Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 28
OsS 98&I ftAWÍAt »'SMU't)f.(i;JTWVí ÖWAjjfoHðHOW
28 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986
Fjármálaráðuneytið:
Heimilistölvur með
litaskjá hækka um 117%
TOLLSTJÓRUM hefur borist bréf frá fjármálaráðuneytinu um að
leggja beri 117% toll og vörugjald á myndskjái, sem einkum er
tengdur við tölvu og hefur verið tollfijáls fram til þessa. I bréfinu
segir að tollurinn eigi sérstaklega við um litaskjái og hækkar 20
tommu myndskjár, sem kostaði um kr. 36.000 úr verslun í rúmar
75.000 krónur.
Myndskjár (monitor) er sjón-
varpsskjár, sem gefur meiri mynd-
gæði en venjulegur sjónvarpsskjár.
Hægt er að tengja hann við tölvu
eða myndband, sem búið er móttak-
ara til upptöku og er þá hægt að
ná sjónvarpsútsendingum. Hann er
hægt að fá með einum lit eða eins
og venjulegt litsjónvarp, í fleiri lit-
um og eru það einkum rannsókna-
stofur og skólar sem hafa nýtt sér
þann möguleika. Þá hafa þeir einnig
verið settir upp á samkomustöðum
og þar sem sjónvarpað er innan-
húss.
„Þessi vinnubrögð ^ármálaráðu-
neytisins virðast fljótfæmisleg og
koma mjög á óvart," sagði Birgir
Skaptason, framkvæmdastjór Jap-
is, eitt þeirra fyrirtækja, sem flutt
hafa inn myndskjái. „Samkæmt
nýju reglunum verða heimilistölvur
með litaskjá væntanlega tollaðar
sem sjónvarp og hækka um 117%.
Þá er það undrunarefni að bréf
ráðuneytisins, sem sent var toll-
stjórum og er dagsett 23. desember
1985, gerir ráð fyrir að tollahækk-
unin taki gildi 1. janúar 1986. Bréf-
ið komst ekki til skila fyrr en um
miðjan janúar og þá eingöngu til
tollstjóra en ekki til okkar innflytj-
enda, sem er afar óvenjulegt. Þá
höfðum við þegar selt nokkra
mjmdskjái frá áramótum án nokk-
ura athugasemda og munum vænt-
anlega þurfa að leiðrétta tolla á
þeim.
Landspítalinn:
' Samið við röntgentækna
SAMIÐ hefur verið við starfandi
röntgentækna á Landspítaianum
um þriggja flokka launahækkun,
eða um 3.300 króna hækkun á
mánuði. Guðlaugur Einarsson
fulltrúi röntgentækna i launa-
málanefnd sagði allar líkur á að
þeir röntgentæknar sem sagt
hafa upp störfum á Landspítal-
anum komi aftur til starfa.
Guðlaugur sagði samkomulag
hafa náðst milli samstarfsnefndar
Starfsmannafélags ríkisstofnana og
Fjármálaráðuneytis um niðurröðun
í launaflokka. Röngtentæknar á
Borgarspítalanum hafa einnig sagt
upp störfum og hætta 1. mars ef
samkomulag næst ekki við stéttar-
félag þeirra.
Við höfum beðið lögfræðinga
okkar um að athuga lögin og reglu-
gerðina og bera saman við bréf
ráðuneytisins og athuga hvort toll-
urinn stenst. Tollstjórar hafa þetta
bréf undir höndum og virðast túlka
efni þess að eigin geðþótta því ég
veit að tollurinn nær ekki til allra,
sem flytja inn litaskjá. Tollyfírvöld
virðast ætla að meta að eigin geð-
þótta líklegt notagildi kaupandans
á myndskjánum."
