Morgunblaðið - 02.02.1986, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1986
63
Tíu hringir Úranusar Titania
staðfestingu, t.d. um sterkt segul-
svið.
Áður en Voyager nálgaðist Úran-
us töldu flestir vísindamenn að
reikistjaman hefði sterkt segulsvið
Árið 1982 mældist sterk útfjólublá
geislun frá Úranusi í vísindahnetti
á braut umhverfis jörðu. Vísinda-
menn drógu þá ályktun af þessu
að uppspretta geislunarinnar væri
rafljósfyrirbæri, sem myndaðist
innan geysistórs segulhvolfs Úran-
usar. Þessi kenning virtist hrynja
til grunna þegar Voyager nálgaðist
plánetuna.
Talið var að radíómerki frá segul-
hvolfi hefðu heyrzt fyrir löngu í
tækjum Voyagers. Það var ekki
fyrr en nokkrum dögum fyrir
stefnumótið við Úranus að dauf
radíómerki heyrðust. Vísindamenn
furðuðu sig á þessu.
Sú tilgáta kom fram að kjami
Úranusar væri ekki stærri en kjami
jarðarinnar. Segulsviðið væri á
stærð við segulsvið jarðar, en segul-
áhrifin smáminnkuðu í skýjum Úr-
anusar.
Talið var að ef vemdandi segul-
svið væri ekki fyrir hendi gæti það
skýrt hvers vegna hringir og tungl
Úranusar væru kolsvört. Þá gætu
sólarvindar flarlægt ís og skilið eftir
kolefniskennd efni. En þá var spurt
hvaðan útflólublá geislun Úranusar
kæmi, ef hann hefði ekkert segul-
hvolf?
Ýmsar getgátur vom uppi, þótt
sumir visindamenn misstu ekki
trúna á sterkt segulhvolf. Þeir
sögðu að e.t.v. væri það svo sterkt
að viðkvæm radíómóttökutæki
næmu ekki áhrif þess.
Daginn áður en Voyager komst
næst Úranusi heyrðust síðan radíó-
merki frá Úranusi greinilega í
tækjum geimfarsins og vísinda-
menn telja það sönnun um segulsvið
umhverfis plánetuna. Vísindamenn-
imir sögðu að radómerkin hafi
hækkað svo hægt og sígandi að
þeir hefðu ekki áttað sig á þeim
strax.
Upplýsingar um styrk segul-
sviðsins eiga að geta veitt vitneskju
um hita kjamans og snúningshraða
hans. Samkvæmt annarri kenningu
stafar segulmagnið frá rafhlöðnu
úthafi á yfirborði Úranusar.
MÖRGÓHÖPP
Voyager 1. og Voyager 2. em
hvor um sig á stærð við lítinn bíl.
Voyager 2. var skotið í ágúst 1977,
en Voyager 1. var ekki skotið fyrr
en mánuði seinna vegna bilana (
stýrisbúnaði.
Fimm mínútum áður en Voyager
2. var skotið varð að gera hlé á
rástalningu vegna bilunar. Aðeins
10 klukkustundum eftir að Voyager
1. var skotið fór geimfarið fram
hjá tunglinu og fram úr Voyager 2.
Aðeins tveimur mínútum eftir að
Voyager 2. var skotið með geysiö-
flugri eldflaug af gerðinni Titan
III-E-Centaur (sem var fyrst notuð
til að senda Viking-geimför til
Mars) varð vart bilunar í gyromæli,
en af einhveijum dularfullum
ástæðum komst hann aftur í lag.
Fleiri bilana varð vart, en þó var
tilkynnt að geimskotið hefði verið
„óaðfinnanlegt".
Margir aðrir erfiðleikar hijáðu
stjómendur ferðar Voyager 2. og
Voyager 1. olli einnig vandkvæðum,
en þó ekki eins alvarlegum. Alvar-
legustu bilanimar urðu í febrúar
1978, þegar Voyager 2. var 474
milljón km í burtu og skilaboð vom
27 mínútur að berast hvora leið.
Þó tókst að laga flest það sem
fór aflaga. Hefði það ekki tekizt
hefði Voyager 2. aðeins farið til
Júpiters og Satúmusar og engar
ljósmyndir hefðu borizt frá Uranusi.
Bæði Voyager-förin flugu fram
hjá Júpíter 1979 og frá þeim
streymdu ljósmyndir af virkum
brennisteinseldfjöllum, kuldalegum
ísheimum, stormum, sem náðu yfír
svæði á stærð við reikistjömu, og
fleiri merkilegum fyrirbæmm.
Voyager 1. kom til Satúmusar
1980 og Voyager 2. ári síðar og
sagan frá Júpiter endurtók sig. En
hlutverki Voyager 1. var að mestu
lokið. Geimfarinu var miðað á eitt
tungl Satúmusar, Titanus, einn
mikilvægasta hnött sólkerfisins.
Síðan var braut þess breytt og það
æddi frá reikistjömunum út í ytri
hluta sólkerfisins.
Voyager 2. gat hins vegar notað
þyngdarafl Satúmusar til þess að
breyta um hraða og stefnu og
sveifla sér til næstu reikistjömu.
Vegna óvenjulegrar stöðu ytri reiki-
stjamanna, sem aðeins á sér stað
á 175 ára fresti, fór Voyager 2. á
leið til Úranusar.
Einu ári áður en geimfarið var
komið þangað vom famar að berast
frá því betri ljósmyndir af Úranusi
en hægt var að taka frá jörðu, þótt
könnunarhluti ferðarinnar væri
ekki hafinn.
