Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986 35 Bryndís Sigurðar dóttir — Minning Fædd 8. september 1956 Dáin 17. janúar 1986 Þegar ég sest niður til að minnast systurdóttur minnar, sem lést í Landspítalanum 17. þ.m. eftir langa og erfíða veikindabaráttu, koma fram í hugann ótal ljúfar minningar um æsku hennar og ævi. Ég ætla ekki að rekja allt það sem hægt væri að telja upp, ég veit að hún myndi ekki vilja það. Bryndís fæddist á Skagaströnd elst sex bama Guðbjargar Lárus- dóttur og Sigurðar Ámasonar. Böm okkar systra vom á lfkum aldri og ólust upp saman þar til hún var 10 ára. Þá flytjum við til Keflavíkur og skiljast þá leiðir um sinn nema við heimsóknir svo oft sem unnt var. Þegar Bryndís er ellefu ára flytur hún með foreldmm sínum til Heliissands. Hún var einn vetur hjá okkur og stundaði nám í Gagn- fræðaskóla Keflavíkur og tók þaðan gagnfræðapróf. Hún átti mjög auðvelt með að læra og rækti það af skyldurækni sem og annað sem hún tók sér fyrir hendur. Bryndís var glaðsinna en mjög dul. Akveðin var hún og vissi ætíð hvað hún vildi. Árið 1973 kynntist hún manni sínum, Haraldi Hinrikssjmi frá Helgafelli, indælum dreng sem ætíð sýndi betur og betur hvaða mann hann hafði að geyma. Þau eignuð- ust einn dreng sem nú er ellefu ára gamall. Árið 1980 fluttu þau til Stykkis- hólms og áttu þar heima þar til Bryndís veiktist sumarið 1981. Þau fluttust þá suður til Keflavíkur, foreldrar hennar vom þá flutt þangað. Hún þurfti stöðugt að vera undir læknishendi. Brjmdís bar veikindi sín með mikilli þolinmæði þrátt fyrir sífelld- ar sjúkrahúslegur og utanlands- ferðir. Ávallt var hún glöð og kát og trúði á bata, og ætlaði alltaf að koma heim aftur. Hennar heim- koma varð nú önnur en hún óskaði sér. Hún fór þangað sem leið okkar allra liggur að lokum. Hún var svo ung að við eigum svo erfitt með að trúa því að hún sé farin frá okkur. Elsku Halli minn, sorg þín er mikil. Þú ert búinn að reynast Brjmdísi svo vel. Það hefði enginn getað gert betur. Þið vomð svo samrýnd að unun var að umgangast ykkur á hveiju sem á gekk, alltaf mönnum styrk til að bera þessa þungu sorg — í Jesú nafni. Farþúífriði, friðiir Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Ingibjörg og Eygló Ingvadætur Ámý Matthíasdóttir lést þann 15. janúar sl. eftir stutta sjúkdómslegu, aðeins 27 ára gömul. Hún var gjaldkeri okkar og áhugasamur félagi, sem alltaf var gott að leita til ef vinnukraft vant- aði við hin ýmsu verkefni innan félagsins. Hafí hún þökk fyrir það allt. Þegar við hugsum til hennar núna, munum við hana glaðlega og brosandi tilbúna í slaginn. En fljótt skipast veður í lofti, nú er Ámý dáin og við stöndum eftir harmi lostin. Bömin hennar tvö og eiginmaður eiga nú um sárt að binda, svo og aðrir aðstandendur og viljum við votta þeim öllum innilega samúð okkar og biðjum góðan Guð að blessa þau og hugga á erfíðum stundum. Guð blessi Ámýju. Félagar úr JC-Grindavík jafn glöð og hugrökk. Þú átt miklar þakkir skyldar fyrir þína miklu umhyggju. Elsku Eyþór minn, þín sorg er einnig mikil, en þú átt góðan föður sem verður þér skjól og skjöldur. Elsku foreldrar og systkini, megi guð gefa ykkur öllum stjrrk í ykkar miklu sorg. Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða, lof sé Guði, búin ertu að stríða. Upptilsælu sala saklaust bam án dvala. Lærðu ung við engla Guðs að tala. Erla Lárusdóttir og fjölskylda Mig langar með nokkmm orðum að minnast mágkonu minnar, Bryndísar Sigurðardóttur, sem lést í Landspítalanum þann 17. janúar sl. langt um aldur fram aðeins 29 ára. Hún var elst sex systkina, dótt- ir Guðbjargar Lárusdóttur og Sig- urðar Ámasonar sem lengi bjuggu á Hellissandi, en einmitt á þeim stað kynntist hún jmgsta bróður mínum, Haraldi Hinrikssyni frá Helgafelli. A Helgafelli byrja þau sinn fyrsta búskap, og enn bætist við hamingj- una er einkabam þeirra, Eyþór Öm, fæðist. Eftir nokkurra ára búsetu flytjast þau hjón til Stykkishólms og festa þar kaup á húsi, enda ung og full af framtíðaráætlunum og dugnaði þó róðurinn væri stundum þungur. En skyndilega ber ský fyrir sólu, í september 1981 veikist Bryndís, var samt sem áður búin að fínna fyrir lasleika mest allt sumarið. Var hún þá lögð inn í sjúkrahús og greindist þá sá sjúkdómur er lagði hana að velli. Segja má að dvölin hafi verið meira og minna í sjúkra- húsi eftir það, tvívegis fór hún utan til aðgerða. Einhver bati fékkst þó um stundarsakir. Þegar uppvíst varð um sjúkdóm þann sem Brjm- dís gekk með var ekki um annað að gera en að taka sig upp og flytj- ast suður og varð Keflavík fyrir valinu enda þá foreldrar og sum af systkinunum flutt þangað. Ekki var það meiningin að skrifa neina lofræðu um Bryndísi enda ekki þörf á því. Hún kynnti sig best sjálf með hógværð sinni og hlýju. Síðastliðið sumar áttum við hjón saman ánægjulegt ferðalag með Halla, Bryndísi og Eyþóri, var þá heilsa hennar í besta lagi. Þetta er sú samvera sem ég seint gleymi. En í haust seig aftur á ógæfuhlið- ina, veiktist þá Bryndís aftur, fór þá fyrst til Kaupmannahafnar en var heima í nokkrar vikur, fór síðan í Landspítalann og átti ekki þaðan afturkvæmt. Eitt atriði langar mig til að minnast á sem lýsir Bryndísi best er hún eitt sinn spurði mig þó hel- sjúk væri hvemig maðurinn minn hefði það er hún vissi að hann væri í sjúkrahúsi og hvort honum mjmdi ekki áreiðanlega batna. Elsku Halli minn. Mig skortir orð. Allt sem þú ert búinn að ganga í gegnum og allur sá styrkur sem Bryndís hafði af þér er einstakt. Ykkar Eyþórs er sorgin mikil og söknuður sár. Ég bið góðan guð að hugga ykkur og sfyrkja svo og foreldra hennar, systkini og aðra vanda- menn. Fari Bryndís í friði. Ingibjörg Hinriksdóttir í dag kveðjum við hinstu kveðju Brjmdísi Sigurðardóttur, fyrsta sól- argeislann okkar Guðbjargar Lár- usdóttur. Mikil var gleði okkar þegar hún fæddist og strax varð hún indæl og elskuleg, en þá grun- aði okkur ekki að hennar biðu allar þessar þjáningar og að hún ætti eftir að hverfa frá okkur svo ung. Árið 1967 fluttist hún með for- eldrum og systkinum til Hellissands og þaðan átti hún sínar æskuminn- ingar. Einnig var það þar sem hún kjmntist eftirlifandi eiginmanni sín- um