Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1986 27 Stefanía Guðbrands- dóttír — Minning Á haustdegi 24. október síðast- liðinn lokaði kær vinkona mín, Stefanía Guðbrandsdóttir, augum sfnum í síðasta sinn. Hún hafði átt við langvarandi vanheilsu að stríða og var hvfldin vissulega kærkomin. Okkur vinum hennar var það léttir að vita hana losna úr viðjum hrör- legs og þjáðs líkama. Stefaníu hefur verið minnst og æfiatriði rekin. Mig langar þó til í dag á 80. afmælisdegi hennar, 24. janúar, að senda frá mér afmæliskveðju, fyrirbæn og einlæga þökk mín og minna. Að vori til fyrir rúmum aldar- fjórðungi flutti ég hingað í Borgar- nes í nágrenni við Stefaníu. Ég hlakkaði ekkert til þessa míns fyrsta sumars í kaupstað. í hágró- andanum skildi ég við skepnumar mínar og iitla bæinn á hólnum móti suðri. Við hjónin höfðum í ijórtán ár unnið saman liðlangt sumarið á túni og engjum. Nú beið okkar sitt í hvoru lagi annar starfl snöggt um ólífrænni. Ég var fáum kunnug hér þá og fannst ég vera ein og jrfirgef- in einmitt þegar ég var komin í ^ölmennið. Um þetta var ég víst að hugsa þegar ég snerist við að sækja dót mitt út á hiað og byija að koma því fyrir í nýjum heim- kynnum. Sem ég sýsla þetta sé ég koma konu yfír götuna, háa og tígulega á velli og stefna til mín. Þetta var Stefanía að bjóða velkomna stna nýju nágrannakonu. Við tókum tal saman og þegar hún hélt til baka var hugur minn eitthvað svo léttur og rór. Mér fannst ég ekki lengur ein og yflrgefín og fyrir hennar sakir var ég það ekki síðan. Svona var Stefanía. Einhvem veginn lag- aðist það svo, að flesta daga, þar til hún flutti úr húsinu sínu, var einhver samgangur okkar í millum. Hún var mér í senn sem móðir og eldri systir, og telpunni minni hin elskulegasta amma. Fljótlega tók- um við upp þann sið, að taka okkur morgungöngu, þegar veður og færð leyfðu. Betri leiðsögumaður var vart finnanlegur. í fylgd hennar lærði ég að þekkja og hrífast af þeim mörgu sérkennilega fögru stöðum sem Borgames er svo ríkt af. Margt skiptið hvfldum við okkur á afviknum stað í skjólsælli brekku og ræddum saman. I þessum ferð- um öðlaðist ég líka vissan kunnleika á mönnum og málefnum. Hún hafði einlægan áhuga á vexti og viðgangi staðarins og fastmótaðar skoðanir á þjóðmálum. Á manneskjumar horfði hún í gegnum gleraugu umburðarlyndis og manngæsku. Áður en ég vissi af var ég orðin Borgnesingur svo sem ég væri hér innfædd. Þegar breyting varð á högum svo að við hlutum að hætta þessum morgungöngum söknuðum við þeirra báðar. JHwgmifclflfeffc Marga endurminning eigum við á Þorsteinsgötu 5 um glaðar stundir við spil og rabb á hlýlegu heimili þeirra hjóna. „Af því, að hjónin em þar, öðmm og sér til ununar," segir í gömlum brag. Þar hlutu allir að una sér vel, sá var heimilisbragur. Mér fannst ég alltaf fara þaðan fróðari og hressari. Síðar leiddi ég hugann að því, að á eitt var ekki minnst, það sem þeim hjónum á móti blés. Af and- blæstri fóm þau þó ekki varhluta, en eins og vitur maður hefur sagt: „Það er ekki aðalatriðið hvað þér ber að höndum heldur hitt hvemig þú tekur því.“ Mátti það ásannast að Þorsteinsgötu 4. í garðinum sfnum undu þau bæði marga stund. Mátti segja að þar var ekki fls á nokkm strái. Úr stofuglugganum sá Stefanía yflr skrúðgarð bæjarins. Hún var góður og áhugasamur félagi í Kvenfélagi Borgamess, sem fóstrað hefur garðinn. Hún var fljót að sjá úr glugga sínum liti út fyrir að blómum eða tijágróðri væri hætta búin af ærslafúllum leik eða skemmdarfysn og láta þá vita sem umsjón höfðu með garðinum. Blómin og bekkimir í Skallagrímsgarði mega nú sakna vinar í stað. Nú em þessir tímar minning ein. Það er góð minning. Vinur okkar Geir á nú ástvinu sinni á bak að sjá. Trúa mín er sú að á ströndinni hinum megin fagni hún vini sfnum styrkri hendi og ástríku hjarta líkt og þegar þau bundust heitum löngu síðan á Mýmm vestur. Ingibjörg Magnúsdóttir ið af meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 