SKÝRAR MYNDIR
Rannsóknarkafli ferðarinnar
hófst í nóvember sl. Ljósmyndimar
frá Úranusi urðu skýrari, Úranus
stækkaði, en engin smáatriði sáust.
Þess vegna fóm menn að efast um
þær niðurstöður athugana stjömu-
fræðinga á jörðu niðri að ljósleitur
skýjahringur væri um miðbaug
reikistjömunnar og ýmsir vörpuðu
fram þeirri spumingu hvort þiessir
hringir Úranusar hlytu sömu örlög
og „skurðimir" á Mars.
Siðan fann Voyager tvö örlftil
„vemdartungi" og tvo nýja hringi,
svo að nú er vitað um alls 10.
Vemdartungiin viröast korna í veg
fyrir að agnimar í hringunum dreif-
ist. Þyngdarafl tunglanna halda
ögnunum á fastri braut. Vísinda-
menn telja að hver hinna 10 hringa
hafi tvö nálæg vemdartungl og
vera má að vitneskja um þau fáist
þegar upplýsingamar frá Voyager
verða rannsakaðar.
Síðasti hringurinn, sem fannst,
var nærri ósýnilegur og 3.000 km
Mynd af Miröndu, tekin úr 34.500 km fjarlægð. Efst sjást há fjöll og láglendi neðst. Gígurinn
inn á milli (til hægri) er um 24 km breiður.
Ferðfn til stjarnanna
Vegna óvenjulegrar stöðu stjarnanna gat Voyager
2. farið til Júpiters 1979 og Satúrnusar 1981 áður
en geimfariðfórtil Úranusar 1986.
.. . . Jorðin
, Merkur o
o Mars
Venus
Neptúnus
O o
Úranus
Piútó
Só/i'n
Júpiter Satúrnus
Voyager fór 3 milljarða km á tæpum 9 árum tilÚranusar.
breiður. En myndimar frá Voyager
hafa sýnt svo margar rykrákir milli
hringanna að vísindamenn em í
vafa um hvað þeir eigi að kalla
hringi og hvað ekki. Til mála getur
komið að kalla 10 slíkar rákir
hringi.
Hringimir halda áfram að valda
heilabrotum. Komið hefur í ljós að
tveir þeirra endurvarpa ljósi öðm
visi en hinir. Það gæti bent til þess
að þeir séu úr öðm efni og á sumum
þeirra era unáariegaf gáfiif. Þsð
álit vísindamanna að hringimir séu
úr metan, sem hafi orðið svart við
geislun, eða að þeir séu úr kolefnis-
ríku efni utan úr geimnum, getur
breytzt.
Sex þeirra tungla, sem fundust
í ferð Voyagers, em kolsvört og
valda heilabrotum. Vísindamenn
geta sér þess til að að þetta séu
klumpar, sem hafi myndazt af
ögnunum í hringunum. Ef þetta
reynist rétt mun það styðja þá
kenningu að hringimir og tunglin
hafi orðið til úr sama lausaefni úr
geimnum.
Enn ein ráðgáta Úranusar er
óvenjumikið helíum í gufuhvolfi
hans samkvæmt athugunum með
brezkum og bandarískum sjónauk-
um á Hawaii og í athugunarstöð
um borð $ flugvél. Ef til vill kemur
í Ijós að einhver flókin, efnafræðileg
reikistjömunnar.
TTL NEPTÚNUSAR
Voyager á 12 ára ferð að baki
og ennþá lengri ferð fyrir höndum,
ef allt gengur að óskum. Næsti
áfangastaður, Neptúnus, er í 2,25
milljarða km fjarlægð og Voyager
verður kominn þangað 1989. Geim-
farið flýgur fram hjá reikistjömunni
( innan við 3.200 km fjarlægð og
fram hjá fylgihnettinum Triton, sem
snýst öfugan hring um hana, í innan
við 9.600 km fjarlægð. Jafnvel enn
minna er vitað um Neptúnus en
vitað var um Úranus.
Ef til vill kemst Voyager ennþá
lengra og geimfarið hefur meðferðis
gullsnældu, sem hefur að geyma
155 ljósmyndir og sýnishom af
hljóðum, tungumálum og tónlist
jarðar. Þar er að finna vitneskju
um Taj Mahal, ópemhúsið í Sydney,
kjamasýru, tré, Kínamúrinn og
kóralrifið mikia meðfram norðaust-
urströnd Ástralíu. Þama má einnig
heyra dæmi um tunguna akkadí-
önsku, sem Súmerar töluðu fyrit
um 6.000 ámm og wu, nútíma-
mállýzku í Kína. Bach, Mozart og
Beethoven em einnig kynntir og
eitt framlagið er frá Chuck Berry.
Sambandið við Voyager-förin
dofnar þegar þau hefja ráf sitt milli
stjamanna. Annað þeirra kemst
ekki í innan við eitt Ijósár frá
stjömu, sem kallast AC+793888,
fyrr en eftir 40.000 ár. Eftir heila
eilífð, löngu eftir að deyjandi sól
löngu eftir að maðurinn er útdauð-
ur, mun þetta hvískur frá jörðinni*
halda áfram ferð sinni meðal stjam-
anna. Þetta gæti orðið síðasti
minnisvarði jarðarbúa í alheiminum
og verið getur að jarðarbúar verði
dæmdir eftir Voyager 2.
GH skv. Guardian, Econom-
ist, Newsweek o.fl.
þróun hafi átt sér stað ? gufnhvclfi
oKKar iitíiúr cyíi jCruiíini, c.i.v