Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986 Símamynd/Nordfoto Kista Jóns Helgasonar prófessors sveipuð íslenska fánanum í Frederiksbergkirkju í Kaupmannahöfn. * Islendingarnir níu fluttir frá Suður-Jemen: Fjölmenni við útför Jóns Helgasonar prófessors Frá minningarathöfninni í Dómkirkjunni í Reykjavík. ÚTFÖR Jóns Helgasonar pró- fessors var gerð frá Frederiks- bergskirkju í Kaupmannahöfn í gær að viðstöddu fjölmenni. Ennfremur fór fram minning- arathöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík að viðstöddum for- seta Islands og vinum og ætt- ingjum hins látna hér heima. Að sögn Guðrúnar Láru Ágs- geirsdóttur, fréttaritara Morgun- blaðsins í Kaupmannahöfn, voru Qölmargir íslendingar viðstaddir athöfnina í Frederiksbergskirkju, þar á meðal voru nokkrir komnir frá íslandi, einkum frá Ámastofn- un. Þá voru viðstaddir athöfnina Einar Ágústsson sendiherra og ýmsir þekktir danskir fræðimenn og embættismenn. Fjölmargir kransar bárust, þar á meðal frá forseta Islands og ríkisstjóm, frá Stofnun Áma Magnússonar, bæði í Danmörku og á Islandi, Vísinda- félaginu í Kaupmannahöfn, Is- lenska fræðafélaginu í Kaup- mannahöfn, Háskólanum í Kaup- mannahöfn og mörgum fleiri stofnunum og einstaklingum. Við athöfnina vom sungnir sálmar á dönsku og íslénski sálm- urinn „Allt eins og blómstrið eina“. Dr. theol Berge örsted flutti minningarræðu og séra Ágús Sigurðsson flutti ritningar- orð og bæn og kastaði rekunum. Séra Ágúst flutti kveðju frá sveit- ungum prófessors Jóns í Hálsa- sveit í Borgarfírði. Að lokinni athöfninni bauð ekkjan, frú Ag- nethe Loth, til erfídrykkju. Við minningarathöfnina í Dóm- kirkjunni í Reylqavík vom sungnir tveir danski sálmar, sem Jón Helgason þýddi á íslensku „Þig veröld ég kveð“ og „Lát huggast þú ástvinur hiyggur". Dómkórinn söng undir stjóm Marteins H. Friðrikssonar sem jaftiframt lék á orgel. Skólakór Kársnesskóla söng vers Hallgríms Péturssonar, „Gefðu að móðurmálið rnitt", undir stjóm Þómnnar Bjöms- dóttur, en hún er sonardóttir Jóns Helgasonar. Séra Hjalti Guð- mundsson, dómkirkjuprestur, flutti ritningarorð og minntist hins látna. Þörungavinnslan á Reykhólum: Heimamenn taka yfir rekst- urinn á kaupleigusamningi ÁKVEÐIÐ hefur verið að heima- menn í Reykhólasveit taki við rekstri Þörungavinnslunnar, á kaupleigusamningi til bráða- birgða. Jafnframt hefur uppboði á fyrirtækinu, sem auglýst var 28. janúar næstkomandi, verið frestað. Ákvörðun þessi var tekin á sameiginlegum fundi flármálaráð- herra, iðnaðarráðherra, samgöngu- ráðherra og fulltrúa heimamanna nú í vikunni. Að sögn Hermanns Sveinbjömssonar, deildarstjóra í iðnaðarráðuneytinu, hefur enn ekki verið gengið endanlega frá um- ræddum kaupleigusamningi, en fulltrúar ráðuneytanna og heima- manna muni nú á næstu dögum ganga frá nánari útfærslu samn- ingsins. Hermann sagði að gert væri ráð fyrir að samningurinn verði á þeim kjörum, að leigu- greiðsla yrði ekki greidd nema fyrir- tækið skilaði hagnaði. Heimamenn fái hins vegar meira sgálfræði með reksturinn án þess að ríkið sleppi með öllu hendi af fyrirtækinu. Uppboði, sem fyrirhugað var 28. janúar, hefur verið frestað að ósk ijármálaráðherra, á meðan áður- greint rekstrarfyrirkomulag Þör- ungavinnslunnar verður reynt. Sigurbjöm Þorbjörasson. Tvær af stærstu auglýsinga- stofunum sameinast í eina TVÆR af stærstu auglýsinga- stofum landsins, GBB-Auglýs- ingastofa hf. og Auglýsingaþjón- ustan hf. hafa ákveðið að sam- eina rekstur sinn í eitt fyrirtæki, GBB-Auglýsingaþjónustuna hf. Eignarhlutföll eru þannig að Gisli B. Björasson á 34%, Gunnar Steinn Pálsson 20%, Halldór Guðmundsson 17%, Guðjón Egg- ertsson 17% og Haukur Hannes- son 12%. Framkvæmdasijóri hins nýja fyrirtækis er Halldór Guð- mundsson og stjórnarformaður Gunnar Steinn Pálsson. Þeir Halldór og Gunnar Steinn sögðu í samtali við Morgunblaðið í gær að sameining fyrirtækjanna myndi hafa í för með sér mikla hagræðingu í rekstri og verða hvatning til aukinna átaka á þess- um markaði. Um leið vildu þeir með þessari aðgerð skapa grundvöll fyrir öflugra og sterkara fyrirtæki, sem þeir sögðu að yrði nú stærsta aug- lýsingastofa landsins. Gunnar Steinn sagði að þróunin á auglýsingamarkaðinum