Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANtJAR 1986 Lánasj óðskrón- íka í ársbyrjun eftir Gunnlaug Júlíusson Með nýju ári bárust okkur náms- mönnum á erlendri grund fregnir af athafnasemi menntamálaráð- herrans nýja. Eftir að hafa gengist fyrir vel auglýstri „málstefnu" í Þjóðleikhúsinu, þar sem hann m.a. varaði við innrás lágmenningarinn- ar úr umheiminum, skellti hann sér upp í lánasjóð og skurkaði þar til. FVamkvæmdastjórann rak hann og tók vísitölubindingu námslána úr sambandi. Gott dagsverk það. Nú er ekki ætlun mín að rekja það upp sem skrifað hefur verið í blöðum um þessi mál, á slíku er ekki þörf, heldur vil ég fjalla aðeins um þessi mál frá sjónarhóli mínum sem námsmaður erlendis. Málefni lánasjóðsins I viðtali í Morgunblaðinu þann 9. jan. ræðst Sverrir harkalega á aðgerðaleysi Ragnhildar forvera síns í menntamálaráðuneytinu í málefnum Lánasjóðsins. „Areiðan- lega er víðar pottur brotinn en hjá Lánasjóði ísl. námsmanna . ..“ segir Sverrir og bætir við: „Við erum of lengi búin að láta þetta draslast." Nú er ég ekki sammála Sverri um aðgerðaleysi og draslara- hátt Ragnhildar í málefnum LÍN. Hún réð t.d. manneskju til að mæla flatarmál gólfsins í húsakynnum sjóðsins, telja skrifborðin og sím- ana. Niðurstöðumar voru síðan birtar ásamt fleiru í frægri úttekt á málefnum LÍN. Sem sagt: Ragn- hildur sat ekki með hendur í skauti og lét hlutina draslast, Sverrir. Nú má ekki skilja orð mín sem svo að LÍN sé nein heilög kýr, sem ekki megi hreyfa við eða sé hafin yfír alla gagnrýni. Síður en svo. Gagnrýni er ætíð af hinu góða, svo fremi að hún sé jákvæð og beinist að því að betrumbaeta hlutina. Margt í starfsemi LÍN bendir til þess að aðfínnslu sé þörf og ýmis- legt mætti betur fara. Maður lét sér detta í hug að eftir að LÍN var tölvuvæddur, yrði af- greiðsla lána og annarra erinda einfaldari og fljótlegri. Það hefur því miður ekki orðið. Menn þurfa enn að bíða mánuðum saman eftir að fá svar við eins einföldum atrið- um og hvort punktar á vormisseri hafí verið nægjanlega margir fyrir láni á haustmisseri og hvort hægt sé að fá lán hafí þeir verið of fáir. Eg veit dæmi þess að þrátt fyrir bréfaskriftir og símtöl í október og nóvember kom svar við slíkri spum- ingu ekki fyrr en rétt fyrir jól. Persónulega bíð ég eftir svari við tveimur bréfum, öðru skrifuðu seinni hluta nóvember og hinu í byrjun des. I fróðlegu viðtali við Hannes Hafsteinsson, námsmann í Banda- ríkjunum, sem birtist í nóvember- blaði Sæmundar, er gefíð yfírlit um hve ákvarðanataka hjá LIN virðist „Breyting' láns í krón- um talið er ekki hækk- un heldur leiðrétting lánsins vegna lægra gengis krónunnar og minni kaupmáttar hennar.