Haraldi Hinrikssyni frá Helga- felli í Helgafellssveit. Eignuðust þau Eyþór Om 11. mars 1974, og er hann því nú aðeins 11 ára þegar hann þarf að horfa á bak ástkærri móður. Bryndís og Haraldur vom mjög samhent í kaupum sínum á íbúð og stofnun heimilis þeirra á Hellis- sandi og þar eignaðist hún marga góða vini. Sérstaklega vil ég nefna tvær vinkonur hennar, Ástu og Dóm, en með þeim var hún ætíð á unglingsárunum. Áttu þær vinkon- ur margar góðar og skemmtilegar stundir saman. Svo liðu árin og þær fluttust burt frá Hellissandi, en við það rofnaði sambandið þangað til að þær fréttu af veikindum Bryn- dísar. Þá komu þær að heimsækja æskuvinkonu sína á spítalann. Þær höfðu ekki glejmit henni. Vil ég færa þeim kærar þakkir fyrir hugul- semina, og ég veit að Biyndísi þótti mjög vænt um þessar heimsóknir. Arið 1980 fluttu þau hjónin með drenginn sinn til Stykkishólms, þar sem Halli fór að vinna við pípulagn- ir en Bryndís vann við ýmis störf, svo sem beitingu o.fl. Síðast vann hún í verslun, og það þótt hún væri farin að þjást mikið af hinum hræðilega sjúkdómi sem átti eftir að hijá hana næstu árin. Við vorum búin að frétta að Brjmdís okkar væri orðin veik, svo við heimsóttum hana vestur. Dag- inn eftir komu okkar þangað keyrði ég henni upp á spítala þar sem hún átti að fá niðurstöður rannsókna sem gerðar höfðu verið á henni. Ég gleymi aldrei gleðibrosi hennar þegar út úr spítalanum kom. Nú vissu þeir hvað var að henni og fréttimar voru góðar. Batahorfur vom ömggar. Það sem hún þurfti var að jafna sig og fá hvíld og síðan yrði allt sem fyrr. Áveðið var að hún kæmi suður og dveldi hjá okkur um tíma í Njarðvíkum. En svo fór allt á annan veg, því þegar suður kom versnaði henni. Sjúkdómsgreiningin hafði ekki ver- ið rétt og að lokum var hún send á Borgarspítalann þar sem í ljós kom að nýmn vora óstarfhæf. Upp úr þessu varð Brjmdís að vera í gervinýra á Landspítalanum tvisvar í viku. Þetta vom mikil vonbrigði fyrir þau hjónin sem ný- lega höfðu fest kaup á einbýlishúsi í Stykkishólmi þar sem þau ætluðu sér að setjast endanlega að. En margt fer öðmvísi en ætlað er. Nú urðu þau að flytja suður svo hún gæti nýtt sér nýmavélina. Húsið í Hólminum var selt og íbúð í Kefla- vík kejrpt í staðinn. Fljótlega komu ýmsir fylgikvillar þessa sjúkdóms í ljós. Oft var Bryndís mjög kvalin og þurfti að gangast undir erfiðar skurðaðgerð- ir. Loks var hún send til Danmerkur þar sem grætt var í hana nýra. Gleði okkar í fjölskyldunni var mikil þegar fréttist að ígræðslan hefði gengið vel og að nýrað starfaði eðlilega. Gaman var að sjá hana aftur í vor, nýkomna heim, hressa og káta þó hún væri ekki orðin alheil enn. Þetta var eins og upp- hafíð að nýju lífi fyrir hana, enda notuðu þau þijú sumarið sem leið til að ferðast saman og sjá landið. En ekki gmnaði nokkurt okkar að þetta sólríka, indæla sumar jrði hennar síðasta. Með hnignandi sól fór hún aftur að kenna sér meins. Enn á ný varð hún að fara til Kaupmannahafnar þar sem hún þurfti að dvelja um tíma, og kom þar í ljós að æð að nýja nýranu hafði verið of þröng. Var