og gengisfellinga. Var svo komið í lokin, að þetta frímerki var selt á 37 cent, og nú mun það selt í smá- sölu í verzlunum á 50 cent — eða á 10% af upphaflegu verði þess. Þar sem þetta frímerki er fallegt, glöptust margir innlendir og erlend- ir safnarar og kaupmenn einmitt til að fjárfesta í þessu frímerki, og þá með framansögðum árangri. Þessi útgáfa frá 1972 hafði því mjög neikvæð áhrif á söfnun ís- lenzkra frímerkja. Munu erlendir kaupmenn beinlínis hafa ráðið við- skiptavinum sínum frá að safna ís- lenzkum merkjum eftir þessa bitru reynslu. Áðumefndur frímerkjakaup- maður segir svo orðrétt í athuga- semdum sínum: „Yfirstjóm ís- lenzkra póstmála ber að hafa í huga, að ekki verður lagður traust- ur gmnnur að sölu frímerkja okkar um allan heim nema með jákvæðri afstöðu þeirra, sem verzla með frí- merki og stuðla með því að vaxandi eftirspum." Þá bendir hann einnig á það, að kaupmenn og safnarar ætlist helzt til þess, að höfuðstóll frímerkjanna, þ.e. nafnverð þeirra, skerðist ekki í tímanna rás, þótt engir vextir bætist við. Fram hjá þessum skoðunum komast engar póststjómir til lengdar. Þessu næst ræðir hann um 1000 kr. frímerkið frá 1978 og 50 kr. frímerkið frá 1981 og mjög óhentuga stærð þeirra á póstsendingar. Um það býst ég við, að flestir geti verið sammála. Verður vikið að því efni í næsta þætti. Herramaðurinn og þjófurinn Bill Miner verður eftirminnileg persóna í bráðlifandi túlkun Richards Famsworth í The Grey Fox. Silfurrefurinn Tónabíó: Grái refurinn — The Grey Fox * * * Leikstjóri: Philip Borsos. Hand- rit: John Hunter. Kvikmynda- taka: Frank Tidy. Klipping: Frank Irvine. Tónlist: Michael Conway. Aðalhlutverk: Richard Farnsworth, Jackie Burroughs, Ken Pouge, Timothy Webber, Gary Reineke, Wayne Robson. Kanadísk, gerð 1982.92 mín. Góður kunningi af kvikmynda- hátíð, Bill Miner, (R. Famsworth), hefur riðið í bæinn á nýjan leik og er aufúsugestur. Þessi kana- díska mynd sem undirritaður gagnrýndi á sínum tíma, hefur eflaust farið framhjá mörgum kvikmyndaunnendum á skammri hátíð og á vonandi erindi í annað sinn. Grái refurinn er allsérstæður vestri, þar sem söguhetjan er á sjötugsaldri. Hún er frægur ræn- ingi (Famsworth), um aldamótin síðustu. Hann er nýsloppinn úr langri fangelsisvist þegar myndin hefst, en karl er ekki lengi í rónni, þó sextugur sé. Það er sannkölluð ánægja að fylgjast með hinum roskna leikara í túlkun sinni á hinum sérkenni- lega bófa. Hann vill ekki gefast upp þrátt fyrir að veröldin hafi tekið miklum stakkaskiptum á þeim langa tíma sem hann sat inni. En hvort sem „The Gentle- man Bandit" unir því eða ekki, þá reynist hin nýja tækni, jám- brautir, sími, o.s.frv., karli ofraun. Famsworth, sem farið hefur með smáhlutverk og unnið við áhættu- leik í Hollywood í áratugi, fær hér sitt fyrsta aðalhlutverk og þakkar pent fyrir sig með því að skila því af stakri prýði. Hann er einkar sannfærandi sem gamli bragðarefurinn, hvort sem hann er að heilla kvenréttindakonuna (Jackie Burroughs), eða skelfa fómarlömb sín. Famsworth, sem nú er farið að bregða fyrir í æ fleiri, bitastæðum hlutverkum, minnir allmikið á Henry heitinn Fonda, í útliti og yfirbragði, hefur til að bera svipaða, karlmannlega eiginleika. Hið kraftmikla portrett sem hann dregur upp af hinum sögufræga ræningja og sjarmör er næg ástæða til að hvetja fólk til að gefa Grá refnum gaum. Fröken Frankenstein Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó: Klikkuð tækni — Weird Science ★ ★ Leikstjóri John Hughes. Kvik- myndataka Matthew F. Leo- netti. Sérsamin tónlist: Jimmi Iovine. Aðalhlutverk Anthony Michael Hall, Kelly LeBrock, Ian Mitchell Smith, Suzanna Snyder, Judie Aronson, Bill Paxton, Robert Downey, Ro- bert Rusler. Bandarisk, frá Universal 1986. Dolby stereo. 