Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR1986
New York:
Alnæmi algengasti
smitsjúkdómur í
nýfæddum börnum
New York, 27. janúar. AP.
ALNÆMI er orðið algengasti smitsjúkdómur i nýfæddum börnum i
sumum hlutum New York-borgar og breiðist nú örar út meðal barna
en fullorðinna, en útbreiðsla sjúkdómsins meðal fuUorðinna hefur
heldur hægt á sér undanfarið, að þvi er fram kom á læknaráðstefnu
i New York á sunnudag.
Mjög erfítt getur reynst að hamla
gegn útbreiðslu alnæmis meðal
bama, af því að mæður flestra
þeirra bama, sem fæðast með sjúk-
dóminn, hafa engin ytri einkenni
hans, sagði dr. Howard Minkoff,
forstöðumaður fæðingardeildar há-
skólasjúkrahússins í Brooklyn í
New York.
Af þeim 34 mæðrum, sem fæddu
böm með alnæmi, voru aðeins Qórar
Pólland:
með einhver einkenni sjúkdómsins.
Bömin höfðu samt smitast af
mæðmm sínum og sumar þeirra
veiktust síðar, sagði hann.
Hinn 13. janúar sl. hafði verið
tilkynnt um 231 nýbura með al-
næmi til sjúkdómaeftirlits Banda-
ríkjanna í Atlanta. Um 40% bam-
anna, eða 103, fæddust í New York,
sagði Rita O’Donnell, ráðgjafí hjá
heilbrigðiseftirlitinu í New York.
Hún taldi, að fyrir hvert bam,
sem fæddist með alnæmi þar í borg,
væm þrjú til fímm með skylda sjúk-
dóma, sem gætu á seinni stigum
þróast í alnæmi. Hún sagðist álíta,
að tala bama með alnæmi ætti eftir
að tvöfaldast fram að næstu ára-
mótum.
Gagnrýndi
einsflokks-
kerflð Vlð Morðmál vekur mikla athygli í ísrael:
£*■......H...ÍW,.
***"...."***—'■ W..
AP/Sfnamynd
Allt fyrir gýg á lokasprettinum
Greenpeace, skip umhverfisvemdarsamtakanna Greenpeace, siglir milli Ross-eyju og rekissins, sem
ekki hefur verið meiri á suðurheimskautinu í heilan áratug. I fjarska má sjá Beaufort-eyju við
mynni McMurdo-sunds, áfangastaðar Greenpeace. Vegna rekissins verða skipveijar nú að snúa
fleyi sínu við og láta af áætlunum um að reisa bækistöð á Evans-höfða á þessu ári og snúa aftur
að ári til að gera aðra atlögu.
messugjörð
Varsjá, 27. janúar. AP.
ÞÚSUNDIR kirkjugesta fögnuðu
orðum kaþólsks prests innilega
við messu í Varsjá, er hann
gagnrýndi ofurvald kommúnista-
flokksins í Póllandi.
Um 8.000 manns hlýddu á
prédikun prestsins, séra Feliks
Folejewskis, f kirlqu heilags Stan-
islaws Kostka á sunnudagskvöld.
Þar sagði hann m.a. að ekki yrði
um að ræða „frið á alþjóðavettvangi
án friðar í hveiju landi fyrir sig“.
„Hvers konar friðar og frelsis
nýtur sú þjóð, sem ekki hefur neina
tryggungu fyrir að geta haft áhrif
á eigin málefni, þar sem einn flokk-
ur stjómar öllu og leggur eigin
hagsmuni að jöfnu við hagsmuni
ríkisins?" sagði Folejewski.
„Þegar sambandið milli yfírvalda
og þjóðar rofna, er friðurinn úti,
og þá skapast grundvöllur fyrir
herlög eða annað í ætt við þau,“
sagði hann.
Um 3.000 kirkjugestanna stóðu
úti fyrir kirlqunni og létu frost og
snjókomu ekki á sig fá. Innandyra
var allt troðfullt af fólki og fögnuðu
viðstaddir orðum prestsins innilega.
Messan fór fram í sóknarkirkju
séra Jerzy Popieluszkos, sem ör-
yggislögreglumenn myrtu árið
1984. Popieluszko var einarður
talsmaður Samstöðu, frjálsu verka-
lýðshreyfíngarinnar, sem bönnuð
var 1982, þegar herlög voru sett í
Póllandi.