gerð á henni skurðaðgerð og skipt um æð. Virtist það hafa tekist vel. En eftir skamma dvöl heima fór Biyndís enn á ný á Landspítal- ann vegna fylgikvilla nýmasjúk- dómsins. Á annan í jólum fengum við svo þá ægilegu frétt að lífi Brjmdísar yrði ekki bjargað. Þrem vikum síðar lést hún svo eftir mjög erfíða sjúk- dómslegu. Áfallið fyrir aðstandendur alla og vini var meira en orð fái lýst. Svona yrði þá endir fjögurra ára baráttu og þjáninga. Þá vaknaði óhjákvæmilega sú spuming, hvers vegna svo mikið væri lagt á sumt fólk. Hvers vegna var svo mikið lagt á hana og manninn hennar sem stóð við hlið hennar og tók þátt í öllu mótlætinu með henni? Hvers vegna var svo mikið lagt á drenginn þeirra litla, sem þurfti að horfa upp á þjáningar og dauða móður sinnar svo ungur? En fátt verður um svör. Að lokum langar mig að þakka öllum þeim sem rejmdust Brjmdísi og Haraldi svo vel. Erfitt er að gera upp á milli þessa góða fólks og nefna suma en ekki aðra, en þó ætla ég að þakka sérstaklega móð- ursystmm Biyndísar, Sólborgu og Erlu, séra Ágústi Sigurðssjmi í Kaupmannahöfn og konu hans Guðrúnu Ásgeirsdóttur og Ingi- björgu systur Halla. Einnig sendi ég kærar þakkir til Karlakórs Kefla- víkur og kvenfélags karlakórsins fyrir ómetanlegan Ijárhagslegan stuðning vegna utanlandsferðanna. Ég þakka ykkur öllum sem sfyrktuð þau með fjárframlögum, heimsókn- um og á annan hátt. Þökk sé ykkur læknum og hjúkranarkonum sém stunduðu hana og gerðu allt sem þið gátuð til að lina þjáningar hennar. Og þakka þér, Halli minn, fyrir það hve vel þú rejmdist ást- kærri dóttur minni allan þann tíma sem þið áttuð samleið í lífínu, sem var þó allt of stutt. Guð gefí þér og drengnum styrk og hjálp í þess- ari raun. Við ættingjar og vinir munum sakna þess að fá ekki að hafa Brjmdísi lengur á meðal okkar. Söknuðurinn er sár, en það er sagt að öll sár grói um síðir. Kannski er það rétt. Ég kveð ástkæra dóttur mína með söknuði og þakka henni fyrir allt. Sigurður Arnason í dag verður jarðsett frá Kefla- víkurkirkju systurdóttir mín, Biyn- dís Sigurðardóttir. Hún fæddist á Skagaströnd 8. september 1956. Foreldrar hennar, Guðbjörg Láras- dóttir og Sigurður Amason, fluttust til Hellissands árið 1967 með böm sín, sem þá vom orðin sex. Bryndís var elst alsystkinanna en einn hálf- bróðir ólst upp annars staðar og var ætíð kært með þeim systkinum. Hún var stóra systir og því fylgir oft ærin ábyrgð en hennar létta lund og hlýi hugur varð hinum jmgri til fyrirmyndar. Þama liðu æskuár- in við leik og starf. Árið 1973 kjmntist Brjmdís eigin- manni sínum, Haraldi Hinrikssyni frá Helgafelli, og eignuðust þau einn son, Eyþór Om, er fæddist 11. mars 1974. Þau stofnuðu heimili sitt á Hellissandi en vorið 1980 fluttust þau til Stykkishólms. Ári síðar kejrptu þau þar hús sem trú- lega hefði orðið framtíðarheimili þeirra hefði forsjónin ekki tekið í taumana. Aðeins eitt sumar áttu þau saman á nýja heimilinu. Haus- tið 1981 urðu þau að fljrtjast suður vegna veikinda Brjmdísar. Þau settust að í Keflavík, en þangað höfðu foreldrar Bryndísar flust árið áður. Það