95 min. Og hér kemur sú nýjasta fyrir táningana. Tveim skólabræðrum tekst, með aðstoð tölvutækninnar, að galdra sér kvenmann. Piltamir em miklir hallærisgæjar og til- raunin gerð út úr sámstu neyð, þar sem ekki fyrirfannst sú herfa af þessum heimi sem þolir þá. Tölvuvinnslan fer fram úr björt- ustu vonum þeirra félaga, þar sem útkoman verður hinn glæsilegasti kvenmaður, ofsakroppur. Hún Kelly Lebrock er mikið augna- gaman, enda gæti hún hægast verið systir þeirra Brooke Shi- elds og Jaqueline Bisset. . hristir manndóminn upp í skræf- unum og kemur þeim á fyllerí og kvennafar. Þar með virðist til- gangi jarðvistar hennar lokið og hún hverfur jafn skyndilega og hún kom. Og myndinni lýkur þegar hinir nýorðnu töffarar em komnir vel á veg með að glutra niður sveindómnum fyrir tilstilli aðalbombnanna í bekknum. Hughes, (The Breakfast Club), hefur legið einhver ósköpin á þegar hann gerði Klikkaða tækni, sem er hrærigrautur mis- góðra hugmynda sem fá engan veginn viðunandi útfærslu á tjald- inu. Sumar sleppa þó fyrir hom, einsog ófétið hann Chet, sem er langskemmtilegasta persónan og prýðisvel leikin af Bill Paxton. Þá em margar tæknibrellumar flári góðar og vel útfærðar og ekki laust við að gert sé góðlátlegt grín að nokkmm, nýlegum hryll- ingsmyndum. Helsti agnúi K.t. er Kelly Lebrock. Hún er bersýnilega jafn ömurlegur leikari og hún er óguð- lega falleg. Og þó hún eigi að leika einskonar Frankenstein í kvenlíki hefur tæpast verið ætlun- in að hún ætti að vera steinfrosin sem ústillingargína. Synd með slíkt augnayndi. Aulabárðar í brúarvinnu Háskólabíó: Sjálfboðaliðar - Volunteers * Leikstjóri: Nicholas Meyer. Kvikmyndataka Ric Waite. Handrit Kevin Levine og David Isaacs. Tónlist James Homer. Framleiðandi Richard Sheperd. Bandarísk frá HBO/Silver Screen Partners. Dreifing EMI. 1985. Aðalhlutverk: Tom Hanks, John Candy, Rita Wil- son, Tim Thomerson, Gedde Watanbe, George Plimpton, Emest Harada. Þeir Tom Hanks og John Candy þóttu svo ágætir saman í gaman- myndinni Splash, enda andstæð- ur miklar, að nánast er búið að spyrða þá saman. Sjálfboðalið- ar er ein nýjasta mynd þeirra félaga og á að gerast í forsetatíð. J.F.K. Candy er hugsjónamaður sem býður sig fram við friðarsveitir forsetans, til brúargerðar í Thai- landi. Æringinn Hanks getur hinsvegar með naumindum svindl- að sér um borð í flugvélina til fyrirheitna landsins, í kapphlaupi uppá líf og dauða undan skuld- heimtumönnum flárhættuspilara. Þegar smíðinni er að verða lokið kemur í ljós að ekki er á hreinu hverra hagsmuna er verið að gæta með brúargerðinni; íbúa héraðsins, kommúnista, CLA eða ópíumsmyglara. Verða því friðar- sinnamir að sprengja í loft upp sitt eigið handverk að lokum. Sjálfboðaliðar er mislukkaður farsi. Rauði þráðurinn er ágæt- lega gjaldgengur undir einn slíkan en illa hefur tekist til að klæða hann nógu fyndnum samtölum eða spaugilegum uppákomum. Svo útkoman er rétt brosleg, því maður glottir jú reyndar útí annað lungann úr myndinni, (og rejmdar heyrði ég tæpast hlátursbofs undir sýningunni). Það teljast mikil vonbrigði þegar hafðar eru í huga vinsældir þessara ágætu leikara, þeir eiga að standa fyrir betri skemmtun. Áhorfendur fá aðeins reykinn af réttunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.