Eiginkona sjónvarpsfrétta-
manns grunuð um morðið
Tal Atríu fouool 0*7 ian/ia* AD
Tel Aviv, ísrael, 27. janúar. AP.
SAGAN hefur til að bera flest
það sem prýðir safaríkar sápu-
óperur. Gjálif ljóska, sem gift er
áberandi sjónvarpsmanni, er
handtekin vegna dauða konu.
Konan fannst látin á baðströnd,
sem er fræg fyrir að vændiskon-
ur venja þangað komur sinar.
Vinkona Ijóskunnar er einnig
handtekin og fjölmiðlar nefna
hana “Rauðklæddu konuna" eftir
að dómari hefur lagt blátt bann
við þvi að fjölmiðlar nefni hana
með nafni. Ljóskan er látin laus
úr fangelsi um stund, eftir að
lögmenn hennar upplýsa að hún
hafi gert tilraun til sjálfsmorðs
og segir dómara að hún hyggist
sækja nm skilnað frá eiginmanni
sinum.
Slík er sagan sem ísraelskur
almenningur hefur fylgst með af
hvað mestri athygli undanfamar
tvær vikur. Málið er á forsíðum
dagblaða dag eftir dag og hefur
jafnvel skyggt á ferð Peres forsæt-
isráðherra til þriggja Evrópulanda,
enda er þetta eitt æsilegasta morð-
mál sem rekið hefur á fjörur ísra-
elsks almennings í áraraðir.
Kunnar staðreyndir þessa máls
eru fáar, en tilgátur og sögusagnir
eiga sér engin takmörk, eins og
viðbúið er í jafn litlu landi og ísra-
el, þar sem fólk í sviðsljósinu er
ekki margt og fremur auðvelt að
nálgastþað.
Hava Yeári, 38 ára vanrækt
eiginkona Ehud Yeári sjónvarps-
fréttamanns og sérfræðings í mál-
efnum araba, var handtekin 9.
janúar síðastliðinn í tengslum við
morð á bandarískum ferðamanni
að nafni Mala Melavski frá New
York. Lík hennar fannst á Tel
Baruch-baðströndinni, sem er
skammt norður af Tel Aviv, í mars-
mánuði á siðasta ári. Ströndin er
alræmd í ísrael fyrir að vera athvarf
vændiskvenna. Fáum dögum síðar
var önnur kona handtekin. Hún
kom fyrir dómara klædd rauðu pilsi
og þar eð dómarinn fyrirbauð það
að nafn hennar yrði látið uppi var
hún nefnd í samræmi við það „rauð-
klædda konan". Tíu dögum síðar
leyfði dómari að nafii hennar yrði
gefíð upp. Kom þá í ljós að hún
heitir Aviva Granot, 41 árs gamall
lyQafræðingur sem gruflar í
stjömuspeki. Gert er ráð fyrir að
ákæmr verði lagðar fram á konum-
ar síðar í þessari viku.
Lögreglan reyndi að koma í veg
fyrir fréttaflutning af málinu, en
fréttamenn vom óþreytandi og
málið hefur verið forsíðuefni dag-
blaða undanfamar tvær vikur. Svo
virðist sem konumar tvær sem
handteknar hafa verið, hafí tekið
fómarlambið með sér í ökuferð út
á ströndina, þar sem þær hafí rætt
við hana hvarf 50 þúsund Banda-
ríkjadala, sem vora á sameiginleg-
um gjaldeyrisreikningi Yeári og
Melavsky. Ekki er ljóst með hvaða
hætti dauða þeirrar síðamefndu bar
að höndum, en hún annaðhvort
datt eða féll út úr bílnum áður en
ekið var yfír hana og síðan brott.
Afganistan:
Vestrænir frétta-
menn á blaðamanna-
fundi hjá Karmal
Moskvu, 27. janúar. AP.
A blaðamannafundi, sem Ba-
brak Karmal, forsætisráðherra
Afganistans, hélt á sunnudag og
sjónvarpað var í Moskvu, sakaði
hann Pakistana um seinaganginn
Ónæmistæring 1 Amsterdam:
20 til 30 prósent homma smitaðir
Wageningen, 27. janúar. Frá Eggert H. Kjartansayni, fréttaritara Morgunbiaðains í Hollandi.
NIÐURSTÖÐUR nýrrar könnunar, sem heilbrigðisyfirvöld Amst-
erdamborgar gerði meðal homma í borginni, benda til þess að
milli 20 og 30 prósent þeirra séu haldnir ónæmistæringu. Könnun-
in náði til 750 einstaklinga.