má með sanni segja að síðan hafí skipst á skin og skúrir í lífi þeirra. Við sem best til þekkjum vissum að þau áttu margar erfíðar stundir, en ætíð rofaði til og gleðin fyllti hjörtun á ný. Á vordögum 1985 komu þau heim frá Danmörku eftir nær þriggja mánaða vem þar á sjúkra- húsi. Það var mikil gleðistund, því Brjmdís hafði fengið líffæri í stað þess sem hafði bmgðist henni og allar líkur bentu til að í hönd fæm góðir dagar og líf þeirra kæmist aftur í eðlilegt horf. Þá þurfti hún ekki lengur að fara tvo daga í viku til Reykjavíkur í gervinýra eins og hún hafði gert undanfarin ár. Þau áttu yndislegt sumar öll þijú, ferð- uðust um landið og nutu þess að vera saman. En haustið kom og birtu tók að bregða. Eins var það í hugum okkar, þegar Biyndís þurfti aftur að fara til Danmerkur. Þó vonuðum við að viljasfyrkurinn mjmdi flejrta henni í gegn um þessa erfiðleika, sem áður. En nú dugði hann ekki til. Hún kom heim en fór fljótlega á sjúkrahús hér heima. Lítt þekktur sjúkdómur gerði vart við sig og ágerðist sífellt. Það leið að jólum og við tendraðum jólaljósin okkar. Þó ekki með sama fögnuði og vant er. Því hún gat ekki verið með okkur. Nýja árið gekk í garð og þann 17. janúar kvaddi hún okkur. Kaldur raunvemleikinn lék um huga minn og sagði mér að við myndum ekki framar hittast hér á jörð. Sagt er að því dýpra sem sorgin grafí sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði hafí það getað rúmað. Ég rejmdi að skoða huga minn og sjá að ég grét vegna þess sem hafði verið gleði mín. Og hve þakklát ég varð fyrir að eiga þó minninguna um þessa hugrökku stúlku sem vissulega hafði kennt mér svo margt. Hvers virði em í raun hinir ver- aldlegu hlutir sem keppst er um að eignast, miða við það að vera heil- brigður á sál og líkama. Margar gleðistundir áttum við saman, bæði og mínu heimili og hennar, og aldrei bar skugga á vináttu okkar. Henni hlotnaðist sú gæfa að eignast mann sem stóð við hlið hennar til hinstu stundar. Hann gaf henni það besta sem hann átti til, ást tryggð og vináttu. Við sem unnum Brjmdísi getum aðeins sagt, þakka þér, Halli minn, og guð gefí ykkur feðgunum styrk í sorg ykkar. „Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt GekkstþúmeðGuði Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt“ (V. Briem.) Sólborg Lárusdóttir Okkur langar til að minnast hér með nokkram orðum Bryndísar Sigurðardóttur, sem lést í Land- spítalanum 17.janúarsl. Hún kom inn í okkar hóp fyrir nokkmm ámm með manni sínum, Haraldi Hinrikssjmi, er hann gekk til liðs við Karlakór Keflavíkur, og eignuðumst við þar góða félaga. Hann söng í kómum og vann af miklum dugnaði við hús karlakórs- ins sem þá var í byggingu. En hún gekk til liðs við okkur í kvennaklúbbnum svo viljug og áhugasöm þótt heilsan leyfði það varla, alltaf vildi hún vera með. Síðasta árið sat hún í stjóm K.K.K.K.K. Elsku Halli og sonur, og aðrir ættingjar. Guð gefí ykkur stjrk í ykkar sorg, og blessuð sé minning elskulegrar vinkonu. Hafðu þökk fyrir allt. Konur í K.K.K.K.K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.