Höskuldur Jónsson ráðuneytis-
stjóri í fjármálaráðuneytinu sagði
að með þessum tolli væri sett sú
regla að þeir litaskjáir, sem tengja
mætti myndbandi og nota sem sjón-
varp, tollast eftirleiðis, sem sjón-
varp jafnvel þó að um heimilistölvu
sé að ræða. Aðrir litaskjáir sem eru
án slíks búnaðar tollast, sem tölvu-
skjáir. „Staðreyndin er sú að við
teljum að hér hafí átt sér stað
innflutningur á tölvuskjám, sem
aldrei voru nýttir sem tölvuskjáir
heldur tengdir myndböndum," sagði
Höskuldur.
í dreifibréfí til tollstjóra frá Ijár-
málaráðuneytinu eru skilgreindar
reglur um tollaflokkun á mynd-
skjám hvort sem þeir eru fluttir inn
með tölvum eða sérinnfluttir. Þar
kemur fram að litaskjáir, sem
tengja má myndbandi tollast, sem
sjónvarp en einlitir myndskjáir með
sama búnaði tollast sem tölvuskjáir.
Þá kemur fram að ráðuneytið skeri
úr um ágreining sem kann að rísa
varðandi túlkun og framkvæmd
þessara reglna.
íslandsbæklingnr
gefinn út í Hollandi
— Hollendingar áhugasamir um Islandsferðir
ARNARFLUG tók nýlega þátt í
mikilli ferðasýningu i Utrecht í
Hollandi, en þangað komu rúm-
lega 100 þúsund gestir. Að sögn
forsvarsmanna Arnarflugs var
áhugi Hollendinga á íslandi mjög
mikill.
Hollenskar ferðaskrifstofur
reyna nú að auka ferðamanna-
straum til íslands í samvinnu við
Amarflug. í því sambandi hefur
verið gefínn út 24 síðna litprentaður
íslandsbæklingur, sem þijár ferða-
skrifstofúr standa að. Þá hefur
fjöldi Hollendinga sem komið hefur
til íslands undanfarin ár farið vax-
andi, með tilkomu reglulegs áætlun-
arflugs milli Isiands og Hollands.
Stal lampaskermi á
strætisvagnabiðstöð
ÓVENJULEGUR þjófnaður var
framin í Reykjavík síðdegis í gær
er dýrum lampaskermi var stolið
á strætisvagnabiðstöð, nánast
fyrir framan augun á eigandan-
um.
Kona nokkur hafði keypt lampa-
skerminn í verslun í vesturbænum
og hugðist hún taka sér far með
strætisvagni frá biðstöðinni við
Unnið við hreinsun á krabba.
Sjávarréttagerðin á Akranesi:
Morgunbiaðið/Jón Gunniaugsson Það eru mörg liandtökin við beitukónginn, en einn bátur frá
Akranesi veiðir eingöngu beitukóng.
Vinnsla á krabba og
beitukóngi gengur vel
— gott hráefni hefur leitt
til 9% hækkunar afurðaverðs
Akranesi 23.janúar.
SJÁVARRETTAGERÐIN hf. á Akranesi hefur á undanfömum
mánuðum unnið að tilraunavinnslu á tijónukrabba og beitukóngi
og hefur hún gengið vel og viðtökur við afurðum verið góðar.
Kristján Einarsson, framkvæmdastjóri, sagði í viðtali við fréttarit-
ara, að niðurstöður af fyrstu sendingu framleiðslunnar væru
góðar og hefðu leitt til 9% verðhækkunar vegna þess hve hráefn-
ið væri gott.
„Það eykur vissulega bjartsýni
okkar á framhaldið," sagði Krist-
ján. „Vissulega eigum við við
byijunarörðugleika að stríða, til
dæmis þyrftum við að auka véla-
kost og eins eru ýmis ljón í vegin-
um varðandi kaup á veiðarfærum,
sem tolluð eru eins og munaðar-
vara. Við erum að Qölga starfs-
fólki og ráðum nokkra á næst-
unni, en þegar vinnslan verður
komin á ftillan skrið, gerum við
ráð fyrir að þurfa 25 til 30 manns
við vinnsluna. Vonazt er til að
vinnsla verði komin í fullan gang
nú í sumar. Við ætlum okkur
einnig í framtíðinni að fullvinna
skelina af krabbanum, en hún er
nýtt í ýmsan iðnað, lyf, matvæli
og iaxafóður. Framleiðslan er að
mestu seld til Evrópu og í vaxandi
mæli hér innanlands og þá aðal-
lega á veitingastaði," sagði Krist-
ján.
