Morgunblaðið - 28.01.1986, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR1986
+
Ríkisrekstur er hjákát-
legnr í nútímaþjóðfélagi
eftir Steingrím
Sigurgeirsson
Hvers vegna á ríkið að reka fyrir-
tæki, stundum í beinni samkeppni
við einkaaðila? Spumingin á fylli-
lega rétt á sér þar sem ríkisfyrir-
tæki eru sett upp fyrir almannafé
og oft á tíðum á pólitískum forsend-
um. Afskipti ríkisins af efnahagslíf-
inu er nær undantekningarlaust af
pólitískum toga spunnin, verið er
að koma til móts við kröfur þiýsti-
hópa oft undir yfirskyni svokallaðr-
ar byggðastefnu. Hrein fjárfesting-
armistök eru því miður alltof algeng
og ríkisfyrirtæki því oftar en önnur
í íjárhagskröggum. En ólíkt einka-
fyrirtækjum er ekki bera sig geta
ríkisfyrirtæki ávallt leitað undir
fald stóra bróður sem hleypur undir
bagga með þeim. Með þessar stað-
reyndir í huga hljóma röksemdir á
borð við þær að „ríkið eigi nú líka
að fá að hagnast á fyrirtækja-
rekstri" hjákátlega. Skattgreiðend-
ur bera ekkert annað úr býtum á
rekstri ríkisfyrirtækja en hærri
skatta.
Samkeppni ríkisins við
einkarekstur
Ekki er heldur hægt að líta fram
hjá þeirri meinsemd í efnahagslífinu
sem ríkisfyrirtæki í beinni sam-
keppni við einkaaðila eru. Það hlýt-
ur að vera mjög óæskilegt ef við
viljum samkeppni í raun að allir
aðilar lúti ekki sömu lögmálum
annarra fyrirtælq'a, þurfí að haga
rekstri sínum á þann hátt að það
beri sig án utanaðkomandi hjálpar.
Dæmi um fyrirtæki er falla undir
þetta eru aðilar eins og Ferðaskrif-
stofa ríkisins, LyQaverslun ríkisins,
Umferðarmiðstöðin, Söludeild Pósts
og Sfma, Lyfjabúð Háskólans, Rfk-
isprentsmiðjan Gutenberg og Jarð-
boranir Rfkisins. Það hlýtur að telj-
ast æskilegt að eðlileg viðskipta-
sjónarmið ráði rekstri þessara fyrir-
tækja og að mínu mati eru ekki
neinar sjáaniegar ástæður fyrir
því að ríkið skuli hafa rekstur þeirra
með höndum. Þjónustu þá sem rík-
isfyrirtæki þessi veita er þegar að
finna í einkarekstrinum og því
ekkert eðlilegra en að þau verði
færð þangað ef þau á annað borð
standast samkeppni. Fríhöfnin á
Keflavíkurflugvelli, mötuneyti og
þvottahús ríkisstofnana eru góð
dæmi um stofnanir er æskilegt
væri að bjóða út reksturinn á. Þar
gildir einnig að eðlileg viðskipta-
sjónarmið eiga að ráða og væri það
báðum aðilum, skattgreiðendum og
atvinnulífínu, til góðs.
