Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.01.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 24. JANÚAR1986 25 Á meðan „menntamenn" þinga um frið í Varsjá er lögrariu oe her beitt til að halda uppi friði innan Póllands. Crankshaw samdi uppkast að mótmælaályktun gegn því að þing- inu væri stýrt í ákveðnum tilgangi. Sumir úr hópi Breta skrifuðu undir en Kingsley Martin, ritstjóri New Statesman, dró undirskrift sína til baka þegar Taylor lagði til að álykt- unin yrði birt í Manchester Guar- dian. Amerísku þátttakendumir voru lafhræddir og neituðu að koma nálægt henni. Frakkamir hnoðuðu hana saman og fleyðu síðan framan í Crankshaw. Við stjómarborðið á þinginu var sagt að þeir væm búnir að týna ályktuninni og þegar komið var með annað eintak var sagt að Bretamir væm búnir að draga ályktunina til baka sem var lygi. Ávarp Einsteins, sem var tortrygg- inn á ríkisvald, til þingsins var lesið upp í útgáfu sem búið var að falsa í veigamiklum atriðum, og síðan leystist þingið upp. „Það má jafnvel meta þetta svo,“ segir i skýrslu sendiráðsins, „að pólsk yfírvöld hafí verið sá aðili sem fór halioka með því að ganga fram fyrir skjöldu í þágu einhvers sem ekkert gat gefíð í aðra hönd en var líklegt til þess að skaða þá sjálfa þar sem kommúnistar í erlendu sendinefndunum héldu yfirleitt áfram að vera kommúnistar en þeir sem ekki vom kommúnistar héldu af vettvangi reynslunni ríkari, varir um sig og í uppnámi eftir þessa sýnikennslu í brögðum kommún- ista.“ Sjálfur minnist Berman þess að „við misstum m.a. Huxley, sem birti mótmæli og fór til Lundúna, og eftir það gátum við ekki notfært okkur hann f þágu kommúnista- hreyfíngarinnar." Þetta vom tfma- mót varðandi afstöðu mennta- manna til kalda stríðsins. Nú munu einhverjir sjálfumglaðir náungar rjúka til og rakka niður á prenti hvem þann Vesturlandabúa sem fer til Varsjár sem svikara við frelsið. Þrír mikilsmetnir Pólveijar sem sitja í fangelsi, þeir Adam Michnik, Wladislaw Frasyniuk og Bogdan Lis, hafa brýnt fyrir þátt- takendum að þeir séu „aðilar að farsa alræðissinna" og „leggi bless- un sína yfir þá sem sendi skriðdreka á hendur vamarlausri þjóð.“ Ég er á öndverðum meiði. Fólk á að fara og segja það sem því sýnist, eins og A.J.P. Taylor gerði og gæta þess að ekki sé þaggað niður í því. Meðal vinnuhópanna em tveir sem eiga að fjalla um „menn- ingarleg verðmæti" og „ábyrgð menntamanna". Hvort tveggja tækifæri sem á að henda á lofti. Á múrvegg í Varsjá stendur skrifað: „Friðarbarátta er eins og skírlífísbrot." Ég veit hvað höfund- urinn á við, en f þessu tilviki er betra að beijast en veija meydóm- inn. Eli Schwars skólaaldri á stofnunum og í einka- gæslu eins og við gemm í dag og taka upp eftirlit með þeirra tann- hirðingu. Kenna þeim að bursta bamatennumar og hugsa vel um þær. Eftir að við tókum upp eftirlit með yngri bömum verður æ algeng- ara að fyrstu bekkingar í bamaskóla þurfí engra tannviðgerða við þegar þau koma í skólann. Böm sem vom með frá upphafi em sum hver komin vel yfír tvítugt og það hefur sýnt sig að mjög hefur dregið úr tannviðgeiðum fólks á þessum aldri. Nú þekkist varla leng- ur að dregnar séu tennur úr fólki. Tannlæknar hafa minna og minna að gera og hefur nýútskrifuðum tannlæknum í Danmörku fækkað um helming á undanfömum ámm. Árlega útskrifast 120 nýir tann- læknar í stað 250 áður. Þrátt fyrir allt fynrbyggjandi starf þá má ekki gleyma að tann- hirða bama er eftir sem áður fyrst og fremst á ábyrgð foreldranna. En taka verður tillit til breyttra þjóð- félagshátta og vinnuálags foreldra, sem ekki hafa alltaf tíma né orku til að kenna bömum sínum rétta tannburstun. Inn í þessa hringrás verður að grípa með fyrirbyggjandi aðgerðum og eftirliti með tannhirð- ingu.