“ oft vera tilviljanakennd og meira háð hve ákveðinn lántaki er en að farið sé eftir skýrum reglum. Þetta á vissulega frekar við um jaðartil- felli en almennan lántaka, sem afgreiddur er á kerfísbundinn hátt. Eg get bætt við dæmi frá eigin hendi, síðan ég flutti frá Svíþjóð til Danmerkur hér um árið og hóf lic- entiatnám. Þá var mér tjáð af starfsmanni sjóðsins að ég gæti einungis fengið lán í eitt ár enn, og sökum þessa óútskýrða flutnings miili landa, fengi ég þetta lán ekki fyrr en á síðasta ári námsins, þ.e. eftir tvö til þijú ár! Ég er sem sagt á þeirri skoðun að úttekt á starfsháttum og vinnu- brögðum í sjóðnum sé af hinu góða. Stofnun sem þessa verður að reka á fagmannlegan hátt, of margir eiga afkomu sína undir henni, af- komu þar sem of ltið má út af bera, til að hægt sé að líða klaufaleg vinnubrögð. Því er það stórmál ef hægt væri að taka fyrir að gögn týnist, bréfum sé ekki svarað fyrr en eftir dúk og disk og námsmenn þurfí að standa í símtölum og bréfa- skriftum milli landa til að fjá sjóðinn til að fara eftir gildandi reglum. Tíminn er peningar og símtöl dýr. Námslánin fryst gagn- vart gengi krónunnar „Hef stöðvað sjálfvirka hækkun og kem ekki aftan að námsmönn- um.“ Svo mælir sjálfumglaður ráð- herrann í símann sunnan úr Bret- landi, þar sem hann kynnir sér menntamál. Við þessa setningu er ýmislegt að athuga. Breyting láns í krónum talið er ekki hækkun heldur leiðrétting lánsins vegna lægra gengis krónunnar og minni kaupmáttar hennar. Það er því einungis verið að viðhalda þeim kaupmætti lánsins, sem Alþingi hefur ákveðið að það skuli hafa. Síðan minn kæri Sverrir: Það skiptir ekki máli hvort þú kemur aftan eða framan, ofan eða neðan að berskjaldaðri og vamarlausri manneskju, gerðin er sú sama. Ég kalla það að námsmenn séu ber- skjaldaðir fyrir þegar þú rýfur gengistryggingu námslána. Náms- menn eru hópur, sem hefur yfír veikburða baráttu-aðferðum að ráða. Þjóðfélagið hættir ekki að snúast þótt einhveijir námsmenn hætti í skóla. Því verða þeir að höfða til heilbrigðrar skynsemi ráðamanna, þegar þeir beijast fyrir málum sínum, en geta t.d. trauðla farið í verkfall. „Ég hef stöðvað sjálfvirka hækk- un allra lána,“ segir ráðherrann. Þú hefur þá líklega munað eftir því að ijúfa verðtryggingu þeirra námslána sem námsmenn hafa þegar tekið, og eiga eftir að borga. Þessi aðferð þín kemur fram gagnvart námslöndum í löndum með sterkan gjaldmiðil (Norðurlönd — Þýskaland) á eftirfarandi hátt: Gengi dollarans hefur fallið mikið síðan í haust (ca. 20%). íslenska krónan hefur verið látin síga með dollaranum til að skerða ekki af- komu sjávarútvegs (þrátt fyrir að Tómas Ámason seðlabankastjóri hafí sagt að ekki kæmi til greina að fella gengið, þegar það seig sem hraðast). Gjaldmiðlar fyrrgreindra landa hafa styrkst gagnvart dollara og íslenskri krónu. Hagfræðingar í Svíþjóð og Danmörku spá áfram- haldandi falli dollarans. Aðgerðir þínar, Sverrir, valda því að það fall, ásamt meðfylgjandi gengissigi krónunnar, rýrir beint ráðstöfun- artekjur námsmanna á Norðurlönd- um. Allir raunsæir menn gera ráð fyrir a.m.k. 30% verðbólgu á íslandi á árinu, á móti 3—5% í Danmörku. Heldur þú, Sverrir, að námsmenn séu það vel haldnir, að þeir standi undir slíkri kjaraskerðingu án þess að