Veiðarnar eru stundaðar af
þremur bátum og einn af þeim
veiðir eingöngu beitukóng. Veiði-
svæðin eru í nálægð við Akranes
og í Hvalfírði og siglingin á miðin
er 5 til 30 mínútur. Aflinn eftir
S 8
Kristján Einarsson við krabbagildrur.
daginn er að meðaltali 6 til 10
kíló af karlkynskrabba í hveija
gildru, en krabbi af karlkyni er
aðeins hirtur til þeirrar vinnslu,
sem nú fer fram, en í framtíðinni
er ætlunin að nota kvenkynið líka.
Bátamir eru nú með um 300 gildr-
ur í sjó og er ætlunin að fjölga
þeim í 450 þegar vinnslan kemst
á fullan skrið. Þá verður enn-
fremur kominn betri útbúnaður á
bátana.
Kristján sagði að þeir væru
þakklátir sjávarútvegsráðuneyt-
inu fyrir ánægjulegt og upp-
byggilegt samstarf, en án þeirra
góðu samskipta hefði lítið orðið úr
framkvæmdum. J.G.
Hávallagötu, á móti Elliheimilinu
Grund. Á meðan hún beið eftir
vagninum lagði hún frá sér inn-
pakkaðan skerminn, á bekk við
biðstöðina. Kalt var í veðri og gekk
konan sér því til hita á gangstéttinni
og staldraði við í skamma stund í
dyrainngangi á nálægu húsi. Þegar
strætisvagninn kom hugðist konan
taka pakkann, en hann var þá
horfínn. Hún spurði nærstaddar
konur hvort þær hefðu orðið varar
við einhvem hjá biðstöðinni og
söguðust þær þá hafa séð grænan
fólksbíl stoppa við biðstöðina og
mann snarast út úr bílnum. Hrifsaði
hann pakkann af bekknum og ók
í burtu. Konan kærði verknaðinn
til lögreglunnar en þjófurinn var
ófundinn í gærkvöldi.
Vinsældalisti rásar 2:
Gaggó vest
númer eitt
Vinsældalisti rásar 2 var val-
inn í gærkvöldi af hlustendum
rásarinnar og er hann nú á
þessa leið:
1(2) GaggóVest
Gunnar Þórðarson
2 ( 1) Hjálpumþeim
íslenska hjálparsveitin
3(7) Brothers in arms
Dire Straits
4(3) Allur lurkum laminn
Bubbi Mortens
5 (13) The Sun Always Shines
on TV A-ha
6 (10) Gull
Gunnar Þórðarson
7 (21) You little thief
Feargal Sharkey
8(4) In the heat of the night
Sandra
9(6) Sentimental eyes
Rikshaw
10 ( 5) Segðumérsatt
Stuðmenn
Vélsleðaslys
í Garðabæ
FIMMTÁN ára piltur slasaðist
illa þegar hann ók vélsleða á
girðingu á íþróttavellinum í
Garðabæ laust eftir klukkan
fjögur á miðvikudag. Pilturinn
ók í hringi á vellinum og náði
ekki beygju með þeim afleiðing-
um að hann hafnaði á grindverk-
inu og stakkst járnstykki úr vél-
sleðanum inn í leggbein hans og
stóð fast.
Læknir kom á vettvang og var
pilturinn deyfður áður en jámstykk-
ið var fjarlægt úr leggnum. Hann
var fluttur í slysadeild Borgarspítal-
ans til aðgerðar. Vélsleðinn er mikið
skemmdur.