“ Rækjuverksmiðjumar á ísafirði: Áforma innflutníng’ skipa til rækjuveiða RÆKJUVERKSMIÐJURNAR á ísafirði ihuga nú kaup á tveimur togurum frá Bretlandi til rækjuveiða og löndunar á ísafirði. Vegna niðurskurðar á rækjukvóta í Djúpinu telja stjórnendur verksmiðjanna þetta einu leiðina til að tryggja verksmiðjunum nægUegt hráefni og koma i veg fyrir lokun þeirra. Um 1.000 manns á Isafirði byggja afkomu sína á rækjuveiðum og vinnslu í landi. Áætlað er að togaram- ir kosti um 45 mil\j ónir króna hvor tilbúnir til veiða. Eiríkur Böðvarsson, fram- unnar hf., sagði í samtali við Morg- kvæmdastjóri Niðursuðuverksmiðj- unblaðið, að verksmiðjumar vom Auglýst eftir rekt- or Skálholtsskóla — Hlutverk hans m.a. að móta stefnu skólans SKÓLANEFND lýðháskólans í Skálholti ákvað á fundi sínum sl. þriðjudag að auglýsa eftir nýjum rektor skólans, en Rúnar Þór Egilsson sóknarprestur hœttir í vor þar sem hann var einungis ráðinn þetta skólaár. í kjölfar ráðningarinnar gerir skóianefndin ráð fyrir ýmsum breytingum á skólanum innan ramma lýðháskólalaganna, svo sem námskeiðahaldi fyrir innlenda sem erlenda nemendur. Pétur Sigurgeirsson biskup og formaður skólanefndarinnar í Skál- holti sagði í samtali við Morgun- blaðið að rektor yrði ráðinn frá 1. maí, en tæki formlega við embætti 1. júlí. Umsækjendur skulu hafa lokið kandídatsprófí í guðfræði eða vera með sambærilega menntun. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar. Hann sagði að rektor væri ætlað að móta starfsemi skólans í samráði við skólanefnd, standa fyrir al- mennu lýðháskólastarfí, og eftia til skemmri og lengri námskeiða fyrir innlenda sem erlenda þátttakendur innan ramma laga um Skálholts- skólanr. 31/1977. Hann sagði að draumur þeirra í skólanefndinni væri að efla skólann, m.a. með því að bjóða upp á nám- skeiðahald af ýmsu tagi, og nefndi sem dæmi hugmyndir um kennslu í norrænu fyrir Norðurlandabúa." Lýðháskólinn f Skálholti tekur nú um 20 nemendur, og sagði bisk- up að upphaflega hefði verið gert ráð fyrir stækkun skólans, en skól- inn hefur ekki verið fullsetinn í vetur. orðnar það afkastamiklar að þær gætu unnið aflann úr Djúpinu eins og hann hefði verið að undanfömu jafnóðum og hann bærist á land, en nú væri skammturinn úr Djúpinu aðeins hæfilegur fyrir tvær verk- smiðjur og þá væru 5 eftir verkeftia- lausar og afkoma um 1.000 manns væri undir rækjuveiði og vinnslu komin. Það gengi auðvitað ekki uþp að vera með vinnslu einn og einn dag. Eina jeiðin værí að kaupa skip að utan. íslenzku skipin væru öll upptekin á þessum árstfma, ýmist á loðnuveiðum eða vetrarvertfð. Því væri ekki hægt að brúa bilið nema með skipakaupum. Þá væru menn að tala um að taka úr umferð eitthvað af eigin skipum til að uppfylla skilyrði laganna um það, að ekki mætti flytja inn skip, nema sambærileg skip hyrfu úr rekstri á móti. Þessum skipum yrði þá haldíffi á úthafsrækjuveiðum allt árið með hráefnisöflun fyrir verksmiðjumar að