hún merkist? Kannske trúir þú því sem lítið línurit á bls. 2 í Mogg- anum þann 7. jan. á að sýna: „Dreg- ið hefur í sundur með námsmönnum og launafólki." Eftir því mætti halda að námsmenn séu vel haldinn forréttindahópur sem níðist á merg- sognum launþegum. „Svo skal böl bæta, að benda á eitthvað annað" yrkir þjóðskáld seinni tíma á ís- landi. Línurit þetta sýnir öllu frekar hve freklega hefur verið ráðist á kjör launafólks á Íslandi á seinni árum, en háan kaupmátt námslána. Launafólk hefur þó haft þann fræðilega möguleika að vinna upp kjaraskerðinguna með aukinni yfír- vinnu (án þess að ég mæli vinnu- þrælkun bót), það geta námsmenn ekki. „Ef þrengir að hjá þjóðinni, verða námsmenn að athuga að þeir verða að taka þátt í kjörum hennar," segir ráðherrann. Náttúmfræðivika í bókasöfnum Að þessu sinni heldur áhuga- hópur um byggingu náttúru- fræðisafns ekki náttúrufræði- dag, heldur náttúrufræðiviku. Hópurinn hefur fengið bókasöfn á Stór-Reykjavíkursvæðinu í lið með sér tíl þess að kynna nátt- úrufræðibækur og tímarit. Nátt- úrufræðivikan verður frá mánu- degi til föstudags, dagana 27.—31. janúar, á venjulegum opnunartíma viðkomandi safna. Aðstaða fyrir almenning til fræðiiðkana er viðamikill þáttur í starfsemi náttúrufræðisafna. Sú aðstaða er ekki einungis í sýningarsölum, heldur þarf fólk að hafa aðgang að vönduðu bóka- tímarita- og gagnasafni. Á bóka- safni framtíðarinnar munu vænt- anlega verða hljóðbönd, mynd- bönd, ýmislegt fræðsluefni á tölvum og margt fleira. Við viljum vekja athygli á, að enda þótt við verðum að ein- skorða okkur við bókasöfn á Stór-Reykjavíkursvæðinu í þetta sinn, munum við reyna að fá önnur bókasöfn á landinu í lið með okkur við annað tækifæri. Bókasafn Náttúru- fræðistofnunar Islands Bókasafn Náttúrufræðistofnunar íslands er til húsa á 5. hæð á Laugavegi 105. Bókasafnið hefur einkum að geyma bækur og tímarit á sviðum dýrafræði, grasafræði og jarðfræði. Iætur nærri að fjöldi bókatitla sé um 5000 og um 500 tímarit berast safninu reglulega. Mörg þessara tímarita er ekki að fínna annars staðar í íslenskum bókasöfnum. Yfírlit um erlendan tímaritakost er að fínna í „Samskrá um erlend tímarit" útgefínni af Landsbóka- safni íslands. Þá er sérprentanasafn með um 25000 sérprentunum. Mjög fullkomið safn rita um ís- lenska náttúrufræði — bóka og tímarita — er að fínna í bókasafn- inu, sum mjög fágæt. Bækur og tímarit eru yfírleitt ekki lánuð út. Hins vegar er lestraraðstaða í safn- inu, svo og ljósritunaraðstaða. Bókasafnið er opið alla virka daga frákl. 