Óeðlileg fyrirgreiðsla
Stærstu fyrirtækin á vegum rík-
isins eru ríkisverksmiðjumar tvær,
Sementsverksmiðj a ríkisins og
Áburðarverksmiðjan. Verksmiðjum
þessum var komið upp á þeim for-
sendum að framleiðsla þeirra væri
æskileg útfrá þjóðhagslegu sjónar-
miði en sökum stærðar þeirra væri
það ófært einstaklingum að koma
þeim á stofn. Verksmiðjur þessar
hafa notið margvíslegrar fyrir-
greiðslu af hálfu ríkisins, s.s. óhóf-
lega lágs orkuverðs og vemd gegn
innflutningi. Áðumefnd rök geta
ekki talist eiga við lengur. Meðal
bænda hefur t.d. orðið vart vaxandi
gagnrýni á óhóflega háu áburðar-
verði. Það hlýtur því að teljast
æskilegt að verksmiðjur þessar
verði gerðar að hlutafélögum sam-
hliða því sem viðskipti þessi verði
opnuð sem mest. Það er út í hött
að halda því fram að það sé „þjóð-
hagslega æskilegt" að íslendingar
standi að framleiðslu sem er langt
fyrir ofan heimsmarkaðsverð. Við
eigum að einbeita okkur að fram-
leiðslu er staðist getur samkeppni,
þegar framleiðslan er orðin dýrari
Steingrímur Sigurgeirsson
„Það er frumskilyrði
þess að lifvænlegt verði
hér á landi eftir nokkur
ár að horfið verði frá
núverandi hentistefnu í
fjárfesting-ar- og pen-
ingamálum. Ekki er
lengur hægt að halda
uppi óhófseyðslu at-
kvæðasafnara á þingi
með erlendum lántök-
um er næstu kynslóðir
þurfa að greiða.“
í framleiðslu en innkaupum, þ.e. við
emm farin að greiða méð henni,
hlýtur eitthvað vera að. Oftast er
það einfaldlega það að einstakar
atvinnugreinar hafi hlotið óeðlilega
vemd, af ríkinu, og þar með ekki
þurft að lúta lögmálum markaðar-
ins eins og æskilegt væri. Það er
því nauðsynlegt, ef við viljum heil-
brigt efnahagslíf, hagvöxt og batn-
andi lífskjör í framtíðinni að við
reynum <ið gera atvinnulífið sem
óháðast ríkisvaldinu, bæði með því
að selja ríkisfyrirtæki og með því
að afnema óeðlilega vemd ríkisins
til að halda einstökum atvinnu-
greinum, s.s. innflutningshöft, toll-
múra og niðurgreiðslur.
Lögbundin einokunar
starfsemi
Annar þáttur er sá er snýr að
þeim greinum er ríkið hefur lög-
bundna einokunaraðstöðu og má í
því tilliti nefna póstútburð, rekstur
símakerfis og til skamms tíma einn-
ig útvarps og sjónvarpsQölmiðlun-
ar. Ég get ekki séð að brýn nauðsyn
sé til þess að með lögum sé fólki
bannað svo mikið sem spreyta sig
á þessum sviðum. Oft er því slegið
fram að einkaaðilar ráði ekki við
rekstur af þessu tagi sökum um-
fangs hans og kostnaðar, einnig að
með því að aðrir en ríkið spreyti á
þessu sviði muni sú þjónusta er við
hljótum verða verri.
Verið getur að rekstur t.d. sima-
kefis sé einstaklingum ofviða en
hvemig getum við fullyrt það án
nokkurrar reynslu af þvf. Síma-
tækninni fleygir fram og gerir
rekstur símakerfis bæði einfaldari
og ódýrari. Nauðsynlegt er að bæði
opna dymar fyrir öðmm og í þeim
tilvikum þar sem ekki er hægt að
koma á samkeppni, stofna almenn-
ingshlutafélög um reksturinn.
Gerspillt bankakerf i
Bankakerfið er nauðsynlegt að
kryfja til mergjar. Við sáum það
nú síðast f Hafskipsmálinu að ríkis-
bankamir em reknir útfrá öðm en
viðskiptasjónarmiðum. Þetta er
einfaldlega hlutur sem við verðum
hvert og eitt að gera upp við okkur.
Viljum við bankakerfi þar sem
sparifé er varið til arðbærra hluta?
Þar sem þau fyrirtæki, sem lánað
er, verða að geta sýnt fram á að
fjárfestingar þær sem em að leggja
út í séu líklegar til að verða til góðs
og fá þá samfara því uppbyggingu
blómstrandi atvinnulífs. Eða viljum
við bankakerfí þar sem pólitíkusar
láta takmarkað lánsfjármagnið
streyma til gæðinga sinna án nokk-
urs tillits til þess hvað æskilegt
gæti talist út frá efnahagslegu sjón-
armiði. Við hljótum að krefjast þess
að ríkisbönkunum verði breytt í
hlutafélög og þeir síðan seldir
samhliða kmfningi á bankalögun-
um þar sem leitast verði við að
gera sjálfstæði bankanna frá ríki
og Seðlabanka sem mest. Hvergi í
þeim löndum sem við bemm okkur
hvað oftast saman við em afskipti
ríkisins af bankastarfsemi jafn
umfangsmikil og hér.