megjnmarkmiði. Hugsanlegt væri að lausfiysta eitthvað um borð til endurvinnslu í landi. Hægt væri að fá 8 ára gamla togara í Bretlandi fyrir um 36 milljónir króna og með nauðsynlegum breytingum kostuðu þeir 40 til 45 milljónir króna. Ef leyfí fengizt væri stefnt að því að koma þessum skipum eða öðmm á veiðar ekki síðar en fyrsta marz. Raðsmiðaskipin kæmu alls ekki til greina til hráefnisöflunar fyrir verk- smiðjumar. Til þess væm þau of dýr og eina leiðin til að halda þeim úti, væri að frysta rækjuna á Jap- ansmarkað um borð. Tveir veitingastaðir í Reykjavík til sölu FASTEIGNASALAN Laufás auglýsti um síðustu helgi að einn vinsælasti veitingastaður borgar- innar væri til sölu ef viðunandi tilboð fengist. Tekið var fram að staðurinn væri i fullum rekstri og byði upp á verulega tekju- möguleika. Þess er og getið að áætlað söluverð sé 20 miHjónir króna. Morgunblaðið hafði samband við Magnús Axelsson fasteignasala til að leita upplýsinga um hvaða veit- ingastað væri hér verið að auglýsa. Hann kvaðst ekki geta gefíð upplýs^ ingar um það, enda væri tekið fram í auglýsingunni að skila ætti skrif- legum fyrirspumum á skrifstofu Laufáss. Hann sagði að einungis þeir sem leggðu inn skriflegt tilboð og kæmu til greina sem kaupendur fengju að vita um hvaða veitinga- stað hér væri um að ræða. Hafsteinn Hafsteinsson hrl. aug- lýsti einnig veitingastað til sölu. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að upplýsingar um staðinn væm einungis gefnar á skrifstof- unni. Hegranes seldi í Cuxhaven TOGARINN Hegranes seldi afla sinn í Cuxhaven á þriðjudag, mest karfa. Skipið seldi alls 198 lestifc Heildarverð var 11.762.200 krónur, meðalverð 59,44. Póllinn á ísafirði: Salan tvöfaldaðist á síðastliðnu ári SALA rafeindafyrirtækisins Pólsins á ísafirði var á sfðasta ári tvö- falt meiri en árið áður og varð mest aukning á sölu fyrirtækisins á rafeindavogum fyrir frystihús og skip í Noregi. Tæplega helmingur framleiðslu fyrirtækisins fer á markað erlendis og selt er til fjöl- margra landa að sögn Jónasar Ágústssonar, sölustjóra Pólsins. Jónas sagði, að salan á síðasta annars hafín til Grænlands. Fyrir- ári hefði gengið mjög vel, einkum í Noregi, þar sem um tvöföldun hefði verið að ræða frá fyrra ári og hefði verið farið langt fram úr söluáætlun þar í landi. Þama væri gífurlegur markaður, einkum fyrir rafeindavogir fyrir frystihús og töluverð sala væri á skipavogum þangað. Meðal annars í ljósi þessa hefði verið ákveðið að hafa fastan starfsmann í Tromsö í Noregi, að minnsta kosti þetta árið. Hann sagði eftirspum eftir vogum þess- um mikla um allan heim og fyrir- spumir hefðu borizt frá um 30 löndum. Á þessu ári væri ætlunin að leggja mesta áherzlu á sölu og þjónustu í Evrópu og sala meðal tækið ætti einnig vaxandi viðskipti við Bandaríkin í samvinnu við Micro Tools Company. Póllinn framleiddi rafeindabúnað fyrir vogir og flokk- unarkerfí, en Micro Tools smfðaði utan um hann. Nú væra þeir meðal annars að koma á markaðinn vestra flokkunarvél fyrir matvælaiðnað, einkum kjúklingapökkun. Viðskipt- in og salan þetta ár lofaði góðu, bæði hér heima og erlendis og nú væri meðal annars verið að byija á afgreiðslu voga um borð í íslenzku rækjuskipin. Um 65 manns vinna hjá Pólnum, þar af 25 til 30 við framleiðslu og sölu rafeindabúnaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.