Morgunblaðið - 22.02.1986, Síða 5

Morgunblaðið - 22.02.1986, Síða 5
MOKGtJNBÍAÐIP, LAUGARDAGUR 22, FEBRÚAR 1986 *5 Morgunblaðið/Ámi Sœberg Ódýru Stjörnueggjunum pakkað á Vallá. Eggjabúið á Vallá: 30% afsláttur á eggjaútsölu Endurgreiðsla á ólöglega innheimtu kjarnfóðurgjaldi notað til útsölunnar — Aðrir bændur fylgja í kjölfarið GEIR Gunnar Geirsson eggja- bóndi á Vallá á Kjalarnesi hefur ákveðið að nota peninga sem hann fær i endurgreiðslu á kjarn- fóðurgjaldi fyrri ára til að lækka eg'gjaverðið um 30%. Hér er um að ræða 1,5 milljónir kr. sem duga til að standa undir útsölu á 20—30 tonnum af eggjum, eða samtals rúmlega 500 þúsund eggjum. Við þetta lækkar al- gengt útsöluverð á eggjum frá Vallá úr 178 krónum í 120 krónur kílóið. Aðrir bændur hafa fylgt á eftir þannig að eggjaverð hefur almennt lækkað sem þessu nem- ur. Geir Gunnar fór í mál við land- búnaðarráðherra, fjármálaráðherra og Framleiðsluráð landbúnaðarins vegna innheimtu kjamfóðurgjalds. Mál hans var rekið fyrir bæjarþingi Reykjavíkur en í kjölfar dóms Hæstaréttar í svipuðu máli Áma Möller svínabónda á Þómstöðum í Olfusi varð dómsátt í máli Geirs Gunnars. Landbúnaðarráðherra, fjármálaráðherra og Framleiðsluráð ábyrgjast endurgreiðslu á 1,5 millj- ón kr. vegna ólöglegrar innheimtu kjamfóðurgjalds. Geir Gunnar sagði að kjamfóður- skatturinn hefði farið út í verðlagið, að minnsta kosti að hluta til, og hefði hann því talið það skyldu sína að skila þessu kjamfóðurgjaldi sem hann þama fengi endurgreitt. „Það er ómögulegt að ná til kaupendanna öðmvísi en með því að lækka verðið og því ákvað ég að gera það,“ sagði Geir Gunnar. Offramleiðsla er á eggjum í landinu og hefur verið verðstríð á markaðnum í mest allan vetur. Eggjaframleiðendur hafa verið að bæta við sig varphænum og nýir framleiðendur byijað. Þetta hefur komið fram í verðinu. í nóvember var til dæmis útsala og í byijun þessarar viku lækkaði Eggjadreif- ingarstöð Sambands eggjaframleið- enda verðið um 15%. Geir Gunnar er með stærsta eggjabú landsins og hafa flestir framleiðendur fylgt í kjölfarið þannig að almenn verð- lækkun eggja um óákveðinn tíma er orðin staðrejmd. Loðnuveiðin: Rumur helmingur búinn með kvóta Tæpar 60.000 lestir eftir RÚMUR helmingur loðnuskip- anna er nú búinn með kvóta sinn og þvi hættur þeim veiðum. Flest skipanna hafa að uudanförnu lagt áherzlu á að veiða loðnu til frystingar og því tekið minna magn í hverri veiðiferð en ella. Af þessum sökum hefur gengið fremur hægt á heildarkvótann og eru nú eftir af honum tæpar 60.000 lestir. Skipin eru flest að veiðum á svæðinu frá Vestmannaeyjum að Snæfellsnesi, en afli hefur einnig fengizt í Bugtunum. í kjölfar frétta af loðnugöngu út af Áustfjörðum var eitt skip, Pétur Jónsson RE, kominn á miðin þar á föstudag. Frystingu hrognafullrar loðnu er nú að ljúka. Loðnan er komin það nálægt hryngingu að hrognin tolla illa í henni og nýtist hún því illa í frystinguna. Á hinn bóginn er nú hafin frysting hrogna enda hentar loðnan vel til hennar. Aflinn undanfarna viku hefur verið fremur lítill. Á mánudag voru 7 skip með samtals 3.180 lestir: Keflvíkingur KE, 250, Þórshamar GK, 250, Víkingur AK, 900, Gígja RE, 300, Þórður Jónasson EÁ, 500, Fífill GK, 650 og Dagfari ÞH 330 lestir. Á þriðjudag voru eftirtalin skip með afla: Sighvatur Bjamason VE, 260, Keflvíkingur KE, 250, Bergur VE, 280, Þórshamar GK, 230, Sjávarborg GK, 300 og Þórður Jónasson EA, 400. Á miðvikudag var aflinn 1.830 lestir af eftirtöldum skipum: Huginn VE, 600, Keflvík- ingur KE, 200, Sighvatur Bjama- son VE, 350, Gígja RE, 180, Þórs- hamar GK, 200, Bergur VE, 230 og Kap II VE 70 lestir. Fimmtu- dagsaflinn varð alls 3.480 lestir af eftirfarandi 8 skipum: Þórður Jón- asson EA, 400, Þórshamar GK, 250, Erling KE, 450, Keflvíkingur KE, 250 og 230, Gígja RE, 180, Börkur NK, 1.170, Sigurður RE 550 lestir. Síðdegis á föstudag voru eftirtalin skip komin með afla: Kap II VE, 650, Gígja RE, 350, Sjávar- borg GK, 400 og Guðmundur Olafur ÓF, 570 lestir. MOTTOKUR \om9° ,409 Sýning Ladda á Sögu er einhver magnaðasta skemmtun sem boðið hefur verið upp á hér á landi. Um það eru greinilega allir sammála því það er nánast slegist um miðana og mannskapurinn er bjargaríaus af hlátri sýningu ettir sýningu. Hreint frábærar móttökur - enda óviðjafnanleg skemmtun á ferðinni. Pantaðu strax í dag og tryggðu þér drepfyndið kvöld með Eiríki Fjalari, Bjama Fel, Þórði húsverði, 007 og þeim gemsum öllum. Málið er nefnilega einfait: Þegar þú sérð sýninguna, sérðu í hendi þér að þú myndir sjá eftir að hafa ekki séð sýningunal Laddi hefur aldrei verið betri Leikstjóri: Egill Eðvarðsson Kynnir og stjómandi: Haraldur Sigurðsson (Halli) Útsetningar á Iðgum Ladda: Gunnar Þórðarson Dansahöfundur: Sóley Jóhannsdóttir Þríréttaður matseðill. Húsið opnað kl. 19.00 Borðapantanir í sima 20221 milli kl. 2 og 5. Verð kr. 1.500 1—------- ------------o\tWaanúsarK\artansso^Waupp\ GILDIHF Fjöldi fyrirtækja □ Karnabær □ Steinar □ Axel Ó. □ Radíóbær □ Setubrautir □ Vogue □ Garbó □Hummel □ Skinnadeild SÍS □ Bónaparte □ Yrsa skartgripaversiun □ Barnafataversl. Fell □ Gjafavöru deildin □ Verðlistinn og ýmsir fleiri Hinn eini og sanni að Fosshálsi 27 (fyrir neðan Osta- og smjörsöluna, Árbæ, við hliðina á nýju Mjólkur- stöðinni). opinn í dag kl. 10-4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.