Ríki og sveitafélög
Verkaskipting ríkis og sveitarfé-
laga er seinasta atriðið er drepið
verður á í þessari grein. Yfirfærsla
verkefna og ákvarðanatöku frá ríki
til sveitarfélaga er valddreifing í
reynd. Eftir því sem við fæmm
yfirráð yfir þjónustunni til þeirra
er hennar njóta í ríkara mæli, t.d.
f sambandi við rafmagnsnotkun.
Við teljum æskilegt að Rafmagn-
sveitur ríkisins verði færðar í hend-
ur þeirra er þjónustu veitanna njóta.
Þannig em meiri líkur á því að
eftirspum eftir rafmagni og fram-
kvæmdum taki meiri mið af kostn-
aði en verið hefur.
Það er fmmskilyrði þess að líf-
vænlegt verði hér á landi eftir
nokkur ár að horfið verði frá núver-
andi hentistefnu í fjárfestingar- og
peningamálum. Ekki er lengur
hægt að halda uppi óhófseyðslu
atkvæðasafnara á þingi með erlend-
um lántökum er næstu kynslóðir
þurfa að greiða. Nauðsynlegt er að
leita nýrra leiða til lausnar vandan-
Höfundur aitur í starfshóp á veg-
um Heimdnllar um nýjar leiðir i
þjóðmálum.
Hugleiðingar um kj ötinn-
fhitning vamarliðsins
eftir Ólaf Jónsson
Fyrir skömmu kváðu þrír lögfræð-
ingar, tilkvaddir af forsætisráð-
herra, upp þann úrskurð að vamar-
samningurinn milli fslands og
Bandaríkjanna frá árinu 1951 hefði
lagagildi hér á landi og væri inn-
flutningur á hrámeti til vamarliðs-
ins því löglegur. Forsaga þessa máls
er alþjóð kunn og hygg ég að
fæstum hafi komið niðurstaðan á
óvart. Enginn efast heldur um
ágæti þessara lögfræðinga þó svo
að ýjað hafi verið að því að úti í
bæ finnist jafnokar þeirra í lögum
sem komist hafi að annarri niður-
stöðu.
Sá tími er liðinn á íslandi að
mönnum séu lesin lög árlega og
hefur því tapast nokkuð kunnátta
íslendinga í þeim fræðum. Enda
kannski vonlegt þar sem geðþótta
ákvarðanir virðast oftlega ráða því
hvort dómsmálayfirvöld hreyfi mál-
um litla mannsins nema hann eigi
sér stærri menn að. En nú átti
hann ekki í útistöðum við kerfið í
þessu tilviki enda málum hraðað
sem mest mátti verða. Ég sem elska
friðinn og tel honum helst borgið
með varanlegu vamarsamstarfí við
vestrænar þjóðir hrökk óneitanlega
við. Ekki síst þegar Geir Hallgríms-
son, sem allajafna vill ekki hafa hátt
um málefni vamarliðsins tók upp
vamir fyrir allt og alla I þessu máli
og lýsti sig sekan. Þá fyrst tapaði
ég öllum áttum. En þegar í villur
rekur skal setjast að og bíða þess
að birti.
Ég er starfandi dýralæknir og
er mér skylt samkvæmt lögum að
vinna að bættu heilsufari búpenings
í landinu og vera á verði gegn því
að einstaklingar eða þjóðin I heild
bíði tjón af völdum búfjársjúkdóma.
Til mikils er ætlast. En við íslenskir
dýralæknar njótum þess sem og
þjóðin öll að Island er eyja í miðju
Atlantshafi, vel varin frá náttúr-
unnar hendi gegn bráðum smitsjúk-
dómum f búfé. Þó höfum við orðið
fyrir þungum búsifjum af völdum
innflutnings á búfé og er óþarft að
rekja þá sögu hér. Eins emm við
blessunarlega laus við slíka vágesti
sem hundaæði, sem sækir jafnt á
menn sem skepnur, kvalarfullur og
ólæknandi sjúkdómur. Við þurfum
þó ekki lengra en til Danmerkur til
að komast í návígi við hundaæði.