9-5. Borgarbókasafn Reykjavíkur, Þingholtsstræti 29, sími 27155. Útibú Bústaðakirkju, Hofsvallagötu 16 og Sólheimum 27. Á Borgarbókasafninu eru til allar bækur og rit um náttúrufræði, sem fáanleg eru á íslensku. Aðalsafnið er opið mánudaga — föstudaga kl. 9—21, laugardaga kl. 13—16. Um opnunartíma útibúa sjá upplýsingar í símaskrá. Bókasafn Bessastaðahrepps, Álftanesskóla, sími 53662. Bókasafnið mun kjmna sérstak- lega náttúrufræðibækur á þessarí náttúrufræðiviku. Safnið er aðeins opið á miðvikudögum kl. 19.30—22.30 — eins og er, en opnunardögum verður fjölgað í vor þegar safnið flytur í stærra hús- næði. Bókasafn Garðabæjar, Garða- skóla við Vífílsstaðaveg, sími 52687. Safnið sýnir bækur og rit um náttúrufræði bæði íslensk og er- lend. Þar á meðal gamlar kennslubækur í náttúrufræði. Sýndar verða myndir og uppdrættir af Búrfells-, Heiðmerkur- og Blá- fjallasvæðinu. Einnig verður sýndur skipulagsuppdráttur bæjarins. Safnið er opið mánudaga — föstu- daga kl. 9—19 og laugardaga 13-15. Bókasafn Hafnarfjarðar, Mjó- sundi 12, sími 50790. Safnið sýnir bækur og rit um náttúrufræði, bæði íslensk og er- lend. Safnið er opið mánudaga — föstudagakl. 14—21. Bókasafn Háskólans og Nor- rænu eldfjallastöðvarinnar er í jarðfræðihúsinu við Hringbraut (norðaustan við aðalbyggingu há- skólans) í norðurenda, efri hæð. Sími 25088. í safninu eru um 3000 bækur og íjölmörg tímarit í jarð- fræði og landafræði. Öllum eru heimil afíiot af safninu. það er opið mánudaga — föstudaga kl. 9—17. Bókasafn Kennaraháskóla ís- lands, við Stakkahlið, sími 686065, utan skrifstofutíma sími 68731. Safnið er opið öllum almenningi, þótt það sé mest notað af kennurum og kennaranemum. Aðaláhersla í bóka- og ritakosti í náttúrufræði er lögð á líffræði og á safnið nokkur mjög forvitnileg tímarit. Safnið er opið mánudaga — föstudaga kl. 8.25—18.00, laugardaga kl. 10—17. Á þriðjudaginn milli kl. 17 og 18 veriða til sýnis nokkur tölvuforrit í líffræði og eðlisfræði, einnig mynd- bönd. Héraðsbókasafn Kjósarsýslu, Markholti 2, Mosfellssveit, sími 666822. Safnið setur upp sýningu á þeim bókum og ritum um náttúrufræði, sem til eru í fórum þess. Safnið er opið mánudaga — föstudaga kl. 13-20. Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5, sími 41577. Á náttúrufræðivikunni verður ritum um náttúrufræði hampað sér- staklega og skrá yfír þau mun liggja frami. Leikin verða hvalahljóð af plötu og sýnd verða þýsk myndbönd um ýmis dýr o.fl. Ennfremur verða sýndir náttúrumunir úr Náttúru- fræðistofu Kópavogs. Safnið er opið mánudaga — föstudaga kl. 11—21 og laugardaga kl. 11—14. Landsbókasafn íslands, Safna- húsinu, Hverfísgötu. Sími 16864 og 13080. í anddyri safnsins verða sýndar nokkrar gamlar bækur um íslenska náttúrufræði og fáein handrit. Safnið er opið frá kl. 9—19 mánu- daga — föstudaga og laugardaga 9-12. Bókasafn Seltjamarness, við Melabraut, sími 29050. Vikuna 27.—31. janúar verða sérstaklega kynntar bækur og tímarit um náttúrufræði sem safnið á. Bókasafnið rejmir að útvega lán- þegum sínum flestar bækur sem út koma hér á landi. Lesstofa og blaða- hom em opin á sama tíma og safn- ið, einnig veitir safnið ljósritunar- þjónustu. Safnið er opið á mánudög- um kl. 14—22, þriðjudaga — fímmtudaga kl. 14—19 og á laugar- dögum kl. 14—16. (Áhugahópur um hyggingu Nátt- úrufræðisafns.) . -i .. . at lf*%M i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.