að undan- fömu hefði verið í þá átt að markað- urinn væri að molna upp í smærri einingar til aukinnar óhagræðingar í rekstrinum. Með sameiningu þess- ara tveggja auglýsingastofa væri verið að snúa þeirri þróun við. Hann sagði að dótturfyrirtæki Auglýs- ingaþjónustunnar, Tímabær, yrði áfram starfandi sem deild innan hins nýja fyrirtækis og starfs- mannaijöldi beggja fyrirtækjanna yrði svo til óbreyttur þannig að ekki þyrfti að koma til uppsagna starfsfólks. Guðm. Þ. Jóns- son í fram- boð sem for- maður Iðju Á trúnaðarmannaráðsfundi i Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík, sl. miðvikudag, var lagður fram listi til sijórnarkjörs fyrir næsta ár, þar sem Guð- mundur Þ.. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks, er í framboði og i formannssæti á listanum. Bjarni Jakobsson, núverandi formaður Iðju, lagði ekki fram lista á fundinum, en sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann myndi taka ákvörðun um það hvort hann færi fram á næstu dögum. í blöðum í dag er auglýst eftir framboðslistum og er skilafrestur til 31. janúar. Verði enginn annar listi lagður fram telst stjómin sem trúnaðarmannaráðið lagði til sjálf- kjörin. Komi hins vegar mótfram- boð verður að kjósa um listana í allsheijaratkvæðagreiðslu. Tæplega 3.000 manns eru félag- ar {Iðju. Lætur af embætti rí kisskattstj óra SIGURBIRNI Þorbjörnssyni, rík- isskattstjóra, hefur verið veitt lausn frá embætti frá og með 1. júlí næstkomandi að eigin ósk. Embættið verður auglýst laust til umsóknar í næsta Lögbirting- arblaði. Sigurbjöm Þorbjömsson var skipaður í embætti ríkisskattstjóra 22. maí 1962, frá 1. október það sama ár er embættið var stofnað. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að hann hefði starfað að skattamálum í 44 ár, frá því hann byijaði á Skattstofunni í Reykjavík í maí 1942. „Það er því kominn tími til að taka sér hvíld og gefa yngri mönnum kost á að spreyta sig á starfínu," sagði ríkis- skattstjóri. Hann kvaðst ekki hafa ákveðið hvað hann tæki sér fyrir hendur er hann lætur af embætti. Með herskipi til Djibouti íSLENDINGARNIR níu, sem voru við störf í hafnarborginni A1 Mukalla í Suður-Jemen, voru fluttir með brezku herskipi yfir til smáríkisins Djibouti í gær. Hópurinn var væntanlegur þangað um miðnætti að íslenzkum tíma. Brezkt flutningaskip sótti íslend- ingana og fleiri útlendinga til A1 Mukalla í gærmorgun og flutti þá í herskipið Newcastle. Með því var hópurinn síðan fluttur til Djibouti. Þar mun fólkið dvelja í dag, en í kvöld heldur það flugleiðis til Kairó í Egyptalandi. Þaðan verður síðan flogið til London og Kaupmanna- hafnar um eða upp úr helgi. íslend- ingamir voru í A1 Mukalla á vegum dansks verktakafyrirtækis og unnu þar við lagningu holræsa. Einn þeirra hafði verið þar í fjögur ár, en hinir í hálft annað ár. Fjöldi útlendinga í Djibouti Einn íslendingur býr í Djibouti, ísleifur Jónsson, verkfræðingur. Morgunblaðið náði símasambandi við hann í gær: „Undanfama daga hafa um fjögur þúsund útlendingar, sem hafa búið og starfað í Suður- Jemen komið hingað til Djibouti," sagði ísleifur sem hefur verið bú- settur í Djibouti sl. tvö ár, og vinnur þar á vegum Sameinuðu þjóðanna. ísleifur sagði að ýmis erlend ríki, þar á meðal Sovétríkin, hefðu sent sérstakar flugvélar að sækja þegna sem hefðu verið fluttir frá Suður- Jemen. „Sovétmenn frá Suður- Jemen sem hafa komið hingað eru að minnsta kosti 300—400 talsins," sagði ísleifur. Hann sagði að sendi- ráðsstarfsmenn væm í miklum meirihluta. Það vekti nokkra at- hygli, hversu mikið kapp Sovét- menn legðu á að koma sínum mönnum úr landi, þar sem haldið væri að það væru „þeirra menn sem eru að beijast þama, jafnvel þótt þeir séu sundraðir innbyrðis." ísleifur bætti því við að fæstir þeirra sem kæmu gerðu nema stutt- an stans í Djibouti og því hefðu ekki skapazt nein umtalsverð vand- ræði að koma fólkinu fyrir á hótel- um Djibouti-borgar. Hann sagði að þrátt fyrir nálgæð Djibouti við Suður-Jemen gætti stríðsins ekki þar, að minnsta kosti ekki enn sem komið væri og að því er hann bezt vissi hefðu Jemenar ekki reynt að komast frá landinu til Djibouti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.