Við þurfum heldur ekki lengra en
til Danmerkur til þess að kynnast
áhrífum gin- og klaufaveiki, en hún
herjaði þar síðast árið 1982 eins
og flestum er eflaust f fersku minni.
Sama ár út ekki skrifaðist ég frá
Dýralæknaháskólanum í Osló og
gat séð í raun áhrif þessarar veiki
á allt þjóðlíf í Danmörku. Þar mátti
sjá áhrif veðurs og vinda á út-
Ólafur Jónsson
„Þaö er ekki heldur til
að létta störf þeirra né
til að auka virðingu
almennings fyrir þess-
um lögum að leyfður
skuli innflutningur á
hrámeti til varnarliðs-
ins.“
breiðslu veikinnar, einangrun
sveitabýla og bændafiölskyldur sem
komust hvergi og þurftu að horfa
upp á skepnumar sínar skotnar
niður, eina af annarri, í fiöldagrafir.
Kúna Skjöldu, hestinn Blesa og
hundinn Tiygg. Til þess að bæta
gráu ofan á svart snem helstu
viðskipta- og vinaþjóðir Dana við
þeim bakinu á þessum tfma. Banda-
ríkin sögðu nei takk við dönsku
svínakjöti sem og Bretar og Japan-
ir. Norðurlöndin fóm eins að og
gott betur; nú vom danskir bændur
ekki lengur velkomnir í norsk eða
sænsk fjós þótt þeir hafi kennt
Norðmönnum og Svfum að búa. Á
íslandi var danskt kom ekki lengur
nauðsynlegt. Elsta og helsta út-
flutningsgrein Dana var á heljar-
þröm og gömul bræðra- og vamar-
bönd stoðuðu lítið.
Það er því ekki að ófyrirsynju
að sett vom lög á íslandi til vamar
gin- og klaufaveiki árið 1928. Þá
þegar var mönnum kunnugt um
ógnir hennar. Þessum lögum fylgir
síðan ýtarleg reglugerð sem gefur
heimild til þess að hneppa menn f
stofufangelsi með því að einangra
sveitabýli, loka vegum, banna
samkomur og fundi og skerða
ferðafrelsi Qölda manns, ef vakna
skyldu gmnsemdir dýralæknis um
gin- og klaufaveiki. Sfðan leyfa
menn sér að ásaka Albert Guð-
mundsson um að honum gangi það
eitt til að brigsla lifandi sem liðnum
merkismönnum um landráð ef
honum þykir skorta á að þessum
lögum sé fylgt í hvívetna.
Daglega verða borgarar þessa
lands að hlfta þessum lögum sam-
tfmis sem tollgæslumenn og aðrir
embættismenn sem málið varðar,
verða fyrir óþægindum við fram-
kvæmd téðra laga. Það er heldur
ekki til að létta störf þeirra né til
að auka virðingu almennings fyrir
þessum lögum að leyfður skuli
innflutningur á hrámeti til vamar-
liðsins. Þar koma að litlu gagni
reglugerðarákvæði um meðferð
matarleifa frá vamarliðinu, enda
efa ég stórlega að þeim sé fylgt.
Hér skortir stjómmálamenn póli-
tískt þor og dýralæknayfírvöld vilja
til að hrófla við þessu máli. Verst
finnst mér þó til þess að vita að
íslenskir bændur skuli láta þetta
viðgangast sem flestir sætta sig við
lög sem banna allan innflutning á
búfé. Slíkt bann skerðir stórkost-
lega möguleika þeirra til að kyn-
bæta bústofn sinn og um leið
möguleika til að ná sem mestum
afurðum.
Fomstugrein Morgunblaðsins 19.
þ.m. er þó til að gera allt þetta
mál hlægilegt. Islenskur landbún-
aður, framvörður íslenskrar menn-
ingar, skal ekki verða Aronskunni
að bráð. En samtímis gleymist að
það kjördæmi landsins þar sem fólk-
inu fjölgar hvað mest á kostnað
dreifbýlisins, er í næsta nábýli við
vamarliðið. Sfðan er fslenskum
landbúnaði ætlað það hlutskipti að
viðhalda jafnri búsetu f landinu.
Öll slfk skrif verða Iíka kostulegri
f ljósi tiirauna utanríkisráðherra til
að fá bandarísku ríkisstjómina til
I
+