Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986 12 „Hef fundið margt í sjálfri mér sem ég hélt týnt og gleymt“ Einþáttungur: Samtal Vilborgar Halldórsdóttur leik- konu og blaðamanns (Vilborg fer með hlutverk Lóu íSilfurtungli Laxness, sem leikfélag Akureyrar frum- sýnir í kvöld). Leikurinn gerist á einni og hálfri klukkustund síðdegis þriðjudaginn 21. janúar 1986 í „lágu húsi við lygnan fjörð“. Á miðju sviði er stofa. Inn af henni til vinstri er svefnherbergi og enn lengra eldhúsið. Þar inn af er „dagstofa“ og enn lengra „pisseríið“. Leikurinn gerist í fremri stofunni. Aðalhlutverkið er í höndum Vil- borgar Halldórsdóttur leikkonu. Hún leikur sjálfa sig. Undirritaður útsendari Morgunblaðsins leikur blaðamann þess á Akureyri. Vilborg hefur svipt af sér teppi sem hún var með vegna kulda og situr í sófa við gluggann. Fætur uppi á borði. Ég sit í stól hinum megin við borðið. Fætur líka uppi á borði. Á borðinu er bunki af tímaritinu Fálkanum frá 1954. Vilborg': (útskýringartónn í rödd- inni) Maður reynir að lesa sér til — koma sér inn í stemmningu þessara ára. Við rákumst á árgang ’54 af Fálkanum á fombókasölu og keypt- um. Svo sit ég hér heima og les ._.. Silfurtúnglið gerist einmitt ’54. Ég er líka að leita að kvenímynd þess- ara ára. Helsta dyggð konunnar var að vera góð húsmóðir, eiginkona og móðir. Og í Silfurtúnglinu segir: „Er hægt að hugsa sér meiri sælu en eiga góðan mann og lítinn dreing í lágu húsi við lygnan fjörð í skjóli á bak við heiminn? Eins og nokkur frægð jafnist á við það!“ Ég er sammála þessu með lága húsið og lygna fjörðinn og frægðina, en ekki hinu kannski. Blm.: Ertu hrifin af verkinu — Silfurtúnglinu? Vilborg: Já, þetta er frábært leik- rit. Sígilt. í einföldum orðum felst svo margt. Heyrðu t.d. hvað þessi setning er falleg: ....... og ótal hversdagslegir menn og konur koma með aurana sína og kaupa sig inn til að sjá hversdagsleik sjálfra sín blómstra í þessum eina sem guð gaf auðmýktina til að tjá sig.“ Eg skrifaði hana á eld- hússkápinn héma hjá mér — svona sem áminnara. Það er hollt að vinna í þessu verki og það hefur breytt mörgu fyrir mig. Ég hef fundið margt í sjálfri mér, sem ég hélt ég væri búin að týna eða gleyma, við að vinna Lóu. Blm.: Hvemig kona er þessi Lóa? Vilborg: Ég hélt fyrst, og gæti trú- að að margir haldi, að hún sé eins og Feilan sér hana fyrir sér — í skógörmum og í strigapilsi. En Lóa er kona síns tíma. Hún er smáborg- arafrú. En hún er líka náttúruein- læg. Hún er trú sínu eðli — tær. Hún er full af andstæðum eins og við emm öll kannski. „í draumi sérhvers manns er fall hans falið." Draumur hennar dregur hana suður í skarkalann. Það er ekki endilega illmennska Feilans sem eyðileggur hana. Draumur getur einfaldlega breyst í martröð — Lóa gerir sér ekki grein fyrir því — en það gerist einmitt í hennar tilfelli. Blm.: (sýpur úr hvítum kaffibolla sem stóð á borðinu) Segðu mér aðeins frá leikferlinum. Vilborg: Ég útskrifaðist úr Leik- listarskólanum vorið '83. Mitt fyrsta hlutverk eiginlega eftir það var að ganga með og eignast mitt