Oddný Eiríks- dóttir — Kveðja vinna sitt verk í henni. Hún tilreikn- aði ekki hið illa, heldur var fús að fyrirgefa og bað að kærleikur Krists mætti vinna sitt verk í hjörtum mannanna. Guð blessi minningu Oddnýjar Eiríksdóttur og gefl mörg slík vitni. Guð blessi allt hennar fólk og málefnið sem henni var svo kært. „Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir." Hebr. 13.8. SogB Oddný Eiríksdóttir var kristni- boðskona en stærra sæmdarheiti er vart hægt að hugsa sér fyrir nokkra konu. Hún var Drottins bam og allt hennar líf bar þess vitni. Sú löngun að breiða út fagn- aðarboðskapinn um Jesúm Krist, frelsi til handa föllnum manni, brann í hjarta Oddnýjar. Það sem hún sjálf hafði fengið að reyna þráði hún að gefa öðmm hlutdeild í. Að sækja næringu í Guðsorð var henni tamt, hvort heldur í samfélagi trúaðra eða ein. Það heyrði til ákveðinna vikudaga að koma sam- an meðal kristinna vina, heyra Guðsorð, lesa úr bréfum kristniboð- anna, syngja og biðja saman. Var þangað mætt í trúfesti, sömuleiðis í Guðshús á hvfldardegi meðan heilsa lejrfði. Oddný var mótuð af Orði Guðs. Það hafði fengið að J Móðir okkar og tengdamóöir, h KATRÍN JÓNSDÓTTIR, andaðist á sjúkradeild Heilsuverndarstöðvarinnar hinn 23. þ.m. Björgvin Guðmundsson, Dagrún Þorvaldsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Ása Aðalsteinsdóttir, Sólrún Guðmundsdóttir, Guöfinnur Magnússon, Magnús Guðmundsson, Ssedis Jónsdóttir. t Faöir minn, HALLGRÍMUR LÚTHER PÉTURSSON fró Hesteyri, andaöist í Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 22. janúar. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Sverrir Hallgrímsson. t Sonur minn, fóstursonur og bróðir, ÞORVALDUR EMIL VALDIMARSSON, Vallargötu 20, Keflavik, lést af slysförum 22. janúar sl. Gríma Thoroddsen, Sumarliði Gunnarsson og systkini. > t Útför eiginkonu minnar og móður, BRYNDÍSAR SIGURÐARDÓTTUR, Mávabraut9 D, Keflavík, sem lést í Landspítalanum 17. janúar fer fram frá Keflavikurkirkju í dag 24. janúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Keflavíkurkirkju. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna Haraldur Hinriksson, EyþórÖrn Haraldsson. t Útför sonar okkar, dóttursonar, bróður og frænda, HJALTA PÁLMASONAR, Selsvöllum 7, Grindavík, sem lést af slysförum 14. janúar sl. fer fram frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 25. janúar kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Björgunarsveitina Þorbjörn, Grindavík. Stefanía Björg Einarsdóttir, Ólafur Þór Þorgeirsson, Barbara Wdowiak, Einar Pálmi Jóhannsson, Petra Stefánsdóttir, Hjalti Magnússon, Hjörtfríður Jónsdóttir, Magnús Andri Hjaltason, systkini og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför BJARNA KRISTINS ÓLAFSSONAR rafvirkja, Tómasarhaga 19. Hólmfrfður Pálmadóttir, Pálmi Ó. Bjarnason, Anna K. Bjarnadóttir, Kristinn Bjarnason, Sigurður Bjarnason, Bjarni Bjarnason, Kolbrún Eysteinsdóttir og barnabörn. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, AXELS SIGURGEIRSSONAR, kaupmanns. Þökkum sérstaklega hjúkrunarfólki á Grensásdeild fyrir góða hjúkrun. Guðrfður Þorgilsdóttir, Þorgils Axelsson, Guðrún Helgadóttir, Axel S. Axelsson, Birgir Axelsson, Birna Arnaldsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför sonar okkar, sambýlismanns og föður, SIGURÐAR HARÐAR SIGURÐSSONAR, Kleppsvegi 20. Fyrir hönd aðstandenda. Margrét Eggertsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Borghildur Thors, Bjartey Sigurðardóttir, Sigurður Hrafnkell Sigurðsson. t Hugheilar þakkir fyrir veittan stuðning og vinarhug vegna andláts og útfarar HELGA H. HJARTARSONAR, Katrfn Lilliendahl Lárusdóttir, Hjörtur Þorkelsson, Hörður Helgason, Sigurbjörg Ásgeirsdóttfr, Helgi Einar Harðarson, Ármann Ásgeir Harðarson. Lokað verður í dag 24. janúar vegna jarðarfarar ÁSDÍSAR ÁRNADÓTTUR. Arnarstál, Fosshálsi 27.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.