1980—1981 var gerð sambærileg könnun. Þá hafði aðeins um
1 prósent þeirra, sem könnunin náði til, smitast af sjúkdóminum.
Þessar upplýsingar komu fram í
ræðu sem dr. R.A. Coutinho, yfír-
maður ónæmistæringarleitar-
stöðvarinnar í Amsterdam, hélt
laugardaginn 25. janúar slíðast-
liðinn í Utrecht. Arlega smitast
um 8 prósent ósmitaðra homma
í höfuðborginni. Það kom einnig
fram að af öllum þeim sem smit-
uðust af ónæmistæringarveimnni
yrði aðeins lítill hluti alvarlega
veikur, eða um 5—10 prósent allra
smitaðra.
Sjúkdómurinn getur komið í
ljós allt að sex ámm eftir að
smitun hefur átt sér stað. Enn sem
komið er er því ákaflega erfitt að
segja nákvæmlega til um það
hversu margir muni raunvemlega
verða veikir. í Hollandi hafa fram
til þessa 98 einstaklingar orðið
veikir. Enn sem komið er hafa
rannsóknir svipaðar þeirri sem
gerð var í Amsterdam ekki verið
gerðar annars staðar í Hollandi.
Dr. Coutinho ályktaði að fyrir
utan Amsterdam væm hlutfalls-
lega færri sjúkdómstilfelli. Um
það bil helmingur þeirra sem hafa
orðið veikir af ónæmistæringar-
veimnni em Amsterdambúar. Það
kemur til af því frjálsræði sem
ríkir í höfuðborginni. Fleiri homm-
ar búa þar en annars staðar í
Hollandi.
Meðal þeirra þjóðfélagshópa,
sem ekki tilheyra áhættuhópunum
svonefndu, þ.e. hommum, eitur-
lyfjasjúklingum og þeim, sem af
einhveijum orsökum verða að
þiggja blóð, er varla um neina
útbreiðslu sjúkdómsins að ræða,
sagði Coutinho. í sex mánuði em
allir blóðgjafar rannsakaðir með
tilliti til ónæmistæringarveimnn-
ar og af þeim 200.000 sem nú
hafa verið rannsakaðir hafa 10
einstaklingar sýnt merki smitun-
ar. Dr. C. Dudok de Wit, ritari
blóðgjafadeildar Rauða kross
Hollands, sagði að vegna ná-
kvæmrar rannsóknar á blóðgjöf-
um væri smitunarhætta í algera
lágmarki.
Á þessari ráðstefnu kom enn-
fremur fram að flestir vom þeirrar
skoðunar að minna lauslæti og
meiri aðgætni í ástamálum þeirra
einstaklinga, sem teljast til
áhættuhópanna, yrði til þess að
draga mjög úr útbreiðslu sjúk-
dómsins.
i viðræðum þeim, sem Sameinuðu
þjóðiraar hafa staðið fyrir i því
skyni að reyna að binda enda á
striðið í Afganistan.
Karmal hélt áðumefndan fund
með 23 fréttamönnum, sem afg-
anska stjómin hafði boðið til
vikudvalar í Afganistan.
Afganski leiðtoginn sagði, að
sovéskir hermenn, sem vestrænir
fréttaskýrendur telja, að séu nú
yfír 105.000 talsins í landinu, yrðu
kallaðir þaðan, jafnskjótt og
„heimsvaldasinnar og gagnbylting-
armenn í Afganistan“ létu af hem-
aðaríhlutun sinni.
Sovéska sjónvarpið sagði, að
blaðamannafundur þessi væri hluti
af dagskrá fréttamannanna, meðan
á dvöl þeirra í Afganistan stæði,
og væri líklegur til að vega upp á
móti „yfírgengilegum lygaóhróðri
og sálfræðilegum skæmhemaði
vestrænna áróðursmiðstöðva".
Meðal fjölmiðlamannanna, sem
boðið var til Afganistans, vom sjón-
varpsfréttamenn frá Bandaríkjun-
um, Svíþjóð, Japan og Vestur-
Þýskalandi, svo og blaðamenn frá
breska blaðinu The Guardian, og
fréttamenn frá vestur-þýsku frétta-
stofunni DPA og Reuters-frétta-
stofunni. Þeir era allir við störf í
Moskvu nema fréttamaður Reuters,
sem starfar {Lundúnum.