annað bam, í mars ’84. Ég byijaði svo að æfa í Stalín er ekki hér, sjón- varpsuppfærslunni, í maí það ár. Síðan lék ég í Beisk tár Petm von Kant á Kjarvalsstöðum, sem fmm- sýnt var í nóvember það ár. Ég tók einnig þátt í samvinnu Leikarafé- lagsins og Leiklistarskóla íslands, lék sem gestaleikari í Kirkjugarði Chekovs með 3. bekk það ár. Svo lék ég í Af hveiju láta bömin svona. Þar lék ég „konu í svörtu" í sögu Ástu Sigurðar, Gatan í rigningu. Blm.: Heyrðu, svo hefurðu búið til söngtexta. Vilborg: Já, ég skrifa stundum ljóð. Ég kalla þau stundum hugslettur. Maðurinn minn fékk að nota eitt þeirra — það var Húsið er að gráta ... (Maður Vilborgar er Helgi Bjömsson, leikari og söngvari hljómsveitarinnar Grafík, sem gerði nefnt lag ákaflega vinsælt ekki alls fyrir löngu.) Blm.: Ætlarðu að verða alvöru skáld? Vilborg: Em það ekki allir? Nei, ég skrifa þegar mér líður illa. Stundum dansa ég líka þegar mér líður illa. Fyrst fór ég að semja ljóð, síðan að dansa. Þess vegna leik ég senni- lega. Ég finn eitthvað inni í mér sem ég þarf að losna við og þetta er góð leið til að koma því frá sér. Blm.: Áttu kannski eftir að gefa ljóðin þín út? Vilborg: Já, kannski. Og veistu hvað ég ætla þá að gera? (stríðnis- glampi í augunum). Blm.: (hissa) Nei. Vilborg: Ég ætla að skrifa á titilsíð- una: „Eg hélt að aðalatriðið væri að emja ekki fyrir öðm fólki það sem maður ber í hjartanu." Þessi setning er úr Silfurtúnglinu. (Vilborg kenndi eitt ár „úti á landi" áður en hún fór í Leiklistar- skólann — á ísafirði. Er hún dvald- ist þar bjó hún í Hafnarstræti 33.) Vilborg: Ég verð að segja þér frá VILBORG HALLDÓRSDÓTTIR: LEIKARALJÓÐ Lítil stúlka sem er búin að finna sína paradís, Hvað er paradís annað en sá staður sem þú finnur best paradísina í sjálfum þér? er í starfi þar sem leitin beinist að því að leita að þessari paradís sjálfs sín og sýna hana umheiminum Sýna hana umheiminum köldum sýna umheiminum háðskum eitthvað hlýtt rakt og lifandi eins o g nýfætt bam Til að reyna að gera heiminn hlýrri og manneskjulegri láta hann finna þó ekki væri nema eina kvöldstund hinn ljúfsára sársauka þess að vera til ágúst 1982 Tré — snjór — Vilborg. Brosandi í hríðinni fyrir norðan. skemmtilegri tilviljun. Þegar ég fór til ísafjarðar var búið að útvega mér íbúð. En þegar til kom breyttist það og ég endaði í Hafnarstræti 33. Þegar ég kom svo hingað norður í haust fékk ég heldur ekki húsnæði sem ég átti upphaflega að fá og fékk þessa íbúð í staðinn — í Hafnarstræti 33.Þetta finnst mér mjög skemmtilegt — ég er svo forlagatrúar. Textinn sem við minntumst á áðan, Húsið er að gráta, _er einmitt um Hafnarstræti 33 á ísafirði (eins og ærið hefur verið sagt í fjölmiðlum og ég er orðin þreytt á ...). Ég kynntist Helga á Isafirði. Ég ætlaði mér í leiklistarnám áður en ég fór þang- að. Hafði sótt um skóla a Englandi en hélt ég væri orðin of sein þann vetur — lagði því lykkju á leið mína, fór vestur. Og við Helgi komumst að því að við ólum með okkur sama draum. Við erum fyrsta parið sem kemst saman inn í skólann og út aftur. Blm.: (undrunartónn) Nú, er þá svona erfitt að vera par í skólanum? Vilborg: Já, skólinn er svo kreíj- andi. Þú kemur í hann til að biðja hann að kenna þér að túlka það sem er inni í þér. Menn þurfa þar að horfast í augu við galla sína og vinna úr þeim — fjallað er um mjög viðkvæma hluti. Menn breytast mjög mikið á því að fara í gegnum Leiklistarskólann, en ég er á móti því sem oft er sagt að hann steypi alla í sama mót. Þegar ég er spurð um leiklistina dettur mér alltaf í hug textinn „Heroin" eftir Lou Reed: „It’s your life, it’s your wife, it’s your blood, it’s . .. heroin.” Svona er leiklistin — hún er allt. Annars er listnám það skemmtilegasta sem fólk getur farið í held ég — þó það sé auðvitað persónubundið. Blm.: Það hefur verið nokkuð um að ungir leikarar, oft nýútskrifaðir, komi hingað norður til LA. Er það betra en að fara í leikhúsin fyrir sunnan — fáið þið fleiri tækifæri hér? Vilborg: Við fáum nú oft ekkert að velja! Já, við fáum meira tæki- færi héma. Fólk er auðvitað mis- munandi heppið — en hér fáum við meira pláss. Leikreynslan er svo mikils virði — og hér er maður á fullu allan tímann. Frá því maður kemur að hausti og fram á vor. Við byijuðum á Jólaævintýrinu í haust, nú er það Silfurtúnglið og strax á þriðjudaginn byijar samlest- ur á Fóstbræðrum, sem er næsta stykki. Blm.: Þú hefur verið á ísafirði og nú á Akureyri. Líður þér vel úti á landi? Vilborg: Ég er svo mikill sígauni. Finnst gott að rífa mig upp með rótum og vera á framandi stöðum. Mér finnst frelsi í því. Mér finnst stundum vanta nálægðina við nátt- úruna í Reykjavík þó það fari nú eftir því hvar í borginni maður býr. Ég bý í miðbænum og þar er ekkert nema bílar, steinsteypa og hraði. Blm.: Enginn má vera að því að slappa af. Vilborg: Fólk er svo upptekið við að vera upptekið. Hér er þetta allt öðruvísi. (Lítur út um gluggann.) Hér er ég konan í heiðinni. Það er gott að fá tækifæri til að vinna á svo góðum stað. Ég sit stundum hér við gluggann á nóttunni og horfí út á snjóbreiðuna. Þegar engir bflar eru á ferðinni. Þetta gæti verið á Svalbarða eða Norðurheimskaut- inu. Kyrrð yfir öllu. Mér finnst Silfurtúnglið einmitt sett upp á kórréttum stað. Þetta er nú norðan- fólk í leikritinu. Fólk sem lifir í nánum tengslum við náttúruna. Blm.: Þú talar einmitt með norð- lenskum hreim í sýningunni. Var ekkert erfitt að venja sig á það, Reykvíkingurinn? Vilborg: Tókstu eftir því? Nei, það er ótrúlega auðvelt. Mér fínnst það fallegra en ég get ekki alltaf notað harða framburðinn; segi t.d. ekki mjólllllk! En nú orðið segi ég sammmmt og gata. _ Sjáumst í göngugötunni! (Hlær.) Ég var lengi að sætta mig við það orð. Ég tala ekta Reykjavíkurmál. Sletti of- boðslega, en það er að lagast. Blm.: Ertu vön að undirbúa þig fyrir leikrit á þennan hátt — eins og t.d. að breyta framburði; komast þannig nánar inn í hlutverkið? Vilborg: Nei, ég hef ekki gert það áður en mér finnst það góð leið að karakter; kannski einhvem tíma aftur... Blm.: Þú átt tvö böm. Hefurðu verið með þau héma hjá þér?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.